Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 96
Sigrún Harþa Guðnadóttir, sem starfaði áður sem fulltrúi í Landsbankanum, réð sig til VISA Islands síðastliðið vor. „Starfmitt hjá fyrirtæk-
inu er mjög fjölbreytt, en segja má að í aðalatriðum skiþtist það milli þess að vera ritari aðstoðarframkvœmdastjóra og margs konar starfa á
sviði markaðsmála. “ FV-mynd: Geir Ólafsson.
Sigrún Harpa Guðnadóttir,
VISA íslandi
Eftir Isak Örn Sigurðsson
Sigrún Harpa Guðnadótt-
ir, sem starfaði áður sem
fulltrúi í Landsbankan-
um, réð sig til VISA Islands
síðastliðið vor. „Starf mitt hjá
fyrirtækinu er mjög fjölbreytt,
en segja má að í aðalatriðum
skiptist það milli þess að vera
ritari aðstoðarframkvæmda-
stjóra og margs konar starfa á
sviði markaðsmála," segir
Sigrún.
„Þar er um að ræða marg-
vísleg verkeihi og samskipti
við íjölmarga aðila sem vilja
selja VISA auglýsingar í hin-
um ýmsu miðlum. Beiðnir um
ýmiss konar samstarf koma
daglega, stundum margar á
dag. VISA er vinsælt og þekkt
fyrirtæki sem margir vilja
eiga samleið með. Mest er
um að ræða óskir um auglýs-
ingar eða ijárstuðning vegna
menningar, lista og íþrótta.
I tengslum við þetta er oft
um að ræða birtingar auglýs-
inga í dagskrárblöð menning-
arviðburða. Eg hef daglega
mikil samskipti við samstarfs-
fólk og fólk utan fyrirtækisins.
Það gerir stariið mjög líflegt og
skemmtilegL A hverjum degi
koma upp ný, áhugaverð verk-
efni sem gaman er að takast á
við og sem þroska mann.“
Sigrún er fædd og uppalin í
Vik í Mýrdal. Eftir hefð-
bundna skólaskyldu lá leiðin í
Héraðsskólann að Skógum og
síðar í Fjölbrautaskólann í
Breiðholti þar sem hún lauk
stúdentsprófi. „Þegar ég
hugsa til baka sé ég hve
snemma ungt fólk á lands-
byggðinni flytur að heiman og
verður þá að standa á eigin fót-
um. Þá er gott að eiga góða að
og það átti ég svo sannarlega.
A menntaskólaárunum
vann ég á sumrin ýmis störf
sem til féllu fyrir austan, en
fljótlega hóf ég störf hjá Sam-
vinnubankanum á staðnum
og segja má að þá hafi fram-
tíðin verið ráðin næstu sextán
árin því þegar ég flutti til
Reykjavikur hóf ég störf hjá
sama banka í útibúinu að Suð-
urlandsbraut 18 sem síðar
varð Landbanki íslands. Þar
starfaði ég meðal annars sem
VISA fúlltrúi og í víxladeild.“
Sigrún á eina dóttur,
Elmu Björk, sem er 21 árs og
nemi í Viðskipta- og tölvu-
skólanum. „Stundatöflurnar
eru yfirleitt þétt skipaðar hjá
okkur mæðgum en við reyn-
um að nýta fritima okkar vel
og eyða honum saman eins
og kostur er. Eg á mörg
áhugamál og þar á meðal að
rækta fjölskylduna og vini.
Þá hef ég mjög gaman af að
ferðast. Maður veit ekki
hvernig morgundagurinn
verður. Það er því eins gott
að dansa í dag, það er ekki
sjálfgefið að maður dansi á
morgun,“ sagði Sigrún
Harpa að lokum. HH
96