Morgunblaðið - 26.01.2001, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 26.01.2001, Qupperneq 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í FORGRUNNI var spurningin hvortmeirihlutanum beri að hlusta á og virðaskoðanir minnihlutans í lýðræðisríki.Kveikjan að umræðunum var væntan- leg frumsýning Borgarleikhússins á leikritinu Fjandmaður fólksins eftir Ibsen og var yf- irskrift fundarins „Meirihlutinn hefur aldrei rétt fyrir sér fyrr en hann breytir rétt“. Er þar vitnað í orð aðalpersónunnar í leikriti Ib- sens, Stokkmanns læknis. Í verkinu er varpað fram spurningum um lýðræði og siðferði og voru aðstandendur og gestir fundarins sam- mála um að sú umræða sem Ibsen veltir upp í leikriti sínu eigi enn brennandi erindi við nú- tímasamfélag. Öryrkjamálið í deiglunni Fundurinn var vel sóttur og stóðu líflegar umræður milli gesta langt fram eftir kvöldi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hlýddi á umræðurnar, auk þess sem ýmsir þjóðþekktir einstaklingar tóku þar til máls. Umræðan beindist mjög að pólitískum málum sem verið hafa umdeild undanfarin misseri og staða lýðræðis í landinu metin í því ljósi. Þá barst talið mjög að íslenskum fjölmiðl- um sem sættu nokkurri gagnrýni. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir markaðsstjóri Borgarleikhússins opn- aði fundinn, en hún stýrði jafnframt umræðum. Kynnti hún framsögumenn sem voru þau Egill Helgason þátta- stjórnandi og stjórnmálaskýrandi, Herdís Þorgeirsdóttir stjórnmála- fræðingur, Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir þingkona, Garðar Sverrisson formaður Öryrkjabandalags Íslands og Magnús Þór Þorbergsson leikhús- fræðingur hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Ekki tókst að fá fulltrúa stjórnarþing- manna á fundinn, vegna anna síðustu daga. Hinn þaulskipulagði minnihluti Fyrstur til máls tók Egill Helgason. Egill sagðist vera mikill áhugamaður um Ibsen og minnti á að þessi „strangi dómari mannfélagsins“ hefði haft and- úð á stjórnmálamönnum sem fylgdu flokkslínum. Í því sambandi sagði Egill það hafa vakið hjá sér nokkra furðu að afgreiðsla Öryrkjafrumvarpsins kvöldið áður hefði fylgt flokkslínum nákvæmlega og af því mætti ef til vill draga þá ályktun að þingmenn bæði í meirihluta og minnihluta hefðu ekki verið að eiga þetta við samvisku sína heldur flokk sinn. Þá velti Egill m.a. upp þeirri hugleiðingu að minnihluti geti haft jafn rangt fyrir sér og meirihlutinn. Hann nefndi uppgang nasism- ans í Þýskalandi sem dæmi um það hvernig „þaulskipulagður minnihluti getur náð langt gegn óskipulögðum meirihluta“. Almenningsálitið auðmótað Herdís Þorgeirsdóttir var næst í ræðustól, en hún vinnur um þessar mundir að dokt- orsritgerð um mannréttindi við Háskólann í Lundi. Herdís sagði Stokkmann lækni vera dæmi um mann sem þorir að fylgja sannfæringu sinni þótt hann viti að það verði honum og fjölskyldu hans dýrkeypt. „Það sem Ibsen er að gera í þessu verki er að sýna fram á hversu erfitt það er að standa uppi og segja sannleik- ann þegar hann er óþægilegur.“ Í þröngsýnu og sjálfumglöðu samfélagi getur rétturinn til að hafa skoðun takmarkast við þá skoðun sem er viðtekin og hefur orðið ofan á. Þannig bendi Ibsen á að þegar meirihlutinn er annars vegar verður að hafa í huga hversu auðvelt það geti verið að móta almenningsálitið og hve forheimskunin á auðvelt uppdráttar. Stjórnmálamenn og valdhafar notfæri sér það og fjölmiðlar spili á hana. „Þannig er mik- ilvægt að í lýðræðissamfélagi sé þess gætt að meirihlutinn kúgi ekki þá sem eru að reyna að rísa gegn honum,“ sagði Herdís. