Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2000, Page 68

Frjáls verslun - 01.04.2000, Page 68
Glæsihús rísa Götumynd Borgartúnsins hefur talsvert breyst upp á síðkastið og á eftir að breytast enn meir á næst- unni. Svo mikið að gárungarnir hafa á orði að þar sé að verða til nýtt Manhatt- an íslands. Þegar ekið er upp götuna frá Skúlagötunni, sem raunar hefur gjörbreyst líka, og komið austur íyrir Höfða, blasir við hið nýja hús, Höfða- borg. Glæsileg bygging og verðugur fulltrúi nýrra tíma hjá ríkisstofnunum þar sem lögð er áhersla á að leigja en ekki kaupa húsnæði og láta öðrum eftir reksturinn. Byggingafélagið Eykt byggði og rekur húsið sem er um 9.000 fm að grunnfleti með ijölda bíla- stæða fyrir starfsfólk. Þarna munu nokkrir aðilar verða til húsa Hvert glæsihúsið aföðru rís nú í Borg- artúninu. Nýtísku byggingarsem svo sannarlega eru ekki ferkantaðar og í beinni línu við götuna, eins og hið gamla skipulag hljóðaði upp á. Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Myndir. Geir Ólafsson s.s. Ríkissáttasemjari, yfirskattanefnd, Löggildingarstofa, Barnaverndarstofa, LÍN og íbúðalánasjóður. Flytur FBA í Borgartúnið? Á lóðinni nr. 19, heíur ekki verið byggt en FBA hugð- ist byggja þar glæsilegt hús, sem Teikni- stofan Ármúla 6 teiknaði. Við samein- ingu íslandsbanka og FBA breyttust for- sendur svo nú er óráðið hvað verður en þó er víst að húsið verður byggt. Við austurhlið Höfðaborgarinnar er gamla Vöruflutningamið- stöðin þar sem Eykt hefur nú starfsemi sína. Reyndar aðeins í hluta hússins því hluti þess j /V var rifinn til að rýma fyrir Höfðaborginni. Hluti hinnar nýju götumyndar Borgartúns. Hér sést yfir Höfba, þá kemur hús Fjarhitunar vid Borgartún 17, Borgartún 19, sem ekki hefur verið enn byggt, en líkan afþví blasir við á bak við nýju Höfðaborgina. Lengst til hægri er Borgartún 23, hús Hegra hf. Mynd: ONNO 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.