Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 4
STUTT
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Áhri far íkt grennandi l íkamskrem
Vinnur á vökva- og fi tusöfnun
D R A I N E
M I N C E U R
Útsölustaðir:
Andorra Hafnarfirði, Bjarg Akranesi, Bylgjan Kópavogi, Fína Mosfellsbæ, Hjá Maríu-
Amaró Akureyri, Hygea Kringlan, Hygea Laugavegi, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ.
KRAKKARNIR í Grunnskólanum í
Hveragerði voru frekar léttklædd
þar sem þau léku sér fyrir utan
skólann í gær. Það verður að teljast
harla sérstakt þar sem nú er hávet-
ur, a.m.k. samkvæmt dagatalinu.
Í raun væri miklu eðlilegra að
krakkarnir væru að búa til snjóhús,
klædd þykkum úlpum, með húfu og
vettlinga, frekar en að vera á peys-
unni að róla. Það er hins vegar
margsannað að veðrið á Ísland lýt-
ur ekki alltaf hinum hefðbundnu
lögmálum veðurfræðinnar og því
kannski ekki alltaf öfundsvert að
vera veðurfræðingur á Fróni.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Léttklædd að
leik um hávetur
ÓLAFUR Örn Haraldsson, fyrsti
þingmaður Framsóknarflokksins í
Reykjavík, hefur ákveðið að gefa
kost á sér til varaformennsku í
Framsóknarflokknum þegar
flokksþing fer fram 16. mars næst-
komandi. Ólafur Örn staðfesti
þetta í samtali við Morgunblaðið í
gær. Aðspurður hvað hefði ráðið
þessari ákvörðun sagði Ólafur Örn
framboð sitt byggjast fyrst og
fremst á stefnu og hugsjónum
Framsóknarflokksins í góðu sam-
starfi við flokksmenn og forystu.
Aðalhvati að framboðinu hefði ver-
ið sá að hann vildi að framsókn-
armenn hefðu val milli ólíkra
manna og mismunandi áherslna.
„Ég tel að mitt framboð geti
dregið fram nýjar áherslur í starfi
Framsóknarflokksins, áherslur
sem sannarlega hafa verið fyrir
hendi en ýmsir vilja að séu meira í
sviðsljósinu. Nú eiga sér stað mikl-
ar breytingar í stjórnmálaviðhorf-
um almennings og kjördæmaskip-
aninni. Framsóknarflokkurinn er
að bregðast við því með ýmsum
hætti og ég vil bjóða krafta mína
við að móta þá framtíð. Ég vil að
framsóknarmenn hafi val, annars
vegar á milli þeirra áherslna sem
ég mun hafa fram að færa og hins
vegar áherslna sem aðrir kunna að
koma með.“ Ólafur Örn sagðist
eiga von á fleiri framboðum í vara-
formennskuna og það gæti ekki
verið nema gott fyrir flokkinn.
Margir góðir flokksmenn væru að
íhuga framboð. Það væri einnig
nauðsynlegt að Reykjavík byði
fram fulltrúa í varaformennskuna í
stað Finns Ingólfssonar, sem var
þingmaður í Reykjavík. „Eins og
nú stendur á Reykjavík enga aðild
að forystu flokksins. Ég veit fyrir
víst að gott samstarf yrði milli
okkar Halldórs Ásgrímssonar, for-
manns flokksins, og að saman
mundum við efla flokksstarfið og
höfða til breiðs hóps kjósenda,“
sagði Ólafur Örn sem setið hefur á
Alþingi frá árinu 1995 sem þing-
maður Reykvíkinga og gegnt ýms-
um trúnaðarstörfum fyrir flokkinn,
m.a. verið formaður í umhverfis-
nefnd Alþingis, varaformaður
þingflokksins, verið fulltrúi í Evr-
ópuráðinu og fjölda annarra
nefnda og ráða. Ólafur Örn er 53
ára að aldri, kvæntur Sigrúnu
Richter fulltrúa og eiga þau þrjá
syni.
