Morgunblaðið - 26.01.2001, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 26.01.2001, Qupperneq 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 25 laudamus, sem er um sextánhundruð ára gamall í núverandi mynd. Hann á sitt lag í kaþólska kirkjusöngnum en auk þess hafa þúsundir tónhöf- unda spreytt sig á að tónsetja þetta í gegnum aldirnar, venjulega til þess að fagna eða minnast einhverra stór- atburða. Þess vegna fannst mér text- inn eiginlega tilvalinn í því samhengi sem hér var.“ Jón segir verkið vera í anda lof- söngs og dálítið hátíðlegt á köflum. „Þetta er ekki nein framúrstefnu- músík. Ég býst við að það megi kalla þetta rómantískt verk, mestan part með einhverju innslagi af kirkjulegu barokki.“ Jón, sem kallaður hefur verið fyrsti módernistinn í íslenskri tón- NÝTT verk eftir Jón Þórarinsson tónskáld verður frumflutt á tónleik- um í Grafarvogskirkju í kvöld, kl. 20.30. Kirkjukórar Reykjavíkurpró- fastsdæmis eystra halda sameigin- lega tónleika ásamt kammersveit og einsöngvurum. Að sögn Kjartans Sigurjónssonar, orgelleikara og eins aðstandenda tónleikanna, er efnt til samvinnu af þessu tagi í því augna- miði að gefa kórunum, sem allir eru litlir, tækifæri til að takast á við stærri verk. Tónleikar af þessu tagi eru haldnir annað hvert ár og er þá jafnan frumflutt eitt íslenskt verk. Á efnisskránni verður m.a. kant- ata eftir J.S. Bach fyrir kór, ein- söngvara og hljómsveit, Magnificat eftir Vivaldi og fjögur íslensk verk, Ó, undur lífs eftir Jakob Hallgríms- son við texta Þorsteins Valdimars- sonar, Syng Guði dýrð, syng Drottni þökk eftir Pál Ísólfsson við texta Tómasar Guðmundssonar og Lof- söngur eftir Sigfús Einarsson við texta úr 90. Davíðssálmi. Frumflutningur verks Jóns Þór- arinssonar verður síðast á dag- skránni en það er samið við lofsöng- inn Te Deum laudamus (Þig Guð lofum vér). Ólíkir stjórnendur og söngstjórar stjórna verkunum. Tón- leikarnir verða endurteknir laugar- daginn 27. janúar kl. 18. Rómantískt kórverk Verk Jóns Þórarinssonar sem flutt verður á tónleikunum er samið að beiðni kirkjukóranna fyrir tón- leikana. Jón segir hér vera um að ræða eitt stærsta verk sem frumflutt hefur verið eftir hann lengi. „Það var leitað til mín á árinu 1999 um að semja verkið,“ segir Jón. „Þetta er fyrst og fremst skrifað sem kórverk. Ég fékk sjálfdæmi um að velja mér texta og valdi einn af elstu helgi- söngvum kristninnar, Te Deum listarsögu, hefur látið hafa það eftir sér að hann hafi gerst íhaldssamari í tónsmíðum með árunum, en hann er nú 83 ára að aldri. „Jú, það á sjálf- sagt við í þessu tilfelli. Ætli maður sé ekki að taka til í sálarhirslunum,“ segir Jón og bætir við að hann sé glaður og þakklátur fyrir að hafa getað komið þessu frá sér, kominn á þennan aldur, og vonar að menn hafi ánægju af verkinu. Kirkjukórar flytja nýtt verk eftir Jón Þórarinsson „Ætli maður sé ekki að taka til í sálarhirslunum“ Morgunblaðið/Þorkell Jón Þórarinsson tónskáld ásamt kirkjukórunum á æfingu í Grafarvogskirkju þar sem hið nýja tónverk hans verður frumflutt. MYNDBÖND mánaðarins heitir mjög eftirtektarverð sýning fjórtán listamanna, flestra ungra, í Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg. Þau El- ín Helena Evertsdóttir, Elínborg Halldórsdóttir, Guðfinna Hjálmars- dóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Haraldur Karlsson, Hugleikur Dagsson, Jóhann G. Bjargmunds- son, Ólöf Björg Björnsdóttir, Ragn- ar Kjartansson, Sirra Sigurðardótt- ir, Jón Sæmundur Auðarson, Guðni Gunnarsson, Pétur Már og Tinna Guðmundsdóttir bjóða til marg- breytilegrar myndbandaveislu með tveim stórum tjöldum og þrem skermum. Þetta er opin sýning og stór- skemmtileg því hvarvetna er að finna eitthvað sem kallar á athygli gestsins. Um leið og hann kemur niður stigann er hann gripinn inn í samverkandi skjávarp svo hann tekur ósjálfrátt þátt í hreyfimynd- inni á tjaldinu. Á öðru tjaldi rúllar hvert verkið eftir annað og gefur góða mynd af hugðarefnum lista- mannanna. Ef til vill er það tímanna tákn að einungis eitt verkið er landslags- verk. Hin fjalla um manninn, mann- eskjuna eða sjálfsmyndina í einni eða annarri mynd. Það er engu að síður greinilegt að hver og einn leit- ar sinna eigin leiða í tjáningu þó svo að mest beri á verkum sem með einhverjum hætti tengjast líkaman- um. Ef spurt er hvers vegna áherslur skjálistarmanna eru jafn líkamlegar og sjálfhverfar og raun ber vitni er því til að svara að einmitt þannig semur skjálistin sig að hefðinni, svo sem málaralistinni. Um hvað hefur myndlistin snúist síðustu aldirnar, ef ekki líkamann, sálina, sjálfið og samskipti mannanna? Fyrirkomulagið í Gallerí Reykja- vík er eftirtektarvert. Salurinn hentar ágætlega fyrir svona upp- ákomur. Hægt er að krækja sér í bolla af kaffi og njóta svo mynd- bandasýninganna í ró og næði, eða spjalla við viðstadda. Myndbönd mánaðarins sanna ótvírætt að mikill sköpunarkraftur leynist í ungum listamönnum, og hitt að þeir hræð- ast ekki frjóa tilraunastarfsemi. Vonandi verður þetta ekki í síðasta sinn sem svona sýning er haldin í Gallerí Reykjavík. Ljósmynd/Halldór B. Runólfsson Hluti af myndbandarennslinu sem nú stendur yfir í Galleríi Reykjavík. Myndbönd mánaðarins MYNDLIST G a l l e r í R e y k j a v í k Til 28. janúar. Opið virka daga frá kl. 13 - 18; laugardaga frá kl. 11-17 og sunnudaga frá kl. 14-17. MYNDBÖND & SKJÁLIST 14 SÝNENDUR Halldór Björn Runólfsson Útsala Útsala Pipar & salt, Klapparstíg 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.