Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2000, Side 38

Frjáls verslun - 01.03.2000, Side 38
FJflRMflL w Eg held að það haii verið tímabært að skipta um starf og álít að það verði mér til góðs og vonandi öðrum líka. Ég hef lengi sagt að það að stjórna íslandsbanka F&M sé skemmtilegasta starfið í íslandsbankasveitínni en ég er líka viss um að nýja starfið sem ráðgjafi bankastjórnar Seðlabanka íslands verði krefjandi og spennandi og Seðlabankinn eigi eft- ir að þróast mikið á næstu árum,“ segir Tryggvi þegar hann var fyrst spurður að því hvers vegna hann hefði skipt um starf, farið úr starfi framkvæmdastjóra F&M íslandsbanka, Fyrir- tækja og markaðar, í starf ráðgjafa bankastjórnar Seðlabanka íslands. Draga Úr hættu Tryggvi hefur mikla reynslu úr banka- og íjármálaheiminum. Hann hefur starfað hjá Landsbanka Is- lands, verið bankastjóri Verslunarbanka Islands hf. og síðar bankastjóri og framkvæmdastjóri Islandsbanka hf. I starfi sínu hjá íslandsbanka hefur hann meðal annars stýrt upp- byggingu F&M íslandsbanka á grunni Fyrirtækjasviðs, sem svo var nefnt áður, og hefur vitanlega öðlast gríðarlega reynslu og persónulegt samband við menn víða í viðskiptalíf- inu. Tryggvi hefur einnig gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, meðal annars verið formaður Kreditkorts hf. og Glitnis hf. og var nýlega endurkosinn formaður stjórnar Verðbréfaþings Is- lands hf. Hann tók til starfa hjá Seðlabankanum um síðustu mánaðamót. Starf Tryggva sem ráðgjafi bankastjórnar er nýtt þó að stöðuheitið hafi verið til frá þeim tíma þegar Bjarni Bragi Jóns- son hagfræðingur hafði sama starfsheiti. Bankinn leggur sí- vaxandi áherslu á að fylgjast með þáttum sem varða Ijármála- stöðugleika og mun meginverkefni Tryggva einmitt felast í at- hugun á tjármálastöðugleika og undirbúningi samnings áætl- unar Seðlabankans um viðbrögð við óvæntum atburðum á mörkuðum. Þetta segir Tryggvi að sé svið sem bankastjórnin hafi haft mikinn áhuga á að byggja upp hér á landi með svipuð- um hætti og aðrir seðlabankar eru að gera. Hvers vegna í S „Þegar Fjármálaeftirlitíð tók við hlutverki Bankaeftírlitsins og Vátryggingaeftirlitið bættist við þá færðist yfir á Fjármála- eftirlitið það hlutverk að íylgjast með einstökum fjármálastofii- unum en eftír situr það hlutverk Seðlabankans, sem þarf að móta betur, að athuga þjóðhagslega hætti, huga að fjármála- kerfinu í heild og einstökum greinum þess og draga úr hættu á fjármálaóróa. Ef slíkt kemur upp þarf að bregðast snögglega og örugglega við,“ segir hann. Dæmi frá Svíþjóð „í góðærinu og þeim mikla uppgangi sem ríkir í dag þá virðist hættan kannski ljarlæg. Samt þarf að fýlgjast með áhættuþáttum sem geta ógnað fjármálamarkaðn- um. Frelsi til athafna er meira en áður var, veltan er stórauk- in og fjármálasamningar eru flóknari. Það er til dæmis orðið mun erfiðara að gera sér grein fyrir áhættu í rekstri lánastofn- ana og þeim fjárstraumum sem verða til og frá landinu. Nær- tækt dæmi er frá stöndugu landi eins og Svíþjóð þar sem bæði varð bankakreppa og síðan gjaldeyriskreppa í byijun síðasta áratugar.“ - Eru einhverjar h'kur á að veruleg hætía skapist á íjármála- mörkuðum? ,Á íslandi er núna fullkomið frelsi til fjármagnsfiutninga inn og út úr landinu og allir geta gert þá fjármálasamninga sem þá lystir. Það þýðir að mjög stórar upphæðir geta færst til á skömmum tíma. Ef trúverðugleiki hagstjórnar bilar þá erum við allt í einu farin að tala um klukkustundir, jafnvel mínútur, í viðbragðstíma, ekki vikur eða mánuði eins og var áður. Þessi viðbrögð þurfa að vera snögg og örugg og ég held að það sé öllum á markaðnum ljóst að viðfangsefni Seðla- 38

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.