Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 43
stígagerð og var nokkuð hress. En
nú var hann fluttur í hjartakasti á
Landspítalann í dauðadái. Hann
vaknaði ekki aftur til lífsins þótt
allt væri fyrir hann gert. Þannig
endaði líf þessa mæta manns föstu-
daginn 26. þ.m. Í daglegu tali gekk
hann undir Snævarsnafninu. Hann
var búinn að vera veikur undanfar-
in ár en stóð veikindin ótrúlega vel
af sér og var þá óðara kominn til
sinna starfa. Því hann var iðjumað-
ur hinn besti. En oft mun hann
hafa unnið lasinn en ekki viljað gef-
ast upp. Vissulega er viljastyrkur
eitt besta vopnið gegn margri veiki.
Við það styrkist bæði hugur og
hönd og vonin á lífið. Þegar við
Eystra-Miðfellsfjölskyldan kynnt-
umst þessum unga manni fyrst þá
bjó hann í Reykjavík með aldraðri
móður sinni en faðirinn var látinn.
Þau voru frá Hvammstanga. En nú
voru í vændum breytingar, hann
var heitbundinn væntanlegri eig-
inkonu, okkar dóttur. Ferðir hans
fóru því að verða upp á Hvalfjarð-
arströnd, í sveitina, hann lét oft í
ljósi hve hrifinn hann var af hinni
fögru sveit. Strax við fyrstu kynni
vakti hann athygli okkar allra fyrir
sína fáguðu framkomu. Mannkær-
leikurinn geislaði af þessum unga
manni, hvar sem leið hans lá og
hverjum sem hann mætti. Hann
gerði sér ekki mannamun. Hann
var myndarlegur maður að vallar-
sýn, fríður sýnum, nokkuð stór en
samsvaraði sér vel. Hann var ein-
stakt prúðmenni, stilltur vel en
glaður. Hann var einstaklega þægi-
legur í framkomu við alla. Alltaf
óþvingaður, ófeiminn, gaf sig á tal
við fólk, hýr og í góðu skapi, ræð-
inn og skemmtilegur, nærgætin við
alla. Hann átti verslun á Nönnugöt-
unni í nokkur ár, hann varð vinsæll
af því starfi sem öðrum. Við hjónin
hittum stundum fólk þar úr ná-
grenninu sem fór að segja okkur að
fyrra bragði hve þessi ungi maður
væri góður og glaður við okkur öll
sem komum í búðina til hans, hann
er okkar vinur. Það er mikil guðs-
gjöf að eignast í vöggugjöf slíka
kosti sem Snævar átti. Hann skilur
eftir sig tvær vel gefnar, mynd-
arlegar og yndislegar dætur í fjöl-
skyldunni okkar. Þær eru búnar að
sýna okkur manndóm og dugnað.
Þær eru reglusamar og búnar að
mennta sig, Guðný hefur háskóla-
próf og Kristín Ósk er stúdent.
Hún á unga yndislega dóttur, svo
bætir hún við námið við næsta
tækifæri. Báðar eru systurnar bún-
ar að kaupa sér íbúð og eru í góðu
starfi og koma sér vel, þær eru
traustar og vandaðar. Ég man hve
hamingjusamur Snævar var yfir
dugnaði dætranna. Við hjónin sáum
hann í október sl. hjá Ósk, dótt-
urinni. Það leyndi sér ekki að lífið
hafði farið um hann ómjúkum
höndum, þó átti hann von til að
hressast. Og þó að hjónabandið
með dóttur okkar mætti ekki bless-
asteru góðar dætur góð sárabót.
Seinni fjölskyldumál hans eru mér
ókunn. Við segjum að skilnaði far
sæll hjartkæri vinur, kærar þakkir
fyrir góð börn og kynni.
Minningin geymist um góðan vin.
Valgarður L. Jónsson.
Elsku Snævar okkar. Það getur
ekki verið satt að þú sért farinn frá
okkur. Þú, sem varst orðinn svo
frískur og leist svo vel út þegar við
sáum þig síðast. Þú sem hafðir bar-
ist hetjulega við þessa erfiðu sjúk-
dóma síðustu ár og stóðst alltaf
uppi sem sigurvegari.
Aldrei kvartaðir þú, og aðspurð-
ur hvað þú segðir, svaraðir þú allt-
af: „Ja, svona meinhægt,“ sem gat
þýtt hvað sem var.
Svo varstu bara allt í einu farinn,
og ekkert hægt að gera, nema að
biðja Guð um styrk fyrir alla sem
elskuðu þig. Söknuðurinn er sár og
nístir eins og ísklumpur í hjörtum
okkar. Minningarnar flykkjast að
og það er erfitt að hugsa til þess að
ekkert af þeim geti komið aftur.
