Frjáls verslun - 01.05.1999, Side 80
FÓLK
Guðrún Helga Brynleifsdóttir er lögfrœðingur og rekstrarhagfrœðingur sem er sér-
hcefð í skattarétti. FV-mynd: Kristín Bogadóttir.
Guðrún segir að mjög aukin eftirspurn sé úti á
markaðnum eftir lögfræðingum með þekkingu á
skattarétti. Fáir standa Guðrúnu á sporði í þeim efn-
um eftir rúmlega 10 ára starf hennar hjá ríkisskatt-
stjóra. Hún er að setjast hinum megin við borðið. Eft-
ir að hafa gætt hagsmuna ríkisins um árabil gætír
hún nú réttar skattþegnanna.
„Skattaréttur hefur verið stórlega vanmetínn hjá
lögmönnum. Það er mjög mikilvægt í öllum rekstri að
vera með skattamálin á hreinu. Bæði tíl þess að
breyta rétt en ekki síður tíl þess að nýta til fulls þær
heimildir og möguleika sem skattalöggjöfin býður
upp á. Skattalöggjöfin er mjög flókin og tekur sífelld-
um breytingum og þess vegna er nauðsynlegt að vera
mjög vakandi í þessu fagi. Við höfum mýmörg dæmi
um það undanfarin ár að fýrirtæki hafi farið ákaflega
illa út úr skatteftirlití og fengið háa bakreikninga og
sektír. Það er oft vegna rangrar túlkunar á lagaákvæð-
um eða rangrar ráðgjafar."
Guðrún bendir einnig á að aukin og vaxandi al-
þjóðavæðing og sameiningar í íslensku viðskiptalífi
kalli á aukna þekkingu lögmanna og auki í raun þrýst-
ing á stjórnvöld um að laga íslensk skattalög að al-
þjóðlegu umhverfi og gera tvísköttunarsamninga við
fleiri lönd. Aukin samkeppni og hraði í viðskiptalífinu
kallar á sérhæfðari þekkingu á öllum sviðum, ekki
síst á sviði skattamála.
„Svo má ekki gleyma þeim þættí sem lýtur að eft-
irfití skattayfirvalda með skattskilum fyrirtækja en
slík mál enda oft í ágreiningi fyrir yfirskattanefnd eða
dómstólum landsins. Þar reynir í vaxandi mæli á að
málsmeðferð sé vönduð og i höndum fagmanna,
enda oft miklir hagsmunir í húfi.“
Guðrún er vel menntuð tíl að sýsla við skattalög
því hún er lögfræðingur frá HI, 1981, en lærði síðan
rekstrarhagfræði við Lundarháskóla í Svíþjóð og lauk
prófi 1987. Hún starfaði hjá skattyfirvöldum í Svíþjóð
um hríð en réðst tíl ríkisskattstjóra 1988.
Guðrún Helga Brynleilsdóttir,
Lögfræðistofu Reykjavíkur
nmskiptin frá því að starfa
fýrir hið opinbera og tíl þess
að vinna í einkageiranum
eru, að mínu viti, ekki svo mikil. Það
er ekki mikill eðlismunur á þessum
störfum. Þó er hann sá að í starfi
minu hjá ríkisskattstjóra reyndi mjög
mikið á mannaforráð og stjórnun en
hér á ég samskiptí beint við við-
skiptavinina,“ segir Guðrún Bryn-
TEXTI: PflLL flSGEIR flSGEIRSSON
leifsdóttír, lögfræðingur og rekstrar-
hagfræðingur, en hún er nú meðeig-
andi Lögfræðiskrifstofu Reykjavíkur
eftir langan starfsferil hjá Ríkisskatt-
stjóra og var Guðrún reyndar vararík-
isskattstjóri síðustu árin.
„Frá faglegu sjónarmiði er ég auð-
vitað að vinna við það sama hér og
áður; að fást við lögfræði, og mun ég
sérhæfa mig í skattaréttí."
mmmmmmmmmmmmmm
Guðrún er gift Gunnlaugi A. Jónssyni guðfræði-
doktor og þau eiga tvö börn, 21 árs dóttur og 16 ára
son.
Guðrún segist eyða frítíma sínum með ijölskyld-
unni. „Við hjónin göngum oft í okkar fallega umhverfi
á Seltjarnarnesinu og njótum þess líka mjög að ferð-
ast og ekkert land finnst mér áhugaverðara en ísrael.
Ef ég vil virkilega slaka á finnst mér best að njóta þess
að horfa á góðar bíómyndir. Þá gleymir maður stund
og stað og er mikil hvíld í því.“ S3
mmmmHm
80