Frjáls verslun - 01.04.2000, Side 33
ÚTFLUTNINGUR
X18 The Fashion Group virðist á sigurbraut með skó sína.
Nýr risasamningur er að baki og framtíðin lofar góðu. í ár
er gert ráð fyrir veltu upp á 430 milljónir og er stefnt að
þvi að ná veltunni upp í 1.080 milljónir króna á næsta ári. Strax
árið 2002 verður veltan 1.450 milljónir og þannig vindur ævin-
týrið skjótt upp á sig. Kúrsinn er settur á 1,9 milljarða árið 2003
og 8,5 milljarða árið 2006. Það er ekki langt þangað til, aðeins
sex ár, og fram undan mikil vinna. Skórnir virðast heldur bet-
ur ætla að gera garðinn frægan næstu árin og færa íslending-
um digra sjóði þegar komið er vel fram á fyrsta áratug nýrrar
aldar ef allt gengur samkvæmt áætlun. Það fer ekki mikið íyr-
ir skó- og markaðssetningarfyrirtækinu X18 sem er til húsa
uppi á loftí í nýbyggingu útí á Granda í Reykjavík en það er
einmitt þar sem þessir athyglisverðu
hlutír eru að gerast.
Stórstíg veltuaukning Það er ekki á
hverjum degi sem íslensk íyrirtæki gera
sölusamning upp á 100 milljón dollara,
eða 7,3 milljarða íslenskra króna, við
bandarísk dreifingaríyrirtæki en það
gerðist nýlega hjá X18 The Fashion
Group. Fyrirtækið gekk frá tíu ára samn-
ingi við dreifingarfýrirtækið New York
Transit og tryggir hann sölu til Bandaríkj-
anna tyrir tjórar milljónir dollara, eða um
280 milljónir króna á þessu ári. Það er því
engin furða að fyrirtækið geri áætlanir um
stórstíga veltuaukningu á næstu árum.
Samningurinn er langstærstí sölusamning-
ur sem X18 hefur gert. Bandaríska fyrir-
tækið kaupir ákveðið magn af skóm og er
álagning X18 gefin upp í samningnum. Fyr-
irtækið opnar líka bankaábyrgðir sem X18
framselur með tíð og tíma. Þessi samningur
tryggir bestu viðskiptakjör við verksmiðjur í
Austurlöndum fjær þar sem skórnir eru
framleiddir. New York Transit mun dreifa
skóm X18 í fjöldann allan af skó- og tísku-
verslunum í Bandaríkjunum og Kanda, með-
sjálft heldur fá til þess fólk með sérþekkingu. Það verður því
spennandi að fýlgjast með X18 á næstu árum.
Höfundur Puffins Saga X18 Reykjavík er formlega aðeins
tveggja ára gömul en í rauninni er hún miklu lengri. Oskar
Axel Oskarsson og bróðir hans, Adolf Oskarsson, eru fimmti
ættliðurinn í einni helstu skóíjölskyldu landsins sem hefur rek-
ið skóverslanir bæði í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Oskar
má segja að sé alinn upp í Skóverslun Axels Ó. Lárussonar í
Vestmannaeyjum þar tíl faðir hans keypti verslunina Víf á
Laugavegi 11 í Reykjavík og rak hana í eitt ár sem Axel Ó eða
þar til Óskar tók við rekstrinum. En Óskar hefur komið víðar
við og ruddi meðal annars brautina fýrir Puffins skóna sem all-
ir þekkja. Sú framleiðsla kom tíl nánast fyrir
tilviljun. „Skóverksmiðjan Iðunn á Akureyri,
sem var í miklum erfiðleikum með að halda
uppi framleiðslu, hafði frétt af því að ég hefði
látíð búa tíl nokkur skómódel og þeir höfðu
samband við mig. Þeir fengu mig til að búa til
eina tegund en það voru fýrstu Puffins
skórnir. Þetta var árið 1982 og upp frá því
fóru Puffins skórnir að seljast mjög vel,“
segir Óskar.
Iðunn framleiddi Puffins skóna í mörg ár.
Óskar keyptí á tímabili helminginn af fram-
leiðslunni og seldi í verslun sinni og til ann-
arra en þegar verksmiðjan lokaði var fram-
leiðslan flutt til Portúgal og var ætlunin að
fara í markaðssetningu erlendis. Upp úr
miðjum níunda áratugnum urðu hins vegar
gríðarlegir erfiðleikar í íslensku efnahags-
lífi. Óskar segir ástæðuna í rauninni þá að
bankakerfið hafi okrað á viðskiptavinum
sínum, svo óhagstæða vextí hafi fýrirtækin
fengið. „Þó að rekstur skóbúðarinnar hafi
gengið mjög vel þá fengum við á okkur
hvert gjaldþrotíð á fætur öðru frá við-
skiptavinum okkar,“ segir Óskar „og það
endaði með því að ég varð að draga sam-
an seglin og stokka allt upp á nýtt“
feltutölur X18
irin 1998-2006
I
(
998:70 milljónir
I999:125 milljónir
2000:430 milljónir*
2001:1.080 milljónir*
2002:1.450 milljónir* \
2003:1.970 milljónir*
2004:2,6 milljarðar* (
2005:4,3 milljarðar*
2006:8,5 milljarðar*
* Áætlun
braul með skóna
al annars Macy’s, Bloomingdales og
Nordstrom.
Gert er ráð týrir að stöðugildum
X18 í Reykjavík fjölgi úr 14 í 40 á næstu
þremur árum. Stefiit er að því að gera
sérleyfissamninga um reksturinn í 100
verslunum víðs vegar um heiminn á
næstu fimm árum og er fýrsta verslun-
in í Kringlunni. Fyrirtækið stefnir
einnig að því að vera með fatnað undir
X18 merkinu, ilmvötn og töskur, en
mun ekki standa að þeirri framleiðslu
„Genetic“-sólinn er að slá ígegn.
SkórX18 seljast vel í Bretlandi og
nú hefurstefnan verið sett á
Bandaríkjamarkað. Markmiðið er
að selja skó, fatnað, snyrtivörur og
töskur út á merkið í framtíðinni.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur. Myndin Geir Ólatsson.
Aðstoð að utan Mikil erfiðisvinna
var framundan. Árið 1998 stofnuðu
bræðurnir X18 ásamt Magnúsi Guð-
mundssyni og Pétri Björnssyni hjá
Útgerðarfélaginu Sögu og hefur sam-
starfið við þá verið afskaplega gott
enda Pétur verið virkur þátttakandi í
rekstri týrirtækisins sem stjórnarfor-
maður þess. í millitíðinni höfðu bræð-
urnir safriað gríðarlegri reynslu og
góðum samböndum erlendis. Þeir
höfðu látíð framleiða víða um heim
33