Allar stundirnar sem við áttum
saman uppi í Eilífsdal á björtum
sumardögum. Við sjáum þig fyrir
okkur, síkátan á þinn rólega hátt,
yfirgrillmeistari í Lyngási.
Þegar þið komuð til okkar í Blá-
hvamm á föstudagskvöldum, það
voru stjörnustundir, mikið hlegið
og spjallað. Ekki var síst hlegið
þegar þú byrjaðir að þrasa við
tengdamömmu um prósentur af
lottóvinningum, ef hún myndi
vinna, og svo allt milli himins og
jarðar.
Fjölskylduboðin, þegar þið Bárð-
ur frændi skemmtuð okkur öllum
með söng af ótrúlegri innlifun. Það
er svo ótalmart annað sem við
minnumst, efni í heila bók. Þú varst
alltaf tilbúinn að brosa og slá á
létta strengi, eignaðist vini hvar
sem þú komst og varst vinur vina
þinna.
Það er svo dýrmætt að hafa
fengið að þekkja þig og vera sam-
ferða þér hér í þessu stutta jarðlífi,
við þökkum þér fyrir allt og allt.
Nú verðum við að láta okkur
hlakka til að hitta þig aftur, þegar
okkar tími kemur. Við vitum að nú
ert þú kominn heim til Guðs, for-
eldra þinna og allra annarra sem
þú hefur misst og saknað, og að nú
líður þér vel.
Það kemur upp í hugann, síðasta
erindið úr laginu sem þið frændi
skemmtuð okkur með í fjölskyldu-
boðunum:
En hver veit nema ljósir lokkar,
lítill kjóll og stuttir sokkar,
hittist fyrir hinumegin,
þá getum við í gleði okkar
gengið suður Laufásveginn.
Taktu nú viðlagið, kæri vinur.
Elsku Berglind, Siggi, Guðný,
Kristín Ósk, Snædís Erla, Didda,
Jónína, Inga og allir aðrir sem
elskuðu þennan góða dreng. Guð
gefi ykkur styrk og frið í þessari
miklu sorg.
Góður maður sagði eitt sinn, að
þrátt fyrir að sorgin væri sár, þá
yrðum við að muna eftir gleðinni í
sorginni. Gleðinni yfir því að Guð
tekur á móti okkur þegar við kveðj-
um jarðlífið, og þar munum við öll
hittast aftur og eiga eilíft líf saman.
Þar sem er eilíf gleði og hamingja.
Lofsyngið þér, himnar og fagna þú, jörð,
hefjið gleðisöng þér, fjöll,
því Drottinn veitir huggun sínum lýð
og auðsýnir miskunn sínum þjáðu.
og munum svo öll að:
Einn er hjá þér, þú ert ekki einn.
Einn skilur þig í angist og kvöl,
Jesús hinn eilífi kærleikur.
Rebekka, Jósef, Heimir
Smári, Marta Kristín, Þór-
hallur, Marta og Sigurður.
Ég vil með örfáum orðum minn-
ast vinar og samstarfsfélaga, Guð-
mundar Snævars Ólafssonar, eða
Gumma píp eins og hann var kall-
aður af okkur. Ég kynntist Gumma
fyrst í gegnum sameiginlegan vin
okkar, Hauk, sem starfaði með
mér. Nokkru seinna stofnaði ég
ásamt félaga mínum Ólafi fyrirtæk-
ið Jarðvélar. Þar kom að því að
okkur vantaði góðan mann sem
gæti lagt rör og þá leitaði ég eftir
starfskröftum Gumma sem var þá
sjálfur með fyrirtæki. Þessi vinna
átti að taka viku tíma en það komu
fleiri verkefni og enn þurftum við
aðstoð og það kom enginn annar til
greina nema Gummi og aftur tók
hann að sér verkefni fyrir okkur og
hefur hann starfað óslitið með okk-
ur í sex ár við ýmis verkefni í borg-
inni. Það var oft mikil vinna og erf-
ið í hvaða veðri sem var, það fara
fáir í skóna hans Gumma, dugnað-
arforkur, góður traustur vinur og
betri vinnufélaga er vart hægt að
hugsa sér. Þótt Gummi hafi ekki
gengið heill til skógar síðastliðin
þrjú ár var alltaf mætt í vinnu þó
að hann hafi verið orðinn mikið
veikur og hafði ég orð á því við
hann að taka sér smá frí en hann
horfði bara á mig og sagði hvað á
ég annað að gera en að vinna og fá
að fara við vinnu mína, og honum
varð að ósk sinni. Með trega og
þakklæti í hjarta kveðjum við hjón-
in góðan vin og samstarfsfélaga.
