Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. VEÐURFAR hefur verið með allra besta móti það sem af er árinu. Vegir á heiðum sunnanlands eru auðir eins og að sumri og hitaupp- streymi var frá hrauninu við Þrengslaveginn þegar ljósmynd- ari átti þar leið um í gær. Morgunblaðið/Rax Sem sumar væri á heiðum SIGRÍÐUR Jónsdóttir, félagsráð- gjafi hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík, sagði á ráðstefnu Kven- réttindafélags Íslands nýverið að konur væru fjórfalt fleiri en karlar í hópi þeirra sem fá lágmarkslíf- eyri. Væri þetta sá hópur sem hef- ur minnstar tekjur í hópi ellilífeyr- isþega og engar tekjur nema frá Tryggingastofnun ríkisins eða rúmar 72 þúsund krónur á mánuði. Í erindi sínu ræddi Sigríður um konur á efri árum og fjallaði bæði um viðhorf til ellinnar og fjárhags- lega stöðu eldri kvenna. Hún sagði íslenska tryggingakerfið flókið og að það væri „tekjutengt í allar átt- ir, sem snertir mannréttindi ellilíf- eyrisþega ekkert síður en öryrkja, en ef rýnt er í tölur kemur í ljós að í hópi þeirra sem fá lágmarkslíf- eyri, þ.e. óskerta sérstaka heimilis- uppbót, eru konur nærri fjórfalt fleiri en karlar“. Þá sagði Sigríður að væri maki ekki lífeyrisþegi og hefði tekjur yf- ir ákveðinni upphæð skertist óskert tekjutrygging og félli alveg niður við 115 þúsund króna mán- aðartekjur maka. „Þannig að tekjur maka skerða rétt ellilífeyr- isþega til óskertrar tekjutrygging- ar. Sé kona gift manni sem enn er með atvinnutekjur byrjar óskerta tekjutryggingin að skerðast við 44.760 kr. og fellur alveg niður við 105.000 kr. rúmlega. Sú kona hefur því í tekjur 18.424 kr. á mánuði. Þróunin á síðari hluta þessarar ald- ar hefur leitt til þess að konur fá minni lífeyrisgreiðslur en karlar sem m.a. skýrist af síðbúinni komu kvenna inn á hinn launaða atvinnu- markað, m.ö.o. af þróun í atvinnu- þátttöku kvenna,“ sagði Sigríður ennfremur. Hópur þeirra sem njóta aðeins lágmarkslífeyris Konurnar fjórfalt fleiri en karlar  Fjárhagslega/38 ARI Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í leið- ara Fréttabréfs SA að veigamikil rök hnígi að því að lækka vexti. Hann segir margt benda til þess „að sú of- þensla sem ríkt hefur síðustu misseri sé nú að baki og jafnvel sé hætta á samdrætti“. Veltutölur og þróun út- lána bendi til hins sama. Ari bendir á að mjög háir vextir geti reynst nauðsynlegir um tíma, en þeir hafi skaðleg áhrif á hagvöxt þegar til lengri tíma væri litið. Varað er við að fái hávaxtastefnan að ríkja áfram og of mikill vaxtamunur gagn- vart öðrum löndum gæti það valdið gengislækkun þegar til lengdar læt- ur „því ljóst er að hagvaxtahorfur til framtíðar veikjast og þar með trú á efnahagslífið“. Ari segist telja varfærið að lækka vexti um 0,5% í þessum mánuði „Ég tel margt mæla með að við núverandi aðstæður og horfur í efna- hagslífinu sé eðlilegt að fylgja hlut- lausri peningastefnu, sem felur í sér að vaxtabreytingar hér á landi fylgi í aðalatriðum breytingum erlendis,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, en Seðlabandi Bandaríkjanna lækkaði vexti um 0,5% í fyrradag, en Evrópski seðla- bankinn ákvað að halda vöxtum óbreyttum. Þórður segir hins vegar að það sem helst mæli á móti aðgerðum við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu sé m.a. það, að enn séu áhöld um hvort þenslan í efnahagslífinu sé í rénun. Hvetur til lækkunar vaxta  Útlit fyrir / 24 Framkvæmdastjóri SA SÍÐAN í desember hefur samtals 147 manns verið sagt upp störfum hjá fjórum sjávarútvegsfyrirtækjum