Morgunblaðið - 26.01.2001, Page 32

Morgunblaðið - 26.01.2001, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LYFT UNDIR LEIKHÓPANA GRUNNSKÓLINN OG EINSTAKLINGURINN Margt bendir til að framundanséu nýir tímar í skólamálumá Íslandi, þar sem einstak- lingurinn fái í auknum mæli að njóta sín í náminu. Á undanförnum áratugum höfum við séð mörg dæmi um að sá jöfnuður sem átti að felast í því að hætta að raða í bekki eftir getu hefur ekki skil- að árangri. Nemendur hafa meira og minna fengið sömu viðfangsefni að glíma við, óháð getu og áhuga. Nem- endur, sem ekki hafa náð meðal- árangri í námi, hafa reyndar fengið sérkennslu en minna hefur verið um úrræði fyrir þá, sem staðið hafa sig vel. Síðarnefndu börnin hefur skort verkefni við sitt hæfi og afleiðingin oft orðið deyfð og skólaleiði. Ný viðhorf virðast nú vera uppi í þessum efnum meðal kennara og fræðsluyfirvalda. Fyrr í mánuðinum greindi Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, frá því í viðtali við Morgunblaðið að fræðslu- yfirvöld í borginni sæju fyrir sér að kennsla yrði minna miðuð við bekki en í auknum mæli við einstaklinga. Horft yrði á þarfir hvers nemanda um sig og reynt að laga námsferlið að þeim. Nemendur ynnu meira upp á eigin spýtur og gerðu áætlun um námið í samvinnu við kennara og for- eldra. Með þessu væri verið að við- urkenna að nemendur lærðu á mis- munandi hátt. Fyrir skömmu birtist í Morgun- blaðinu viðtal við Erlu Kristjánsdótt- ur, lektor við Kennaraháskólann, þar sem hún segir frá því að meðal kenn- ara njóti sú kenning aukinna vin- sælda að einstaklingar búi yfir mis- munandi flokkum greindar og að menntun eigi að veita tækifæri til að þroska þá alla og e.t.v. að velja ein- hverja og leggja rækt við þá sérstak- lega. Erla telur að notkun fjölgreind- arkenningarinnar henti sérstaklega vel í grunnskóla en jafnframt geti hún unnið gegn námsleiða nemenda og þar með brottfalli í framhaldsskólum. Athygli vekur að Erla bendir á að vestrænt skólakerfi hafi til þessa einkum lagt áherzlu á tiltekna flokka greindar, þ.e. málgreind og rök- greind, en m.a. vegna aukinnar áherzlu á þjónustu og viðskipti sé samskiptagreind og sjálfsþekkingar- greind að verða það sem atvinnulífið sækist mest eftir, ásamt rök- og stærðfræðigreind vegna tækninnar. Það er ánægjulegt ef meira verður úr þessum hugmyndum og kennarar taka aðferðir af þessu tagi upp í rík- ara mæli. M.a. má ætla að slíkt dragi úr þeim vandamálum, sem menn hafa komið auga á undanfarna áratugi, að skólinn henti drengjum og stúlkum misvel vegna þess að kynin búi yfir ólíkum eiginleikum, sem vissulega má að einhverju marki færa yfir á kenn- ingar um mismunandi flokka greind- ar. Áðurnefndar kennsluaðferðir gera eflaust meiri kröfur til kennara. Hins vegar má binda vonir við að aukinn sveigjanleiki samfara nýjum kjara- samningum gefi kost á að laga kenn- arastarfið að nýjum starfsháttum. Aukinheldur verða foreldrar senni- lega að átta sig á því að einstaklings- bundin nálgun í kennslu, þar sem ein- stökum nemendum er veitt meira frjálsræði í námi sínu, leggur jafn- framt þá ábyrgð á herðar foreldra að styðja og styrkja börn sín í náminu. Aðalatriðið er að það er jákvætt að hver og einn fái notið sín sem einstak- lingur og þroskað þá hæfileika, sem honum eru bezt gefnir. Við eigum að segja endanlega skilið við tilraunir til að steypa fólk í sama mót í skólanum. Aukin gróska hefur færst í starf-semi sjálfstæðu leikópanna svo- kölluðu undanfarin