Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2000, Page 70

Frjáls verslun - 01.04.2000, Page 70
ARKITEKTÚR Sindrahúsið við Borgartún 31. Það hús og skemmurnar á bak við eru í eigu byggingafélags Gunnars og Gylfa. Sindri mun vera að flytja og er áœtlað að byggt verði á lóðinni Sœbrautarmegin þar sem skemmurnar eru en ekki hreyft við húsinu Borgartúnsmegin. Hvað með Straetó? Neðst í Borgartúninu er verið að byggja nýtt hús Eflingar en það hús telst ekW til Borgartúnsins þótt kannski hefði það verið rökrétt samkvæmt staðsetningunni. Hins vegar þarf að breyta húsnúmerum við götuna, að minnsta kosti sjávarmegin, því þau ruglast talsvert við þessar bygging- ar. T.d. eru Strætisvagnar Reykjavíkur skráðir við Borgartún 35 sem engan veginn stenst lengur. Sú lóð er raunar eftirsótt og margir á þeirri skoðun að þetta sé allt of dýrt svæði til að leggja undir strætisvagna sem geti vel verið á ódýrara svæði. Það fæst þó ekkert staðfest um nýjar skipulagshugmyndir á svæðinu en víst er að margir renna hýru auga til þess og eru tilbúnir til að borga vel fyrir byggingarrétt þar.ffij Borgartúnið er miðsvæðis og stutt í alla þjónustu. Aðgengi er gott frá Skúlagötu, Sæbraut, Kringlumýrarbraut og Nóatúni. 70

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.