Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2000, Side 57

Frjáls verslun - 01.04.2000, Side 57
ÆVINTÝRAKONA Margrét liyggur á markaðssetningu í Evrópu á vörum frá Indlandi og Indónesíu. FV-mynd: Geir Ólafsson spilling í Nígeríu var mikil og það þurfti að semja um gífurleg- ar upphæðir í mútur til að fá skipið losað en á meðan biðu skip- veijar um borð. Þetta var lán í óláni, ef þannig má að orði kom- ast, því að vegna þessa gat Margrét nánast borgað íbúðina út við komuna heim. En Adam var ekki lengi í Paradís. Margrét seldi íbúðina, fluttí tíl Kaupmannahafnar og keyptí þar veitínga- stað ásamt öðrum. Meðeigendurnir gengu strax út þannig að hún sat ein uppi með staðinn. „Því miður gekk staðurinn ekki upp og ég hættí rekstri hans eftir eitt og hálft ár.“ Hefur trú á hverfinu Eftir heimkomuna vann hún um tíma við innkaup hjá Sambandinu en fór svo aftur í innkaupastarf í Hag- kaup og var þá í heimilisvörudeildinni. Þar var hún fram til árs- ins 1995 en ákvað þá að breyta til og fara að flytja sjálf inn hús- gögn og húsmuni frá Mexíkó og ýmsum löndum Asíu, sérstak- lega Indlandi og Indónesíu - en vörur frá Filippseyjum og Malasíu bætast við í sumar. I fyrstu var hugmyndin að hætta að vinna, flytja inn einn gám á ári en leggjast þess á milli í ferðalög og kaupa inn í leiðinni. Fyrsta gáminn auglýsti Margrét sem sölusýningu á Grand Hótel og voru viðbrögðin langt umfram væntingai'. Hún sat við tölvuna í þijá daga og gat varla staðið upp, tók bara við peningum og skrifaði niður pantanir á meðan viðskiptavinirnir stóðu í röð. Þetta var upphafið að versluninni Míru. Fyrsta húsnæði verslunarinnar var í bakhúsi við Dalbrekku í Kópavogi en fyrir einu ári flutti Margrét í nýtt húsnæði við Bæjarlind og var fyrst tíl að opna verslun í því hverfi. Hún er mjög ánægð með húsnæðið, segist vera með langmesta úrval- ið og stærstu búðina. „Eg hef mikla trú á þessu hverfi. Þegar ég keyptí þetta húsnæði þóttí það óðs manns æði en núna vilja all- ir vera hérna. Eg hef mikla tíú á nýja verslunarhúsnæðinu hér í Smáranum sem á að opna árið 2002 en ég óttast að verslanirn- ar séu að verða allt of margar. Sérfræðingar hafa reiknað út að þetta geti borið sig en mér finnst það skrítíð. íslendingum Ijölg- ar ekki svona ört þó að neyslan sé vitaskuld að aukast.“ - En af hverju vörur frá Mexíkó og Asíulöndum? „Þetta er heillandi heimur og möguleikarnir eru gífurleg- ir. Mér finnst gaman að vera þátttakandi í því að byggja upp mennsku atvinnu i löndum eins og Indlandi og Indónesíu. I mínum huga er dýrmætara að hjálpa þessum þjóðum að byggja upp atvinnu og iðnað en að senda þeim pen- inga. Vandamálin verða fyrir hendi þangað til þessar þjóðir geta brauðfætt sig sjálfar og það þarf svo lítið til, mannaflinn og hráefnið eru fyrir hendi. Java á Indónesíu er eitt gróður- sælasta svæði veraldar með stöðugum hita og rigningu nánast allt árið.“ Markaðssetning i Evrópu Margrét ferðast um heiminn til að skoða vörur, fylgjast með framleiðslunni og skoða verksmiðjur og er þvi þaulkunnug aðstæðum í viðskiptalöndum sínum. Hún kaupir inn milliliðalaust og getur stundum lent í því að sitja uppi með gallaða vöru. Menningin er allt önnur í frumstæðum lönd- um Asíu og því er ekki hægt að skila vörunni á sama hátt og í viðskiptum í Evrópu eða Bandaríkjunum. „Ef ég væri að kaupa inn frá Þýskalandi þá fengi ég nýjar vörur ef vitlaus vara væri af- greidd en þarna er ekki um slíkt að ræða, menningin er svo ólík og skilningurinn allt annar. Þessir menn senda stundum bara það sem þeim hentar og ég get setíð uppi með mikið magn sem ég þarf að losa mig við.“ Nú heíiirðu rekið Míru í fimm ár. Er að koma í þig einhver óþreyja? „Eg hef ráðið rekstrarstjóra til að sjá um daglegan rekst- ur á Míru og hef áhuga á að taka þátt í uppbyggingu erlend- is á þeim vörutegundum frá Indlandi og Indónesíu sem hafa slegið svo rækilega í gegn hér á Islandi. Viðræður eru í gangi bæði við Indverja og Indónesa um hvernig best væri að standa að markaðssetningu í Evrópu og ég er að líta í kringum mig eftir aðila sem hefur reynslu á þessu sviði. Það verður bara að koma í ljós hvernig þau mál þróast. Mér þætti spennandi og gaman að fá tækifæri til að leggja mitt af mörkum til að þessi vanþróuðu lönd geti komið sinni vöru á markað í Evrópu." 53

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.