Við vottum fjölskyldu Guðmundar
okkar dýpstu samúð.
Karl Hannesson.
Kær vinur er fallinn frá, langt
um aldur fram. Guðmundur Snæv-
ar Ólafsson er aðeins 55 ára þegar
hann deyr, maður á besta aldri eins
og stundum sagt er. Fyrstu kynni
okkar lágu saman er Snævar og
Sigrún fluttu í Engihjalla 5 í kring-
um 1979. Þá var oft kátt á hjalla og
unga fólkið sem í þessum litla kálfi
eins og hann var kallaður nýbúið að
byggja og koma þaki yfir höfuðið á
sér og fullt af börnum og líf í tusk-
unum. Þá var ánægjulegt að heim-
sækja Snævar og Sigrúnu konu
hans í kjallara og þiggja hressingu
og heyra sjóarasögu frá Snævari.
Þá var Siggi litli rétt búinn að
sleppa sér og allt snerist í kringum
hann, þarna voru líka dætur Snæv-
ars í heimsókn og litla íbúðin iðaði
af lífi og fjöri. Tveimur árum síðar
fæðist Berglind Ósk. Árið 1982
flytjum við hjónin á efri hæðinni á
Víghólastíginn í Kóp. Þar þurfti nú
heldur betur að taka til hendinni og
leitaði ég til Snævars sem var
hættur á sjónum og hafði hafið
störf sem jarðvinnuverktaki, við að
leggja steinrör í götur bæjarins.
Snævar var harðduglegur og ósér-
hlífinn, var kominn með gröfur og
vörubíl og óstöðvandi vinnusemi.
Hann var alltaf boðinn og búinn að
hjálpa ef maður var í vandræðum,
og búinn að skipuleggja og byrj-
aður á því sem framkvæma átti.
Sem dæmi þurfti ég að færa til í
garðinum hjá mér nokkur 6–8 m há
tré sem er ansi vandasamt verk.
Þetta er ekkert mál, segir Snævar
ég kem með gröfuna og vörubílinn
á morgun. Næsta dag var verkinu
lokið, þetta var honum líkt, engin
vandamál heldur, þegar maður
hafði Snævar með í ráðum. Þegar
Sigrún og Snævar byggðu sumar-
hús sitt uppi í Eilífsdal vorum við
saman eina helgi að setja niður
staura undir sumarhúsið. Þar naut
Snævar sín í náttúrunni og kyrrð-
inni sem átti hug hans allan. Þar
áttum við og vinir hans margar
ánægjustundir sem gleymast aldr-
ei. Þarna hafði Snævar byggt sér
Óðal sem stendur í grónu kjarri
með heimatilbúinni tjörn með fisk-
um í og heitum potti og gosbrunni,
þarna var maður í paradís. Minn-
ingar um argar gleðistundir
streyma fram í hugann. Snævar
var einstaklega góður maður, vina-
margur og góður faðir, það bera
börn hans vott um, systurnar,
Guðný Ingibjörg, Kristín Ósk,
Berglind Ósk, að ógleymdum Sig-
urði Inga, fóstursyni hans, sem
hann ól upp frá því hann var nokk-
urra mánaða gamall.
Það er óskaplega erfitt að kveðja
þig bara svona, Snævar minn, og
alltaf kemur dauðinn manni í opna
skjöldu. Þótt þú hafir verið búinn
að fá áföll þá stóðst þú alltaf jafn
brattur upp aftur. En endalokin
voru samt eins og þú hefðir helst
kosið, þekki ég þig rétt að enda
þetta stríð í vinnunni. Þér leið best
í vinnunni. Þú varst einstakur
félagi og húmoristi og bráð-
skemmtilegur félagi. Ég minnist
þín með kærri þökk og eftirsjá og
mundu, kannski sjóumst við um
síðir. Ég veit að Sigrún þín unni
þér mikið og dætrum þínum og
Sigurði Inga bið ég Guðs blessunar
og votta ykkur mína dýpstu samúð.
Magnús P. Sigurðsson.
✝ Hansína Guð-mundsdóttir
fæddist á Akranesi
hinn 26. júní 1913.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Akraness 27.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur
Hansson, Akurgerði,
f. 5.7. 1876, d. 21.11.
1961, og kona hans
Marsibil Þorbjörg
Gísladóttir, f. 15.3.
