Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR
50 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Bjarni Einars-son fæddist á
Frakkastíg 7 í
Reykjavík12. janúar
1916 . Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi miðviku-
daginn 24. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Einar Bjarnason
járnsmiður, ættaður
frá Túni í Flóa, f.
31. júlí 1885, d. 2.
febrúar 1942, og
Guðrún Ásgeirs-
dóttir frá Miðhúsum
á Mýrum, f. 1. júlí 1887, d. 29.
júní 1957. Þau bjuggu á Lind-
argötu 19 í Reykjavík. Systkini
Bjarna voru Stefán, f. 13. febrúar
1912, d. 16. september 1984, Ás-
geir, f. 19. ágúst 1914, d. 27. apr-
íl 1983, Sigríður, f. 8. janúar
1919, d. 2. apríl 1994, og Ingi-
björg, f. 29. júlí 1927.
Eftirlifandi eiginkona Bjarna
er Sigríður Stefánsdóttir, fædd á
Auðnum á Vatnsleysuströnd 22.
desember 1918. Foreldrar henn-
ar voru Stefán Sigurfinnsson, út-
vegsbóndi og smiður á Auðnum á
Vatnsleysuströnd, ættaður frá
Stóru-Vatnsleysu, f. 1. mars
1888, d. 20. ágúst 1970, og Jó-
hanna Sigurðardóttir frá Litla-
Hólmi í Leiru, f. 23. desember
1895, d. 17. október 1977. Börn
Bjarna og Sigríðar eru Stefán
Sigurfinnur Bjarnason, f. 29.
september 1941, Guðrún Bjarna-
dóttir Bergese, f. 11. desember
1942, og Margrét Rósa Bjarna-
dóttir, f. 26. nóvember 1947.
Barnabörn Bjarna eru Bjarni
Stefánsson, f. 25. september
1969, Halldór Ásgrímur Stefáns-
son, f. 12. febrúar 1972, og Sig-
mar Massoubre, f. 15. september
1970.
Stefán Sigurfinnsson. Í júní 1946
hefst uppbygging Skipasmíða-
stöðvar Njarðvíkur hf. Erfiðlega
gekk að fá lán til uppbygging-
arinnar úr stofnlánadeild sjávar-
útvegsins eða hjá bönkum, en
fleiri aðilar gerðust félagar í
hlutafélaginu, sem réð miklu um
það að áætlanir um uppbygg-
inguna stóðust. Þeir sem bættust
í hópinn síðar voru Jóhann B.
Guðmundsson frá Seyðisfirði,
Guðjón Jónsson bryti frá Reykja-
vík og synir hans Vilhjálmur og
Kjartan, Jón Guðmundsson frá
Túni í Flóa, Óskar Kristjánsson
frá Ytri-Njarðvík og Bjarni
Bergsson frá Grindavík.
Í september 1947 var skipa-
smíðastöðin tilbúin til notkunar
og fyrsta skipið dregið á land. Þá
komu matsmenn stofnlánadeildar
til að meta skipasmíðastöðina og
eftir það var stofnlánið loks veitt.
Bjarni var framkvæmdastjóri
og síðar forstjóri skipasmíða-
stöðvarinnar frá stofnun til þess
dags er hann lét af störfum sakir
aldurs árið 1986 en var áfram í
stjórn stöðvarinnar til 1994. Hon-
um var annt um rekstur og gang
Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur
og kom þar í vikulega heimsókn
meðan hann hafði heilsu til.
Bjarni hafði alla tíð mikinn
áhuga á þróun skipa og skipa-
smíða á Íslandi og skrifaði um
það greinar i blöð og tímarit.
Bjarni var í stjórn Iðnaðar-
mannafélags Keflavíkur 1941–
1949, þar af formaður þess 1946–
1949.
Bjarni var í stjórn Landshafn-
ar Keflavíkur–Njarðvíkur 1958–
1962 og 1966–1970. Hann var
einnig formaður félags dráttar-
brauta- og skipasmiðja frá stofn-
un 1956–1971, einnig í stjórn
Byggingafélags iðnaðarmanna.
Hann var fastafulltrúi á Iðnþingi
Íslendinga um árabil.
Bjarni gerðist félagi í Rótarý-
klúbbi Keflavíkur 1. maí 1964 og
var forseti félagsins 1980–1981.
