Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI 22 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ STURLA Böðvarsson sam-gönguráðherra sagði í inn-gangserindi sínu á Fjar-skiptaþingi 2001, sem haldið var í gær, að hann legði ríka áherslu á að þróunin í fjarskiptamálum hér á landi yrði á þann veg að staðsetning réði ekki verðlagningu í gagnaflutn- ingum, heldur umfang viðskiptanna hverju sinni. Hann hvatti fjarskipta- fyrirtækin í landinu til að byggja fjar- skiptakerfið og þjónustuna þannig upp að sem best mætti vera um land allt, með langtímahagsmuni allra landsmanna í huga. Sturla hóf erindi sitt á því að segja að tækifærin á sviði fjarskiptanna blöstu við. Markaðurinn blómstraði, ný fyrirtæki litu dagsins ljós, og hvert sem litið væri skipaði fjarskiptatækn- in og upplýsingasamfélagið æ stærri sess í daglegu lífi fólks. Flestar ef ekki allar greinar atvinnulífsins reiddu sig í sífellt ríkari mæli á fjar- skiptin og upplýsingatæknina. „Fjarskiptin eru einn helsti meg- instólpi hins nýja hagkerfis sem svo mjög hefur vaxið fiskur um hrygg á undraskömmum tíma,“ sagði Sturla. „Ekki síður eru fjarskiptin og upplýs- ingaiðnaðurinn farin að skipta hinar svokölluðu hefðbundnu atvinnugrein- ar máli.“ Hann sagði að hin rafræna bylting hefði átt sér stað og hugtök eins og rafræn greiðslumiðlun, rafræn stjórnsýsla, jafnvel rafrænir farseðl- ar, væru í dag eðlilegur hluti af tal- máli fólks. Undirstaða þessa alls væru örugg og traust fjarskipti. Reikisamningur gerður milli Landssímans og Íslandssíma „Gildandi fjarskiptalög hafa óum- deilanlega komið á samkeppni sem ýtir undir þróun og framfarir á mark- aðinum,“ sagði Sturla. „Sprotar sam- keppninnar tóku að vaxa, varfærnis- lega til að byrja með, en samkeppninni hefur vaxið hratt ás- megin, sér í lagi með gildistöku þeirra fjarskiptalaga sem ég beitti mér fyrir og tóku gildi 1. janúar 2000. Sam- kvæmt þeim höfum við lagaumhverfi og regluverk sem gerir það að verk- um að hinn íslenski fjarskiptamark- aður er óumdeilanlega í fremstu röð. Höfuðmarkmið fjarskiptalaganna er að tryggja hagkvæm og örugg fjar- skipti hér á landi og efla samkeppni á fjarskiptamarkaði.“ Að sögn Sturlu er fjarskiptafyrir- tækjunum nú tryggður með lögum aðgangur að fjarskiptaneti markaðs- ráðandi fyrirtækis. Þá hafi aðgangur að heimtauginni og númeraflutningur á milli fjarskiptafyrirtækja verið tryggður. Með ákveðinni einföldun megi segja að tvær meginstoðir gangi í gegnum fjarskiptalögin, það séu ákvæði er tryggi samkeppni á mark- aðinum, þar á meðal ákvæði er tryggi aðganginn að fjarskiptaneti markaðs- ráðandi fyrirtækis. Hins vegar séu ákvæði sem tryggi aðgang allra landsmanna að ákveðinni fjar- skiptaþjónusu á sambærilegum kjör- um. Sturla sagði að til marks um aug- ljós áhrif fjarskiptalaganna á mark- aðinn mætti nefna nýgerðan reiki- samning á milli Landssímans og Tals og sams konar samning á milli Lands- símans og Íslandssíma sem gengið var frá í gær. Líklegt að öll leyfi til reksturs fjarskiptafyrirtækja verði afnumin Að sögn Sturlu liggur rauði þráð- urinn í gegnum þann lagaramma, sem fjarskiptamarkaðurinn býr við í dag, í því markmiði að fjarskipti á Ís- landi eigi að vera ódýr, örugg