Morgunblaðið - 26.01.2001, Side 50

Morgunblaðið - 26.01.2001, Side 50
50 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                            !      "   "     " BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í SJÓNVARPSÞÆTTINUM „Mað- ur er nefndur“ sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu 14. janúar sl. var sagt að Vigfús Guðmundsson, veit- ingamaður, hefði verið í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í Borgar- fjarðarkjördæmi á móti alþingis- manni Sjálfstæðisflokksins, Pétri Ottesen. Þetta er rangt. Vigfús var aldrei í framboði í Borgarfjarðar- kjördæmi eða annars staðar. Hann var aftur á móti einn af forystu- mönnum Framsóknarflokksins í Borgarfirði á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar og tók oft þátt í kosn- ingarimmum í héraðinu. Vigfús var fæddur í Borgarfirði árið 1890 og þar var hann búsettur þangað til hann hélt til Vesturheims um tvítugt. Hann sneri alkominn heim árið 1918. Fyrir vestan kynnt- ist hann ýmsum nýjungum sem hann var óspar á að koma á fram- færi í sinni heimabyggð. Hugmynd- ir hans gengu oft lengra en íhalds- samir sveitungar hans gátu fellt sig við. Þegar tímar liðu fram urðu margar þessara hugmynda að veru- leika. Dæmisöguna sem höfð var eftir í „Maður er nefndur“ af viðureign Vigfúsar og Péturs á kosningafund- inum má túlka á allt annan hátt en sögumaður gerði. Sagt var að Vigfús hefði deilt á Pétur á fundinum fyrir að hann væri ekki sannur stuðnings- maður íslensks iðnaðar. Á fundinum kallaði þingmaðurinn Vigfús til sín og benti fundarmönnum á að hann klæddist ekki íslenskum vaðmáls- fötum. Vigfús var klæddur þeim fatnaði sem meginhluti þjóðarinnar taldi eðlilegan á tuttugustu öldinni. Sjálfur var Pétur klæddur íslensk- um ullarfatnaði. Það var helst á þingmanninum að skilja að íslensk- um iðnaði væri best borgið með því að þjóðin sæti heima á rúmstokkn- um og prjónaði föðurlandið. Frásögn þessi sýnir í hnotskurn muninn á viðhorfum manna. Annars vegar þeirra sem dýrka stöðnun og íhaldssemi liðna tímans og hins veg- ar þeirra sem gera sér grein fyrir að framþróun og breytingar í takt við tímann geta haft margt ágætt í för með sér. Þessi athugasemd er ekki ádeila á sjónvarpsþáttinn í heild, aðeins hug- leiðing sem vaknaði hjá undirrituð- um þegar skyggnst var aftur í tím- ann. GUÐMUNDUR GAUKUR VIGFÚSSON, Tjarnarbóli 12, Seltjarnarnesi. Maður er nefndur Frá Guðmundi Gauki Vigfússyni: NÚ ERU sko aldeilis „litlu jól“ hjá stjórnarandstöðunni, nú er byr og þá skal svo sannarlega notfæra sér allt til að klekkja á ríkisstjórninni og því skal nota sér öryrkjana til hins ýtrasta og öll meðul notuð, hversu ógeðfelld sem þau skuli vera. Þegar ég horfi á þessa þingmenn/konur sem einna mest skammast út í ríkisstjórnina og kalla hana öllum illum nöfnum, þá liggur við að manni verði óglatt. Margir af þessum þingmönnum/ konum hafa í gegnum árin haft óteljandi tækifæri til að kippa þessu öllu í lag og leiðrétta kjör aldraðra, sum þeirra meira að segja verið í forsvari fyrir þau ráðuneyti sem helst hefðu getað gert eitthvað í málunum, en ekkert gerðist. Og var það ekki einn af ráðherrum þeirra sem lýsti hug sínum til sjúk- linga og öryrkja með því að hækka hlut þeirra í lyfjakaupum? Að vísu er þessi fyrrverandi ráðherra flúinn af Alþingi með dyggri aðstoð fjand- vinar síns. Þeir hafa lítinn eða eng- an áhuga á kjörum öryrkja, þeirra æðsta takmark í lífinu er að klekkja á Sjálfstæðisflokknum og formanni hans og skal til þess nota öll ráð, hversu ógeðfelld sem þau kunna að vera. Persónulega hef ég alltaf haft samúð með þeim sem minna mega sín, enda alinn þannig upp. Hef ég af veikum mætti reynt að liðsinna eftir beztu getu og þá með því að styrkja þau félagasamtök og annað slíkt sem sinna þessum málum. Keypt t.d. happdrættismiða Styrkt- arfélags lamaðra og fatlaðra, Sjálfs- bjargar o.s.frv., allt með góðum hug þó vinningsvonin hafi jú alltaf blundað undir. Sú von hefur að vísu aldrei ræst, nema þá í þeirri ánægju að hafa styrkt gott málefni. En um daginn er ég var staddur í stórri kjörbúð, var mér boðinn happdrættismiði til sölu af bækl- uðum manni. Fyrst ætlaði ég að grípa til buddunnar en svo greip mig einhver andúð og ég hætti við og aldrei þessu vant keypti ég ekki miðann. – En af hverju? Jú, þessi formaður öryrkjanna, Garðar, hafði með framkomu sinni rúið mig algjörlega allri löngun til að styrkja öryrkja (vonandi bara tímabundið). Er ég sá hann í fyrsta sinn á „skerminum“ sl. ár fannst mér hann hafa svip þeirra sem finnst allir vera á móti sér. Enda kom svo í ljós að þessi maður var bæði hrokafullur, frekur og ein- staklega orðljótur í garð þeirra sem vilja ekki gera allt sem hann vill að sé gert. Nú skil ég af hverju ég keypti ekki miðann. Ég tek fram að kynni mín af Garðari eru aðeins af „skerminum“ og í útvarpi, kannski hann sé að öðru leyti bezti maður, allavega finnst honum gott ópal eins og mér. Að síðustu. Ég vona að allir verði vinir að lokum þessa hanaslags og ég verð nú að segja eins og er að mér finnst Davíð og Ingibjörg geti nú vel haft upphæðina 51.000 kr. í stað 43.000 kr. – Annars finnst mér sem skattgreiðandi ánægjulegt og traustvekjandi að ekki skuli vera rasað um ráð fram og allt greitt án athugunar. JÓHANNES PROPPÉ, Hæðargarði 33, Reykjavík. „Litlu jólin“ Frá Jóhannesi Proppé:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.