Morgunblaðið - 26.01.2001, Síða 55

Morgunblaðið - 26.01.2001, Síða 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 55 Sixties spilar í kvöld frá kl. 24.00 og fram eftir nóttu Vesturgötu 2, sími 551 8900 Montpellier, Frakkland, 25. janúar 2001. Hann virtist hálf einmana, mað- urinn sem var að vaska upp glös í veislutjaldinu við íþróttahöllina í Montpell- ier. Ljósin úr veislu kvöldsins vörpuðu útlínum hans á tjaldvegginn og teikn- uðu upp ævintýralega mynd sem beið þess að einhver festi hana á filmu. Dagbók ljósmyndara Morgunblaðið/Golli Skuggaleikur að kvöldi RÁÐSTEFNA um líkamshreysti, eða „fitness“, var haldin í KR-heim- ilinu dagana 20. og 21. janúar. Hreystifræðum hefur vaxið ásmegin undanfarin ár og að sögn Unnar Pálmarsdóttur skipuleggjanda var aðsókn vonum framar og greinilegt að það er raunverulegur áhugi fyrir líkamsrækt og þolfimi hjá land- anum. Líkamsræktarstöðvar hvað- anæva af landinu tóku þátt í ráð- stefnunni og tveir mikilhæfir erlendir gestir létu sjá sig, Ástralinn Marcus Irwin, sem er einn virtasti og vinsælasti þolfimikennari í heim- inum í dag, og Ceri Hannah frá Bretlandi, yfirmaður Fitness First- líkamsræktarkeðjunnar og fyrrum þolfimimeistari Breta. Á sunnudeginum var haldinn sam- eiginlegur líkamsræktartími þar sem kennarar úr öllum helstu stöðv- unum kenndu í sameiningu. Einnig fóru fram margvíslegar kynningar og haldnir voru fyrirlestrar um mál- efni eins og einkaþjálfun, sjúkra- þjálfun og næringarfræði. Fitness-ráðstefna 2001 Morgunblaðið/Jim Smart Ceri Hannah sýnir Frónverjum hvernig á að taka á því. Magnús Scheving lét sig ekki vanta. Hér er hann ásamt þeim Marcus Irwin, Ceri Hannah og Unni Pálmarsdóttur sem heldur á Kristóferi Scheving. Heilbrigð sál í hraust- um líkama ÞEIR ERU eflaust ekki fáir, söng- fuglarnir sem syngja enn óupp- götvaðir á göngum félagsmið- stöðva landsins. Í kvöld gefst áhugasömum tækifæri á að heyra nokkra þeirra syngja því í Laugar- dalshöllinni klukkan 19 hefst hin árlega söngkeppni Samfés (Sam- bands félagsmiðstöðva) en þar keppa 43 keppendur í sönglist frá jafnmörgum félagsmiðstöðvum víðsvegar af landinu. Þetta eru níu fleiri þátttakendur en í fyrra. Flestir keppandanna eru sigurveg- arar í þeim undankeppnum sem haldnar voru í félagsmiðstöðvun- um á síðustu vikum. Keppnin í ár er haldin í samvinnu við FM 957, Popptíví og Búnaðarbankann. Dómnefndin er skipuð þekktum hljóðnemavinum sem umboðs- skrifstofan Prómó smalaði saman en það eru þau Hreimur úr Landi & sonum, Villi úr 200 þúsund naglbít- um, Erpur úr XXX Rottweiler, Íris úr Buttercup og Birgitta úr Írafári. Sigurvegarinn frá því í fyrra, Ragnheiður Gröndal frá Garða- lundi, tekur lagið og The Mighty Gareth sýnir listir sínar. Húsið opnar kl. 18 og telst það ekki ógáfulegt að mæta snemma þar sem fullt hefur verið á keppnina síðastliðin ár. Söngkeppni Samfés í kvöld Ragnheiður Gröndal, sigurveg- ari keppnarinnar í fyrra tekur lagið í kvöld. 43 þátt- takendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.