Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 9 ÚTSALAN ER HAFIN SPORTSKÓR SKÓVERSLUN KÓPAVOGS HAMRABORG 3  SÍMI 554 1754 Þjónusta í 35 ár FJÖLDI TILBOÐA Opið laugardag kl. 10-16 Stærðir 36-46 kr. 1.990 Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. 25% aukaafsláttur af öllum vörum Allt á að seljast til að rýma fyrir vorvörum ÚTSALA Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík , sími 562 2862 10% aukaafsláttur af öllum drögtum og yfirhöfnum Neðst við Dunhaga sími 562 2230 Opið laugardag kl. 10-16 20% aukaafsláttur eða tvær flíkur fyrir eina LAUGAVEGI 56, SÍMI 552 2201 í Skólavörðustíg 21, sími 552 2419 Opið virka daga frá kl. 12-18, laugard. 12-16. Höfum til sölu sérstaklega falleg „Renesans“ borðstofuhúsgögn frá 1920, stakan sófa o.fl. Leitið upplýsinga í síma 552 2419 KARLMAÐUR í Reykjavík vann 4,5 milljónir króna á trompmiða þegar dregið var úr Heita pottinum hjá Happdrætti Háskólans í fyrradag. Vinningurinn kom á miða númer 22647 en auk trompmiðans voru tveir einfaldir miðar með því númeri og fengu eigendur þeirra 890 þúsund krónur hvor. Vann 4,5 millj- ónir króna í HHÍ FULLTRÚAR Íslandssíma og Landssíma Íslands skrifuðu undir reikisamning í gær. Samningurinn tryggir að Íslandssími GSM getur þjónað viðskiptavinum sínum utan dreifikerfis fyrirtækisins sem verið er að byggja upp. Þetta er gert á þann hátt að Landssíminnveitir Ís- landssíma GSM aðgang að dreifi- kerfi sínu um allt land eða þar sem dreifikerfi Íslandssíma sleppir. Áð- ur höfðu fyrirtækin lokið gerð reikisamnings sem náði til svokall- aðra skyldureikisvæða sem eru landsvæði á Vestfjörðum, Norður- landi og Austurlandi. Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson Samninginn undirrituðu Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Íslands- síma, og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Landssímans. Íslandssími og Landssími Íslands gera reikisamning YFIRGNÆFANDI meirihluti ferðamanna á hálendi Íslands telur að virkjunarmannvirki séu óæskileg á ferðamannastöðum á hálendi Ís- lands og mikill minnihluti ferða- manna er þeirrar skoðunar að virkj- unarmannvirki hafi aðdráttarafl fyrir ferðamenn, samkvæmt könnun sem gerð var fyrir verkefnisstjórn sem vinnur að rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Áberandi meirihluti ferðamanna tel- ur þá að virkjanir og ferðaþjónusta fari ekki saman. Ráðgjafarfyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar vann könnunina og voru niðurstöður hennar kynntar í gær. Fram kom að 88–94% erlendra gesta og 88–91% Íslendinga, sem ferðuðust á hálend- inu síðastliðið sumar, töldu virkjun- armannvirki eins og háspennulínur og möstur, eða stíflur og miðlunar- lón, óæskileg á þeim svæðum sem þeir ferðuðust um. Tæplega helm- ingur Íslendinga taldi hins vegar stíflur og miðlunarlón æskileg á sumum stöðum á hálendinu og þriðj- ungur taldi háspennulínur æskileg- ar. 71% erlendra ferðamanna og 56% Íslendinga töldu að fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir hefðu þau áhrif að þeir kæmu sjaldnar á við- komandi svæði. 14% Íslendinga voru sammála fullyrðingunni um að virkj- anir drægju að ferðamenn og 4% út- lendinga. Þá voru 66% Íslendinga og 81% útlendinga sammála því að virkjanir og uppbygging í ferðaþjón- ustu færu ekki vel saman. 41% út- lendinga var tilbúið að greiða aðgang að hálendinu og 30% Íslendinga. Afstaða ferðamanna á fjórum hálendissvæðum könnuð Spurningakönnun var lögð fyrir alls 1.800 erlenda og innlenda gesti, þar af voru 1.200 þeirra á ferðalagi á fjórum mögulegum virkjunarsvæð- um á hálendinu, en 600 manns voru á ferð á láglendi. Þau fjögur svæði sem könnunin náði til voru svæðið norðan Vatnajökuls, þ.e. frá Kverkfjöllum til Lónsöræfa, vatnasvæði Austari- og Vestari-Jökulsár norðan Hofsjökuls, Síðuvatnasvæði frá Tindfjöllum í vestri til Núpsstaðar í austri og Torfajökulssvæðið, þ.e. frá Vestari- Reykjadölum austur að Eldgjá. Í könnuninni kom fram að flestir vildu hafa ferðaþjónustu á svæðun- um fremur einfalda í sniðum og margir vildu að þar yrðu áfram óuppbyggðir vegir, þótt þeir yrðu eitthvað endurbættir. Allmargir vildu uppbyggða vegi en fáir að vegir á hálendinu yrðu lagðir bundnu slit- lagi. Flestir töldu fjallaskála og tjaldstæði æskileg á svæðunum en einungis 15% útlendinga og 25% Ís- lendinga töldu hótel eða gistiheimili æskileg þar. Svarendur voru jákvæðastir gagn- vart sambúð virkjunarmannvirkja og ferðaþjónustu á svæðinu norðan Hofsjökuls, þar sem tæplega helm- ingur Íslendinga taldi að virkjunar- mannvirki og ferðaþjónusta gætu farið vel saman, en færri töldu þessa sambúð æskilega á öðrum svæðum. Meirihluti Íslendinga eða 88% var hins vegar sammála því að vegakerf- ið á hálendinu ætti að skipuleggja með hagsmuni ferðaþjónustu og úti- vistar að leiðarljósi. 47% erlendra gesta voru sama sinnis hvað þetta varðar. Niðurstöður könnunarinnar verða m.a. nýttar við vinnu sem er fram- undan vegna rammaáætlunar við að flokka virkjunarkosti með tilliti til hagkvæmnis- og náttúruverndar- sjónarmiða og efnahagsuppbygging- ar á viðkomandi svæðum, nýtingar hlunninda og notkunar svæðis til úti- vistar. Ferðamenn andsnúnir virkjunum á hálendinu Virkjunarmannvirki óæski- leg á ferðamannastöðum ANDSTÆÐINGAR flugvallar í Vatnsmýrinni í Reykjavík hafa að undanförnu undirbúið stofnun nýrra samtaka. Stofnfundur samtakanna verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss- ins kl. 16 laugardaginn 3. febrúar. Markmið samtakanna verður að berjast fyrir því að flugvellinum í Vatnsmýri verði lokað og svæðið nýtt til að efla mannabyggð í borginni. Kosið verður um veru flugvallarins í Reykjavík hinn 17. mars nk. og er samtökunum ætlað að vinna að und- irbúningi atkvæðagreiðslunnar í þeim tilgangi að flugvöllurinn fari, segir í fréttatilkynningu. Allir Reykvíkingar sem bera um- hyggju fyrir uppbyggingu og framtíð borgarinnar eru hvattir til að mæta, segir ennfremur. Stofnfundur samtaka gegn flugvelli í Vatnsmýrinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.