Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 27
Gallerí Stöðlakot
Sýningu Harðar Jörunds-
sonar lýkur á sunnudag. Á sýn-
ingunni eru vatnslitamyndir
málaðar á sl. ári.
Galleríið er opið daglega frá
kl. 14-18.
Gallerí Nema hvað
Náttúrubörn, sýning Gunn-
hildar Hauksdóttur og Páls
Banine í Gallerí Nema hvað
Skólavörðustíg 22c, lýkur nú á
sunnudag.
Galleríið er opið frá kl. 14-18
á laugardag og sunnudag.
Sýningum
lýkur
ERIK Clasuen er Íslendingum víst
góðu kunnur fyrir kvikmyndir sínar.
Seinasta mynd sem ég sá eftir hann
var De Frigjorte sem sýnd var í sjón-
varpinu, og hafði ég bara ansi gaman
af. Hún er að vissu leyti ekki ósvipuð
Slip hestene løs. Í báðum tilvikum
segir frá manni á miðjum aldri sem
lendir í tilvistarkreppu og þarf að
leggja út fyrir sig hvað líf hans hefur
verið, hvað sé þýðingarmest fyrir
hann og hverju hann vilji breyta.
Hér er það hann Bent A. glugga-
þvottamaður og fyrrverandi hnefa-
leikakappi. Hann á þroskaheftan
strák, fyrrverandi eiginkonu og gaml-
an félaga Sigfried, sem er ekki allur
þar sem hann er séður, og snýst líf
Bents A. mest um þetta fólk. En þá
kynnist hann mun yngri konu, móður
sráklings sem brýtur spegilinn af
nýja fína bílnum hans.
Þetta er rómantísk gamanmynd út
frá sjónarhorni sextugs manns, sem
er skemmtileg nálgun. Nema kannski
það að persónulega hafði engan
áhuga á því að hann og Vibeke, unga
ástin hans, myndu ná saman. Bent A.
er bara ekkert sérlega heillandi, frek-
ar aumkunarverður náungi, þótt
hann geti verið sniðugur og geðþekk-
ur á tíðum. Clausen er óhræddur við
að gera grín að Bent A., að hann sé
bæði eldri og minni en Vibeke, og
ekki síður að karakternum hans.
Hann er frekar lítill karl í sér, sem
hefur sig upp yfir aðra minnimáttar.
Hann gerir þroskaheftum syni sínum
grein fyrir því að hann geti hvorki
orðið gluggaþvottamaður né hnefa-
leikakappi. Við sjáum nú til með það.
Og lýgur til að gera sig meiri í augum
annarra. Þar klikkar Clausen.
Þessi mynd er býsna skondin á
köflum og í henni er míkið af gríni
sem ég vil kalla ósköp góðlátlegt. Og
stundum létt hallærislegt.
Mér finnst Clausen reyna að kom-
ast yfir of mörg málefni í þessari
mynd sinni. Hann hefði mátt einbeita
sér algjörlega að Bent A. og reynt að
gera hann meira heillandi. Og sleppa
því að blanda vandamálum Sigfrieds
vinar hans og dóttur hans inn í þessa
mynd. Bæði er það frekar viðkvæmt
mál sem er varla réttlátt að tæpa á si-
sona í „forbifarten“. Þetta kemur
málinu ekkert við, auk þess að koma
með tvíbenta siðferðishlið á Bent A.
Slip hestene løs er ágæt mynd og
góðlátleg um raunsæjar persónur, en
ekki alveg nógu góð yfir heildina. Eig-
inlega svolítið barnaleg.
Góðlátlegur
lítill karl
KVIKMYNDIR
R e g n b o g i n n
Leikstjórn og handrit: Erik Clau-
sen. Aðalhlutverk: Erik Clausen,
Marianne Frost, Bjarne Henriksen,
Elith Nulle Nykjær og Ricky Vends.
Sandrews 2000.
SLIP HESTENE LØS Hildur Loftsdótt ir
ÓLAFUR Sveinn Gíslason heldur
fyrirlestur um verk sín á Laugar-
nesvegi 91, mánudaginn 29. janúar
kl. 12.30, í stofu 21. Ennfremur
fjallar hann um ýmis verkefni sem
hann hefur unnið á undanförnum ár-
um á stöðum víðsvegar um Evrópu.
Verkin eru unnin í samvinnu við fólk
sem býr á viðkomandi stöðum.
Ólafur Sveinn stundaði myndlist-
arnám í Hamborg þar sem hann býr
nú og starfar sem myndlistarmaður.
Nýr vettvangur er yfirskrift nám-
skeiðs sem hefst 7. febrúar, í Skip-
holti 1, stofu 308. Halldór Ásgeirs-
son myndlistarmaður er kennari og
viðfangsefnið er hvort hægt sé að
skapa nýjan vettvang fyrir mynd-
list. Könnuð verða ókunnug svæði
og aðferðir og hinn „verndaði og
gefni listheimur“ skoðaður. Þátttak-
endur verða beðnir um að koma með
hugmyndir og úrlausnir.
Námskeiðið Leikstjórn, sem hefst
17. febrúar, er ætlað fólki sem hefur
reynslu af leikhúsvinnu. Kennari er
Rúnar Guðbrandsson leikstjóri.