Ólafur Örn Haraldsson gefur kost á sér til
varaformennsku í Framsóknarflokknum
Tel að flokksmenn
eigi að hafa val
Morgunblaðið/Ásdís
Ólafur Örn Haraldsson
Egilsstöðum - Héraðsdómur Aust-
urlands hefur dæmt bónda á Jök-
uldal til þess að greiða 200 þúsund
króna sekt fyrir að skjóta tvo hrein-
dýrstarfa á Skjöldólfsstaðaheiði síð-
astliðið sumar. Manninum var gefið
að sök að hafa veitt tarfana án tilskil-
ins veiðileyfis og veiðikorts og verið
án veiðieftirlitsmanns. Auk sektar-
innar var skotvopn mannsins með
fylgibúnaði gert upptækt og ákærða
gert að greiða allan sakarkostnað.
Bóndinn játaði fyrir réttinum að
hafa skotið dýrin, en gat sýnt fram á
að hafa skotvopnaleyfi og var því
fallið frá ákærulið um brot á vopna-
lögum. Hann hyggst áfrýja dómnum
að fengnu lögfræðilegu áliti, með til-
liti til eignar- og hefðarréttar bænda
á nytjum hreindýra.
Bóndi
dæmdur fyr-
ir að skjóta
hreindýr
FÉLAG íslenskra bifreiðaeig-
enda segir að síðasta bensín-
verðhækkun sé umfram það sem
teljist eðlilegt miðað við þróun
verðs á heimsmarkaði. Bensín
hækkaði um mánaðamótin um
2,50 kr. lítrinn og telur FÍB að
olíufélögin séu að hækka álagn-
ingu sína á bensíni um nálægt
1,50 krónur lítrann. Um 200
milljónir lítra af bensíni seljast
á ári og þýðir hækkun álagn-
ingar olíufélaganna á hvern lítra
um 1,50 kr. 25 milljónir kr. á
mánuði og 310 milljónir kr. á
ársgrundvelli.
Runólfur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri FÍB, segir að
ekki verði litið fram hjá því að
heimsmarkaðsverð hafi hækkað
og sömuleiðis gengi dollara en
að teknu tilliti til þeirra breyt-
inga er niðurstaða FÍB sú að
álagningin hafi hækkað um 1,50
kr.
Runólfur segir að innkaups-
verð á lítra sé nú tæplega 17
krónur en var í mars sl. 17,42
kr.
„Þá kostaði lítrinn 89,90 kr.
en er nú kominn í 94,30 eftir
síðustu hækkun. Þarna er um að
ræða aukna álagningu olíufélag-
anna,“ segir Runólfur.
Hann segir að þessi niður-
staða sé fengin að teknu tilliti til
hækkunar vísitölu neysluverðs á
tímabilinu og meðalálagningar á
síðastliðnu ári og því sem er lið-
ið af þessu ári.
Álagning olíufélag-
anna að hækka
FÍB um bensínhækkun olíufélaganna
DAGLAUN landverkafólks á Ís-
landi hækkuðu mest á liðnu ári sé
miðað við launahækkun í sambæri-
legum störfum í Bandaríkjunum,
Bretlandi, á Norðurlöndum og í
Japan. Þetta kemur fram í sam-
antekt Samtaka atvinnulífsins.
Launin hér á landi hækkuðu um
8,3% frá 3. ársfjórðungi 1999 til 3.
ársfjórðungs 2000 og er hækkunin
3,5% meiri en neysluverðsvísitala
á sama tíma. Laun iðnverkafólks í
Bretlandi hækkuðu um rúmlega
6,5% á tímabilinu, en í Bandaríkj-
unum og á Norðurlöndum var
hækkunin á bilinu 3,5 til 5 pró-
sentustig. Launin hækkuðu minnst
í Japan eða um tæpt 1%.
Mest launa-
hækkun
á Íslandi
♦ ♦ ♦