ár. Öflugir hópar hafa komið fram á sviðið og haldið úti miklu og metnaðarfullu starfi um nokkurt skeið. Áhorfendur hafa tekið þessum fjörkipp í leiklistarlífinu vel sem er einn af mælikvörðunum á að hóparnir hafa verið að gera góða hluti. En þrátt fyrir ágæta aðsókn hafa þessir hópar fengið að reyna það sem lengi hefur verið vitað að það er afar erfitt ef ekki ógerlegt að reka metn- aðarfullt leikhús án nokkurra opin- berra styrkja. Um tilhögun og umfang slíkra styrkja hefur verið rætt allnokkuð á undanförnum misserum. Þeir hafa og aukist jafnt og þétt. Sú breyting á stuðningi borgarinnar við sjálfstæða leikhópa sem nú hefur verið samþykkt er hins vegar ánægjuleg viðurkenning á mikilvægi þess starfs sem hóparnir hafa verið að vinna fyrir leiklistarlífið í borginni. Borgarráð hefur samþykkt að fela menningarmálastjóra í samvinnu við menningarmálanefnd að vinna að tveimur til þremur starfssamningum við sjálfstæð leikhús eða sviðslista- hópa í borginni til þriggja ára. Til samninganna verður varið sex millj- ónum króna árið 2001, tólf milljónum árið 2002 og fimmtán árið 2003. Fram- lag borgarinnar til sjálfstæðu leikhóp- anna hefur verið á bilinu 5,6 til sex milljónir króna en gert er ráð fyrir að það verði tuttugu milljónir árið 2003, fimmtán milljónir fari í samstarfs- samninga og fimm í einstök verkefni eins og verið hefur. Nú er einnig til umfjöllunar í menntamálaráðuneytinu tillaga Bandalags íslenskra listamanna að stefnumörkun varðandi sjálfstæð leik- hús og sviðslistahópa. Þar er meðal annars hvatt til þess að fjárveitingar úr ríkissjóði vegna þessa málaflokks verði auknar í áföngum á næstu árum úr 25 milljónum króna í 85 milljónir. Það er mikilvægt að hið opinbera bregðist við jákvæðum straumum í menningarlífinu og hlúi að vaxtar- sprotum. Þróun eins og sú sem við höfum orðið vitni að í íslensku leiklist- arlífi á undanförnum árum lýsir miklu frumkvæði og krafti þeirra einstak- linga sem staðið hafa á bak við hana. Allir eru og sammála um að hún hefur auðgað íslenskt leiklistarlíf. Það er því full ástæða til þess að fylgja þessari þróun eftir og auðvitað er best að gera það meðan vindurinn er enn í seglun- um. Aflamark útgerðarmanna í Vest-mannaeyjum fyrir yfirstand-andi fiskveiðiár er rúmlega24.600 þorskígildistonn eða um 7,4% heildarhlutdeildar. Auk þess eru Eyjamenn með um 23.000 lestir af síld, sem samsvarar um 21% heildarhlutdeild- ar, og hlutdeild í loðnu er 24%. Árið 1999 var landað um 24.000 tonnum af botnfiski í Eyjum og fór nánast þriðjungur í land- frystingu, annað eins í söltun og þriðjung- ur í sjófrystingu. Auka beri ábyrgð kvótahafa Magnús Kristinsson, formaður Útvegs- bændafélags Vestmannaeyja og fram- kvæmdastjóri Bergs-Hugins ehf., segir ekki rétt að Eyjamenn landi stórum hluta kvóta síns annars staðar. „Úthlutuðu afla- marki til Vestmannaeyinga í öllum fisk- tegundum virðist að mestu leyti vera land- að í tonnatali í Vestmannaeyjum,“ segir hann. „Þótt eitthvað fari frá okkur koma aðrir og landa í staðinn.“ Verkafólk í Eyjum hefur gagnrýnt leigu á kvóta úr byggðarlaginu og að sögn Magnúsar hafa nokkrir útgerðarmenn í Vestmannaeyjum gert athugasemdir við það að veiðiskylda hvers skips skuli aðeins vera 50% á ári. „Það á að skikka hvern út- gerðarmann til að veiða allt að 75 til 85% af úthlutuðum aflaheimildum á hvert skip á hverju fiskveiðiári. Við erum á móti því að horfa upp á skip liggja við bryggju og vita að útgerðarmaðurinn leigir veiði- heimildir. Við köllum það pjakk þegar menn haga sér svoleiðis að liggja við bryggju hálft árið og leigja heimildir skipsins í stað þess að róa á skipinu.