Morgunblaðið - 26.01.2001, Síða 17

Morgunblaðið - 26.01.2001, Síða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 17 VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is SKAUTAÍÞRÓTTIN nýtur hylli meðal margra Akureyringa, eink- um kannski og sér í lagi þeirra af yngri kynslóðinni. Krakkarnir nýta sér hina góðu aðstöðu í Skautahöll- inni til að renna sér fram og til baka eftir svellinu og ekki annað að sjá en ungviðið á myndinni skemmti sér hið besta. Börnin voru á nám- skeiði þar sem farið var í undir- stöðuatriði íþróttarinnar og hafa eflaust ekki verið lengi að ná þeim.Morgunblaðið/Kristján Skemmta sér á skautum TÆPLEGA 300 milljónum króna verður varið til framkvæmda gatna- gerðar á vegum Akureyrarbæjar á þessu ári samkvæmt framkvæmda- áætlun sem samþykkt var á fundi framkvæmdaráðs bæjarins fyrr í vik- unni. Bæjarráð fjallaði um áætlunina á fundi í gær og þar var samþykkt að taka hana til endurskoðunar í mars- mánuði næstkomandi. Göngugatan endurbyggð Guðmundur Guðlaugsson deildar- stjóri framkvæmdadeildar sagði að aldrei hefði jafnmiklu fé verið varið til framkvæmda og nú í ár. „Þetta er það hæsta sem við höfum séð. Það liggur fyrir fjöldi verkefna og menn vilja sjá hlutina ganga hraðar fyrir sig. En þrátt fyrir að áætlunin sé há eru vissulega eftir nokkur verkefni sem brýnt væri að taka fyrir,“ sagði Guð- mundur. Ráðist verður í fjölmörg verkefni í sumar að því er fram kemur í áætl- uninni. Alls er áætlað að verja 76,5 milljónum króna til endurbyggingar gatna en stærstu verkefnin á því sviði eru endurgerð göngugötunnar í Hafnarstræti sem hafist verður handa við nú í vor. Byrjað verður á göngugötunni og áformað að verja til endurbyggingar hennar 50 milljónum króna á árinu. Þá verður Lækjargata endurbyggð og gengið frá svæði við Landsbankann. Óskir um verkefni á þessu sviði námu 138,5 milljónum króna en meðal verkefna sem var frestað voru Hafn- arstræti við Samkomuhús, stæði við Minjasafn, gata við Amtsbókasafnið og Strandgata, auk þess sem endur- gerð Ráðhústorgs bíður betri tíma. Til nýbygginga gatna og holræsa verður á árinu varið 73,5 milljónum króna. Mest fer í Borgarhverfi við Klettaborg eða 33 milljónir króna og 21 milljón í Giljahverfi IV, þá verða tvær götur gerðar í Nesjahverfi og aðkoma gerð að Naustahverfi. Að venju munu malbikunarvélar vera á ferðinni í sumar en samkvæmt áætluninni á að malbika fyrir 32 millj- ónir króna. Meðal annars verða starfsmenn bæjarins á ferðinni í Holta-, Mið- og Mosateig, þá liggur fyrir að malbika við Skessugil og Vík- urgil, Hafnargötu, Mýrarveg, Lang- holt, Borgarbraut og Gleráreyrar. Til gangstétta og -stíga fara 15,5 milljónir króna á árinu og eru þeir víða um bæinn. Nýjar götur og end- urbætur í hesthúsahverfi munu kosta 10 milljónir króna og 13 milljónum króna verður varið til umferðarör- yggismála, einkum til gerðar 30 kíló- metra hverfa. Ýmis verkefni kosta 6 milljónir króna. Rúmar 60 milljónir í fráveituframkvæmdir Loks má nefna að í ár verður 61 milljón króna varið til fráveitufram- kvæmda, m.a. verður byggð dælustöð við Silfurtanga en 30 milljónir króna fara í það verkefni í ár. Önnur verk- efni á þessu sviði eru tenging dælu- stöðvar við lagnakerfi og yfirborðs- lagnir sem og lokaframkvæmdir við aðveitulagnir að dælustöðinni við Silf- urtanga. Grjótvörn umhverfis lóð fyr- ir hreinsistöð norðan Sandgerðisbót- ar kostar 15 milljónir króna en við hana verður unnið í sumar. Aldrei jafnmikið um framkvæmdir Akureyrarbær samþykkir framkvæmdaáætlun gatnagerðar fyrir árið 2001 ÚTNEFNING á íþróttamanni Íþróttafélagsins Þórs árið 2000 fer fram á morgun, laugardag, kl. 15 í Hamri, félagsheimili Þórs. Alls voru 10 íþróttamenn tilnefndir, þ.e. frá skíðadeild, handknattleiks- deild, knattspyrnudeild, körfuknatt- leiksdeild og taekwondo-deild. Eftir- taldir íþróttamenn voru tilnefndir: Áslaug Eva Björnsdóttir, Ásta Árna- dóttir, Brynjar Hreinsson, Eggert Gunnarsson, Hafsteinn Lúðvíksson, Hlynur Eiríksson, Ingvar Steinars- son, Óðinn Ásgeirsson, Þorvaldur Sigurðsson og Þórdís Úlfarsdóttir. Þórsarar og velunnarar eru boðnir velkomnir. Íþróttamaður Þórs útnefndur ÞRIÐJA ljóðakvöld ársins verð- ur í Húsi skáldsins á Sigurhæð- um í kvöld, föstudagskvöldið 26. janúar, og hefst það kl. 20.30. Húsið er opið frá kl. 20 til 22. Er- lingur Sigurðarson forstöðu- maður mun þar flytja ljóð af ýmsu tagi, svo sem á hvern hátt menn hafa tekist á við almættið í kveðskap í gegnum tíðina. Ljóðakvöld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.