Útför Bjarna Einarssonar fer
fram frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Að loknu gagn-
fræðaprófi hóf Bjarni
iðnnám í skipasmíði
hjá Landssmiðjunni
árið 1933 og lauk
sveinsprófi árið 1937.
Hann vann áfram hjá
Landssmiðjunni fram
til 1939. Bjarni gekk
í sveinafélag skipa-
smiða í Reykjavík að
loknu sveinsprófi,
hann lét sig varða
mál félagsins strax
frá upphafi. Hann
var kosinn með-
stjórnandi í stjórn
félagsins 1936 og 1937, síðan for-
maður félagsins 1938 og 1939.
Bjarni hætti störfum hjá
Landssmiðjunni 1939 og hóf starf
við skipasmíðar hjá Júlíusi Ný-
borg í Hafnarfirði en þar starfaði
hann í fimm mánuði. Síðan flutt-
ist Bjarni til Ísafjarðar og vann
við skipasmíðar hjá Marselíusi
Bernharðssyni í eitt ár. Eftir það
var hann ráðinn framkvæmda-
stjóri við Dráttarbraut Eggerts
Jónssonar í Innri-Njarðvík frá
1940 til 1946. Njarðvíkurhreppur
var stofnaður 1942 með samein-
ingu Innri- og Ytri-Njarðvíkur og
var Bjarni fyrsti fulltrúi hrepps-
nefndar fyrir Innri-Njarðvík
1942–1946 og í ýmsum nefndum
á vegum hennar. Einnig var hann
í hreppsnefnd eftir að hann flutt-
ist til Ytri-Njarðvíkur og starfaði
áfram í ýmsum nefndum fyrir
samfélagið.
Í apríl 1945 stofnaði Bjarni
ásamt fimm vinnufélögum, öllum
búsettum í Innri-Njarðvík, hluta-
félag um byggingu nýrrar skipa-
smíðastöðvar í Ytri-Njarðvík.
Stofnendurnir voru, auk Bjarna,
Friðrik Valdemarsson, Oddberg-
ur Eiríksson, Stefán Þorvarðar-
son, Sigurður Guðmundsson og
Bjarni Einarsson skipasmiður,
kenndur við Skipasmíðastöð Njarð-
víkur, nefnd S.N. í þessari grein, er
látinn. Langri starfsævi er lokið.
Fundum okkar bar fyrst saman
1941 og hafa leiðir legið saman óslit-
ið síðan. Ég kom fyrrgreint ár til
Innri-Njarðvíkur til að læra skipa-
smíði og þar var Bjarni verkstjóri í
Skipasmíðastöð Eggerts Jónssonar
á þeim stað. Stefán Sigurfinnsson
var þar framkvæmdastjóri og var
Bjarni tengdasonur hans, kvæntur
Sigríði. Áttu þau þá einn son en
seinna urðu börn þeirra þrjú, Stefán
Sigurfinnur, Guðrún og Margrét
Rósa.
Skipasmiðastöð Eggerts var rekin
af dugnaði þau ár sem við störfuðum
þar en síðan lognaðist hún út af upp
úr því.
Mér er minnisstætt frá þeim árum
að við smíðuðum 28 tonna bát, Guð-
finn K.E., skiluðum honum á vertíð
ég held 1943. Hann kostaði rúmar
300.000 þúsund krónur og borgaði sig
upp á fyrstu vertíðinni, aflaði 800
tonn. Þá smíðuðum við bát og geymd-
um sniðin af böndum og byrðingi og
svo forsmíðuðum við efni í tvo báta
eftir þessum sniðum og voru þeir
settir samtímis á stokkana og smíði
þeirra samtímis lokið. Þetta var eins-
dæmi í landinu og hefur ekki verið
gert síðan í smíði þilfarsbáta. Þetta
vinnulag var skipulagt af hagleiks-
manninum Bjarna. Þessari aðferð
var beitt í S.N. síðar við smíði nóta-
báta, þar lögðum við undir tíu slíka
báta á hálfu ári. Sem sagt, stöð Egg-
erts var rekin af krafti á þessum ár-
um undir stjórn Bjarna.
Árið 1944 færði Stefán Sigurfinns-
son það í tal við vinnufélagana að þeir
mynduðu félag um að eignast og reka
skipasmíðastöð. Var þetta rætt og
fékk þessi hugmynd góðar undirtekt-
ir. Var fyrst samþykkt að kanna
hvort Eggert gæfi kost á að selja
þessu væntanlega félagi dráttarbraut
sína. Eggert hafnaði þessari hug-
mynd. Árið 1945 var félagið stofnað,
samin lög fyrir félagið, leitað að
væntanlegum stað fyrir starfsemina.