í Vestmannaeyjum og Bolungarvík og á Húsavík og Eskifirði. Í desember misstu 80 starfsmenn vinnuna í kjölfar gjaldþrots rækju- verksmiðju Nasco í Bolungarvík og eru 66 þeirra enn á atvinnuleysisskrá. Í gær var greint frá uppsögnum 15 starfsmanna Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf. en auk þess hefur Ísfélag Vestmannaeyja hf. sagt upp 34 starfs- mönnum sínum og Fiskiðjusamlag Húsavíkur 18 manns. Erfiðleikar blasa við í rækjuvinnslu og að sögn framkvæmdastjóra Fisk- iðjusamlags Húsavíkur verður fyrir- tækið að fækka starfsfólki um 18 manns til að bregðast við aðstæðum. Fjöldaupp- sagnir í fiskvinnslu  Um 150 manns/26 STURLA Böðvarsson, samgönguráðherra, greindi frá því í lok Fjarskiptaþings í gær, að síðar á þessu ári muni samgönguráðuneytið úthluta rekstrarleyfum fyrir þriðju kynslóð farsíma. Sturla sagði að við úthlutunina yrði beitt þeirri að- ferð að hafa „samanburðarútboð með umtalsverðu leyfisgjaldi“. Þessi aðferð uppfylli það „megin- markmið stjórnvalda í fjarskipta- og upplýsinga- málum að Ísland verði áfram í fremstu röð tækni- væddra ríkja með ódýra, góða og aðgengilega fjarskiptaþjónustu“. Til að ná þessu markmiði sé nauðsynlegt að stuðla að raunverulegri sam- keppni og jafnframt að tryggja aðgang sem flestra landsmanna að þjónustunni. Þá sagðist hann hafa litið til þess við val á út- hlutunaraðferð að tæknisviðið sé takmörkuð auð- lind sem veiti væntanlegum leyfishöfum tækifæri til aðgangs að markaði sem geti skapað þeim mikil verðmæti og mikinn arð. Sturla sagðist telja að þessi aðferð væri best til þess fallin að taka tillit til sérstakra íslenskra að- stæðna þar sem fámennið í stóru landi leiði til til- tölulega mikils kostnaðar við uppbyggingu kerf- isins. Skýrar lágmarkskröfur Ýmis önnur rök mæla með þessari niðurstöðu að mati Sturlu. Mikil reynsla sé komin á útboðs- aðferðina hér á landi við kaup á hvers konar þjón- ustu og nefndi hann útboð Póst- og fjarskipta- stofnunar á leyfum til að reka TETRA-fjarskiptaþjónustu og á GSM-tíðnum sem dæmi um þetta. Sturla segir að skilyrði fyrir árangri í uppboðs- leiðinni sé að umsækjendur séu fleiri en leyfin en hið sama gildi ekki um samanburðarútboð og reynsla frá uppboði í Sviss og samanburðarútboði í Noregi sýni að hægt sé að afla meiri tekna með þeirri leið sem hann hafi valið en með uppboði. Þá minnti hann á ákvæði fjarskiptalaga um reikisamninga, en með þeim sé hagkvæmni aukin og komist hjá óarðbærum fjárfestingum þrátt fyr- ir mikla útbreiðslu þjónustunnar. Einnig sé það mat margra sérfræðinga að samanburðarútboð eigi ekki síður en uppboð að geta leitt til lægra verðs til notenda. Sturla sagði að sér væri ljóst að einhverjir teldu samanburðarútboð ekki eins hlutlæga aðferð og uppboð. Hann sagðist þó hafa trú á að samgöngu- ráðuneytinu tækist að tryggja hlutlæga matsað- ferð í samanburðarútboði ekki síður en við uppboð eða verðútboð og á það væri lögð mikil áhersla. Að lokum sagði Sturla að í næsta mánuði muni hann leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um úthlutun á rekstrarleyfum fyrir þriðju kynslóð farsíma. Í frumvarpinu verði settar fram skýrt skilgreindar lágmarkskröfur og samkeppni um- sækjenda muni felast í að bjóða í þjónustu umfram þær. Stefnt sé að afgreiðslu frumvarpsins í vor og úthlutun leyfanna í haust. Samanburðarútboð með umtalsverðu leyfisgjaldi Frumvarp um úthlutun þriðju kynslóðar farsíma í næsta mánuði  Mikil tækifæri/22  Leiðari/38 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.