Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1999, Page 70

Frjáls verslun - 01.05.1999, Page 70
Greinarhöfundur, Asgeir Jónsson, er í dokt- orsnámi í hagfræði í Bandaríkjunum. HAGFRÆÐI □ fengis og Tóbaksverslun ríkisins var upphaflega stofnuð til þess að gera fólki erfitt fyrir að kaupa áfengi. En á síðustu árum hefur stolhunin svarað kalli tímans um aukna þjónustu og þar með fjarlægst það markmið sem henni var upphaflega ætlað að sinna. Eins og nú er komið verður vart séð að einkasalan gegni veigamiklu hlutverki í áfengisvörn- um landsins. Hins vegar yrði umtalsverður þjóðhagslegur sparnaður ef áfengissalan yrði sameinuð annarrri verslun og al- mennt vöruverð myndi lækka vegna þess að fastur kostnaður í almennri verslun yrði borinn uppi af fleiri vörum. Þetta mundi muna mestu fyrir landsbyggðina þar sem umsetning er minni. Jafnframt gæti ríkið leyst út um einn og hálfan milljarð með eignasölu sem td. hægt væri að nota til þess að standa við kosningaloforð fram- sóknarmanna um auknar vímuvarnir og gott betur. í hugum flestra landsmanna hefur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins það hlutverk að tryggja að „áfengisgróðinn" renni allur í vasa ríkisins. Hér gætir nokk- urs misskilnings þar sem títtneíhdur gróði er aðeins innheimta á sköttum til ríkisins sem réttlætir ekki tilvist ríkiseinkasölu ein og sér. Ef samkeppni ríkir á milli einkaað- ila um áfengissölu verður raunverulegur arður vart meiri en gerist og gengur í al- hér kemur Þjóðhagslegur sparnaður upp á hundruð milljóna króna kœmifram væri áfengissala sameinuð annarri verslun í landinu ogÁTVR lagt niður. Almennt vöruverð myndi lækka pvífastur kostnaður í almennri verslun yrði bor- inn uppi affleiri vörum. Jafnframt gæti ríkið leyst út um 1,5 milljarða með eignasölu sem hægt væri t.d. að nota til að standa við kosningaloforð framsóknarmanna um auknar vímuvarnir. Framsóknarmenn! Her kemur hann, milljarðurinn ykkar til vímuvarna.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.