Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 53 DAGBÓK Útsala! 10—50% afsláttur Úlpur Kápur Jakkar Pelskápur líta út sem ekta Opið laugardaga frá kl. 10—16    Mörkinni 6, sími 588 5518 Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. Mikið af fatnaði í stórum númerum Jakkar frá kr. 4.500 Stuttir jakkar frá kr. 5.900 Síðir jakkar frá kr. 6.900 Pils frá kr. 2.900 Buxur frá kr. 1.690 Bolir frá kr. 990 Kjólar stuttir og síðir Blússur Alltaf eitthvað nýtt                                  Fataleiga Garðabæjar sími 565 6680. Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14. Seljum næstu daga lítið notaða kjóla Ármúla 20, sími 5811384 Opið virka daga kl. 10-18 Laugardaga kl.11-14 Speglar í úrvali Lími upp og plasta myndir og kort. Stærð allt að 1,24 x 2,0 metrar JAFNVEL á opnu borði er ekki einfalt að sjá vinnings- leiðina í fjórum hjörtum suð- urs, en hún er til og góður spilari í banastuði gæti fund- ið hana í hita leiksins við borðið. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ G83 ♥ Á ♦ ÁDG83 ♣ 8542 Vestur Austur ♠ ÁD965 ♠ K ♥ G543 ♥ 96 ♦ 105 ♦ K97642 ♣ G6 ♣ 10973 Suður ♠ 10742 ♥ KD10872 ♦ -- ♣ ÁKD Vestur Norður Austur Suður – – Pass 1 hjarta 1 spaði Dobl * Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Þannig gengu sagnir á einu borði í lokaumferð Reykjavíkurmótsins á sunnudaginn. Vestur lá lengi yfir útspilinu og valdi loks laufgosann. Nú er hin blátt áfram og kannski besta leið að taka á hjartaás, henda spaða niður í tígulás, trompa tígul og vona svo að hjarta- gosinn komin í hjónin. Það myndi gefa tíu slagi. En vestur á trompslag, svo þessi spilamennska mis- heppnast. Hyggjum nú að öðrum möguleikum. Fyrst er að velta fyrir sér útspili vest- urs. Hann kom ekki út með spaða, svo varla á hann ÁKD, ÁK eða KD. Austur á líklega stakt mannspil, sennilega kónginn. Sú staðreynd gefur spilinu nýja vídd og tíglinum merkingu. Ennfremur ber að hafa í huga að vestur þurfti að hugsa lengi um útspilið, svo varla er laufgosinn stak- ur. Að þessu athuguðu er ekki fjarri lagi að spila þann- ig: Taka á hjartaás og fara heim á lauf! Skilja sem sagt tígulásinn eftir í blindum. Spila svo KD í hjarta og laufdrottningu. Það skiptir ekki máli hvort vestur trompar eða bíður einn hring – ef hann trompar ekki, spil- ar sagnhafi honum inn á trompgosa næst. Hvað á vestur þá að gera? Ekki má hann leggja niður spaðaás, svo mikið er víst. Og ef hann spilar smáum spaða á kóng austurs, getur austur vissulega spilað lauftíu, en suður hendir bara spaða í slaginn og lætur austur spila tígli upp í gaffalinn. Þriðji og skásti kostur vesturs er því að spila tígli. Þá lætur sagn- hafi drottninguna og tromp- ar kóng austurs. Spilar svo smáum spaða og austur verð- ur á sama hátt að gefa blind- um tvo tígulslagi. Fann einhver þess leið? BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STAÐAN kom upp á Skák- þingi Reykjavíkur sem lýk- ur 31. janúar næstkomandi. Hvítu mönnunum stýrði Valgarð Ingibergsson (1.590) gegn Stefáni Arn- alds (1.910). Þó að hvítur hafi vænlega stöðu og skipta- muni yfir verður hann að tefla að fí- tónskrafti til að innbyrða vinning- inn. Síðustu leik- irnir voru 30. ...e6- e5 31. fxe5 Dxe5 og með þessu hyggst svartur leika næst Bf8-d6. Þessi áætl- un lítur vel út en gengur hún upp? 32. Hxf8! Skemmti- leg flétta sem svörtum hefur yfirsést þar sem eftir 32. ...Kxf8 33. Dc5+ Kg7 34. Dxb5 varð hvítur sælum manni yfir og tókst að nýta það sigurs nokkru síðar. 9. umferð Skákþings Reykjavíkur fer fram í kvöld, 26. janúar, kl. 19.30 í húsakynnum Tafl- félags Reykjavíkur. Áhorf- endur eru velkomnir. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert hrókur alls fagnaðar og möguleikarnir eru þín megin meðan þú stenst þá freistingu að ýkja alla skapaða hluti. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þess er beðið í ofvæni að þú segir skoðun þína á ákveðnum hlutum svo þú skalt taka til máls og gæta þess að vera nægilega skýrmæltur til þess að allir viti hvað þú ert að fara. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú átt auðvelt með að fá aðra á þitt band en þarft að gæta þess að afvegaleiða engan með háskalegu tali um menn og málefni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það sem kann að virðast hindrun nú getur í raun og veru orðið þér til framdráttar síðar ef þú gætir þess að sinna öllum formsatriðum fyrst. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er ekki hægt að velta hlutunum endalaust fyrir sér. Að því kemur að þú verður að taka ákvörðun og hefjast handa því að öðrum kosti kemur þú engu í verk. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er óráðlegt að láta skapið hlaupa með sig í gönur þótt hlutirnir gangi ekki átaka- laust upp. Stilltu þig og segðu ekkert að vanhugsuðu máli. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Láttu ekki undan síga þótt þér finnist að þér sótt úr öll- um áttum. Öll él birtir upp um síðir og þolinmæðin þrautir vinnur allar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er svo sem ekki ástæða til að óttast áhættuna en þó þarf hún að vera innan skynsam- legra marka til þess að for- svaranlegt sé að taka hana. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Beittu helst rökum þegar þú vilt fá aðra á þitt band. Það hefnir sín alltaf að slá ryki í augu fólks með ódýrum sjón- hverfingum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú er komið að því að þú upp- skerir laun erfiðis þíns en það er enginn tími til þess að velta sér upp úr hlutunum því á miklu ríður að halda tafar- laust áfram. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu ekki undir höfuð leggj- ast að tjá þakklæti þitt þegar það á við því ekkert er leið- inlegra en vanþakklátt fólk sem gengur á lagið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er ágætt að sækja góð ráð til sér eldri manna þótt það sé engan veginn einhlítt að þér henti að fara eftir þeim. En þau sýna þér fleiri hliðar á málum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fólk dáist að því hversu skipulagður þú ert og þú skalt ekkert vera feiminn við að segja öðrum sem vilja vita frá starfsaðferðum þínum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla LJÓÐABROT Erla Erla, góða Erla, ég á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kveldljóð því kveldsett löngu er. Úti þeysa álfar um ísi lagða slóð. Bjarma slær á bæinn hið bleika tunglskinsflóð. Erla, hjartans Erla, nú ertu þæg og góð! Æskan geymir elda og ævintýraþrótt. Tekur mig með töfrum hin tunglskinsbjarta nótt. Ertu sofnuð, Erla? Þú andar létt og rótt. - - - Hart er mannsins hjarta að hugsa mest um sig. Kveldið er svo koldimmt, ég kenndi í brjósti um mig. Dýrlega þig dreymi, og drottinn blessi þig Stefán frá Hvítadal 50 ÁRA afmæli. Í dagfimmtudaginn 26. janúar er fimmtugur Birgir Reynisson, húsasmíða- meistari. Eiginkona hans, Ragnhildur Bjarnadóttir verður fimmtug 26. apríl nk. Af því tilefni eru þau stödd á Flórída. Ljósmynd/Nína BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í 17. júní sl. í Dóm- kirkjunni af sr. Pálma Matthíassyni Lovísa Lúð- viksdóttir og Magnús Lár- usson. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r Morgunblaðið/Árni Sæberg Þessir duglegu piltar héldu nýlega tombólu til styrktar Rauða Krossi Íslands. Þeir heita Ágúst Atli Atlason, Magn- ús Ingvar Magnússon og Arnar Ingi Ragnarsson. 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 26. jan- úar, verður sextugur Sigur- jón Reykdal, vélstjóri, Sjáv- argötu 20, Reykjanesbæ. Hlutavelta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.