“ Hann bætir samt við að ekki sé mikið um þetta í Eyjum. Vantar ekki fisk Magnús segir að úthlutanir aflaheim- ilda til skipa í Vestmannaeyjum hafi lítið sem ekkert breyst í 10 ár. Eyjamenn hafi unnið með veiðistjórnunarmynstrinu, að- lagast kerfinu og fjárfest í veiðiheimild- um. Bergur-Huginn er með um 4.200 þorskígildistonn og selur mest á mörkuð- um erlendis en um 600 tonn fara í vinnslu heima að jafnaði á ári. „Varðandi ráðstöf- un aflans á erlendri grund er því til að svara að hver útgerðarmaður verður að fá að ráðstafa veiðiheimildum sínum. Hluti af heildinni fer á erlenda grund, hluti í vinnslu hérna heima, en ég hef ekki orðið var við að skortur hafi verið á fiski í vinnslu í Vestmanneyjum. Þvert á móti held ég að menn hafi almennt haft nóg hráefni til að vinna. Hins vegar erum við frumkvöðlar í að senda fisk í gámum á erlendan markað og ef til vill eru hvergi fleiri einstaklingsútgerðir en hér á landinu. Um 35 skip eru gerð út í Vestmannaeyjum og helmingur þeirra er hjá stóru frystihúsunum, Vinnslustöðinni og Ísfélaginu, sem hafa umráðarétt yfir meira en helmingi veiði- réttinda Eyjanna. Einstaklingarnir hafa bjargað sér með því að selja afurðirnar á hæsta verði hverju sinni, jafnt innanlands sem utan. Við ákveðum frá degi til dags hvar við seljum. Í morgun landaði til dæmis Smáey 38 körum eftir vikuna og þar af fóru aðeins 15 kör í gám en afgang- urinn í vinnslu hérna. Ég hef valið þann kostinn að láta fyrirtæki í Eyjum fá fisk frekar en að fara með hann á markað og láta selja hann héðan í burtu. Því hef ég selt mikið af mínum fiski, bæði þorsk og ufsa, hér í Eyjum, en svo geri ég líka út frystitogara og hef kannski stundum verið allt of íhaldssamur varðandi það að landa hérna í Vestmannaeyjum. Áður en skipið fór í slipp í Reykjavík landaði ég í Vest- mannaeyjum til þess að höfnin fengi sinn skerf, verkafólkið, þjónustufyrirtækin og svo framvegis. Með öðrum orðum reyni ég eins og aðrir útgerðarmenn í Eyjum að nota heimabyggðina en sem útgerðarmað- ur verð ég að gera út á eins hagkvæman hátt og mögulegt er. Í þessu sambandi ber að geta þess að verðið erlendis hefur verið mjög hátt undanfarin ár og gert okkur kleift að gera skipin vel út og vera með góða sjómenn á góðum launum en það eru líka verðmæti. Kröfur um að allur afli fari á markað eiga ekki rétt á sér því hver á að kaupa?“ Fullkomnasta húsið farið Magnús segir að vandamálið í Eyjum liggi fyrst og fremst í því að eitt öflugasta og fullkomnasta frystihús landsins brann í desember. Hefði það ekki brunnið væri umræðan á allt öðrum nótum. „Bruninn hjá Ísfélaginu er gríðarlegt áfall og um nóttina var ljóst að kraftaverk þyrfti til að það væri í mannlegum mætti að endur- byggja húsið. Þótt allt hafi verið vel tryggt – húsið, vélar, tæki og áhöld – er ljóst að endurbygging myndi kosta Ísfélagið hundruð milljóna til viðbótar við trygging- arnar og slíkt er ógjörningur á þessari stundu. Þetta er það mikið tjón að það tek- ur langan tíma að komast af stað aftur.