og að- gengileg fyrir alla. Um leið sé lögun- um ætlað að tryggja samkeppni á markaðinum sem sé í raun forsenda árangurs. Sturla sagðist telja víst að þróunin verði í átt til enn frekari samkeppn- isumhverfis, líklegt væri að öll leyfi til reksturs fjarskiptafyrirtækja yrðu afnumin. Samrunaþróunin á sviði margmiðlunar, samruni tals, hljóðs og myndar gerði einnig nýjar kröfur til lagaumhverfisins. Á vettvangi Evrópusambandsins væru komin fram drög að nýjum reglugerðum þar sem, þrátt fyrir allt, væri unnið að einföldun regluverksins. Ljóst væri að stjórnvöld væru almennt að losa tökin á fjarskiptamarkaðinum. Best að fleiri veiti þjónustu á landsvísu en Landssíminn „Með setningu gildandi fjarskipta- laga má segja að hrundið hafi verið af stað því ferli sem nú er að verða að veruleika með fyrirhugaðri einka- væðingu Landssíma Íslands. Sú einkavæðing væri ekki raunhæfur möguleiki og um hana hefði ekki náðst pólitísk samstaða ef ekki hefði jafnframt verið ákveðið af stjórn Landssímans að bjóða gegn sama verði til þorra landsmanna bæði ADSL-tengingar og aðgang að ATM- netinu. Þessi ákvörðun var tekin eftir að ég gaf um það skýr skilaboð á síð- asta aðalfundi Landssímans. Þar með hefur því markmiði verið náð að auk hefðbundins talsíma býðst lands- mönnum nú bæði NMT- og GSM- símaþjónusta, ISDN- og ADSL-teng- ingar og ATM-netaðgangur á sama verði hvar sem er á landinu. Besta tryggingin fyrir neytendur er að sam- keppnin eigi sér stað um land allt og það verði fleiri fyrirtæki en Lands- síminn sem veiti þjónustu á landsvísu. Því er það skoðun mín að þessi staða á fjarskiptamarkaðinum í dag er eitt besta dæmi sem ég get nefnt um þau tækifæri sem blasa við.“ Með sölu Landssímans er krafist enn meiri ábyrgðar þeirra sem keppa Sturla sagði að hann teldi að sá angi fjarskiptamarkaðarins sem sneri að sjónvarpi og gagnvirkri margmiðl- un ætti eftir að vaxa mikið. Á und- anförnum áratug hefði stafrænu út- varpi verið sýndur aukinn áhugi samtímis því að séð hefði verið fram á kosti þess að nota sömu tækni við út- varp og önnur fjarskipti. Íslensk fyr- irtæki sem veittu sjónvarpsþjónustu hefðu látið í ljósi áhuga á því að veitt verði leyfi fyrir stafrænu sjónvarpi, a.m.k. í tilraunaskyni. Þess vegna væri tímabært að móta stefnu í þess- um málum hér á landi og setja reglur um skynsamlega innleiðingu staf- ræns sjónvarps. Brýnt væri að fjalla um þátt dreifikerfanna þegar dag- skrárgerð í sjónvarpsstöðvunum yrði komin á stafrænt form vegna þess að um yrði að ræða mjög breytta tækni. Sturla fjallaði um áform ríkis- stjórnarinnar varðandi einkavæðingu Landssíma Íslands og sagði að nið- urstaða skoðunar á því hvort heppi- legt væri að skipta fyrirtækinu upp væri sú að ekki væri ástæða til þess. Með fyrirhugaðri sölu á Landssíma Íslands sé verið að krefjast enn frek- ari ábyrgðar þeirra sem keppi á markaðinum. Farsíminn verði lykill að sem flestu Bandaríkjamaðurinn Mark R. Anderson, sjálfstæður ráðgjafi í tölvu- og fjarskiptamálum, flutti er- indi á ráðstefnunni undir yfirskrift- inni Heimurinn árið 2005. Hann hóf erindið á því að segja að uppboð á leyfum fyrir þriðju kynslóð farsíma væri slæm leið til að koma þeirri tækni á. Hún væri neytendum