Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1999, Side 54

Frjáls verslun - 01.05.1999, Side 54
Þœr vinna hjá íslandsbanka og halda hér á hlutabréfum í bankanum. „Efhlutabréfakaup starfsmanna Búnaðarbankans og Landsbankans eru skattskyld hljóta hlutabréfakaup þau sem íslandsbanki hefur boðið starjsmönnum sínum einnig að vera það - þóttformið sé annað. “ FV-myndir: Geir Ólafsson. Eru hlutabréfakaup starfsmanna skattskyld? Skattayfirvöld hafa í hyggju aó refa þeim starfmönnum Landsbankans og Búnaöarbankans er nýttu kaupréttinn en töldu ekki fram sem meint hlunnindi. Þessi ákvörðun fœr ekki staöist! esendur rekur vafalaust minni til þess að fyrr á þessu ári urðu nokkrar umræður um kaup starfsmanna Búnaðarbankans hf. og Landsbankans hf. á hlutabréfum í þessum fyrirtækjum. Starfsmönnum bankanna var boðið að kaupa hlutabréf á verði sem virt- ist hagstætt miðað við áætlað markaðs- verð. Skattayfirvöld í landinu lýstu þeirri skoðun sinni að í kaupunum fælust hlunn- indi sem skattleggja ætti sem launatekjur. Og nú fyrir nokkrum dögum var skýrt frá því opinberlega að skattayfirvöld hefðu í hyggju að refsa þeim starfsmönnum er nýttu kaupréttinn en töldu ekki fram hin meintu hlunnindi og verður það gert með sérstöku álagi á skattgreiðslur, jafhvel þótt þeir hafi farið að ráðleggingum bankanna um að upplýsa um kaupin á framtali án þess þó að færa hlunnindin sér til tekna. Mér sýnist að draga megi í efa að þessi nið- urstaða skattayfirvalda fái staðist skoðun og hér á eftir skulu færð rök fyrir því. Rökstuðningur fyrir því að þessi hlunn- indi hafi ekki verið skattskyld, þegar hluta- bréfin voru keypt, byggist á þrenns konar rökum. I fyrsta lagi má halda því fram, að meginafkomuhugtak skattalaga byggist á reglum reikningshalds um tekjuskrán- ingu fremur en því fyrirbrigði sem nefha 54

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.