“ Sameining af hinu góða Í þessu sambandi segir hann að samein- ing stóru fyrirtækjanna yrði af hinu góða. „Hún myndi styrkja stöðuna á þessari stundu. Eitt myndarlegasta frystihús landsins er horfið og það kemur ekki aft- ur. Því held ég að ráðamenn þessara fyr- irtækja ættu að skoða þennan möguleika einu sinni enn. Ég hef líka alltaf sagt að þessi fyrirtæki verði að sýna hagnað til að það verði áhugavert fyrir aðra að eignast hlutafé í þeim. Vinnslustöðin hefur verið að styrkjast undanfarin tvö ár og á síðasta ári sameinaðist ein útgerð fyrirtækinu. Það er það sem ég sé fyrir mér að með því að gera þetta að sterku og öflugu fyrir- tæki muni fleiri útgerðarmenn eiga sam- vinnu við það eða sameinast innan fárra ára. Þetta er eins og í knattspyrnunni. All- ir vilja vera í úrvalsdeild því þar er best að spila og mesta hagnaðarvonin. Við þurfum að fá eitt öflugt sjávarútvegsfélag hérna sem verður í íslensku úrvalsdeildinni með sex til átta öðrum félögum.“ Nær allur afli Vinnslustöðvarinnar verkaður í Eyjum Vinnslustöðin ræður yfir um 8.700 þorskígildistonnum af bolfiski, þar af rúm- lega 4.000 tonnum af þorski og tæplega 3.000 tonnum af karfa, og segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar, að langmestur hluti aflans sé unninn í Vestmannaeyjum, en um 700 tonn hafi verið unnin hjá Frostfiski í Þor- lákshöfn á liðnu fiskveiðiári. Á rekstrar- árinu 1999 til 2000 hafi verkaðar saltfisk- afurðir verið um 2.000 tonn sem jafngildir um 4.000 tonnum af fiski. „Við frystum karfa úr um það bil 2.000 tonnum og fryst- um um 100 tonn af humri. Við fórum í gang með síldarfrystingu í haust og fryst- um þó nokkuð af síld, lukum við kvótann. Við frystum 1.400 tonn af loðnuhrognum og 1.000 tonn af loðnu. Í gegnum húsið hjá okkur fóru því um 5.500 tonn af frystum afurðum á árinu. Nú heyrist víða fullyrt að allri bolfiskvinnslu í Eyjum hafi verið hætt og sú umræða öll er á köflum ruglingsleg. Saltfiskvinnslan er hluti bolfiskvinnslunn- ar en við hættum þessari hefðbundnu bol- fiskfrystingu fyrir ári og höfum verið í samstarfi við Frostfisk í Þorlákshöfn, sem hefur unnið sm Þetta samstarf ur og ósköp eðli stöðin sameina höfn á sínum tí okkar afla nema gámum þegar v síðan seljum við Aðgerð Sigurgeir Br andi rekstrarár við útgerðina en verið gengið í g ræðingaraðger betri og skilvir atvinnunnar fe rekin þannig að skuldir og skili um aurum. Eng irtækjarekstur umræðunni um armenn í Eyju fremst eigi að h gleyma því að m stöðvarinnar er inlandinu. Það sjónarmið að h megi fara frá E geta virkað í bá mannaeyinga m irtæki ofan af l hlut í atvinnur Hagsmunir st lánardrottnann saman í því að f Verkfall kæ Starfsmanna inni er breytile til 160 manns í h við á síldarvert Brynjar segir a fólki vegna loðn verkunarinnar, kemur til verk verkfall á háve bitnar það ekki heldur á öllu sta ingur tekna V til frá febrúar fr tekjur starfsfól mestu máli og s arlega illa með l fyrirtækið og b bætandi eins og Sigurgeir Br það bil tveimu verðhrun í u tveimur árum Vinnslustöðvar ónir en 600 mil arbátarnir hafi milljónir í tekj niður í um 100 t þ.e. minnkað um í bænum hafi ti Skiptar skoðanir um he Öflugur reks aðalatriðið Mikil óvissa ríkir í atvinnumálum í Vestmanna- eyjum í kjölfar ákvörðunar stjórnar Ísfélags Vestmannaeyja hf. um að hætta bolfiskfrystingu. Steinþór Guðbjartsson hitti nokkra útgerðar- menn að máli og fór yfir stöðuna með þeim. Allir vilja vera í úrvalsdeild ÞINGMENN S Vestmannaeyj ins og forystum Drífanda eiga verður um atv fundarins að fr alþingismanns ákvörðun Ísfél hætta vinnslu Árni Johnse Morgunblaðið stefnt saman t sínar og velta verður í atvinn þingmenn eða ið en kvaðst vi hugsa sér til h Aðrir aðilar he rúm meðan stó Ný

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.