ekki til hagsbóta. Svonefnd fegurðarsam- keppni milli fyrirtækjanna væri mun betri. Þá væri ástæða til að þakka fyr- ir þá vaxtalækkun sem ákveðin hefði verið í Bandaríkjunum í fyrradag því hún mundi örva fjarskiptamarkaðinn eins og tæknimarkaðinn almennt. Mark gerði grein fyrir stöðunni á fjarskiptamarkaðinum eins og hún er í dag og lýsti þeirri tækni sem er til staðar. Hann sagði að notendum fjar- skiptaþjónustunnar hefði fjölgað verulega á undarförnum árum og að með bættum efnahag fjölmennra ríkja, sérstaklega í Asíu, mundi not- endum fjölga enn hraðar. Varðandi framtíðina sagði Mark að farsíminn mundi stöðugt gegna mik- ilvægara hlutverki í daglegu lífi fólks. Farsíminn yrði það tæki sem fólk mundi nota til innkaupa, til að greiða reikninga og jafnvel til að ræsa bílinn auk þess sem hann mundi verða not- aður við fjölmörg önnur dagleg störf. Síminn mundi þróast í þá veruna að hann mundi skilja og meðtaka rödd eigandans og eingöngu hans rödd. Mark sagði að sú framtíðarsýn sem hann sæi í notkun símans væri ekki ógnandi heldur byði hún upp á ótelj- andi tækifæri. Hann lýsti mikilli ánægju með þró- un fjarskiptamála hér á landi eftir því sem hann hefði haft tækifæri til að kynna sér þau. Aðferðir fjarkennslunnar allsráðandi eftir áratug Sigríður Finsen, verkefnisstjóri og oddviti, sagði frá framkvæmd og reynslu af fjarkennslu í Grundarfirði. Síðastliðið eitt og hálft ári hefði farið fram tilraun með að kenna unglingum á framhaldsskólaaldri eingöngu í fjar- námi Verkmenntaskólans á Akur- eyri. Þetta væri brautryðjendaverk í hreinu fjarnámi því hvergi annars staðar væri hópi ungs fólks kennt með fjarnámi eingöngu. Gott fjar- skiptanet væri forsenda námsins. Hún sagðist telja að þær aðferðir sem nú væru notaðar í fjarkennslunni mundu verða nánast allsráðandi í skólastarfi eftir áratug. Ef það gerð- ist ekki væri ekki verið að nýta mögu- leika tækninnar. Sigríður sagði að fjarnámið í Grundarfirði færi þannig fram að útbúið hefði verið fjarnámsver með tölvum, ein tölva fyrir hvern nem- anda. Þar væru nemendur skyldugir til að mæta á hverjum morgni og læra. Samtals hefðu 11 nemendur stundað þetta nám í rúmlega tuttugu áföngum. Nemendurnir ættu að leysa verkefni og fengju til þess ákveðnar leiðbeiningar. Þetta örvaði og styrkti þá í sjálfstæðum vinnubrögðum sem ætti að koma þeim til góða þegar út á vinnumarkaðinn kæmi. Viðskiptavinir vilja heildarlausnir Sigurður Ingi Jónsson, yfirmaður viðskiptamótunar Íslandssíma, greindi frá valkostum viðskiptavinar- ins í fjarskiptaþjónustu. Hann sagði að eftir að einokun á fjarskiptamak- aði hefði verið aflétt hefði samkeppni og fjölbreytni aukist, verð lækkað og tilfærsla orðið á valdi í þessum geira. Áhrif samkeppninnar hefðu meðal annars verið lækkun á verði símtala og nettengingar. Hann sagði að Ís- lendingar kynnu að meta tæknina. Hér á landi væri mesta útbreiðsla far- síma og Nets. Kröfur viðskiptavin- anna til fjarskiptafyrirtækjanna hefðu jafnframt aukist mikið. Fjar- skipti væru orðin mjög flókin og óskir viðskiptavinanna væru þær að vilja heildarlausnir. Mikilvægt væri að vanda valið í þeim efnum. Háar greiðslur fyrir farsímaleyfi munu ekki sjást á ný Næst