Morgunblaðið - 26.01.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.01.2001, Qupperneq 1
TIL mótmæla kom í opinberri heim- sókn Jens Stoltenbergs, forsætisráð- herra Noregs, til Svíþjóðar fyrr í vik- unni og er ástæðan nýleg ákvörðun norskra stjórnvalda um að leyfa úlfa- veiðar. Margir Svíar eru afar ósáttir við hana og hefur mótmælum rignt yfir norsk stjórnvöld vegna málsins, auk þess sem þeir eru úthrópaðir „villimenn“ í sænskum fjölmiðlum. Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að leyfa veiðar á um tuttugu úlfum en bændur, m.a. í austurhluta Noregs, segja úlfinn leggjast á sauðfé. Úlfa- stofninum í Noregi hefur vaxið fisk- ur um hrygg en fyrir nokkrum árum voru úlfar í útrýmingarhættu í suð- urhluta Skandinavíu. Nú er stofninn um 80–100 dýr en Svíar eru þeirrar skoðunar að hann verði að ná 200 dýrum áður en veiðar verði leyfðar. Hafa Svíar gagnrýnt nágranna sína í Noregi fyrir að leyfa veiðar þar sem stofninn sé ekki nógu stór og sé norsk-sænskur. Göran Persson, for- sætisráðherra Svíþjóðar, tók málið upp í viðræðum sínum við Stolten- berg en lét þó vera að gagnrýna hann beint, lét nægja að segja að Sví- ar yrðu að tryggja að hagsmunum þeirra væri ekki ógnað af veiðum Norðmanna. Þá létu nokkur um- hverfisverndarsamtök í sér heyra vegna úlfaveiðanna og nýlegrar ákvörðunar Norðmanna um að leyfa sölu á hvalaafurðum. Stoltenberg lét þetta þó ekki á sig fá og sagðist í samtali við Aftenpost- en í gær ekki myndu láta undan þrýstingi, hvort sem hann kæmi frá Svíum eða öðrum. „Við gerum það sem við teljum rétt, við tökum tillit til náttúru og umhverfis. Það er heil- brigð umhverfisstefna að uppskera af því sem nóg er af,“ sagði hann. Aftonbladet sænska hefur farið í fararbroddi þeirra sem eru á móti úlfaveiðunum og helgaði blaðið mál- inu opnu þar sem Norðmenn voru sagðir „villimenn“, vera „þjóð gjör- sneydd samfélagslegum skilningi“. Úlfaveiðum mótmælt Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. AP Norðmenn hafa heimilað veiðar á um tuttugu villtum úlfum. Reuters TUGÞÚSUNDIR mótmælenda úr röðum helztu verkalýðsfélaga fylktu í gær liði um götur franskra borga – hér í Marseille – til að lýsa andstöðu við áform um að hækka eftirlaunaaldur franskra launþega. Eftir því sem meðalaldur þjóð- arinnar hækkar verður eftir- launakerfið þyngri byrði bæði á ríkinu og fyrirtækjunum í landinu og vilja samtök franskra vinnuveit- enda að brugðizt verði við þessum vanda m.a. með því að lengja með- alstarfsævi franskra skattgreið- enda. Aðalkrafa mótmælenda gær- dagsins var hins vegar að allir launþegar haldi rétti til að fara á eftirlaun sextugir. Gegn hækk- un eftir- launaaldurs 21. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 26. JANÚAR 2001 YFIR sjötíu manns sem stunda fiskveiðar farast á degi hverj- um, en tölfræðilega gerir það fiskveiðar hugsanlega að hættulegustu atvinnugrein í heimi. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu Matvælastofnun- ar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Samkvæmt tölum Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar (ILO) farast á ári hverju um 24.000 sjómenn við fiskveiðar, en í skýrslunni segir að senni- lega sé þessi tala í raun miklu hærri, þar sem aðeins viss fjöldi ríkja heims skráir sam- vizkusamlega upplýsingar um dauðsföll í sjávarútvegi. Yfir 97% hinna u.þ.b. 15 milljóna fiskimanna heimsins vinna á skipum undir 24 m að lengd, sem alþjóðlegar öryggis- reglur ná ekki nema að litlu leyti til. Þó er hættan ekki einskorð- uð við lítil skip. „Eftir því sem skipin eru gerð öruggari virðist sem skipstjórnendur taki meiri áhættu í hinni síharðnandi sam- keppni um góðan afla,“ segir í skýrslunni. Há dánartíðni með- al fiskimanna sé ekki bundin við þróunarlönd; í Bandaríkj- unum sé hún t.d. 25 til 30 sinn- um hærri en í öðrum stéttum. Fiskveiðar hættulegar Róm. Reuters. SAMNINGAMENN Ísraela og Pal- estínumanna hófu aftur friðarvið- ræður í Taba í Egyptalandi í gær, þrátt fyrir nýtt morð á Ísraelsmanni og að ísraelski forsætisráðherrann