Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2000, Page 21

Frjáls verslun - 01.04.2000, Page 21
hnapp og „tala við framrúðuna". Þeir þurfa því ekki að vera með farsímann í hendi við aksturinn. SkynetTelematics.com er því eins konar „flugumferðítrstjórn" á jörðu niðri; veitir ökumönnum ör- yggi, upplýsingar og fjarskiptaþjónustu. Þetta er viðskiptahug- myndin á bak við fyrirtækið - og á hana trúa um 900 hluthafar, en á meðal þeirra eru hátt i 300 Islendingar. Tugir Islendinga utan fj;ir- festingahóps Valþórs hafa keypt í fyrirtækinu á NASDAQ OTC:BB markaðnum í gegnum íslenskar verðbréfastofur eða á Netinu. Forstiórinn er hálfur íslendingur Skynet Telematics.com er með höfuðstöðvar í London. Viðskiptahugmynd fyrirtækisins er að komast á skrið eftír uppbyggingu síðustu tveggja ára. Fyrirtækið er komið með þjónustuver víða. Innan skamms verður fyrirtæk- ið skráð á American Exchange markaðnum í Bandaríkjunum. Utistandandi hlutir í fyrirtækinu eru 25 milljónir. Gengi hvers hlutar um þessar mundir er 2 dollarar en fór í um 7 dollara þeg- ar það reis hæst í febrúar sl. Sem stendur er markaðsverð fyrir- tækisins því um 3,7 milljarðar íslenskra króna. Fyrirtækið hefur haít litlar tekjur sl. tvö ár á meðan það hefur verið byggt upp og það var rekið með tapi bæði árin en áætlað er að það skili hagn- aði á yfirstandandi ári. Fyrirtækið skuldar hins vegar ekkert og hefur eingöngu verið byggt upp fyrir hlutafé. Segja má að fyrir- tækið eigi býsna sterkar íslenskar rætur því forstjóri þess og aðal- eigandi, Bretinn Tom Wilmot, er íslenskur í aðra ættina, móðir hans er íslensk. Auk þess býr faðir hans á Islandi. Valþór er í stjórn fleiri íyrirtækja en Skynet Telematics.com; hann var á dögunum kjörinn nýr stjórnarformaður Brunna, fyrir- tækis í Hafnarfirði sem framleiðir ísþykknibúnað. Hluti hópsins hefúr lagt fé í þetta hafnfirska fyrirtæki og kemur að endurreisn þess eftir flárhagslega erfið misseri að undanförnu. Fjárfestinga- hópurinn, sem hann tilheyrir, er samstarfshópur tjárfesta en ekki formlegt félag. Valþór segir að engar skuldbindingar séu innan hópsins um fjárfestingar heldur vinni menn saman og skiptist á upplýsingum um fjái'festingarkosti. „Hver og einn tekur ákvörð- un fyrir sig hveiju sinni.“ A meðal íslenskra hluthafa í Skynet Tel- ematics.com eru sjóðir og stofnanir á fjármálamarkaðnum. Flogið til íslands til að hitta hluthafana Hlutur íslendinga og áhugi þeirra á fyrirtækinu varð til þess að forstjórinn, Tom Wilmot, og aðrir forráðamenn og ráðgjafar Skynet Telemat- ics.com flugu gagngert til Islands á dögunum til að funda með ís- lensku hluthöfunum. Þeir funduðu á Akureyri, þar sem um 40 hluthafar mættu, og í Reykjavík, en þar mættu u.þ.b. 80 hluthaf- ar. Þetta er nokkuð sérstök saga - engu að síður er hún ef til vill tímanna tákn í íslensku viðskiptalífi; slíkur er áhugi almennings á hlutabréfaviðskiptum um þessar mundir. „Eg keypti fyrst í Sæplasti árið ‘92 og á ennþá bréf í fyrirtæk- inu,“ segir Valþór um fyrsta fyrirtækið sem hann fjárfesti í á Verð- bréfaþingi Islands. Ahugi hans á viðskiptum kviknaði þó mun fyrr, eða þegar hann var í framhaldsnámi í læknisfræði í Skövde í Sví- þjóð. Þar stofnaði hann hugbúnaðarfyrirtæki ásamt Guðmundi Val, bróður sínum, og byggði það upp samhliða náminu ytra. Valþór er með fleira í deiglunni en flárfestingar. Hann er að öðlast rétt- indi sem einkaflugmaður. Forritun stökkpallur fjárfestinganna „Ég hef alltaf verið að bralla eitthvað með námi. Ég er læknir með áhuga á viðskiptum og ný- sköpun," segir Valþór en frá þvi hann útskrifaðist úr Menntaskól- anum í Reykjavík vorið 1977 hefur hann haft mikinn áhuga á for- ritun ýmiss konar. I Svíþjóð skrifaði hann mörg forrit vegna verk- efna í læknanáminu og það varð til þess að Guðmundur Valur, bróðir hans, sem þá vann við fiskeldi í Noregi, fékk hann til að skrifa forrit fyrir fiskeldi. Það vatt upp á sig. Hann stofnaði síðar hugbúnaðarfyrirtæki með sænskum viðskiptafélaga sínum, Áke Person, og náði fyrirtæki þeirra mjög góðum samningi við sænska stórfyrirtækið Ewos um söludreifingu á hugbúnaði þeirra - en Ewos er eitt fjögurra stærstu fóðurfyrirtækja í heinfi fyrir fiskeldi. Valþór fluttist heim til íslands, til Sigluíjarðai' sem heimilislæknir, árið 1990. Hann réð til sín frænda sinn, Stefán Torfa Höskuldsson, sem forritara, fyrst þó með námi. Eftir að hann fluttist til Akureyrar árið 1994 komu tveir tölvunarfræðing- ar, fyrst Haukur Garðarsson og síðar Erlendur Konráðsson, til liðs við fyrirtækið. Arið 1997 seldi hann Ewos hugbúnaðinn og sinn hlut í iyrirtækinu og notaði andvirðið til að hefja fjái'festing- ar í erlendum fyrirtækjum. „Ég fékk söluhagnað og hefði þurft að greiða verulega skatta hefði ég ekki fjárfest. Strákarnir stofnuðu eigið fyrirtæki, Hugtak ehf., og þróa og þjónusta fiskeldishug- búnaðinn í dag og eru í góðum málum." Fjárfestingahópurinn Um fjárfestahópinn segir Valþór. „Flestir búa á höfuðborgarsvæðinu en þarna eru líka margir Akureyring- ar, Siglfirðingar, Olafsfirðingar og svo mætti áfram telja. Það er langt frá þvi að allir þekkist innbyrðis heldur eru þetta nokkrir stórir angar sem teygja sig víða. Eins og gengur hafa menn mis- mikið umleikis. Stærstan hluta eiga um 10 einstaklingar en hóp- Telematics.com 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.