Félagið var stofnað af tíu mönnum,
sjö úr hópi vinnufélaga auk þriggja
annars staðar að. Lóð fyrir starfsem-
ina var fengin við Sjávargötu í Ytri-
Njarðvík. Dráttarbrautin var byggð
á árunum fjörutíu og sex til sjö og hóf
hún starfsemi sína það ár.
Það voru ekki efnaðir menn sem
mynduðu þetta félag. Sennilega flest-
ir tekið lán fyrir hlutafé sínu, sem í
byrjun var tíu þúsund krónur á
félaga. En vissulega þurfti meira til.
Á stríðsárunum höfðu raunveru-
lega myndast nokkrir fjármunir í
eign þjóðarinnar og vaknað hafði
áhugi til framkvæmda bæði til lands
og sjávar. Undir þessum formerkjum
var ríkisstjórn mynduð, nefnd ný-
sköpunarstjórnin. Fyrsta frumvarp
hennar var um skipun fjögurra
manna nefndar er kallaðist nýbygg-
ingarráð og átti það að semja heildar-
áætlun miðað við næstu fimm ár um
nýsköpun íslensks atvinnulífs sam-
kvæmt málefnasamningi ríkisstjórn-
arinnar. Fékk S.N. lán úr þessum
sjóði.
Þetta var upphaf þessa félagsskap-
ar, sem nú er að verða 56 ára gamall
og mun vera með elstu atvinnufyr-
irtækjum á Suðurnesjum. Ekki verð-
ur saga þessa fyrirtækis nánar rakin
hér, utan að geta þess að tuttugu ár-
um síðar var byggð önnur dráttar-
braut stærri og nú nýlega hefur verið
byggt stórt skýli yfir hluta athafna-
svæðisins.
Í þessari minningargrein hef ég
gert sögu þessa fyrirtækis meiri en
eðlilegt gæti talist en það er ekki að
ástæðulausu því þau voru gjarnan
kennd hvort við annað, Bjarni við
S.N. og S.N. kennt við Bjarna. Enda
áttu þau þrek hvort annars að fullu
og ómælt.
Lengi var þetta fyrirtæki kallað
,,rautt“ enda hefur það meðal annars
lifað öll æviár kalda stríðsins þegar
margir að réttu eða röngu voru kall-
aðir kommúnistar. Ég er ekki frá því
að S.N. hafi í sumum tilfellum goldið
þess. Að sumra mati þurfti að greina
hafrana frá sauðunum og vitaskuld
var sitt hvað Jón og séra Jón.
En við höfum notið þess að hafa
haft stuðning breiðs hóps viðskipta-
manna allt frá Tálknafirði til Horna-
fjarðar og margir þeirra voru per-
sónulegir vinir. Margir þeirra eru nú
frá fallnir. Margir þeirra voru þeir
sem byggðu undirstöður þjóðfélags-
ins eins og það er í dag.
Sigga mín, við Fjóla vottum þér og
börnunum ykkar dýpstu samúð og
færum jafnframt þakklæti fyrir
langa samveru og vináttu. Það eru
gjafir sem gleymast ei.
Oddbergur Eiríksson
skipasmiður.
Bjarni Einarsson var um árabil
einn af forystumönnum íslensks
skipaiðnaðar. Hann fór ekki einasta
fyrir við uppbyggingu þessa iðnaðar
á Suðurnesjum, með stofnun og
rekstri Skipasmíðastöðvar Njarðvík-
ur, heldur var hann um áraraðir í
stjórn hagsmunasamtaka greinar-
innar og lagðist þar á árarnar af fullri
einurð. Þar komu fágætir hæfileikar
Bjarna vel í ljós. Hann var einn af
þeim mönnum sem ígrunduðu sér-
hvert málefni af nákvæmni, ræddi
allar hliðar þess og tók síðan ákvörð-
un sem hann fylgdi eftir af ósérhlífni.
Bjarni var ekki einasta mjög virtur
innan skipaiðnaðarins heldur einnig
meðal allra forystumanna íslensks
BJARNI
EINARSSON
✝ Jóhanna Björns-dóttir fæddist í
Ærlækjarseli við
Axarfjörð 7. apríl
1903, en ólst upp á
Grjótnesi á Mel-
rakkasléttu. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli 24.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Björn Sigurðs-
son, f. 8. desember
1870, d. 5. ágúst
1938, og Vilborg
Guðmundsdóttir, f.
