Frjáls verslun - 01.04.2000, Page 46
NETFYRIRTÆKI
i'
tíð verði mesti vaxtarbroddurinn í stórum
viðskiptum milli fyrirtækja, svokölluðum
B2B, síðan megi búast við að kippur færist í
einstaklingsviðskiptin, til dæmis í formi
keppnisleikja, lottóleikja og happadrættis af
ýmsu tagi. Menn eru almennt sammála um
að þar verði næstu stórviðskipti á Netinu og
þar sé viðskiptavinurinn hinn almenni borg-
ari. Ut frá þessum sprota vaxi síðan önnur
einstaklingsviðskipti, ekki síst í tengslum við
upplýsingasíður, til dæmis visi.is og mbl.is.
Þessar síður eru þegar farnar að hafa ein-
hverjar tekjur af auglýsingum en það er rétt
aðeins byrjunin því að upplýs-
ingavefir „eru í raun-
inni bara að æfa
sig, þeir eiga eftir að verða við-
skiptavefir. Það fara svo marg-
ir inn á þessa upplýsingavefi
að þeir munu hafa tekjur af
auglýsingum og síðan fara
menn inn á lyfja.is, sl.is,
hekla.is til að versla. Núna
er hægt að skoða myndir
og upplýsingar, síðar verð-
ur hægt að bjóða í,“ sagði
einn viðmælenda.
Enn þann dag í dag hefur
almenningi ekki gefist kost-
ur á að kaupa hlut í
Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri Betware.com. Fynr-
tœkið er tilbúið með veflausn fyrir lottóleiki, veðreiðar og fleiri
keppnisleiki og hefur boðið lausnirnar til sölu erlendis.
hinum ýmsu netfyrirtækjum enda fýrir-
tækin ekki enn komin á markað þó að
auðvitað sé bara tímaspursmál hvenær
það verður. En á meðan svo er ekki
munu brautryðjendur á borð við banka
og fjármálastofnanir, ferðaskrifstofur
og hina fjölsóttu frétta- og upplýsinga-
vefi halda fast í eignarhald sitt með
framtíðina í huga. „Fyrirtækin sem
eiga mest heimsóttu frétta og upplýs-
ingavefina hafa sett mikla peninga í
þessi fyrirtæki þvi að þau eru þeirra
framtiðarvettvangur. Það væri hægt
að selja hlut í útgerðum þessara vef-
síðna en ég stórefa að hlutir verði til
sölu. Þessar síður eru hluti af fjölmiðlafyrirtækjum sem
munu eiga þær áfram. Kringlur, sem verið er að stofna á Net-
inu, munu tengjast þessum síðum og það eru verðmæti í
þeim. Þeir sem ætla að versla vilja vera inni á mest sóttu síð-
unum og tilvera þeirra þar skapar afkomu með tilliti til aukinn-
ar umferðar og auglýsingatekna. Kringlurnar munu svo hugs-
anlega þurfa að gefa stóru síðunum prósentu af viðskiptum
sínum. Þess vegna munu eigendur ijölsóttu síðnanna ekki láta
þær frá sér,“ segir Sigurður Jón.
Þau bestu standa eltir Samkvæmt lauslegri könnun Frjálsr-
ar verslunar þykir í dag mest spennandi að ijárfesta í fyrir-
tækjum með óráðna en lofandi framtíð á alþjóðamarkaði,
fyrirtækjum á borð við Betware.com sem býður veflausnir
fyrir veðmála- og leikjafyrirtæki og Bepaid.com sem byggir
afkomu sína á miðlun auglýsinga. Einnig koma sterk inn fýr-
irtæki á borð við CCP sem á næsta ári mun markaðssetja leik-
inn EVE, sem spilaður verður á Netinu. „Þetta er stórkostlegt
tækifæri og gaman verður að fylgjast með því hvernig þessi
fyrirtæki nýta sín tækifæri og eins að sjá hvernig verðlagn-
ingin þróast," segir Sigurður Jón. Þessi fyrirtæki þykja „heit-
ust“ í dag fyrir fjárfestana. Það er nefnilega í útlöndum sem
stóri markaðurinn er og stysta leiðin þangað er einmitt í
gegnum Netið.
En hvað mun gerast þegar þessi fyrirtæki fara á markað?
Þeim verður eflaust vel tekið og þau munu fljótt fá á sig verð-
mat sem er hátt margfeldi af veltu þeirra, alveg eins og gerst
Vænlegir vefir
Fjölsóttir vetir, sem bættu '
wænlegur tjárfestingarkostur
et hlutir stæðu til boða:
visir.is
mbl.is
ha.is
strik.is
leit.is
byrja.ls
46