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingkona gerði reynslu sína af því sem hún hefur upp- lifað á undanförnum sólarhringum á Alþingi að umtalsefni og sagði að sér þættu orð Stokkmanns um að meirihlutinn yrði að breyta rétt til að hafa rétt fyrir sér mjög við- eigandi í ljósi þeirrar reynslu. Sagði hún það sem greindi stjórnarand- stöðuna frá Stokkmann lækni vera að Stokk- mann hefði staðið einn gegn samfélaginu, en stjórnarandstaðan hefði staðið ein gegn meirihlutanum á Alþingi en haft samfélagið með sér. Þá sagði Ásta Ragnheiður þann endi sem Öryrkjamálið fékk, þar sem Hæstiréttur var beðinn um að skýra dóm sinn, geta varðað lýð- ræði okkar. „Maður veltir fyrir sér hvernig komið sé fyrir þrískiptingu valdsins, sem á að vera vörn fólksins fyrir ofurvaldi stjórn- valda,“ sagði Ásta Ragnheiður og líkti Alþingi síðustu daga við leikrit eða farsa. Auk þess að kynna leikrit Ibsens beindi Magnús Þór Þorbergsson máli sínu að hlut- verki og valdi fjölmiðla. Hann gagnrýndi fjöl- miðla landsins fyrir að þora ekki að taka á málum og kenndi þar m.a. um óeðlilegum valdatengslum stjórnmála og fjölmiðla. Magnús sagði að þegar ákveðið hefði verið að taka Fjandmann fólksins til sýningar hefði verið mikil meðvitund um hversu vel leikritið ætti heima við íslenskan samtíma. „Engan grunaði þó að á miðju æfingaferlinu myndu eiga sér stað atburðir í samfélaginu sem end- urspegluðu verkið jafn átakanlega og raun ber vitni,“ sagði Magnús Þór og vísaði þar til öryrkjamálsins. Magnús lauk máli sínu með því að spyrja sig hvað hafi áunnist í lýðræðisþróun á þeim rúmlega hundrað árum sem liðin eru frá því að Ibsen skrifaði leikritið fyrst það vekur upp nákvæmlega sömu spurningar og verið sé að kljást við í dag. Fjölmiðlar hafi brugðist Garðar Sverrisson formaður Öryrkja- bandalagsins tók undir það að atburðarás síð- ustu daga hefði minnt á eitt allsherjar leikrit. Hann sagði ákaflega mikilvæga heimspeki liggja að baki þrískipt- ingu valds, sem tryggði það að vald safnaðist ekki á eina hendi. Þá sagði Garðar það stríða gegn stjórnarskránni að ráðherrar sætu sem þingmenn og nefndi það sem dæmi um það hversu frumstætt ís- lenskt samfélag er í raun og veru. „Við notum það sem rök í máli að lögmenn greini á. En um hvað greinir þá á? Enginn spyr að því. Þá er sagt að dómur sé óljós. En enginn getur fært rök fyrir því að hvaða leyti hann er óljós,“ sagði Garðar. Þá sagði Garðar fjölmiðla á Ís- landi hafa brugðist hlutverki sínu sem „fjórða valdið“ sem veitir stjórnvöldum aðhald í lýðræðis- þjóðfélagi. Hann sagði frétta- mennsku í landinu einkennast af „míkrófónsaðferðinni“ svokölluðu, þar sem menn fengju að segja það sem þeir vildu í hljóðnema frétta- manna, sem gerðu enga tilraun til að skýra málið. Garðar sagði skorta aðgangsharða og gagnrýna fréttamennsku í samfélaginu en sagði Silfur Egils vera eina vettvanginn þar sem frjáls og óþvinguð umræða færi fram. Skömm að vera Íslendingur Þegar orðið var gefið laust höfðu samkomu- gestir margt fram að færa, og voru orð ræðu- manna þar vegin og metin. Greina mátti nokk- urn bölsýnistón í máli margra þeirra sem tóku til máls. Ungur maður steig t.d. í pontu og sagði ekki laust við að hann hefði skammast sín fyrir að vera Íslendingur þegar öryrkja- frumvarpið var samþykkt. Þó kom nokkur jákvæð uppsveifla í umræð- urnar undir lokin, þar sem menn minntu á það sem í raun hefði áunnist í lýðræðisþróun á síð- astliðinni öld. Staða lýðræðis vegin og metin í Borgarleikhúsinu Gestir hlustuðu af athygli á mál framsögumanna á