10. maí 1877, d. 25.
september 1962. Systkini Jó-
hönnu; Guðmundur (f. 1899, lát-
inn), Kristín (f. 1901, látin), Guð-
rún (f. 1904, látin), Sigurveig (f.
1906, látin), Sigurður (f. 1909,
látinn), Jakobína (f. 1911, látin),
Stefán (f. 1914), Björn (f. 1916),
Gunnlaugur (f. 1916) og Arn-
þrúður (f. 1918).
Jóhanna giftist
13. júní 1936 Valde-
mar Helgasyni, leik-
ara, f. 15. júlí 1903,
d. 10. mars 1993.
Einkasonur þeirra
var Arnaldur, f. 12.
ágúst 1936, d. 7. júlí
1999. Börn hans: 1)
Arnhildur, f. 11.6.
1961, sambýlismað-
ur Hilmar G. Garð-
arsson, synir þeirra
eru Dagur, f. 11.2.
1989, og Hugi, f.
14.1. 1994. 2) Óttar,
f. 3.12. 1962, sambýliskona Krist-
ín J. Magnúsdóttir, sonur þeirra
er Magnús Kár, f. 17.7. 1992. 3)
Gauti, f. 31.12. 1971. 4) Daði, f.
31.1. 1974.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Langri ævi ömmu okkar er lok-
ið. Þegar við setjumst niður til að
rita nokkur minningarorð um
ömmu Jóhönnu rennur upp fyrir
okkur hve lítið við vitum um það líf
sem hún lifði. Amma fæðist í upp-
hafi síðustu aldar og nær að lifa
nokkra daga fram á þá næstu.
Ekki þarf að tíunda hér alla þá
sögulegu atburði sem hún hefur
upplifað bæði hér á landi og út í
heimi. Einnig hefur hún fylgst með
framförum, bættum kjörum og
tækninýjungum sem átt hafa sér
stað á síðustu öld. Fólk af okkar
kynslóð á örugglega mjög erfitt
með að setja sig í spor þeirra sem
lifðu þessa tíma.
Amma elst upp á mannmörgu
sveitaheimili, Grjótnesi á Mel-
rakkasléttu, og það er víst óhætt
að segja að hún hafi átt hamingju-
ríka æsku. Faðir hennar var lærð-
ur smiður, farsæll bóndi og gegndi
opinberum störfum í sveit sinni.
Grjótnesbærinn stendur enn og
margt er þar óbreytt frá fyrri tíð.
Húsið er reisulegt timburhús, sem
langafi flutti inn í einingum frá
Noregi. Í heimsóknum þangað
verður manni ljóst að Grjótnes
hefur verið stórbýli. Enda var (og
er enn) þar margt hlunninda, reki,
dúntekja og æðarvarp, eggjataka í
björgum, silungur í vötnum, góð
fjárbeit og hægt að stunda sjó-
róðra. Þar var alltaf björg í búi og
aldrei talaði amma um að þau
hefðu liðið skort. Uppi á lofti er
stássstofa búin húsgögnum sem
langafi flutti með sér frá Kaup-
mannahöfn og það er eins og að
fara 100 ár aftur í tímann að ganga
inn í þessa stofu. Enda fannst okk-
ur systkinunum mikið ævintýri að
fara með pabba í heimsókn á
Grjótnes þegar við vorum lítil.
Til er falleg mynd af heimasæt-
unum á Grjótnesi, sennilega tekin í
kringum 1910 þar sem þær systur
(Gudda, amma, Stína og Úa) horfa
alvarlegar og undrandi á ljós-
myndarann, sem fangar með
myndavélinni svip þeirra og fas.
Þarna sitja þær í sparikjólunum
sínum, fínt greiddar og allar með
einn skartgrip. Ekki örlar á brosi
enda hefur ljósmyndataka á þess-
um tíma verið alvarlegt mál. Þær
ber með sér að það hefur verið vel
um þær hugsað. Þegar þessi mynd
er skoðuð veltir maður því ósjálf-
rátt fyrir sér að á því augnabliki
sem myndin er tekin eiga þær allt
lífið framundan og þær hafa ekki
hugmynd um hvað bíður þeirra og
kannski er það þess vegna sem
svipur þeirra er svona alvarlegar.