lýsti svartsýni á samningshorfurnar. Palestínskir byssumenn létu skot- hríð dynja á bifreið ísraelsks manns í litlum bæ á Vesturbakkanum í gær og lét hann lífið. Ísraelskir hermenn skutu tvo Palestínumenn til bana á Gazasvæðinu í fyrrinótt. Þrátt fyrir þessi nýjustu ofbeld- isverk ákváðu samningamenn bæði Ísraels- og Palestínumanna að taka aftur upp þráðinn í friðarviðræðun- um í gær. Báðir aðilar vilja að minnsta kosti ná að ganga frá laus- legu rammasamkomulagi áður en forsætisráðherrakosningar fara fram í Ísrael hinn 6. febrúar nk. Skoðanakannanir benda til að hægrimaðurinn Ariel Sharon muni þar bera sigurorð af Ehud Barak. Menn Sharons í könnunarvið- ræður við fulltrúa Arafats Aðalmálin sem nú eru uppi á samningaborðinu varða skiptingu yf- irráða yfir Jerúsalem, legu landa- mæra, palestínska flóttamenn og ísraelska landnema. En Barak for- sætisráðherra sagðist í ávarpi á fundi með ísraelskum kaupsýslu- mönnum vantrúaður á að samkomu- lag næðist fyrir kosningar. Núverandi samninganefndir stefna að samkomulagi sem Sharon gæti átt erfitt með að kyngja, nái hann völdum. Hann hefur hafnað þeirri eftirgjöf hernuminna land- svæða sem Barak hefur lýst sig reiðubúinn til. Að sögn ísraelska út- varpsins fóru þrír ráðgjafar Sharons til Vínar í gær, á fund háttsetts að- stoðarmanns Arafats Palestínuleið- toga. Virtist Sharon með þessu vilja sýna kjósendum friðarvilja sinn. Friðarviðræður halda áfram í Egyptalandi Barak svartsýnn Taba. Reuters, AP. ALAN Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tjáði í gær fulltrúum bandaríska þingsins að horfur á vax- andi tekjuafgangi ríkissjóðs sköpuðu svigrúm til skattalækkana. Sagði hann verulega hafa hægt á hagvexti og gaf í skyn að von væri á frekari lækkun stýrivaxta á næstunni. Að Greenspan skyldi taka svo já- kvætt í hugmyndina um skattalækk- anir kemur nýja forsetanum George W. Bush sérlega vel, þar sem hann lagði í kosningabaráttunni mikla áherzlu á áætlun sína um að lækka skatta um samtals 1.600 milljarða bandaríkjadala, andvirði um 138.000 milljarða króna, á næstu tíu árum. Greenspan vildi ekki tjá sig að neinu leyti um skattalækkunartillög- ur Bush. Hann tók þó fram, að þing- menn yrðu að gæta þess að viðhalda stöðugleika í ríkisfjármálum. Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, fagnaði því að seðlabanka- stjórinn hefði nú snúizt á sveif með forsetanum í viðleitninni til að lækka skatta. Greenspan sat fyrir svörum þing- manna í gær og sagði hann við það tækifæri að greinileg merki væru um að hjól efnahagslífsins væru far- in að snúast hægar. „Eftir því sem við fáum bezt séð hefur verulega hægt á hagvexti; hann er satt að segja sennilegast mjög nærri núlli eins og er,“ sagði hann. Að mati Greenspans er þó engin kreppa hafin, en hefð er fyrir því að tala ekki um kreppu nema enginn hagvöxtur verði tvo ársfjórðunga í röð. Sagði hann það vera undir því komið, hve einkaneyzla héldist mikil á meðan niðursveiflan gengi yfir. „Ef niðursveiflan í efnahagslífinu skyldi ganga lengra en útlit er fyrir nú kann að vera að skattalækkanir gerðu gott,“ sagði seðlabankastjór- inn áhrifamikli, en hann hefur fram að þessu verið einarður talsmaður þess að tekjuafgangur ríkissjóðs sé notaður alfarið til að greiða niður op- inberar skuldir; þannig væri honum þjóðhagslega skynsamlegast varið. Væntingar um vaxtalækkun Þetta voru fyrstu opinberu um- mæli hans um stöðuna í bandarísk- um efnahagsmálum frá því bankinn lækkaði óvænt stýrivexti um hálft prósentustig í byrjun ársins. Þykja ummæli hans undirstrika það hve al- varlegum aukum stjórn seðlabank- ans lítur niðursveifluna, sem fór af stað á síðustu tveimur mánuðum ný- liðins árs. Ummæli Greenspans vöktu vænt- ingar á fjármálamörkuðum um að vaxtalækkun sé á næsta leiti. Dow Jones-vísitalan á Wall Street hækk- aði um 0,8 % í viðskiptum gærdags- ins. Alan Greenspan segir svigrúm fyrir skattalækkanir Ummælin fagnað- arefni fyrir Bush Washington. Reuters, AP. Reuters Alan Greenspan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.