Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FREKAR rólegt er hjá smábáta- sjómönnum á Akureyri þessa dag- ana enda ekki fyrr en í marsmán- uði sem hlutirnar fara að gerast hjá þeim að nýju. Þeir nota þó tímann til þess að dytta að bátum sínum. Aðalgeir Guðmundsson var einmitt að vinna við bát sinn Munda EA er ljósmyndari Morg- unblaðsins var á ferð í Sandgerð- isbótinni. Aðalgeir sagðist dunda sér á færum og hann stefnir að því að setja á flot í mars. Þór- arinn Þorbjarnarson heilsaði upp á Aðalgeir við vinnu sína en sjálf- ur átti Þórarinn eitt sinn trillu ásamt öðrum en hún er orðin ónýt og hann því hættur sjósókn. Morgunblaðið/Kristján Aðalgeir Guðmundsson dyttar að trillu sinni en hjá honum stendur Þórarinn Þorbjarnarson. Dyttað að trillunni LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkju- skóli í Svalbarðskirkju kl. 11 á laug- ardag, 27. janúar. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 21 á sunnudagskvöld. Kirkjuskóli verður í Grenivíkur- kirkju kl. 13.30 á laugardag, 27. jan- úar. Kirkjustarf ♦ ♦ ♦ SKÁKÞING Akureyrar hefst laugardaginn 27. janúar nk. með keppni í yngri flokkum, þ.e. ung- linga-, drengja-, barna- og stúlknaflokki. Keppni í A- og B- flokki hefst daginn eftir, sunnu- daginn 28. janúar. Teflt er í Íþróttahöllinni. Í yngri flokkunum er umhugs- unartími 25 mín. á keppanda en rétt til þátttöku eiga öll ungmenni 15 ára og yngri. Keppni á laug- ardag hefst kl. 13.30 en mótinu verður fram haldið laugardaginn 10. febrúar. Veitt verða vegleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og fær sigurvegarinn farandbikar til varðveislu í eitt ár auk eignabik- ars. Þátttökugjald er 600 krónur. Í A- og B-flokki er keppendum raðað eftir skákstigum. Teflt verður þrisvar í viku fyrstu vik- una en síðan tvær umferðir á viku. Stefnt er að því að tefla alls 7 umferðir og ljúka mótinu 18. febrúar. Umhugsunartími er 2 klst. á 40 leiki og svo 30 mín. til að ljúka skák. Um síðustu helgi voru nokkur skákmót hjá Skákfélagi Akureyrar og bar þar hæst öruggur sigur Ólafs Kristjánsson- ar í 15 mínútna mótinu, þar sem hann hlaut 6 vinninga af 7 mögu- legum. Í Akureyrardeildinni sigr- aði sveit Stefáns Bergssonar örugglega en auk hans eru í sveit- inni þeir Guðmundur Gíslason, Ólafur Kristjánsson, Sigurður Ei- ríksson, Haki Jóhannesson, Haukur Jónsson og Ágúst Bragi Björnsson. Í sveitakeppni grunnskóla sigr- aði A-sveit Lundarskóla glæsi- lega í eldri flokki en sveit Brekku- skóla sigraði í yngri flokki eftir harða baráttu við A-sveit Lund- arskóla. Sveitirnar mættust í síð- ustu umferð og hafði sveit Lund- arskóla tveggja vinninga forskot en sveit Brekkuskóla gerði sér lít- ið fyrir og vann innbyrðis viður- eignina með 3,5 vinningum gegn 0,5 vinningum og hafði þar með sigur í sveitakeppninni. Skákþing Akur- eyrar að hefjast Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri Bakpoki aðeins 1.000 kr. NETVERSLUN Á mbl.is AÐ LESA í skóginn og tálga í tré, er heiti á námskeiði sem Garðyrkju- skóli ríkisins, Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélag Eyfirðinga efna til helgina 2. til 4. febrúar næstkom- andi. Námskeiðið verður haldið í Gróðr- arstöðinni í Kjarna. Það stendur frá kl. 17 til 20 á föstudeginum, 10 til 17 á laugardeginum og frá kl. 10 til 15 á sunnudeginum. Leiðbeinendur verða Guðmundur Magnússon, smíðakennari á Flúðum, og Ólafur Oddsson, starfsmaður Skógræktar ríkisins. Unnið verður með ferskan við beint úr skógi, kenndar gamlar handverksaðferðir þar sem exi og hnífar eru notaðir, lesið í eiginleika viðarins og fjölbreytt notagildi, geymslu og þurrkun. Í vor verður haldið framhaldsnámskeið en það verður auglýst síðar. Skráning á námskeiðið fer fram í Kjarna alla virka daga frá kl. 8–15:30 eða í gegnum netfangið; kjarni@est.is Síðasti skráningar- dagur er miðvikudaginn 31. janúar. Námskeið í Gróðrarstöðinni Kjarna Að lesa í skóginn og tálga í tré
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.