Við vitum ekki mikið um hvað
drífur á daga ömmu eftir að hún
fer frá Grjótnesi og þar til hún
tekur saman við afa 1936. Jú, hún
fer til Reykjavíkur og var í
Kvennaskólanum 1920–1922. Eftir
það hefur hún sennilega farið til
Danmerkur og verið vinnukona í
Kaupmannahöfn. Frá þeim tíma
átti hún góðar minningar og var
alla tíð hrifin af Danmörku og því
sem danskt var. Hún var góð í
dönsku og las danskar bókmenntir.
Amma vann síðan lengi í VBK
(Verslun Björns Kristjánssonar,
Vesturgötu 4). Hún vitnaði oft til
þeirra tíma og sagði þá: „Þegar ég
vann í VBK…“ Stúlkurnar sem
hún vann þar með urðu margar
vinkonur hennar til æviloka, en
hún hefur sennilega lifað þær all-
ar.
Svo skemmtilega vill til að í
gömlu dóti eftir ömmu fannst
reikningur þar sem Frk. Jóhanna
Björnsdóttir tekur út vörur hjá
VBK í maí 1935 og þar kennir ým-
issa grasa: Tannkrem, krem,
kragaefni, teygjubönd, kjólkragi,
hlýrabönd, undirföt, kjólatau,
sloppur, kragi, þvottapokar, púð-
urdós, kölnarvatn, 1,80 m satín og
vinsli. Reikningurinn hljóðar upp á
83 krónur og 41 eyri. Hvað ætli
hún amma hafi haft í mánaðar-
kaup? Var amma svolítil
eyðslukló? Eða var hún kannski
líka að taka út vörur fyrir fólkið
sitt og senda norður í land. Hver
veit?
Á þessum árum hefur amma
haft uppi framtíðaráform sem við
höfðum ekki hugmynd um og
heyrðum hana aldrei tala um.
Þetta vitum við úr bréfi sem vin-
kona hennar sendir henni frá Am-
eríku í mars 1929. „…Jæja Jó-
hanna mín svo þú ert að hugsa um
að læra hjúkrun, það er það sem
allar vilja verða núna það er sú
alda, það er líka ágætur peninga-
vegur. …Svo það tekur þig þrjú
ár. Það verða þá minnsta kosti
fjögur ár þangað til þú mundir
geta komið hingað, en þá er ég nú
hrædd um að þú verði búin að
binda þig einhverjum alvarlegum
böndum.“ Síðan lýsir vinkonan fyr-
ir henni nákvæmlega hvað eigi að
gera til þess að fá „inngöngu í
himnaríki“ og það þarf að hafa
margt í huga og ýmislegt sem get-
ur komið upp á. „ …Þú verður
skoðuð vandlega af læknir áður en
þú tekur skipið yfir Atlantshafið,
…þú þarft ekkert að vera hrædd
við þessa skoðun, það eru aðallega
augun sem þeir gera mesta at-
hugasemd við, og ekki skaltu kippa
þjer upp þó þeir leiti þjer lúsa, það
er ekki hætt við að þeir finni mikið
af svoleiðis fjenaði á þjer.“ Ekki
lærði amma hjúkrun og ekki fór
hún til Ameríku. Kannski veikindi
hennar hafi farið að gera vart við
sig á þessum árum en amma var
MS-sjúklingur. Hún binst síðan
ekki „alvarlegum“ böndum fyrr en
í júní 1936 er hún giftist afa mín-
um Valdemar Helgasyni, leikara.
Einkasonur þeirra Arnaldur
fæðist 12. ágúst 1936. Frá þeim
tíma var amma húsmóðir. Afi og
amma bjuggu alla sína tíð í
Reykjavík. Afi vann skrifstofustörf
hjá Áfengisverslun ríkisins og lék
með Leikfélagi Reykjavíkur og
seinna í Þjóðleikhúsinu. Á þeim
tíma sem amma og afi hefja bú-
skap var mikill húsnæðisskortur í
Reykjavík og bjuggu þau hingað
og þangað í bænum, stutt á hverj-
um stað. Deildu íbúð með annarri
fjölskyldu höfðu eitt herbergi, að-
gang að eldhúsi og hreinlætisað-
staða hefur ekki verið upp á marga
fiska á nútímamælikvarða. Lengst
höfðu þau fast leiguhúsnæði of-
JÓHANNA
BJÖRNSDÓTTIR