Kennt verður í Listaháskóla Ís-
lands, leiklistardeild, Sölvhólsgötu
13.
Áferðarmálun
Áferðarmálun nefnist námskeið
sem hefst 16. febrúar. Kennari er
Victor G. Cilia myndlistarmaður.
Kennt verður í LHI, Skipholti 1,
stofu 112. Fjallað verður um áferð-
armálun sem notuð er í leikmyndum
í leikhúsi og kvikmyndum.
Fyrirlestur og námskeið í LHÍ
NANNA Hermansson, fyrrverandi
borgarminjavörður, heldur fyrirlest-
ur með litskyggnum í fundarsal Nor-
ræna hússins á laugardag kl. 14.
Fyrirlesturinn ber yfirskriftina:
„Sjást norræn einkenni í Stokk-
hólmi?“ og mun Nanna segja frá nor-
rænu samstarfi í gegnum tíðina og
hvernig það birtist í götumynd
Stokkhólmsborgar m.a. í goðastytt-
um, höggmyndum og byggingum.
Nefna má merki um herferð Dana
1657. Stokkhólmur var höfuðborg
Finnlands og merki finnsku kirkj-
unnar sjást frá fornu fari. Konungs-
stytta minnir á sambandið við Noreg
og íslensk einkenni koma fram í
götuheitum og hverfanöfnum. Stytta
Sigurðar Guðmundssonar, Sjáan,
stendur í borginni á góðum stað.
Nanna Hermansson er íslensk í
móðurætt og tók stúdentspróf frá
Menntaskólanum á Akureyri 1960.
Að loknu námi í Svíþjóð og Noregi
vann hún í Kaupmannahöfn og í
Þórshöfn í Færeyjum. Nanna var
borgarminjavörður í Reykjavík
1974-1984, en fór þá til Svíþjóðar og
starfaði sem lénsminjavörður í
Sörmland (Suðurmannalandi) uns
hún tók við embætti borgarminja-
varðar í Stokhólmi 1992 til ársins
2000. Nanna Hermansson er nýráðin
sem verkefnisstjóri hjá menningar-
deild Stokkhólmsborgar og hefur
umsjón með norrænu menningar-
samstarfi í borginni.
Aðgangur að fyrirlestrinum er
ókeypis.
Fyrirlestur um norræn
einkenni í Stokkhólmi
HÖNNUNARSAFN Íslands stóð
fyrir ljósahönnunarsýningunni Lys-
fortællinger í Listasafni ASÍ, seint
á sl. ári, í samvinnu við alþjóðlegan
hóp hönnuða og nokkur íslensk fyr-
irtæki. Í framhaldi af þessari sýn-
ingu veitti GH heildverslun, Garða-
torgi 7, sem sérhæfir sig í ljósa-
búnaði, eina Íslendingnum á
sýningunni, ljós- og leikmynda-
hönnuðinum Aðalsteini Stef-
ánssyni, styrk að upphæð 50.000
krónur til að þróa áfram ýmsar
hugmyndir sínar sem tengjast um-
hverfislýsingu.
Aðalsteinn Stefánsson starfar í
Kaupmannahöfn, en ásamt sam-
starfsmönnum sínum í Lysfortæll-
inger er hann einnig á ferð og flugi
um meginland Evrópu.
Gísli Holgeirsson, forstjóri GH heildverslunar, og Aðalsteinn Stefáns-
son við eitt verka hins síðarnefnda, vegglampann Blender.
Ljósaverslun styrkir
ljósahönnuð
ÆFINGAR eru hafnar í Þjóðleik-
húsinu á leikritinu Vilji Emmu eft-
ir breska leikskáldið Davið Hare í
þýðingu Kristjáns Þórðar Hrafns-
sonar og leikstjórn Vigdísar Jak-
obsdóttur. Þetta er hennar fyrsta
leikstjórnarverkefni við Þjóðleik-
húsið en hún hefur leikstýrt
áhugaleikhópum og aðstoðað leik-
stjóra við ýmsar sýningar í Þjóð-
leikhúsinu.
Höfundurinn David Hare er eitt
þekktasta leikskáld samtímans í
hinum enskumælandi heimi, en
hann er m.a. höfundur að Bláa her-
berginu og Ofanljósi sem sýnd hafa
verið hér nýlega.
Viðfangsefni leikritsins er listin,
ástin og lífið og fjallar það um vin-
sæla leikkonu sem stendur á tíma-
mótum í lífinu. Emma einkadóttir
hennar verður ástfangin af ungum
manni sem er fulltrúi fjöldamenn-
ingar sjónvarps og kvikmynda.
Árekstur tveggja heima virðist
óhjákvæmilegur.
Leikarar eru Kristbjörg Kjeld,
Elva Ósk Ólafsdóttir, Baldur
Trausti Hreinsson, Þóra Friðriks-
dóttir, Arnar Jónsson og Bjarni
Haukur Þórsson.
Höfundur leikmyndar og bún-
inga er Hlín Gunnarsdóttir, lýs-
ingu hannar Ásmundur Karlsson
og aðstoðarmaður leikstjóra er
Guðný María Ragnarsdóttir.
Frumsýning er fyrirhuguð í apr-
íl á Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss-
ins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leikhópur Þjóðleikhússins sem stendur að sýningunni á Vilja Emmu.
Vilji Emmu í Þjóðleikhúsinu