Morgunblaðið - 26.01.2001, Page 26
LISTIR
26 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Ármúla 21, 533 2020
Handklæðaofnar
Mikið úrval
handklæðaofna á
baðherbergið.
Stærðir frá 60-181 cm.
Áferð: Hvít eða krómlituð.
Verð frá kr. 11.605.
JÁ, HAMINGJAN er heitið á nýjuleikriti sem frumsýnt verður á Litlasviði Þjóðleikhússins í kvöld. Leik-ritið, sem er eftir Kristján Þórð
Hrafnsson, fjallar á gamansaman hátt um
alvarlegan árekstur tveggja bræðra. Óvænt-
ur atburður verður til þess að þeir standa
augliti til auglitis og þurfa að takast á um
ýmsa grundvallarþætti þess að vera mann-
eskja – sem er ekki létt verk fyrir þá, þar
sem þeir hafa ólíkan tjáningarmáta, tala á
ská hvor við annan, fara í kringum hlutina
eins og köttur í kringum heitan graut, grípa
á lofti orð hvor frá öðrum til þess að beina
samtalinu inn á brautir sem þeir telja sig
ráða við og svo framvegis, eins og verða vill í
samskiptum náskyldra einstaklinga. Það má
kannski segja að þeir séu að rembast við að
vera heiðarlegir – á sinn óheiðarlega hátt.
„Já,“ segir höfundurinn, Kristján Þórður
Hrafnsson, „það má segja að verkið fjalli um
baráttu einstaklingsins fyrir því að hafa
stjórn á lífi sínu og tilfinningum – en
kannski líka um það hvað mannleg samskipti
geta verið flókin – og um sársaukann og
gleðina í mannlegum samskiptum.
Það má orða það þannig að sá eldri trúir
því að hægt sé að takast á við lífið kerf-
isbundið og rökrænt, en sá yngri treysti á
innsæi og brjóstvit.
Þetta er í rauninni leikrit um ólíkar leiðir
fólks til að takast á við lífið.“
Langar til þess að hreyfa við fólki og
kannski það hver eigi að stjórna lífi yngra
bróðurins?
„Já, þar erum við kannski komin að
spurningunni um það hversu nálægt við er-
um tilbúin til að hleypa öðrum einstakling-
um að okkur.“
Þú beitir húmor og tilgerðarleysi til þess
að fjalla um mjög alvarleg og flókin málefni
og afhjúpa flatneskjulegt og eintóna gild-
ismat samfélagsins – og ert þar kominn
langt út fyrir þann ramma að hægt sé að
segja að verkið fjalli aðeins um átök tveggja
bræðra. „Já, það má kannski segja um verk-
ið að það sé tilraun til þess að takast á við
stórar og mikilvægar spurningar en á
óvenjulegan og vonandi skemmtilegan hátt.
Mig langar til þess að hreyfa við fólki og ég
trúi því að hægt sé að snerta fólk og vekja
það til umhugsunar án þess að ganga fram
af því. Ég trúi því að hægt sé að hreyfa við
fólki með húmor, jafnvel þótt verkið sé fullt
af sársauka.“
Skilgreiningarárátta
Í og með má segja að þú sért að deila á
hinn svokallaða sjálfshjálpariðnað.
„Margt í leikritinu er leikur að þeirri orð-
ræðu og þeim klisjum sem fólk notar gjarn-
an yfir tilfinningar sínar og líf. Þetta er leik-
ur að tungumálinu. Í brennidepli er sú
árátta mannsins að skilgreina tilfinningar
sínar og líf sitt.
