Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2000, Qupperneq 88

Frjáls verslun - 01.03.2000, Qupperneq 88
«b -6 s'aa ar n- A, MENNINGARBORG £- Ólafur Jónsson á Söndutn í Dýrafirði (1560-1627) var eitt þekktasta skáld á 17. og 18. öld. Um það vitna m.a. uþþskriftir af Kvœðabók hans en a.m.k. 27þeirra eru enn varðveittar í heild sinni, auk fjöl- margra brota. Hinn fagurlega dregni stafur er M, uþþhaf sálmsins Mjög hneigist þar til mannslundin hrein. „Það merkilegasta við þetta er kannski þrennt. I fyrsta lagi er ótrúlega mikið til af nótum, bæði í skinnhandritum, sem rituð eru fyrir siðaskipti, sem og í pappírshandritum sem rit- uð eru eftir þau. Meiri hluti þess sem við finnum hefur ekki verið gerður aðgengilegur fyrr en nú. I öðru lagi er þýðing þessa verkefnis fyrir menningar- og viðskiptalífið í dag. Við erum að skapa verðmæti, draga afla að landi sem á eftir að verða uppspretta nýrrar sköpunar, bæði fyrir fyrirtæki og ein- staklinga. Rannsóknin og sá gagnagrunnur sem við erum að móta á eftir að hafa mikil áhrif í tónlistariðnaðinum, tónskáld munu fá óþrjótandi efnivið til að moða úr, búast má við vakn- ingu í innlendu tónlistarlífi sem mun hafa afar jákvæð áhrif. Þannig verða þessar skrifuðu skræður að uppsprettu auðs í landi okkar. Þriðja atriðið er að samhliða vinnu okkar við að búa út gagnagrunn yfir íslenskan tónlistararf erum við að heíjast handa við að rannsaka myndir í handritum því komið hefur í ljós að hér er um jafn líttrannsakaðan menningararf að ræða.“ Toppurinn á piramítanum „Þetta er svipað og að hafa rekið tána í toppinn á píramíta sem lengi hefur legið grafinn í sand- inn og kæmi þá í ljós að hann væri talsvert meira en bara tind- urinn. Við erum búnir að grafa talsvert mikið en erum þó ekki komnir á botninn enn. Þetta sem við erum að vinna er þó aðeins grunnvinnan en síðan er eftir að vinna úr öllum þeim upplýsingum sem komið hafa fram. Að lokum getum við valið það bitastæðasta úr og gefið þjóðinni aftur þann söng sem öldum saman hljómaði Guði til dýrðar á íslenskum heim- ilum og í kirkjum landsins." 33 15.4 - 28.4 Bára Kristinsdóttir sýnir Ijósmyndir í Gallerí Sævars Karls. 19.4 Hafnarhúsið - Listasafn Reykjavíkur Opnuð verður ný miðstöð lista og menningar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í apríl á vegum Listasafns Reykjavíkur. 19.4 -14.5 Fabrice Hybert, innsetningar Á eigin ábyrgð er yfirskrift fyrstu einkasýningarinnar á opnun- ardegi hinnar nýju miðstöðvar lista og menningar i Hafnarhús- inu. 20.4 Draumur á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare. Á frum- sýningardegi 20. apríl fagnar Þjóðleikhúsið 50 ára vígsluaf- mæli sínu með því að setja upp einn vinsælasta gamanleik Shakespeares, þar sem draumur og ímyndunarafl ráða ríkjum. 20.4 - 21.4 Þjóðmenningarhúsið Á sumardaginn fyrsta árið 2000 opnar Þjóðmenningarhúsið. 28.4 Medea Medea byggist á samnefndum harmleik eftir gríska leik- ritaskáldið Evrípídes. Medea verður sýnd í apríl í Iðnó. 29.4 Codex Calixtinus Miðasala hefst 10 apríl í Upplýsingamiðstöð ferðamála að Bankastræti 2, sími: 552-8588 og netfang: midasala@tourin- fo.is 30.4 - 30.6 Lífið við sjóinn Þrjár af menningarborgum Evrópu: Reykjavík, Bergen og Santiago de Compostela, eru staðsettar við Atlantshafið. Sýn- ingin hefst í Reykjavík sunnudaginn 30. apríl kl. 14:00 og er í umsjá Árbæjarsafns. 1.5 CAPUT - tónleikar í maí. Á íslandi heldur CAPUT tvenna tónleika og eru þeir báðir hluti af hátíð Tónskáldafélagsins, íslensk tónlist á 20.öld. 7.5 Þrjár Perlur - sýning 7. maí Leikhópurinn Perlan, sem skipað- ur er þroskaheftum, setur upp þrjú leikrit á tveimur leiksýning- um á menningarárinu, sú fyrri verður 7. maí en sú hin síðari 3. desember. IMUIttft i«u <>3aUwtuUu«<ru C_ jmíwoSiu A srsTu 88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.