Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1999, Qupperneq 56

Frjáls verslun - 01.05.1999, Qupperneq 56
FJARMAL °g heldUr á hlutobréfi t SU, OÖh skatt°yfirvöld láti affyrirhueuö' F°!Jalasta laus»™ er mínum dómi nánast útilokað að skattleggja með skynsamlegum hætti öll þau hlunnindi sem þannig viðgangast. En ef hlutabréfakaup starfs- manna Búnaðarbankans og Landsbankans eru skattskyld, þá hljóta hlutabréfakaup þau sem Is- landsbanki hf. hefúr nú boðið starfsmönnum sínum að vera það einnig, þó að formið sé ann- að. Nýlega kom fram að Islands- banki hygðist bjóða starfsmönn- um hlutabréf á markaðsverði en þó þannig að þeir gætu fengið lán til kaupanna á niðurgreidd- um vöxtum. Eg leyfi mér að draga í efa að þessi formmunur dugi til þess að skattayfirvöld sjái engar tekjur í þessi formi. Það er að vísu svo, að engin ákvæði um núvirðisfærslu greiðsluskuldbindinga er að finna í lögunum og er það raunar miður. Minnt skal á í þessu sambandi, að einmitt sú hola í skattalögunum virðist hafa verið notuð forðum daga þegar starfs- menn Flugleiða hf. fengu að kaupa hluta- bréf af íyrirtækinu á afar sérkennilegum kjörum. Þau voru þessi, ef minnið brestur mig ekki: Útborgun nam 20% en eftirstöðv- ar greiddar óverðtryggðar og vaxtalausar á sjö árum. Sá sem nýtti sér kaupin fékk hærri skattafslátt á kaupárinu er nam út- borgun hlutabréfakaupanna. Þetta létu skattyfirvöld átölulaust, enda kannski erfitt um vik, því það var ijármálaráðherr- ann sjálfur sem stóð fyrir viðskiptum með hlutabréfin með þessum eindæmum, en undanfari sölunnar til starfsmanna var að Flugleiðir hf. keyptu bréfin af ríkissjóði með þessum kjörum. Embættismenn skattakerfisins segja gjarnan, að þeir verði að vinna eftir skatta- lögunum og engu öðru. Að sjálfsögðu hvet ég ekki til annars, en hitt hlýtur að vera æskilegt að ágallar á lögum séu lagaðir og það er í raun einkum hlutverk embættís- manna að laga þá ágalla. Að því er varðar hlutabréfakaupin, þá tel ég skynsamlegast að fara eftír þeim reglum sem gilda t.d. um slík kaup í Bandaríkjunum. Reglan þar er sú, að kaupi starfsmaður á hagfelldum kjörum hlutabréf í fyrirtæki sem hann starfar hjá, þá verða engar skattskyldar tekjur til fyrr en við sölu bréfanna; hér er sem sé litíð til greiðslusjónarmiða, þ.e. tekjur verða skattskyldar þegar seljandinn á söluandvirði laust tíl að greiða skatta. Mismun á upphaflegu kaupverði og sölu- verði er hins vegar skipt í tvo hluta, annars vegar launatekjur og hins vegar ijármagnstekjur. Dæmi: maður kaupir hlutabréf á 5 þús. dollara þegar markaðsverðið er 7 þús. dollarar. Selji maðurinn bréfin nokkrum árum seinna fyrir 11 þús. dollara, verður mismunur upp- haflegs kaupverðs og söluverðs skatt- skyldur, þ.e. 6 þús. dollarar. Þeim hagnaði er hins vega skipt i tvo hluta, þ.e. launatekj- ur 2 þús. dollarar og ijármagnstekjur 4 þús. dollarar. Þetta skiptír máli því skatthlutföll er ekki hin sömu í þessum tveimur tekju- flokkum, en það sama gildir hér; tekju- skattur á laun er um 40% en tekjuskattur á ijármagnstekjur er 10%. Þetta fyrirbrigði, að fyrirtæki bjóði starfsmönnum sínum hlutabréf á hag- Ég tei skynsamlegast að tara eftir þeim reglum sem gilda um hluta- bréfakaup starfsmanna í Banda- ríkjunum. Reglan þar er sú að kaupi starfsmaður á hagfelldum kjörum hlutabréf í fyrirtæki sem hann starfar hjá þá verða engar skattskyldar tekjur fyrr en við sölu bréfanna, þ.e. tekjur verða skattskyldar þegar seljandinn á söluandvirði laust til að greiða skattana. Farsælasta lausnin á þessu skattamáli er sú að skattayfirvöld láti af fyrirhuguðum áformum sínum um skattlagningu hlutabréfakaupa starfsmanna bankanna. Það væri lausn sem sýndi að sanngirnissjónarmið réðu ferð hjá skattayfirvöldum fremur en álagningargleði! felldu verði, er nýtt hér á landi en hefur tíðkast um árabil er- lendis. í umræðunni þar hafa menn velt vöngum yfir því, hvort ekki fari vel á þvi hjá þeim fyrirtækjum sem bjóða slík kjör á hlutabréfum að færa hlutabréfaútgáfuna á markaðs- verði en mynda mótreikning sem kostnað af sölunni. Kostn- aðinum skyldi síðan dreift á nokkur ár, enda felast í honum réttíndi til þess að fá að njóta starfskrafa starfsmanna til nokk- urra ára. Það er raunar gjarnan sett sem skilyrði fyrir hlutabréfa- kaupum að starfsmaðurinn hafi unnið hjá fyrirtækinu um nokkurt skeið og líklegt þykir, að hann muni gera það áfram, enda er hann nú orðinn hlut- hafi. Þetta viðhorf styður einnig að rökrétt sé að starfsmaðurinn fái a.m.k. að dreifa hinum ímyndaða ávinningi; endanleg tíl- laga um færslu þessa var þó sú að kostnað- urinn gengi tíl lækkunar á hlutafé, þ.e. eng- inn kostnaður skyldi færður en sú lausn sfyður einnig að tekjur séu ekki færðar fyrr en við innlausn hjá hluthafanum. Álagningargleði Að lokum má nefna enn eitt mikilvægt atriði til stuðnings því hversu fráleitt er að skattleggja ávinning af hagfelldum hlutabréfakaupum þegar þau eru gerð. Hinn reiknaði ágóði af hluta- bréfakaupum er mismunur á kaupverði og áætluðu markaðsverði þegar bréfin voru keypt. Það er alkunna að markaðsverð hlutabréfa sveiflast til og einn kaupandi hlutabréfa gætí þurft að una því að selja bréfin undir upphaflegu kaupverði. Geri hann það selur hann hlutabréfin með tapi þrátt fyrir hin meintu hagfelldu innkaup. Getur verið sanngjarnt að hann þurfi að greiða skatt af tekjum sem hann innleysti aldrei, raunar þvert á mótí tapaði hann á hlutabréfaviðskiptunum? Hann getur að vísu dregið tap frá innleystum ágóða af öðrum hlutabréfum, en sá sem ekki stend- ur þannig á fyrir fær skattinn ekki endur- greiddan og engin sanngirni er í því. Farsælasta lausnin á þessu máli er að mínum dómi sú að skattyfirvöld látí af fyr- irhuguðum skattlagningaráformum en beití sér þess í stað fyrir breytíngu á lögun- um í þá veru sem hér hefur verið gerð grein fyrir. Það væri lausn sem sýndi að sanngirnissjónarmið réðu ferð hjá skatta- yfirvöldum fremur en álagningargleði. SO 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.