Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2000, Síða 70

Frjáls verslun - 01.03.2000, Síða 70
Það er notalegt að sigla eftir ám og síkjum Frakklands. Kynnast með því landi og þjóð frá nýju sjónarhorni. Þess ber að geta að hótelverð í júll og ágúst er að öllu jöfnu lægra en í júní og september í París. Þá mánuði fara íbúarnir gjarnan út á land og talvert er gert til að hafa ofan af fyrir ferða- mönnum. arhita Pauls Claudel á jólanóttina. Böðum okkur í ljósinu sem streymir inn í gegnum rósalita gluggana. Kirkjuskoðun er ekki alveg lokið. Gamla kirkjan Sainte Chapelle í Ile de la Cité er stórkostleg og allt öðruvísi en Notre-Dame. Þar eru margir verðir enda sami inngangur og í Dómhús Parísar sem stendur við hliðina á henni. Á torginu fyrir framan kirkjuna er stór og áhugaverður blómamarkaður virka daga en fuglamarkaður um helgar. Þegar kvöldar breytist andblærinn. Stórar og litlar verslanir eru upplýstar, fallegar götur fyllast mjúkri birtu götuljósanna og út á göturnar streymir fólk sem er á leið í leikhús, á matsölu- staði, í boð eða bara út á götu til að njóta lífsins. Við göngum eft- ir Champs Elysées og horfum á Sigurbogann upplýstan við enda götunnar. Finnum Eiffel turninn og ákveðum að skoða hann betur daginn eftir, fara upp í hann og athuga búðirnar og veitinghúsin á annarri hæðinni. Horfa á París úr loftí. Versalir, höll konunga Við verðum að sjá Versali, um það eru allir sammála. Þetta heimili konunga Frakklands, staðinn þar sem svo margir harmleikir áttu sér stað en um leið svo mikil gleði og glaumur. Sjá speglasalinn, upplifa töfra gosbrunnanna, skoða Appollovötnin, marmarahöllina Trianon og Jeu de Paume. Ganga um grasflatírnar með sólhlíf í hönd og ímynda okkur lífið við hirðina. París er borg sem hægt er að eyða ævinni í að skoða án þess að sjá hana alla. Best er að gera það upp við sig strax í upphafi Frakklandsdvalar hvort vera eigi í París eða fara út á landið því vika er svona rétt nægur tími tíl að smakka á borg- inni þótt auðvitað sé hægt að njóta helgardvalar þar - róman- tískrar tíl dæmis... Strendur Frakklands. Strendur Frakklands hafa allar aðdrátt- arafl, mismunandi eftir svæði að sjálfsögðu. Við íslendinga- byggðina í Boulogne sur Mer eru alls kyns baðstrendur, fugla- friðlönd (eins og Marquenterre) og margt fróðlegt að sjá um fyrri heimsstyrjöld - þaðan er líka farið yfir tíl Englands, hvort sem maður fer um göngin eða með ferju. Normandie höfðar sjálfsagt alltaf tíl okkar, forfeður okkar sáu um það og enn er að finna norræn nöfn á leið okkar um sýsluna - hér andar allt af sveitasælu. Víða er enn mjög lifandi minningin um innrás Breta og Bandaríkjamanna í síðari heimsstyijöld, en strendurnar eru í dag yndislegir fjölskyldustaðir. Þegar sunnar dregur og eftir smáferð um Bretagne skagann (hér eru líka minningar um ísland - Frakkarnir sem fóru á ís- landsveiðar voru kallaðir „les islandais“) komum við í Charente Maritíme héraðið sem hefur verið töluvert í sviðsljósinu á ís- landi undanfarið. Hér eru jafhmargar sólarstundir og á Rívíer- unni, eyjarnar - og þó sérstaklega Ile de Ré - eru eins og Mið- jarðarhafseyjar úti í Atlantshafinu. Virki um allt, tíl dæmis hið fræga Fort Boyard, sem stendur beint úr sjónum og áttí að verja svæðið fyrir Englendingum. Eftir það tekur við löng og hvít strandlengja sem virðist vera paradís brettamanna. Víða rek- umst við á golfvelli, ekki gleyma kylfunum heima! Franska Rivferan Ef nægur tími væri, myndum við sigla um skurðinn „Canal du Midi“ frá Bordeaux tíl Miðjarðarhafsins, meðfram Bordeaux og vínekrunum og renna í rólegheitum hljóðlaust undir kastalana frá miðöldum til Languedoc. En í þetta skiptí brunum við með hraðbrautinni en gefum okkur samt tíma tíl að stansa aðeins í kringum Agen og látum íreistast af „foie gras“, anda-confit, og góðu rauðvíni og komum að Mið- jarðarhafinu. Languedoc er sólrík, heit og hæðótt, ströndin er af fínasta sandi og borgirnar vinalegar. Þetta er „nýtt svæði“ á okk- ar mælikvarða, mýri sem var þurrkuð upp um 1950 og er í dag ein löng sandströnd. Þar er samtímis að finna perlur liðinna tíma, eins og Carcassonne - skráð af UNESCO sem hlutí menn- ingararfs mannkyns eða Fontfroide Klaustrið frá 12. öld þar sem einstakir tónleikar eru haldnir á hveiju sumri. Frá Mont- pellier, þar sem margir Islendingar hafa farið til að læra frönsku, er svo keyrt yfir til Rívíerunnar. Alla hefur dreymt um Rlvíeruna, hún svíkur ekki; birtan, ilmur- inn, maturinn, Cannes, Nice, Monaco - allt þetta er eins í draumunum. Til að loka hringn- um verðum við að fjarlægjast ströndina, en það er ekki verra því á leið okkar verða töfrar Provence sem Peter Mayle náði svo frábærlega að lýsa í bók sinni ,Ayear in Provence", og ljúfleiki Bourgogne héraðs- ins - að ótöldu Alsace. Með Rín Áin Rín liggur með- fram landamærum Frakk- 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.