Frjáls verslun - 01.03.2000, Page 67
varðar vinnslu sjávarafurða. Þeir hafa
sýnt frumkvæði og dugnað sem
Frökkum er mjög að skapi. Þeir auka
með þessu atvinnu í landinu og eru
með talsverða veltu; eru raunar í
fyrsta sæti hvað varðar fiskvinnslu í
landinu - Boulogne sur Mer og Jonzac
eiga talsvert af sínu efnahagslífi undir
íslendingum komið.
Helstu Viðskiptatækifærí Frakkland
er framarlega á ýmsum sviðum, ekki
síst í framleiðslu landbúnaðarvara og
ýmissa iðnaðarvara. Þeir eru fremstir
í því að flytja út landbúnaðarvörur sín-
ar og selja þær um nær allan heim.
Aftur á móti hafa takmarkanir á inn-
flutningi landbúnaðarvara til Islands
ekki gefið þessum afurðum mikla
Frá frönskum braubdögum. Jói Fel., annarfrá hœgri, bakar franskt.
og íslands
ur þannig verið að breytast: Frakkar eru farnir að nota ensku
meira til samskipta, mikil kynningarstarfsemi hefur verið í
gangi og ferðir til landsins frá Islandi eru orðnar tíðar. Með
aukinni kynningu á möguleikum Frakklands má búast við
frekari viðskiptasamböndum á milli landanna og auknum
samskiptum.
möguleika á markaðnum hér á iandi. Þeir sem viðskipti hafa
við landið segja þau góð; að allar pantanir standist og af-
greiðslutími sé góður. Það virðist þó ekki duga til að auka inn-
flutninginn og má leiða getum að því hver ástæðan sé: Menn
halda kannski enn að Frakkar vilji gjarnan tala frönsku en
ekki ensku og átta sig ekki á því að ný kynslóð er komin til
valda í viðskiptaheiminum í Frakklandi sem veldur eriendum
tungumálum jafn örugglega og aðrir í Evrópu. Nýleg könnun
í fyrirtækjum hérlendis leiddi í ljós að fá þeirra töldu sig þurfa
á sérhæfðri frönskukennslu að halda í samskiptum við sam-
starfsmenn sína ytra. Hér á landi höfúm við takmarkaða þekk-
ingu á franska hagkerfinu og það var ekki fyrr en nýlega sem
beinar flugsamgöngur voru
teknar upp við
Frakkland.
Margt hef-
Franskir ferðamenn Fjöldi franskra ferðamanna til íslands
var nokkuð jafn árin 1996-1998. 1996 komu hingað 10.975
manns og var það 5.5% af heildarferðamannafjölda hingað.
Arið 1997 varð örlítil fækkun, en þá komu hingað 9320 manns
sem svarar til 4.6% af heildarfjölda. 1998 Qölgaði ferðamönn-
um aftur og komu þá hingað 10.562. Síðan varð stórt stökk
1999 en þá komu 13.533 ferðamenn hingað frá Frakklandi og
er það 5.2% af heildarfjölda. Til Frakklands koma árlega um
67 milljónir ferðamanna en Frakkar eru þekktir fyrir að
kunna að taka á móti ferðamönnum og gera sér fulla grein
fyrir mikilvægi þeirra í þjóðarbúskapnum.
Til bófa að kynnast landinu Fleiri og fleiri íslendingar dvelja
í nokkur ár í Frakklandi og kynnast landi og þjóð
með öðrum hætti en ferðamenn gera - og sömu-
leiðis fleiri og fleiri Frakkar á íslandi. Það
er til bóta því viðskipti heljast oftast
með betri þekkingu á viðkom-
andi aðstæðum og
fólki. 03
Renault er dæmi um franskan bíl.
67