fjallaði Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka-FBA, um fjár- festingartækifæri í fjarskiptum og tengdum greinum hér á landi. „Tæki- færin blasa við, en það gerir áhættan líka,“ sagði hann og lagði áherslu á þá miklu óvissu sem ríkir á fjarskipta- markaðnum. Bjarni sagði endingu afurða hinnar nýju tækni alltaf vera að styttast. „Þetta þýðir,“ sagði hann, „að fjár- festingarákvarðanir sem maður tek- ur þurfa að koma til baka á sífellt styttri tíma og þegar saman við þetta fer sífellt meiri áhætta, þar sem sífellt meiri óvissa er um hvort neytandinn muni nokkru sinni nýta sér þetta, þá spyr maður sig hvort við séum á réttri leið. Frá sjónarmiði fjármálamarkað- arins er þetta ekkert endilega jákvæð þróun.“ Bjarni tók sem dæmi af óvissunni að farsímar af svokallaðri 21⁄2-kynslóð í Japan hefðu ekki verið notaðir í það sem búist hefði verið við. Þeir væru mest notaðir til sniðugra skilaboða og skemmtunar en ekki til að senda tölvupóst eða eiga viðskipti í gegnum. Dæmi eins og þetta væri að gera mönnum æ ljósara hversu mikil áhættan væri fyrir þá sem fjárfesta á þessu sviði. Bjarni sagðist þess vegna telja að það mundi ekki endurtaka sig sem gerðist við útboð á rásum fyrir þriðju kynslóð farsíma í Bretlandi og Þýska- landi að menn borguðu um 50.000 krónur á hvern íbúa, sem jafngilti um 14 milljörðum króna hér á landi, fyrir farsímaleyfi. Hann sagði að þegar þeir sem greitt hefðu svo hátt verð fyrir leyfin væru spurðir um það hvernig þeir hygðust ná fjárfestingunni til baka yrði fátt um svör, en þeir segðu jafn- vel að það kynni vel að vera að þetta yrði greitt til baka með þjónustu sem okkur dytti ekki í hug í dag. Bjarni sagði ótrúlegt að menn hefðu verið til- búnir að stofna fyrirtækjum sínum í hættu af þessu tagi. „Bankar og fjárfestingarfyrirtæki eru búin að setja 150 milljarða dollara í fjarskiptageirann á síðasta ári til að byggja upp þessi kerfi og það gæti þurft 90 milljarða dollara í viðbót til að koma þessu á framfæri við neyt- endur. Og við vitum í sjálfu sér ekki hvort nokkur hefur áhuga á þessari þjónustu,“ sagði hann. Afleiðingarnar af bjartsýni fjárfesta og svo lækkun- um á mörkuðum kæmu svo meðal annars fram í því að mörg fyrirtæki, þeirra á meðal British Telecom, hefðu þurft að þola lækkað lánshæfismat. En Bjarni sagði að þó áhættan væri mikil og oft vanmetin á fjar- skiptamarkaðnum væru tækifærin vissulega einnig fyrir hendi. Þannig byggi Landssíminn til að mynda yfir upplýsingum um lánshæfi allra heim- ila á landinu, því þau hefðu í áraraðir greitt símreikninga hans og þannig Nýjasta tækni, fjárfestingar og framtíðarhorfur til umfjöllunar á Fjarskiptaþingi 2001 Mikil tækifæri og áhætta á fjarskipta- markaðnum Morgunblaðið/Þorkell Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu, sem stýrði fundi á Fjarskiptaþingi, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka-FBA. Fjarskiptin eru einn helsti meginstólpi hins nýja hagkerfis að sögn samgönguráðherra. Á sama tíma er ending af- urða hinnar nýju tækni alltaf að styttast. Ekki er víst að þetta sé já- kvæð þróun ef horft er frá sjónarhorni fjár- málamarkaðarins, að því er fram kom á Fjar- skiptaþingi í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.