1880, d. 23.9 1950.
Hansína var alin upp
að öllu leyti hjá föð-
ursystur sinni Valgerði Hansdótt-
ur, Baldurshaga, f. 13.9. 1978, d.
3.1. 1995. Systkini Hansínu eru
Ingibjörg, f. 6.11. 1904, d. 4.4.
1983; Sigríður, f. 13.10. 1906, d.
17.12. 1917; Ástrós, f. 8.11. 1907,
d. 13.11. 1969; Gísli, f. 31.8. 1909,
d. 2.1. 1988; Guðbjörg, f. 5.1.
1915, d. 10.10. 1972; Sigurður, f.
13.3. 1920, d. 27.5. 1990, og hálf-
bróðir Skúli Skúlason, f. 10.8.
1898, d. 18.12. 1989.
Hansína giftist
8.6. 1935 Marinó
Einari Árnasyni, f.
5.11. 1912, skip-
stjóra. Foreldrar
hans voru Sigríður
Einarsdóttir, f. 17. 9.
1872, d. 7.7. 1958, og
Árni Guðbrandsson,
bakari, f. 11.7. 1880,
d. 11.7. 1944. Börn
Hansínu og Marinós
eru: 1) Þórir, f. 10.9.
1935, kvæntur Erlu
Ingólfsdóttur, f.
28.9. 1935, þau eiga
tvö börn, fimm
barnabörn og eitt barnabarna-
barn. 2) Drengur, f. 2.1. 1941, d.
9.1. 1941. 3) Atli, f. 20.2. 1942. 4)
Árni, f. 30.7. 1945, kvæntur Höllu
V. Friðbertsdóttur, f. 29.6. 1949,
þau eiga þrjú börn og eitt barna-
barn. 5) Valgerður, f. 1.6. 1951,
gift Guðmundi Sigurðssyni, f.
20.9. 1946, þau eiga eina dóttur.
Útför Hansínu fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Í dag kveðjum við ömmu okkar,
Hansínu Guðmundsdóttur frá Akra-
nesi. Amma var fædd á Akranesi og
bjó þar allt sitt líf. Foreldrar hennar
voru frá Akranesi, Kalmansvík og
Elínarhöfða, og rakti amma ættir
sínar til Akurnesinga langt fram í
ættir. Það var á fögrum sólardegi
síðastliðið haust sem við amma litum
til Akrafjallsins, sem setur svo
sterkan svip á Akranes, og virtum
fyrir okkur hvernig suðurfjallið og
norðurfjallið teygja sig upp úr
Berjadalnum. Amma velti fyrir sér
hvernig þakform húsanna var mótað
eftir fjallinu en hún hafði næmt auga
fyrir náttúrunni og var listfeng eins
og kom fram í hannyrðum hennar.
Hún amma var einstök kona,
spengileg og fríð. Hún var hæglát en
ákveðin. Það var alltaf notalegt og
gott að koma til hennar ömmu. Með-
an við sátum við eldhúsborðið og
fengum mjólk, seinna kaffisopa, og
köku eða pönnukökur stóð hún upp
við eldavélina, spjallaði við okkur og
heklaði. Alltaf jafnyfirveguð en samt
málgefin og hláturmild.
Amma var mikill náttúruunnandi.
Hún hafði yndi af ferðalögum innan-
lands og utan, létt á fæti og áhuga-
söm um gönguferðir. Það var farið í
Múlann og inn í Flóa í eggjaleit á
vorin og við systkinin fengum oft að
njóta þeirra ferða. Einnig voru
gönguferðir upp í skógrækt, inn á
Langasand og niður að Vita hennar
yndi. Sérstaklega var hún hrifin af
skógræktinni og þau afi fóru oft
þangað og fylgdust með gróðrinum.
Heima ræktaði amma blóm, bæði úti
og inni og voru þau afburðafalleg.
Það var oft það fyrsta sem hún sýndi
okkur stolt og ánægð þegar við kom-
um til hennar. Jarðarber voru ekki á
hvers manns borði þegar við systk-
inin vorum lítil en amma Hansína
var með jarðarberjaplöntur út í
garði og á hverju sumri var okkur
boðið að smakka jarðarber. Það var
ævintýri. Amma þekkti vel til ís-
lensku flórunnar enda blóm hennar
helsta áhugamál. Uppáhaldsstað átti
hún á Vesturlandi, brekkur sem
snúa vel við sólu, kjarri vaxnar og
þar vaxa aðalbláber. Þessar brekkur
heimsækja nú barnabörn og barna-
barnabörn ömmu á haustin og tína
aðalbláber.
