Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 67
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 67
Þorradansleikur
Hljómsveitin Furstarnir
ásamt
Geir Ólafs og Önnu Vilhjálms
föstudags- og laugardagskvöld
Aðgangseyrir 1.000
Veitingahúsið Naustið
ALMENNUR
DANSLEIKUR
með Geirmundi Valtýssyni
í Ásgarði, Glæsibæ,
í kvöld, föstudagskvöldið
2. febrúar
Húsið opnað kl. 22.00.
Allir velkomnir!
Hljómsveitin
Hunang
leikur frá miðnætti
Vesturgötu 2, sími 551 8900
Ath! Tónleikar með Bubba Morthens nk. sunnudagskvöld kl. 9
SUNDANCE-kvikmyndahátíðin er
nú á enda. Englar alheimsins og 101
Reykjavík voru á hátíðinni sem er í
takt við velgengni íslenskra kvik-
mynda á sl. ári. Þessir fram-
bærilegu fulltrúar Íslands vöktu at-
hygli líkt og hvarvetna sem þeir
koma. Eins og fyrr hefur verið sagt
frá veitti kvikmyndatímaritið Var-
iety Baltasar Kormáki sérstaka til-
nefningu sem leikstjóra sem vert
væri að fylgjast með í framtíðinni.
Góð viðbrögð en erfiður róður
Fullt hús var á sýningu Engla al-
heimsins í Egypska kvikmyndahús-
inu, sem er elsta og virtasta bíóið í
Park City þar sem Sundance-hátíðin
er haldin. Bandarískir áhorfendur
klöppuðu og flautuðu þegar atriðið
á Grillinu á Hótel Sögu náði há-
marki. Eftir sýninguna spurðu
áhorfendur Friðrik Þór spjörunum
úr og þótti ljóst að myndin hafði
snert marga.
„Þetta var góður salur og það eru
svona stundir sem gera það þess
virði að framleiða kvikmyndir,“
sagði Friðrik Þór að sýningu lokinni
og bætti við að þetta hefði verið ein
besta sýning myndarinnar á er-
lendri grundu.
Sama kvöld fór svo fram sýning á
101 Reykjavík í Salt Lake City, höf-
uðborg Utah, og þar komust færri
inn en vildu.
„Það stóðu tæplega fjögur hundr-
uð manns í röð fyrir utan kvik-
myndahúsið þrátt fyrir að uppselt
hefði verið á myndina þeg-
ar við komum þangað
klukkutíma fyrir sýningu,“ sagði
Ingvar Þórðarson, framleiðandi
101Reykjavík.
Neil Friedman, sem fer með sölu
íslensku kvikmyndanna á Banda-
ríkjamarkaði, sagði fáar kvikmynd-
ir hafa selst á hátíðinni að þessu
sinni, en markaðssetning hans
byggðist að stórum hluta á því að fá
umfjöllun um myndirnar í fjöl-
miðlum í Norður-Ameríku og engin
kvikmyndahátíð væri betur til þess
fallin en Sundance-hátíðin. Hann
bætti því við að þó svo að dreifing-
araðilar sjái stórkostleg viðbrögð
áhorfenda á sýningunum á Sund-
ance þá væru þeir samt hræddir við
að kaupa kvikmyndir á öðrum
tungumálum en ensku. Bæði hann
og Friðrik eru sammála um að róð-
urinn verði erfiður fyrir Engla al-
heimsins á Bandaríkjamarkaði
nema hún fái útnefningu til Ósk-
arsverðlauna.
Konur í heimildum
Sundance-
kvikmyndahátíðin
gerir heim-
ildamyndum jafn-
hátt undir höfði og
leiknum kvikmynd-
um, en konur voru
sérlega margar
meðal
verðlaunahafa í
þeim flokknum.
Þrátt fyrir að konur hafi einmitt
tekið eftir því að færri konur voru
með myndir á hátíðinni en vanalega.
Aðalverðlaun dómnefndar fyrir
heimildamynd hlaut Kate Davis fyr-
ir mynd sína Southern Comfort.
Áhorfendaverðlaunin eftirsóttu
hlutu Tom Shepard fyrir Scout’s
Honor, sem einnig fékk Málfrels-
isverðlaunin, og Stacy Peralta fyrir
fyrir Dogtown and the Z-Boys.
Stacy hlaut einnig sérstök leik-
stjóraverðlaun fyrir sömu mynd. Og
sérstök heimildamyndadómnefnd-
arverðlaun hlaut Edet Belzberg fyr-
ir mynd sína Children Undergro-
und.
Karlmenn í drama
Aðalverðlaun dómnefndar leik-
inna kvikmynda hlaut Henry Bean
fyrir myndina The Believer. Áhorf-
endaverðlaunin hlaut John Camer-
on Mitchell fyrir myndina Hedwig
and the Angry Inch. Hann hlaut
einnig leikstjórnarverðlaunin fyrir
sömu mynd.
Sérsök handritsverðlaun hlaut
Christopher Nolan fyrir Memento,
en hann var í hópi með Baltasar
Kormáki sem áhugaverður leik-
stjóri. Dómnefndin veitti leik-
urunum Sissy Spacek og Tom Wilk-
inson sérstök verðlaun fyrir leik
sinn í myndinni In the Bedroom eft-
ir Todd Field.
Hinn þekkti kínverski leikstjóri
Yang Zimou hlaut áhorfendaverð-
laun í flokknum Heimskvikmyndir
fyrir mynd sína The Road Home.
Fjölmargar stuttmyndir eru sýndar
á hátíðinni og þótti mynd Paul
Harrill Gina, An Actress, Age 29 sú
besta en auk þess hlutu sjö aðrir
stuttmyndahöfundar viðurkenn-
ingu.
Þess virði að fram-
leiða kvikmyndir
Geoff Gillmore,
framkvæmda-
stjóri Sundance,
og Friðrik Þór
bregða á leik.
Morgunblaðið/Jón E Gústafsson
Ingvar Þórðarson og Páll Grímsson
kvikmyndagerðarmaður fyrir utan
Egypska kvikmyndahúsið.
Sissy Spacek og Tom Wilk-
inson fengu sérstök verð-
laun dómnefndar fyrir leik
sinn í In the Bedroom.
Uppselt á íslenskar myndir á Sundance-kvikmyndahátíðinni
Morgunblaðið/Jón E. Gústafsson