Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 70
FÓLK Í FRÉTTUM 70 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚ HAFA 18 stúlkur af höfuðborgarsvæðinu verið valdar til þess að keppa um kórónu Ungfrú Reykjavíkur sem afhent verður 18. apríl næst- komandi. Stúlkurnar fengu að líta samkeppnina augum í fyrsta sinn í World Class á laugardaginn. Þar voru þær einnig kynntar fyrir Hafdísi Jóns- dóttur þjálfara sem leggur þeim línurnar fram að keppni og Fríðu Rún næringarráðgjafa sem ætl- ar að kenna þeim þau sannindi að maður er í raun og veru það sem maður borðar. Undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir keppnir í öllum landshlutum sem lýkur með keppninni um Ungfrú Reykjavík að vanda. Feg- urðardrottning Íslands árið 2001 verður svo krýnd á Broadway þann 23. maí. Morgunblaðið/Árni Sæberg Það verður mikið um svita en minna um mat á næstu tveimur mánuðum hjá þessum stúlkum. Þjálfun er hafin 18 stúlkur keppa um kórónu ungfrú Reykjavíkur Hin óhrekjanlegu sannindi um djöfla (The Irrefutable Truth about Demons) H r o l l v e k j a  Leikstjóri: Glenn Standring. Hand- rit: Glenn Standring. Aðalhlutverk: Karl Urban, Katie Wolfe, Sally Stockwell. (90 mín.) Nýja-Sjáland. Bergvík, 2000. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. NÝSJÁLENDINGAR eru greinilega mjög hrifnir af hrollvekj- um, a.m.k. hafa á undanförnum ár- um komið prýði- legar hrollvekjur þaðan eins og „The Ugly“ og myndir Peters Jacksons. Harry Ballard er prófess- or í mannfræði og vinnur við það að svipta hulunni af alls kyns trúar- hreyfingum og galdrahópum. Einn daginn fær hann hótunarbréf frá einum hópi djöfladýrkenda en hann tekur því ekki alvarlega fyrr en að undarlegir og hræðilegir hlutir fara að gerast. Það er mikið spilað með raunveruleika og ímyndun í þessari mynd og hvernig persónur skynja umhverfi sitt. Ballard (vel leikinn af Karl Urban) byrjar myndina sem algjör raunsæismaður en smám saman gengur hann á vit geðveik- innar. Nokkrar áhrifamiklar senur eru í myndinni og margar skrítnar persónur verða á vegi Ballards en myndin er allt of lengi að enda og undir lokin er maður byrjaður að missa áhugann. Ottó Geir Borg MYNDBÖND Djöflar hugans ♦ ♦ ♦ Afríkudraumar (I Dreamed of Africa) D r a m a  Leikstjóri: Hugh Hudson. Handrit Paula Milne og Susan Shilliday eftir endurminningum Kuki Gallmann. Aðalhlutverk Kim Basinger, Vin- cent Perez. (111 mín.) Bretland 2000. Skífan. Öllum leyfð. AFRÍKUDRAUMAR segir sögu Kuki Gallmann, sem í dag er ötul baráttukona fyrir sáttfúsu samlífi manns og náttúru. Þessi ítalska kjarnakona fluttist ung og óhörðnuð til Kenýa ásamt manni sínum, æv- intýramanninum og náttúruunnand- anum Paolo. Það kostaði Kuki mikið þrek og tár að að- lagast sínum nýju heimkynnum en hún harkaði af sér og fyrr en varði unni hún Afríku heitt og innilega. En áður en hún gat fundið rétta taktinn og lifað í sátt og samlyndi við afríska náttúru þurfti hún að færa fórnir – ganga í gegnum raunir sem vart eru leggjandi á æviskeið einnar manneskju. Það er Bretinn Hugh Hudson sem glímir við þessa miklu og tign- arlegu baráttusögu konu en hann er hvað frægastur fyrir óskarsverð- launamyndina Chariots of Fire. Honum tekst alls ekki að nýta sér efniviðinn til fulls, frásagnarmáti hans er langdreginn og dramað hefði mátt vera miklu sterkara. En það er ekki við Basinger að sakast því hún og fegurð Afríku halda myndinni uppi. Skarphéðinn Guðmundsson Kona og náttúra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.