Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1999, Side 31

Frjáls verslun - 01.05.1999, Side 31
með tilkomu síma- og tölvutækni skutu samtengdir spilakassar og lottóvélar upp kollinum. vegar er áœtlað aö um sþilakössunum. Lottóið er alltaf vinsœlt. Landsmenn kauþa lottómiða fyrirum 1,1 milljarð á ári ogfá til baka um 430 milljónir í vinninga. Vöxtur á mark- aðnum hefur helst orðið í slíkum happ- drættum. Nefnd ríkísstjórnar Ríkisstjórnin skip- aði nefiid á síðasta ári til að semja frumdrög að mótun framtíðarstefnu í happdrættismál- um. Nefndin skil- aði af sér skýrslu í febrúar og í henni er að finna ýmsar tölulegar stað- reyndir. Þess ber að geta að saman- burður milli happ- drætta er erfiður þar sem reikning- ar þeirra eru sett- ir fram á mismun- andi hátt, auk þess sem ekki er alltaf mið- að við sama tímabil. Skýrsluhöfundar setja auk þess fyrirvara við nokkur atriði. Þessir þættir breyta því hinsvegar ekki að happ- drættis-, getrauna- og lottómiðar voru seld- ir fyrir um 3,2 milljarða króna á 12 mánaða tímabili. Og sá pottur stækkar heldur bet- ur þegar spilakössunum er bætt við. Hefðbundin happdrætti Sex félög reka reglubundin, lögvernduð happdrætti. Þau eru: HHI, DAS, SÍBS, íslensk getspá, Islensk- ar getraunir og Islenskir söfn- unarkassar. Þrjú fyrstnefndu fé- lögin starírækja flokkahapp- drætti auk þess sem HHI rekur Gullnámukass- ana og Happa- þrennuna. Is- lensk getspá rek- ur Lottóið og Vík- ingalottóið á Is- landi auk Jókers- ins, Islenskar get- raunir reka get- raunaleikina 1X2 og Lengjuna og raunar fleiri sam- bærilega leiki og loks reka Islenskir söfnunarkassar þar til gerða söfnunarkassa sem er að finna víða. Eins og kunnugt er stendur HHI fyrir Happdrætti Háskóla íslands og er að fullu í eigu Háskólans, DAS er happdrætti Dval- FRÉTTflSKÝRING: Björn Þór Sigbjörnsson MYNDIR: Geir Ólafsson Hefðbundin happdrætti og Lottó Hlutfallsleg skiptirtg hZZ Z Ptmein á hinum hefðbundn haþþdrœttis-, getrauna- og lottómarkaði, e Þar eru seldir miðarfyrir mn 3,2 milljárðt Hlutur Haþþdrœttis Háskólans er mestur þessum markaði, eða um 38%. FJARMAL ir trúa vart eigin eyrum þegar þeir heyra hversu háum upphæðum er varið í slíkt lotterí. Samkvæmt skýrslu ráðherraskip- aðrar nefndar voru að veltast um 16 millj- arðar á tilteknu 12 mánaða tímabili hjá þeim sem reka lögvernduð happdrætti á íslandi - og þar af er áætlað að um 13 millj- arðar fari um hendur þeirra sem spila í spilakössum; en þar vinnast, og tapast, um 11 milljarðar á víxl, þannig að landsmenn skilja um 2 milljarða eftir í spilakössunum. Það er því varlega áætlað þegar fullyrt er að ekki sé eytt undir 2 milljörðum á ári í kassana. Landinn ver síðan um 3,2 millj- örðum til kaupa á hefðbundnum happ- drættis- getrauna- og lottómiðum og fær um 1,8 milljarða aftur tíl baka í formi vinn- inga. Einkaréttur Háskólans íslenski happ- drættísmarkaðurinn hefur tekið gríðarleg- um breytíngum á þeim 66 árum sem liðin eru frá þvi að Alþingi samþykktí lög um rekstur Happdrættís Háskóla Islands. Lög- in um HHI eru nokkuð merkileg en þau veita happdrættínu einkarétt á að greiða peningavinninga en hin flokkahappdrættin tvö eru vöruhappdrættí. Það er þó ekki svo að vinningarnir séu greiddir út í vörum heldur þarf fólk að kaupa sér vörur fyrir þá peninga sem það vinnur og framvísa nót- um fyrir viðskiptunum. Fólki er tíl dæmis meinað að kaupa sér verðbréf. Þessa mis- munun segja margir óeðlilega og jafnvel ósanngjarna og telja rétt að löggjafinn hlut- ist til um breytingar á núverandi fyrir- komulagi. HHI hefur lengi notíð góðs af þessari sérstöðu sinni og ber höfuð og herðar yfir önnur flokkahappdrættí. Þróun markaðarins á síðustu árum hef- ur haldist í hendur við þróun tækninnar en 31

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.