Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2000, Side 63

Frjáls verslun - 01.03.2000, Side 63
STJÓRNUN ur á að vera lengi í sama starfinu. Ég held að það sé hollt fyrir alla aðila að einhveijar breytingar verði í fyrirtækjum," segir hún og áformar að vera starfandi stjórnarformaður svo lengi sem áhug- inn endist og þörf er á. Til skamms tima gat sami maður verið bæði framkvæmdastjóri og stjórnarformaður og Hildur gegndi báðum störfum hjá Hans Petersen í mörg ár. Þeir eru efalaust margir sem velta því fyrir sér hvernig verkaskiptingin verður milli fram- kvæmdasljóra og starfandi stjórnarformanns. „Við ætlum að reyna að hafa það afmarkað og ákveðið. Við erum með stafræna fagverslun á Laugavegi 178 þar sem mesta uppbyggingarstarf- ið fer ffam í sambandi við þær breytingar sem fram undan eru. Ég ætla að vinna fyrst og fremst að þvi verkefni en Karl mun líka sinna því og vera vel inni í þeim málum. Samvinnan verður auðvit- að að vera lipur. Við erum búin að vinna saman í átta ár og það hefur gengið mjög vel,“ segir hún og telur regluna almennt vera þá að stjórnarfor- mennirnir sinni aðeins stærstu málunum þó að vissulega séu til ýmsar útgáfur af verkaskipting- unni þarna á milli. Mikið vatn hefur runnið til sjávar ífá því Hild- ur tók við starfi ffamkvæmdastjóra á sínum tíma en hún segir að í sjálfu sér hafi ekkert byltingar- kennt gerst. „Við breyttum framköllunarþjónust- unni þannig að í stað þess að afgreiða myndir á tveimur til þremur dögum gerum við það á einni klukkustund. Framköllunarstofan var á einum stað og við fórum að kaupa verslanir til að geta framkallað á klukkustund. Við vorum með þijár verslanir þegar ég byrjaði en erum með 13 núna. Nýjar íilmugerðir hafa komið og einnig nýr papp- ír, myndavélar eru nettari og framköllunarvélar einfaldari og fyrirferðarminni. En það er eigin- lega núna sem byltíngin er að gerast. Framtíðin er óráðnari nú en nokkru sinni fyrr. Hún gefur Karl Þór Sigurðsson „Það er trú manna að Netið verði á næstu árum drifið áfram af Ijósmyndum. Áhugi fólks er orðinn svo mikill á þessari tækni.“ Wt Karl Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hans Petersen hf. „Fólk notar Internetið til að panta myndvinnslu. Ég tel að þetta sé einhver áhrifamesta byltingin í myndvinnslu sem átt hefur sér stað." I

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.