Á vissan hátt eru þetta vangaveltur um of-
urtrúna á tæknihyggju nútímans hvað varð-
ar mannleg samskipti, ofurtrúna á nauðsyn
þess að takast á við tilfinningar á kerfis-
bundinn hátt. Þetta eru vangaveltur um þörf
fólks í nútímaheimi fyrir andlegt líf. Og
þetta eru ekki síst vangaveltur um þá til-
hneigingu fólks til að skilgreina allan mann-
legan breyskleika sem einhver vandamál.“
Og svo fjallar þetta um húmorinn, alvör-
una, listnautnina, – og alla þá ófyrir-
sjáanlegu þætti sem leynast djúpt í manns-
sálinni, hvort sem það eru skoðanir eða
tilfinningar. Kristján Þórður Hrafnsson er
með þessu verki að fylgja eftir einþáttungi
sínum, Leitum að ungri stúlku, sem hlaut
fyrstu verðlaun í leikritasamkeppni fyrir há-
degisleikhús í Iðnó sem Leikfélag Íslands
efndi til.
Með hlutverk bræðranna fara þeir Pálmi
Gestsson og Baldur Trausti Hreinsson. Lýs-
ingu hannar Ásmundur Karlsson, höfundur
leikmyndar og búninga er Helga I. Stef-
ánsdóttir og leikstjóri er Melkorka Tekla
Ólafsdóttir.
Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld
leikritið Já, hamingjan eftir Kristján
Þórð Hrafnsson. Súsanna Svavars-
dóttir ræddi við höfundinn um dýpt-
ina og flækjurnar í samskiptum
tveggja einstaklinga og tilhneigingu
mannsins til þess að einfalda og skil-
greina mannlega þætti og reyna að
troða þeim inn í kerfi.
Morgunblaðið/Jim Smart
Óvæntur atburður verður til þess að bræðurnir standa augliti til auglitis ... ... og þurfa að takast á um ýmsa grundvallarþætti þess að vera manneskja.
Kristján Þórður
Hrafnsson
Sársaukinn
og gleðin í mann-
legum samskiptum
MÁLEFNI Leikfélags Íslands og
væntanlegra samstarfssamninga er
borgarráð hefur samþykkt að gerðir
verði við 2-3 sjálfstæð leikhús í
Reykjavík með sérstakri fjárveitingu
til þriggja ára hafa verið til umræðu á
síðum Morgunblaðsins undanfarna
daga.
Fram hefur komið að stjórnendur
Leikfélags Íslands telja sig þurfa 50
milljónir í opinberan styrk og er hug-
mynd þeirra sú að að ríki og borg
skipti þessum stuðningi á milli sín til
helminga. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins nemur núverandi
styrkur ríkis og borgar til allrar
starfsemi sjálfstæðra leikhúsa á
landsvísu um 31 milljón á þessu ári og
með árlegri hækkun frá Reykjavík-
urborg samkvæmt samþykkt Borg-
arráðs verður heildartalan orðin 45
milljónir árið 2003. Þá er reyndar
ekki gert ráð fyrir neinni hækkun á
framlagi ríkisins frá því sem nú er. Í
Reykjavík eru starfrækt þrjú sjálf-
stæð leikhús sem halda úti samfelldri
starfsemi á ársgrundvelli í sérstöku
húsnæði. Auk þeirra eru starfandi
ýmsir leikhópar í borginni sem ekki
hafa í nein ákveðin hús að venda með
sýningar sínar.
Leikhúsin þrjú eru Leikfélag
Íslands, sem stofnað var 1996, og rek-
ur starfsemi sína í Iðnó samkvæmt
sérstökum samningi við Reykja-
víkurborg og einnig í eigin húsnæði í
Loftkastalanum við Seljaveg. Kaffi-
leikhúsið í Hlaðvarpanum við Vest-
urgötu er annað og loks Mögu-
leikhúsið, sem stofnað var 1990 og
hefur undanfarin ár haft aðalbæki-
stöð sína í eigin leik-
húsi, Möguleikhúsinu
við Hlemm, en stór
hluti starfsemi leik-
hússins byggist á leik-
ferðum um land allt.
