Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2000, Page 23

Frjáls verslun - 01.04.2000, Page 23
ir Skynet að kaupa búnaðinn í bílana og lána hann til notenda - líkt og sjónvarpsstöðvar hafa gert með afruglara.11 Sagan á bak við markðassetninguna Hvemig hetur markaðssetn- ingu fyrirtækisms verið háttað og hversu víða hefur það sett upp þjónustuver? „Skynet Telematics.com er með þjónustuver fyrir 38 lönd, flest eru í Evrópu og Miðaustur-Asíu en einnig í Tælandi og Hong Kong í Kína. í haust er fyrirhugað að heíja innreið fyrirtæk- isins í Norður-Ameríku og væntanlega verður þjónusta þess boð- in á íslandi þegar fram líða stundir. Enn er óplægður akur í Evr- ópu og miklar vonir eru bundnar við Bandaríkjamarkað. Fyrir- tækið er hið eina sem hefur þróað fjölhæfan staðsetningarbúnað fyiir mótorhjól og er það tæki á stærð við eldspýtustokk. Mark- miðið er að koma Skamp búnaðinum í sem flest farartæki og fá sem flesta notendur. Til þessa hefur verið lögð mest áhersla á að ná samningum við fyrirtæki sem eru með stóra bílaflota, eins og bílaleigur, flutninga- og leigubílafyrirtæki. Þetta er það sem nefnt er „business to business" viðskipti. Þegar er búið að gera þjón- ustusamning við bílaleigufyrirtækið Avis og er tækið komið í 250 bíla þess á Heathrow flugvellinum í London. Komið var sam- komulag við Avis um að tækið færi í alla bíla þess á Bretlandseyj- um en ekki hefur verið gengið frá þeim samningi þar sem Avis vill eins konar einkaleyfi á tækinu, þ.e. það vill fá útilokunarrétt á tækið til annarra bílaleiga á heimsvísu - sem hins vegar sýna tæk- inu mikinn áhuga. Skynet Telematics telur sig ekki vera í þannig stöðu að það þurfi að semja við aðeins eina bílaleigu, þótt hún sé stór, heldur geti það selt þeim öllum þjónustu sína, enda er þeg- ar búið að gera tilraunasamninga við fleiri bílaleigur um notkun tækisins, en stefnt er að hnattrænni dreifingu, og þar með er AVIS samkomulagið i uppnámi. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hversu útbreitt tækið verður hjá bílaleigum um viða veröld en ekki þarf mikla dreifingu til að gefa af sér mikinn hagnað fyrir Skynet Sömuleiðis er mjög horft til fyrirtækja sem eru með stór- an flota fólksflutninga- sem og vöruflutningabíla. Vöruflutninga- bílstjórar eru yfirleitt einir á ferð, á nóttu sem degi, þannig að tæk- ið veitir þeim mikið öryggi komi eitthvað upp á. Þá býður tækn- in upp á að hægt verði að skanna allar vörur sem eru fermdar inn í bílana og einnig af þeim. Þannig er hægt að fylgjast með vöru- streyminu, hvar bílarnir séu staddir, hversu mikið sé búið að flytja og afhenda á hveijum stað fyrir sig. Tækið getur sömuleið- is tengst greiðsluþjónustu leigubíla varðandi rafrænar greiðslur. Eg sé einnig fyrir mér að Skamp-tækið geti orðið vinsælt á næstu árum á meðal almennings, ekki síst hjá efnameira fólki sem er mikið á ferð og á dýra bíla. En tækið í bílnum er með margs kon- ar skynjara sem fara sjálfkrafa í gang sé þess óskað, t.d. ef eitt- hvað bilar, íúða brotnar eða bílnum er stolið. Hægt er að Jjarstýra ýmsu í bílnum, eins og að drepa á honum og setja flauturnar í gang sé honum stolið. Fyrirtækið getur hrósað sér af þvi að enn hefúr ekki tekist að stela neinum bíl með þessum búnaði. Sömu- leiðis þarf bílstjóri ekki annað en ýta á einn takka telji hann sér ógnað af þjófum eða árásarmönnum. Skamp-tækið er því ekki að- Valþór hafði nokkurt fé til umráða eftir að hann seldi hugbúnað til sænska stórfyrirtækisins Ewos árið 1997sem og hlut sinn í hugbúnaðar- fyrirtœki sem hann setti á laggirnar þegar hann fluttist heim til Islands frá Svíþjóð. eins staðsetningartæki sem tengist tölvu í gegnum farsíma held- ur íjölnota tæki sem geíúr færi á margs konar þjónustu við öku- menn. Þjónustuver fyrirtækisins hafa sérhæft sig í upplýsingum um þjónustu í mörgum löndum og byggt upp sterka gagna- grunna um alls kyns þjónustu. Hægt er að láta þjónustuverin leið- beina sér á ferðalögum á ókunnum slóðum, svo ekki sé talað um hafi ökumenn villst, og fá upplýsingar um vegakerfi, umferðar- þunga á tjölförnum leiðum og svo framvegis. Hafi fólk villst í stór- borg leiðbeinir þjónustuverið viðkomandi út úr ógöngunum og segir hvaða leið eigi að fara enda sér það nákvæmlega hvar bif- reiðin er stödd hveiju sinni. Sömuleiðis er hægt að fá upplýsing- ar um íjöllireytta þjónustu, hvar sé að finna næsta banka, mat- sölustað, hótel, tjaldstæði, leikhús, bensínstöð, bílaverkstæði og svo framvegis. Starfsmaður í viðskiptaerindum getur sent og tek- ið á móti faxi, tölvupósti og símtölum í gegnum þjónustuverið án þess að bogra yfir tækinu eða halda á farsímanum á meðan hann ekur. I sumum löndum er farsímanotkun í akstri bönnuð og með tækinu leysa menn þann vanda - þótt til sé önnur tækni sem leys- ir hann líka. Skynet Telematics.com hefur einfaldlega sagt að með tækni þess sé góður bíll orðinn betri.“ Valþór flárfesti fyrst í Skynet Telematics.com árið 1998 eða um einu ári eftir að hann hóf að kaupa í erlendum fyrirtækjum. „Þá var nafn fyrirtækisins raunar Peripheral Connections inc. Nafninu var næst breytt í Skynet Telematics inc. Það var svo ný- lega sem nafninu var breytt í SkynetTelematics.com til að leggja áherslu á aukna þjónustumöguleika við Skamp búnaðinn í gegn- um veraldarvefinn. Það er heiti móðurfyrirtækisins sem er svo aftur með dótturfyrirtæki í hvetju landi fyrir sig. Breska dóttur- fyrirtækið er langstærst, enn sem komið er.“ Fjórir sjónvarpsþættir hjá breskum sjónvarpsstöðvum Að sögn Valþórs er fyrirtækið orðið býsna þekkt í Bretlandi og hefur t.d. sjónvarpsstöðin BBC Jjallað um þjónustu þess og búnað. Þar vakti öryggisþátturinn á vegum úti og sú þjófavörn sem búnaðurinn felur í sér ekki síst athygli. Forstjóri þess og aðal- eigandi, Tom Wilmot, er sömuleiðis kunnur Jjárfestir í Jjár- Forritunin stal tíma frá læknanáminu „Ég hef einn eiginleika, ég þarf að sofa frekar iítið. Ég hafði áhuga á forrituninni og fyrirtækið í Svíþjóð var verkefni sem ég vildi takast á við. En þetta stal auðvitað tíma frá læknanáminu og kostaði mig doktorsnafnbótina.“ 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.