Hún amma átti stundum heimilis-
kött og hændi enn fremur að sér
villiketti með því að gefa þeim. Á
hverjum degi var sett út skál með
fiski við kjallaradyrnar bak við hús
og svo fylgdist hún með hvaða kettir
komu. Hún talaði við þá og þeir
hændust að henni.Við systkinin sát-
um þarna stundum með henni og
hún sagði okkur frá köttunum, hún
þekkti þá alla. Þetta þótti okkur
krökkunum spennandi.
Amma var iðin við hannyrðir. Hún
var ætíð að vinna eitthvað í hönd-
unum, fíngert og iðulega hreinustu
listaverk. Við systkinin ólumst upp í
peysum og vettlingum frá ömmu og
börnin okkar hafa líka notið góðs af
dugnaði hennar. Á heimilum okkar
eru heklaðir dúkar, teppi og út-
saumaðar myndir eftir hana ömmu.
Amma hafði gaman af að spila á
spil. Okkur var snemma kennt að
spila vist og manna. Oft var spilað
heima hjá ömmu og afa, stundum á
nokkrum borðum. Þá naut amma sín
enda var hún hörkudugleg í spila-
mennskunni. Amma og afi sóttu
félagsvistir á Akranesi og í ná-
grannasveitunum og fengu áhuga-
söm barnabörn oft að fljóta með. Á
jóladag hittist öll fjölskyldan hjá
ömmu og afa. Þá bar amma fram
marglaga kaniltertu með súkkul-
aðinu en kaniltertan var einungis
höfð á jóladag.
Ógleymanlegir eru sunnudags-
morgnarnir sem við börnin fórum
með pabba til ömmu og afa á Suður-
götunni. Það voru iðulega fjörugar
umræður í eldhúsinu þegar systk-
inin tókust á um þjóðmálin. Afi
þeytti rjómann með handþeytara og
spjallaði við okkur börnin.
Amma hafði gaman af ljósmynd-
um. Hún setti myndirnar sínar í al-
búm og svo naut hún þess að sýna
þær og rifja upp. Þetta voru góðar
stundir.
Amma átti mjög fallegan íslensk-
an þjóðbúning sem hún gaf Hrönn
fyrir nokkrum árum. Þjóðbúninginn
notar Hrönn við öll hátíðleg tæki-
færi og hann vekur athygli og um-
ræðu í Noregi þar sem hún býr.
Hrönn þykir mjög vænt um þessa
gjöf og búningurinn er góð og falleg
minning um hana ömmu.
Það er mikill söknuður fyrir þig
afi að missa hana ömmu en við vitum
að þú átt góðar og fallegar minn-
ingar um hana. Það sama gildir fyrir
okkur systkinin, maka okkar og
börn.
Blessuð sé minning ömmu.
Hrönn og Ingólfur.
Elsku amma. Nú hefur þú fengið
hvíldina og ert hjá Guði. Það er svo
sárt að kveðja þig og allar góðu
stundirnar sem við höfum átt með
þér og afa rifjast upp. Þú hefur allt-
af verið okkur svo góð og gefið okk-
ur svo mikið. Hjá ykkur lærðum við
að spila og höfum ófáum stundum
setið og spilað rommí, sum okkar
áttu það til að svindla en alltaf sáuð
þið við okkur. Ekki má gleyma
skemmtilegu göngutúrunum niður á
Langasand þar sem við tíndum
skeljar og skrítna steina og lékum
okkur svo með þegar við komum í
heimsókn. Eins var alltaf jafngott að
koma upp á Skaga yfir jólahátíðina
og fá kanelkökuna þína og heitt
súkkulaði.
Þú varst alltaf svo flink með
heklunálina og prjónana og hafðir
mjög gaman af því að kenna okkur
systrunum þrátt fyrir klaufaskapinn
í okkur. Við virtumst ekki hafa
þennan hæfileika í okkur en fengum
að njóta góðs af þínum, alltaf áttir
þú prjónaða sokka, vettlinga, trefla
eða peysur í skúffunni niður í kjall-
ara handa okkur og jafnvel vinum
okkar.
Innan fjölskyldunnar varst þú oft
kölluð Mikka myndakona enda
fórstu hvergi án myndavélarinnar
þinnar og ávallt með hana á lofti,
tilbúin að festa hin ótrúlegustu
augnablik á filmu.
Þessar minningar um þig og
margar margar fleiri munum við
geyma í hjörtum okkar og minnast
þín allt okkar líf.
Berglind, Magnea og Marinó.
HANSÍNA
GUÐMUNDSDÓTTIR