Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 26
FORSÍÐUGREIN Forstórinn Tom Wilmot á íslenska móður Segja má að fyrirtækið eigi býsna sterkar íslenskar rætur því forstjóri þess og aðal- eigandi, Bretinn Tom Wilmot, er íslenskur í aðra ættina, móðir hans er íslensk. Faðir hans býr á íslandi. fósturdóttur sem var hjá okkur í tíu ár. Eldri sonurinn, Hjalti, er 21 árs, og sá yngri, Sindri, er 6 ára. Fósturdóttir okkar, Freyja Þorfinnsdóttir, 16 ára, systurdóttir konu minnar, fluttist til okk- ar út á Svíþjóðarárunum." En víkjum þá að bakgrunni Valþórs. Hver er maðurinn? Hann er fæddur 2. des. 1957 í Keflavík. Faðir hans heitinn, Stefán Valgeirsson frá Auðbrekku, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, starfaði þar þá sem leigubílstjóri. Móð- ir hans, Fjóla Guðmundsdóttir, er frá Böðmóðsstöðum, Laug- ardal, Arnessýslu. „Eg bjó í Keflavík íyrstu þrjú árin, flutti þá norður að Auðbrekku í Hörgárdal þar sem ég tel mínar ræt- ur vera. Eg er með sveitablóð í æðum. Þar var ég til 9 ára ald- urs er faðir minn var kjörinn á þing. Eftir það vorum við á vet- urna í höfuðborginni, raunar fyrst í Kópavogi, en fyrir norðan á sumrin. Borgarlífið og sveitin tókust því svolítið á innra með mér. Eg taldi mig sveitamann í borginni og borgarbarn í sveit- inni. Eg fann mikið fyrir rígnum á milli borgar og sveitar og fannst það fordómar og þekkingarleysi þegar fólk dæmdi á báða bóga. Yfirleitt var það þannig að ég fór strax daginn eft- ir síðasta próf í skólanum í vinnu fyrir norðan og vann þar fram að skólabyrjun. Sextán ára fór ég að vinna við Laxár- virkjun við ýmis störf. Fór síðar á sjó og var í 2 mánuði á neta- bát frá Sandgerði og á 12 tonna handfærabát frá Dalvík sem eldri bróðir minn gerði út. Síðan vann ég sem handlangari og fúskari á sumrin - við smíðar - bæði við Laxárvirkjun, Kröflu og í Neskaupstað, en þar vann ég sömuleiðis í frystihúsi Síld- arvinnslunnar um hríð. Eins og aðrir unglingar á þessum árum fékk maður góð tengsl við atvinnulífið á sumrin. Það er gott veganesti og lærdómsríkt fyrir námsmenn að kynnast at- vinnulífmu á sumrin." Fékk áhuga á læknisfræðinni í Hörgárdal Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1977 fór Valþór í lækna- deild Háskóla Islands þá um haustið. „Eldri strákurinn, Hjalti, er fæddur sumarið ‘78 og ég var einmitt að læra fósturfræði þegar hann var undir belti þannig að ég verð að segja eins og er að hún var ekki öfundsverð móðirin á þeim tíma. Eg tók síð- an kandidatsárið á Akureyri en hélt eftir það í framhaldsnám út til Svíþjóðar, til Skövde, og var þar í 6 ár. Þar bjuggu marg- ir Islendingar og gera enn. Þetta var eins og lítil nýlenda og margar góðar minningar þaðan.“ Það er nokkuð skemmtileg saga að segja ffá því hvernig áhugi Valþórs á læknisfræði kviknaði. Sem lítill snáði norður í Hörgárdal tók hann eftir því hvað læknirinn í sveitinni var í miklum metum hjá heimilisfólkinu á bænum og fékk áhuga á að verða sams konar læknir. Sú hugsun blundaði alla tíð í hon- um þótt hann hafi íhugað alvarlega að fara í raungreinar, eins og verkfræði og tölvunarfræði, eftir stúdentsprófið - en hann hafði alla tíð átt mjög létt með allar raungreinar. En líklegast var það þó eitt atvik fyrir norðan sem sat lengst í honum varð- andi áhuga hans á læknisfræðinni. „Eg var 6 ára og hafði talsvert nettari hendur en hinir strák- arnir á bænum. Fyrir vikið stríddu þeir mér á því að ég væri með stelpuhendur. Föðurbróðir minn á bænum var hins veg- ar með afskaplega stórar hendur og einhveiju sinni kallaði hann á mig og sagði við mig: „Valþór leyfðu mér að sjá hend- urnar á þér.“ Eg hélt að hann ætlaði líka að gera grín að hönd- unum á mér. En hann sagði: „Þetta eru góðar hendur, þetta eru læknishendur. Þú átt eftir að verða læknir.“ Þótt ótrúlegt kunni að virðast þá sátu þessi orð frænda míns mjög í mér og styrktu þegar vaknaðan áhuga minn á störfum lækna." Forritaði með náminu Áhugi Valþórs á forritun vaknaði hins vegar fyrst fyrir alvöru á Svíþjóðarárunum. „Eg var duglegur við að forrita og hafði sömuleiðis mjög gaman af hugbúnaði. A þeim tíma voru ekki til svo merkilegar tölvur og heldur ekki svo merkileg forrit þannig að maður þurfti að gera þetta allt saman sjálfur þegar verið var að rannsaka. Eg var í þessu. Bróðir minn eldri, Valur, var í fiskeldi í Noregi, og hann vissi hve mikið ég var fyrir forritun og að ég skrifaði ýmis lítil handhæg forrit til að nota sjálfur í læknisfræðinni. Eftir ráð- stefnu í fiskeldi kom hann í heimsókn til mín til Svíþjóðar og kvað sig bráðvanta hugbúnað fyrir fiskeldi, forrit sem gæti fylgt fiskinum eftir og segði hversu mikið fóður hann þyrfti, hvernig hann dafnaði og svo framvegis. Eg ákvað að slá til og við stofnuðum fyrirtæki um þetta verkefni - raunar ekki síst til að við gætum ferðast hvor til annars á vegum fyrirtækisins og náð þannig fram skattaafslætti." En flestir hljóta að spyrja hvernig þú hafir haft tíma fyrir bæði framhaldsnám í læknisfræði úti í Svíþjóð og smíði hug- búnaðar fyrir þitt eigið fyrirtæki. „Eg skil það vel. En ég hef einn eiginleika, ég þarf að sofa frekar lítið. Eg hafði áhuga á forrituninni og fyrirtækið var verkefni sem ég vildi takast á við. En þetta stal auðvitað tíma frá læknanáminu. Eg var kominn í mjög áhugavert rannsóknarverkefni, sem fólst í að skoða verki sérstaklega og hefði hæglega getað orðið doktorsverkefni. Eg lét það hins vegar víkja fyrir forrituninni og því má segja ég hafi fórnað doktorsnafnbótinni fyrir nýsköpun og viðskipti.“ Framhaldið þekkja lesendur þegar hjá Valþóri; forritunin, sem byijaði sem lítil aukabúgrein úti í Svíþjóð, reyndist ellefu árum síðar stökkpallur hans til íjárfestinga í erlendum fyrir- tækjum.S!] Tom Wilmot, er sömuleiðis kunnur fjárfestir í fjármálaheimi Lundúna. Hann rak um tíma fjárfestingarfyrirtæki og kom að fjármögnun allt að 80 fyrirtækja, þar á meðal Hard Rock Café, á alþjóðavísu. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.