fundinum. Deiglumál í íslensku samfélagi voru rædd á umræðu- fundi um lýðræði, vald fjölmiðla og skoðanamyndun í samfélaginu, sem haldinn var í Borgarleikhúsinu á mið- vikudagkvöldið. Heiða Jóhannsdóttir sat fundinn og segir frá því sem helst bar á góma. SAGAN gerist á Sjálandi á nít- jándu öld og segir frá Júlíönu sem er ákveðin ung kona og sjálfstæðari en gerðist á þeim tíma. Hún þarf að berj- ast fyrir rétti sínum að vera sú sem hún er, elska þann sem hún vill og fá að hafa stjórn á lífi sínu. Og tekst henni bara vel til þótt hún þurfi ansi oft að bíta á jaxlinn þegar samferð- arfólk hennar er ósammála henni. Það er greinilegt við áhorf þessarar kvikmyndar að hún er gerð eftir skáldsögu sem segir miklu stærri sögu en hægt er að koma fyrir í einni 90 mínútna kvikmynd. Myndin byrjar mjög vel, þar sem Júlíana er að sækja eiginmanninn Símon á geðsjúkrahúsið þar sem hann hefur dvalist seinustu þrjú ár. Opnunaratriðin eru mjög tilfinninga- þrungin og sérstæð fyrir kvikmynd sem gerist á þessum tíma og lofar góðu. Því miður stendur kvikmyndin ekki undir þeim væntingum og þynn- ist því meira út sem líða tekur á og endar í brandarasúpu. Myndin er að öðru leyti mjög fag- mannlega unnin. Leikararnir eru mjög góðir og Mette Lisby er sann- færandi í hlutverki Júlíönu. Bodil Jørgensen leikur hina beisku systur hennar, Finu, og það er eiginlega dramatískasta og sterkasta hlutverk- ið sem þessi fína leikkona skilar mjög vel. Hinn sænski Allan Svensson leik- ur slátrarann vinalega og túlkar hann mjög skemmtilega. Búningarnir eru mjög fallegir og sviðsmyndin einnig. Það er samt mikið notast við sömu leikmyndir aftur og aftur og lýsingin er einnig full stúdíóleg. Þetta ástar- og örlagadrama er svolítið gamaldags kvikmyndagerð og meinlaus en hefði sjálfsagt getað glatt margt hjartað ef betur hefði tekist til við handritsgerðina. Baráttusaga konu KVIKMYNDIR R e g n b o g i n n Leikstjóri: Hans Kristensen. Hand- rit: Jens Dahl, Kim Leona og John Stefan Olsen eftir skáldsögu Jane Åmund. Aðalhlutverk: Mette Lisby, Pelle Koppel, Lars Simonsen, Bodil Jørgensen og Allan Svensson. Per Holst Filmproduktion 1999. KLINKEVALS Hildur Loftsdótt ir SÖNGVARINN Placido Domingo varð sextugur sl. sunnudag og söng við það tækifæri á tón- leikum í Metropolitan-óperunni í New York. Hér sést hann taka á móti lykl- um borgarinnar úr hendi Rudolph Giuliani, borgarstjóra New York, sem lýsti daginn í leiðinni Domingo-dag. AP Domingo sextugur BRESKI rithöfundurinn Matthew Kneale hlaut nú í vikunni Whit- bread-bókmenntaverðlaunin, er skáldsaga hans „English Passeng- ers“ – sem útleggja má á íslensku sem Ensku ferðalangarnir – var valin bók ársins. „Þessi verðlaun eru mér mikils virði og ekki bara vegna pening- anna,“ sagði Kneale er hann tók á móti rúmlega 2,5 milljóna króna verðlaunafénu og kvað viðurkenn- inguna gefa sér styrk til að halda áfram að skrifa. Kneale lýsti því þá einnig yfir að sér þætti miður að Lorna Sage hefði ekki getað verið viðstödd verðlaunaafhend- inguna, en Sage sem einnig hafði verið tilnefnd fyrir ævisögu sína „Bad Blood“ lést 11. janúar síðast- liðinn. Greip dómnefndin því að þessu sinni til þess óvenjulega ráðs að láta ritverk Sages sérstaklega get- ið, sem þeirrar bókar er orðið hefði í öðru sæti. Ensku ferðalangarnir fjallar um för til Tasmaníu á tímum breska heimsveldisins og tók það Kneale sjö ár að skrifa skáldsöguna sem valin var af Whitbread-dómnefnd- inni sem bók ársins úr hópi 425 annarra verka. Kneale hlýtur Whitbread- verðlaunin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.