Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 4
STUTT FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Áhri far íkt grennandi l íkamskrem Vinnur á vökva- og fi tusöfnun D R A I N E M I N C E U R Útsölustaðir: Andorra Hafnarfirði, Bjarg Akranesi, Bylgjan Kópavogi, Fína Mosfellsbæ, Hjá Maríu- Amaró Akureyri, Hygea Kringlan, Hygea Laugavegi, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ. KRAKKARNIR í Grunnskólanum í Hveragerði voru frekar léttklædd þar sem þau léku sér fyrir utan skólann í gær. Það verður að teljast harla sérstakt þar sem nú er hávet- ur, a.m.k. samkvæmt dagatalinu. Í raun væri miklu eðlilegra að krakkarnir væru að búa til snjóhús, klædd þykkum úlpum, með húfu og vettlinga, frekar en að vera á peys- unni að róla. Það er hins vegar margsannað að veðrið á Ísland lýt- ur ekki alltaf hinum hefðbundnu lögmálum veðurfræðinnar og því kannski ekki alltaf öfundsvert að vera veðurfræðingur á Fróni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Léttklædd að leik um hávetur ÓLAFUR Örn Haraldsson, fyrsti þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér til varaformennsku í Framsóknarflokknum þegar flokksþing fer fram 16. mars næst- komandi. Ólafur Örn staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Aðspurður hvað hefði ráðið þessari ákvörðun sagði Ólafur Örn framboð sitt byggjast fyrst og fremst á stefnu og hugsjónum Framsóknarflokksins í góðu sam- starfi við flokksmenn og forystu. Aðalhvati að framboðinu hefði ver- ið sá að hann vildi að framsókn- armenn hefðu val milli ólíkra manna og mismunandi áherslna. „Ég tel að mitt framboð geti dregið fram nýjar áherslur í starfi Framsóknarflokksins, áherslur sem sannarlega hafa verið fyrir hendi en ýmsir vilja að séu meira í sviðsljósinu. Nú eiga sér stað mikl- ar breytingar í stjórnmálaviðhorf- um almennings og kjördæmaskip- aninni. Framsóknarflokkurinn er að bregðast við því með ýmsum hætti og ég vil bjóða krafta mína við að móta þá framtíð. Ég vil að framsóknarmenn hafi val, annars vegar á milli þeirra áherslna sem ég mun hafa fram að færa og hins vegar áherslna sem aðrir kunna að koma með.“ Ólafur Örn sagðist eiga von á fleiri framboðum í vara- formennskuna og það gæti ekki verið nema gott fyrir flokkinn. Margir góðir flokksmenn væru að íhuga framboð. Það væri einnig nauðsynlegt að Reykjavík byði fram fulltrúa í varaformennskuna í stað Finns Ingólfssonar, sem var þingmaður í Reykjavík. „Eins og nú stendur á Reykjavík enga aðild að forystu flokksins. Ég veit fyrir víst að gott samstarf yrði milli okkar Halldórs Ásgrímssonar, for- manns flokksins, og að saman mundum við efla flokksstarfið og höfða til breiðs hóps kjósenda,“ sagði Ólafur Örn sem setið hefur á Alþingi frá árinu 1995 sem þing- maður Reykvíkinga og gegnt ýms- um trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, m.a. verið formaður í umhverfis- nefnd Alþingis, varaformaður þingflokksins, verið fulltrúi í Evr- ópuráðinu og fjölda annarra nefnda og ráða. Ólafur Örn er 53 ára að aldri, kvæntur Sigrúnu Richter fulltrúa og eiga þau þrjá syni. Ólafur Örn Haraldsson gefur kost á sér til varaformennsku í Framsóknarflokknum Tel að flokksmenn eigi að hafa val Morgunblaðið/Ásdís Ólafur Örn Haraldsson Egilsstöðum - Héraðsdómur Aust- urlands hefur dæmt bónda á Jök- uldal til þess að greiða 200 þúsund króna sekt fyrir að skjóta tvo hrein- dýrstarfa á Skjöldólfsstaðaheiði síð- astliðið sumar. Manninum var gefið að sök að hafa veitt tarfana án tilskil- ins veiðileyfis og veiðikorts og verið án veiðieftirlitsmanns. Auk sektar- innar var skotvopn mannsins með fylgibúnaði gert upptækt og ákærða gert að greiða allan sakarkostnað. Bóndinn játaði fyrir réttinum að hafa skotið dýrin, en gat sýnt fram á að hafa skotvopnaleyfi og var því fallið frá ákærulið um brot á vopna- lögum. Hann hyggst áfrýja dómnum að fengnu lögfræðilegu áliti, með til- liti til eignar- og hefðarréttar bænda á nytjum hreindýra. Bóndi dæmdur fyr- ir að skjóta hreindýr FÉLAG íslenskra bifreiðaeig- enda segir að síðasta bensín- verðhækkun sé umfram það sem teljist eðlilegt miðað við þróun verðs á heimsmarkaði. Bensín hækkaði um mánaðamótin um 2,50 kr. lítrinn og telur FÍB að olíufélögin séu að hækka álagn- ingu sína á bensíni um nálægt 1,50 krónur lítrann. Um 200 milljónir lítra af bensíni seljast á ári og þýðir hækkun álagn- ingar olíufélaganna á hvern lítra um 1,50 kr. 25 milljónir kr. á mánuði og 310 milljónir kr. á ársgrundvelli. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, segir að ekki verði litið fram hjá því að heimsmarkaðsverð hafi hækkað og sömuleiðis gengi dollara en að teknu tilliti til þeirra breyt- inga er niðurstaða FÍB sú að álagningin hafi hækkað um 1,50 kr. Runólfur segir að innkaups- verð á lítra sé nú tæplega 17 krónur en var í mars sl. 17,42 kr. „Þá kostaði lítrinn 89,90 kr. en er nú kominn í 94,30 eftir síðustu hækkun. Þarna er um að ræða aukna álagningu olíufélag- anna,“ segir Runólfur. Hann segir að þessi niður- staða sé fengin að teknu tilliti til hækkunar vísitölu neysluverðs á tímabilinu og meðalálagningar á síðastliðnu ári og því sem er lið- ið af þessu ári. Álagning olíufélag- anna að hækka FÍB um bensínhækkun olíufélaganna DAGLAUN landverkafólks á Ís- landi hækkuðu mest á liðnu ári sé miðað við launahækkun í sambæri- legum störfum í Bandaríkjunum, Bretlandi, á Norðurlöndum og í Japan. Þetta kemur fram í sam- antekt Samtaka atvinnulífsins. Launin hér á landi hækkuðu um 8,3% frá 3. ársfjórðungi 1999 til 3. ársfjórðungs 2000 og er hækkunin 3,5% meiri en neysluverðsvísitala á sama tíma. Laun iðnverkafólks í Bretlandi hækkuðu um rúmlega 6,5% á tímabilinu, en í Bandaríkj- unum og á Norðurlöndum var hækkunin á bilinu 3,5 til 5 pró- sentustig. Launin hækkuðu minnst í Japan eða um tæpt 1%. Mest launa- hækkun á Íslandi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.