260 sýningar á ári
Pétur Eggerz er
einn af stjórnendum
Möguleikhússins og
hann sagði í samtali
við Morgunblaðið að
Möguleikhúsið hefði
skapað sér ákveðna
sérstöðu í íslensku
leikhúslífi með því að
sérhæfa sig í sýning-
um fyrir börn og unglinga og ávallt
lagt áherslu á íslenskt frumsamið
efni. „Við höfum algjöra sérstöðu
hvað þetta varðar. Frá upphafi höf-
um við frumsýnt 19 ný íslensk barna-
leikrit og erum nú að hefja æfingar á
því tuttugasta. Árlegur fjöldi áhorf-
enda leikhússins síðustu árin hefur
verið um 18-20 þúsund. Sýningar-
fjöldi hefur verið 260 þegar mest er á
einu ári. Þá eru ekki tald-
ar með sýningar annarra
leikhópa sem sýnt hafa í
leikhúsinu við Hlemm.
Við keyptum húsnæðið
hér við Hlemm fyrir
nokkrum árum án nokk-
urs utanaðkomandi
stuðnings. Stuðningur
opinberra aðila við leik-
húsið hefur alltaf verið
lítill, 2-4 milljónir á ári
þegar best lætur og
stundum ekkert. Við höf-
um hins vegar lagt mikla
áherslu á samstarf við
skólana í landinu og starf-
semi okkar byggist að
verulegu leyti á leikferðum milli allra
grunn- og leikskóla landsins en þó
ekki síst í Reykjavík.
Árangurinn af þessu starfi er mjög
áþreifanlegur þar sem sýningar okk-
ar eru oft einu leiksýningarnar sem
börnin hafa haft aðgang að. Á það
sérstaklega við um börn á lands-
byggðinni. Núna erum við t.a.m. með
fjórar sýningar í leikferðum utan
Reykjavíkur auk sýninga í Möguleik-
húsinu við Hlemm um helgar.“
Sníða sér stakk eftir vexti
Pétur sagði ennfremur: „Fullyrð-
ingar stjórnenda Leikfélags Íslands
um að það hafi áunnið sér þann sess
að njóta forgangs við styrkveitingar
opinberra aðila eru sérkennilegar í
ljósi þess að lengst af hafa þeir hælt
sér af því að geta rekið leikhús án op-
inberra styrkja. Nú hafa þeir komist
að því að það er ekki hægt og þá telja
þeir sjálfsagt að leikhús þeirra njóti
forgangs til styrkveitinga og upp-
hæðirnar sem þeir fara fram á eru
hærri en veitt er til alls málaflokks-
ins. Þá hafa stjórnendur Leikfélags
Íslands haft uppi orð um væntanlegt
hlutafjárútboð í fyrirtæki sínu. Þeir
segjast ennfremur hafa gert rekstr-
aráætlun til 5 ára þar sem reiknað er
með að fyrirtækið skili hagnaði í lok
tímabilsins. Það er fáheyrt að einka-
fyrirtæki sem rekið er á þessum for-
sendum skuli gera tilkall til opinbers
stuðnings og maður hlýtur að spyrja
á hverju rekstraráætlunin sé byggð
og hvort hagnaðarvon væntanlegra
fjárfesta sé fólgin í hlutdeild í þeim 50
milljónum af opinberu fé sem fyrir-
tækið er að óska eftir.
Kjarni málsins er þó sá að í
Reykjavík eru starfandi fleiri sjálf-
stæð leikhús en Leikfélag Íslands,
leikhús sem hafa sniðið sér stakk eft-
ir vexti, notið lítilla opinberra styrkja
en talið eðlilegt að sækja um slíkan
stuðningi eftir öðrum leiðum en í
gegnum fjölmiðla,“ sagði Pétur Egg-
erz.
Pétur Eggerz
Möguleikhúsið er eitt af sjálfstæðu leikhúsunum í Reykjavík
„Leikhús sem
hefur algjöra
sérstöðu“
Taska
aðeins 750 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is