Morgunblaðið - 26.01.2001, Side 19

Morgunblaðið - 26.01.2001, Side 19
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 19 ● KRÓNAN veiktist um 0,14% í 5,8 milljarða króna viðskiptum í gær, þrátt fyrir eins milljarðs króna inngrip Seðlabankans. Þetta er í annað skiptið á jafnmörgum dög- um sem Seðlabankinn grípur inn í gjaldeyrismarkaðinn en bankinn keypti krónur fyrir rúma 2 milljarða í fyrradag. Fram kemur í fréttum Búnaðar- bankans í gær að vísitalan hafi staðið í 122,34 stigum við lok markaða í gær, eftir að hafa opn- að í 122,37 stigum. Fyrri inngrip Seðlabankans í gær hafi átt sér stað í 122,6 stigum en þau seinni í 122,37 stigum og verði því ávinn- ingurinn af inngripum Seðlabank- ans að teljast minni háttar. Litlar breyt- ingar þrátt- fyrir inngrip Gengi íslenku krónunnar ● EYÞÓR Arnalds, forstjóri Ís- landssíma hf., hefur verið til- nefndur til verðlauna hjá tele.com- tímaritinu og ComNet Expo. Hann er tilnefndur í flokki frumkvöðla eða stjórnenda fyrirtækja sem hafa verið byggð upp hratt með góðum árangri. Alþjóðlega fjar- skiptafyrirtækið Ericsson tilnefndi Eyþór til verðlaunanna. Ivan Seidenberg, stjórnarfor- maður Bell Atlantic, fékk þessi sömu verðlaun á síðasta ári. Eyþór Arnalds tilnefndur til verðlauna STUTTFRÉTTIR KAUPÞING hf. og samstarfsaðilar undirrituðu í gær kaupsamning um kaup á meirihluta hlutafjár í Frjálsa fjárfestingarbankanum hf., en viljayfirlýsing þar um var und- irrituð 31. desember síðastliðinn. Um er að ræða sölu á tæplega 941,4 milljónum króna að nafn- verði, eða 77,24% af heildarhlutafé bankans. Gengi hlutabréfanna í þessum viðskiptum er 3,80. Kaup- verðið er því tæpir 3,6 milljarðar króna. Hlutur Kaupþings hf. er stærst- ur í kaupunum, eða 33,1% af heild- arhlutafé bankans, og hlutur GIR Capital Investment og Kaupthing Bank Luxembourg S.A. fyrir hönd viðskiptavina er 15,0% hvors fyrir sig. Aðrir kaupendur eru með lægri hlut. Af hálfu seljenda selur Vátryggingafélag Íslands mest, eða 33,63% og Traustfang hf. 21,08%. Hlutur annarra seljenda er minni. Kaupendur hlutafjárins áttu ekki eignarhlut í bankanum fyrir kaupin og seljendur eiga ekkert hlutafé í félaginu eftir söluna. Kaupsamningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki stjórnar samningsaðila, sem aflétt verður fyrir helgina. „Verðið er gott ef samlegðar- áhrif nást út úr rekstrinum,“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, aðstoð- arforstjóri Kaupþings hf. „Við telj- um að við höfum látið seljendum bréfanna í hlut hluta af þeim möguleikum sem felast í samlegð fyrirtækjanna.“ Bankinn eingöngu í útlánastarfsemi Hann segir að stefnt sé að því að reka Frjálsa fjárfestingarbank- ann áfram sem sjálfstæðan banka, sem hafi það megin markmið að stunda útlánastarfsemi, meðal annars bílalán, fasteignalán og framkvæmdalán. Bankinn sé fjár- hagslega mjög sterkur, með mikið eigið fé og hátt CAD-hlutfall. Það hafi komið kaupendum skemmti- lega á óvart við skoðun á bank- anum, sem farið hefur fram und- anfarnar vikur, að sjá þá miklu þekkingu og þau vönduðu vinnu- brögð sem viðhöfð hafi verið í rekstri bankans. Einhver fækkun starfsfólks „Við stefnum að því að sameina undir rekstri Kaupþings þá starf- semi sem áður fór fram í Fjár- vangi, þ.e. verðbréfamiðlun, sjóða- stýringu og fjárvörslu. Það þýðir að einhver fækkun starfsfólks mun verða hjá bankanum, en ekki er ljóst hve mikil sú fækkun mun verða. Rætt verður við starfsfólkið á næstu vikum og kannað hverjir muni geta fengið starf innan Kaupþings.“ Hreiðar segir að núverandi hús- næði Frjálsa fjárfestingarbankans sé of stórt fyrir þá starfsemi sem eftir verður hjá bankanum. Þau mál verði skoðuð síðar. Kaupþing og samstarfsaðilar kaupa meirihluta í Frjálsa fjárfestingarbankanum                              !       " "   "  "  "  "   # $ % & '   # $ !()*  +  , - /& 0     # -    1  -       2   "  "  "  "  "  "   "        Kaupverð tæpir 3,6 milljarðar króna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.