Morgunblaðið - 26.01.2001, Síða 45
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 45
!
"
! #
! #
! $
%& & '
(
) *
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Þriðjudaginn 16. janúar mættu 29
pör til keppni og var að venju spil-
aður Michell-tvímenningur. Loka-
staðan í N/S:
Ragnar björnsson – Hreinn Hjartars. 385
Sigríður Pálsd. – Eyvindur Valdimarss. 364
Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 351
Hæsta skor í A/V:
Jón Andrésson – Valdimar Þórðars. 370
Guðjón Kristjánss. Magnús Oddsson 361
Einar Markússon – Steindór Árnason 351
Sl. föstudag mættu 20 pör og þá
urðu úrslit þessi í N/S:
Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 249
Eysteinn Einarss. – Sigurður Pálss. 245
Ásta Sigurðard. – Lárus Hermannss. 237
Hæsta skor í A/V:
Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 276
Jón Andrésson – Guðm. Þórðarson 265
Garðar Sigurðss. – Vilhjálmur Sigurðss. 255
Meðalskor á þriðjudag var 312 en
216 á föstudag.
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Töskubrids
Þá er búið að reikna út fyrstu
töskuna. Úrslit urðu þessi:
N–S riðill
Ísak Örn Sigurðsson – Ómar Olgeirsson 35
Erla Sigurjónsdóttir – Sigfús Þórðarson 32
Alda Guðnadóttir – Kristján Snorrason 19
Guðrún Einarsd. – Sigurbjörg Gísladóttir 10
Hreinn Hreinsson – Helgi Nielsen 8
A–V riðill
Jacek Tosik – Unnsteinn Arason 27
Rúnar Ragnarss. – Jón Á. Guðmundss. 24
Stefán Guðmundss. – Sigurvin Þórhallss. 20
Stefanía Skarph. – Aðalsteinn Sveinsson 14
Bjarni Jónsson – Eiríkur Sigmundsson 8
Hægt er að leigja TÖSKU – brids
hjá Bridssambandi Íslands, Þöngla-
bakka 1, s. 587 9360.
Bridsdeild Barðstendinga
og Bridsdeild kvenna
22. janúar sl. var spilað síðara
kvöldið í tveggja kvölda tvímenningi.
Samanlögð skor í %. Besti árangur:
Birna Stefnisd. – Aðalst. Steinþórss. 63,43
Valdimar Sveinss. – Friðj. Margeirss. 59,26
María Haraldsd. – Þórður Sigfúss. 59,17
Bestu skor í N/S síðasta spila-
kvöld:
Guðm. Baldurss. – Jóhann Stefánss. 254
María Haraldsd. – Þórður Sigfúss. 244
Leifur Kr. Jóhanness. – Már Hinrikss. 238
A/V
Birna Stefánsd. – Aðalst. Steinþórss. 286
Valdimar Sveinss. – Friðjón Margeirss. 278
Unnar A. Guðm.s. – Jóhannes Guðm.s. 257
Meðalskor 216
Allir eru velkomnir til þátttöku í
aðalsveitakeppni 2001, sem hefst 29.
janúar nk.
Bridsfélag
Akureyrar
Heldur hefur dregist í sundur
með efstu sveitum í Akureyrar-
mótinu í sveitakeppni og hafa tvær
sveitir góða forystu á þær næstu.
Nú er lokið fyrri umferð mótsins og
staða efstu sveita er þessi:
1. Sparisjóður Norðlendinga 181
2. Gylfi Pálsson 177
3. Frímann Stefánsson 154
4. Grettir Frímannsson 147
Spilakvöld Bridsfélags Akureyr-
ar eru á sunnudögum þar sem spil-
aðir eru eins kvölds tvímenningar
og á þriðjudögum þar sem eru
lengri mót.
Spilað er í félagsheimili Þórs,
spilamennska hefst kl. 19.30 og eru
allir velkomnir. Aðstoðað er við
myndun para.
Bridsfélag
Hafnarfjarðar
Enn voru spilaðar tvær umferðir í
aðalsveitakeppni félagsins, mánu-
daginn 22. janúar og er staða efstu
sveita eftir það þannig:
Sveit Guðna Ingvarssonar 85
Sveit Atla Hjartarsonar 75
Sveit Högna Friðþjófssonar 71
Sveit Þórarins Sófussonar 70
Svo sem sjá má er mikil spenna í
mótinu, en lokaumferðirnar fara
fram mánudaginn 29. janúar.
ÞRETTÁNDA háskólahátíð Við-
skiptaháskólans á Bifröst var hald-
in laugardaginn 20. janúar. Við
það tækifæri voru útskrifaðir 13
nemendur með BS-gráðu úr fjar-
námsdeild eftir tveggja ára 30 ein-
inga nám en þeir stunduðu nám sitt
víða að af landinu, m.a. frá Ísafirði,
Húsavík og Vestmannaeyjum auk
höfuðborgarsvæðisins.
Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragn-
ar Grímsson, opnaði fjarnám há-
skólans formlega í nóvember 1998
en fyrstu 24 nemendurnir hófu
nám í janúar 1999. Af þeim eru nú
13 að útskrifast, 4 aðrir að ljúka
BS-ritgerð en 7 hafa horfið frá
námi á þeim tveim árum sem það
stóð. Telst slíkt óvenjulítið brott-
fall af fjarnámi að vera.
Bestum og jöfnum árangri, með
8,15 í meðaleinkunn, náðu Helgi
Freyr Kristinsson, Höskuldur Skúli
Hallgrímsson og Þórir Aðalsteins-
son.
Um 40 nemendur stunda nú nám
í viðskipta- og rekstrarfræðum við
fjarnámsdeild Viðskiptaháskólans
á Bifröst. Fjarnámið er skipulagt
sem hlutanám og fer fram með
hálfum hraða miðað við reglulegt
nám, tekur tvö ár og lýkur með BS-
gráðu í rekstrar- og viðskiptafræð-
um. Inngangsskilyrði er 60 eininga
nám á sviði viðskipta eða rekstrar.
Kennsla fer að mestu fram á
Netinu, þar sem nemendur hlusta á
fyrirlestra, spyrja spurninga,
sækja gögn og skila verkefnum.
Tölvupóstur og símafundir koma í
stað hefðbundinna viðtalstíma.
Tvær helgar á hverju misseri koma
svo allir fjarnámsnemendur saman
á Bifröst til verkefna- og hópvinnu.
Útskriftanemendurnir frá Bifröst.
Fyrstu fjarnemarnir
útskrifast frá Bifröst
Þrettán með BS-gráðu frá fjarnámsdeild
FJÖGUR ný námskeið á menning-
arsviði eru að hefjast hjá Endur-
menntunarstofnun HÍ.
5. febrúar byrjar námskeið Har-
alds Ólafssonar mannfræðings um
Trú og töfra – guði og goðsagnir þar
sem fjallað verður um trúarbrögðin
frá sjónarhóli mannfræðinnar. Har-
aldur er manna fróðastur um elstu
minjar og heimildir sem til eru um
trúarbrögð og þær kenningar sem
settar hafa verið fram um helgisiði,
guði og goðsögur og tengsl þeirra
við töfra og heimsmynd, segir í
fréttatilkynningu.
6. febrúar verður haldið námskeið
í samstarfi við Þjóðminjasafn Ís-
lands um Sögu íslenskrar ljósmynd-
unar. Brugðið verður upp ljósmynd-
um sem teknar voru á 19. og 20. öld
og fjallað um merkustu ljósmyndara
okkar. Kennarar eru helstu sér-
fræðingar á þessu sviði; Inga Lára
Baldvinsdóttir og Ívar Brynjólfsson.
15. febrúar hefjast svo námskeið
um Granna í vestri – um sagnaheim
og menningu Grænlendinga sem
haldið er í samstarfi við grænlensk/
íslenska félagið Kalak.
Þar verður fjallað um sögu búsetu
á Grænlandi, sagnaheim og list
inúíta, verkmenningu þeirra og lífs-
hætti. Þá verður Grænlandi lýst í
máli og myndum og sérstaklega
fjallað um norrænar byggðir.
Á námskeiðinu Forn-íslenska,
sem Haraldur Bernharðsson mál-
fræðingur frá Harvard-háskóla
kennir, er höfðað til allra sem áhuga
hafa á fornsögunum. Fjallað verður
um ætt og uppruna íslenskunnar og
skyldar tungur og skýrt frá því
hvernig íslenska tengist öðrum mál-
um, t.d. tokkarísku og sanskrít. Þá
verður rýnt í fornar rúnaáletranir
og farið í helstu hljóðbreytingar í
málinu á frumnorrænum tíma og
breytingar sem orðið hafa í beyging-
arkerfi. Námskeiðið hefst 15. febrú-
ar.
Þessi fjögur kvöldnámskeið á
menningarsviði eru öllum opin og er
ekki krafist sérstakrar kunnáttu eða
undirbúnings.
Grannar, guðir, orð-
in forn og ljós í mynd
Fjögur ný námskeið hjá
Endurmenntunarstofnun Rangfærslur leiðréttar
MÉR undirrituðum er nauðsyn á
að koma leiðréttingu og um leið af-
sökunarbeiðni til Ómars Arasonar,
Stuðlaseli 36, vegna pistils míns „Ör-
lítið meira um Bröttubrekku“ sem
birtist í Morgunblaðinu laugardag-
inn 20. janúar sl. Þar er Ómar borinn
röngum sökum vegna mistúlkunar
minnar á texta hans sem hann skrif-
aði í Morgunblaðið 29. desember sl.
og nefndi Bröttubrekku. Þar sem ég
segi „Eins og skilja má af skrifum
Ómars“ á ekki við rök að styðjast og
er tómt rugl sem ég biðst afsökunar
á. Vona ég að hlutaðeigandi taki
þessa afsökun gilda og aðrir þeir
sem kunna að tengjast landsvæðinu
sem um er fjallað.
Ásmundur U. Guðmundsson,
Suðurgötu 124, Akranesi.
LEIÐRÉTT