Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR
52 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HENDRIK SNÆR
BERNDSEN
✝ Hendrik SnærBerndsen fædd-
ist á Landspítalan-
um við Hringbraut
28. nóvember síð-
astliðinn. Hann lést
á gjörgæsludeild
Landspítalans 28.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Hendrik Berndsen,
f. 20. júlí 1966, og
Bára Björnsdóttir,
f. 22. ágúst 1966.
Systkini hans eru
Sigurður Ernst
Berndsen, f. 28.
ágúst 1993, og Aníta Birna Bernd-
sen, f. 31. maí 1998. Foreldrar
Hendriks eru Adolf Jakob Bernd-
sen og Hjördís Sigurðardóttir,
Skagaströnd. Foreldrar Báru eru
Elsa Jónsdóttir og Björn Einars-
son, Hofsósi.
Útför Hendriks fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30. Hann verð-
ur jarðsettur á Skagaströnd laug-
ardaginn 3. febrúar klukkan 14.
Elsku hjartans dreng-
urinn okkar.
Það er sárt og erfitt að
setjast niður og þurfa að
kveðja þig eftir svona
stutta samveru, sem þó
virtist svo löng. Þú varst
svo yndislegur þegar þú
komst í heiminn, fallegur
og vel skapaður með þitt
mikla dökka hár, svo
ótrúlega líkur bróður
þínum.
Fljótlega kom í ljós að
þú varst haldinn illkynja
sjúkdómi sem þurfti að
meðhöndla með sterkum
lyfjum sem þinn litli fallegi líkami
þoldi ekki. Þú barðist eins og hetja
allan þennan tíma þótt þú ættir þína
erfiðu daga. Þú gafst okkur alltaf von
um að við gætum farið aftur saman
heim.
Sárt er fyrir Sigurð bróður þinn að
þurfa að kveðja þig, það var hans heit-
asta ósk að eignast bróður eins og þig.
Hann hafði svo lengi beðið eftir því að
þú kæmir í heiminn. Aníta systir þín
skilur þetta ekki alveg en spyr hve-
nær þú komir heim. Hún var svo góð
við þig og sagði alltaf að þú værir svo
sætur og vildi fá að halda á þér.
Við áttum yndislegar stundir sam-
an um jólin og þegar þú varst skírður
hérna heima á afmælisdegi afa þíns
hinn 28. desember. Við reyndum að
vera hjá þér öllum stundum og er það
okkur dýrmætt. En sárast er að hafa
ekki getað hjálpað þér meira í veik-
indum þínum. Eftir að þú varst lagður
inn á gjörgæslu var svo erfitt að geta
ekki faðmað þig og haldið á þér í fang-
inu, þá héldum við í litlu höndina þína
og strukum þér um þitt fallega höfuð.
Elsku hjartans Hendrik Snær, það
er svo erfitt að lifa í þessari þungu
sorg og reyna að skilja tilganginn
með þessu öllu saman. En við vonum
að þér líði betur núna þar sem þú ert.
Við vitum að langafi þinn og
langamma taka á móti þér með hlýj-
um opnum örmum og passa þig, þar
sem þú munt hvíla hjá þeim.
Minning um góðan og fallegan
dreng mun alltaf lifa í hjörtum okkar.
Við biðjum góðan Guð að geyma
þig og styrkja okkur öll.
Vaktu minn Jesús, vaktu í mér
vaka láttu mig eins í þér,
sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgr. Pét.)
Mamma og pabbi.
Elsku litli bróðir minn.
Þú sem varst fallegastur í heimin-
um og þú varst svo blíður og góður og
mér þykir svo vænt um þig. Ég
gleymi þér aldrei.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þinn bróðir,
Sigurður Ernst.
Ég fel í forsjá þína,
guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Joch.)
Elsku litli Hendrik Snær okkar,
Guð geymi þig.
Amma og afi, Hofsós.
Elsku Hendrik Snær, litla hetjan
okkar. Minning þín mun lifa í hjörtum
okkar.
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn,
tjáð var í bænunum mínum,
en Guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því,
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna
að Guð, hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfin ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir.)
Elsku Hinni, Bára, Siggi og Aníta,
megi algóður Guð styrkja ykkur og
vernda.
Amma og afi, Skagaströnd.
KIRKJUSTARF
NÆSTKOMANDI sunnudag, 4.
febrúar, kl. 20 mun Árbæjarkirkja
vera með sína fyrstu mánaðarlegu
„léttmessu“. Þetta eru öðruvísi mess-
ur þar sem verður spiluð öðruvísi
messutónlist. Páll Rósinkrans mun
syngja lög af metsöludisknum „No
turning back“, Guðni Már, skólavinur
Árbæjarskóla og Ársels og æskulýðs-
leiðtogi í Árbæjarkirkju, mun flytja
hugvekju. Sr. Þór Hauksson sóknar-
prestur þjónar fyrir altari. Ungt fólk
les ritningarlestra og flytja bænir.
Láttu sjá þig í léttmessu í Árbæjar-
kirkju.
Laugarneskirkja: Morgunbænir kl.
6.45–7.05. Mömmumorgunn kl. 10–
12. Kaffispjall fyrir mæður. Góð upp-
lifun fyrir börn. Unglingakvöld kl. 20
fyrir 9. og 10. bekk.
Langholtskirkja.
Langholtskirkja er opin til hljóðrar
bænagjörðar í hádeginu.
Grafarvogskirkja. Al-Anon-fundur
kl. 20.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í
Strandbergi laugardagsmorgna. Trú
og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar-
stund.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9.
Samkomur alla laugardaga kl. 11.
Barna- og unglingadeildir á laugar-
dögum. Súpa og brauð eftir samkom-
una. Allir velkomnir.
Keflavíkurkirkja. Fundur með
starfsfólki Sjúkrahúss Suðurnesja,
Heilsugæslu Suðurnesja og Félags-
málastofnunar Reykjanesbæjar í
Kirkjulundi kl. 16. Ávarp Clemons.
Umræður og fyrirspurnir. Lofgjörð-
ar- og fyrirbænastundir í kirkjunni
kl. 20–21.
Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu-
dagskvöld kl. 21 styrkur unga fólks-
ins. Dans, drama, rapp, prédikun og
mikið fjör.
Sjöundadagsaðventistar á Íslandi:
Sameiginleg guðþjónusta aðventsafn-
aðanna á Íslandi í Loftkastalanum,
guðþjónusta kl. 11, biblíufræðsla kl.
12.30, ræðumaður Bertil Wiklander.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.
Safnaðarstarf
Léttmessa
í Árbæjar-
kirkju
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
allan sólarhringinn — utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Kistur
Krossar
Duftker
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu milli landa
Sjáum um
útfararþjónustu á
allri landsbyggðinni.
Áratuga reynsla.
Erfisdrykkjur
50-300 manna
Glæsilegir salir
Bræðraminni ehf., Kíwanishúsinu,
Engjateigi 11, sími 588 4460.
Bridshátíð Flugleiða,
BSÍ og BR
Þeim fjölgar alltaf erlendu gest-
unum sem tilkynna komu sína á
Bridshátíð. John Solodar kemur
ásamt eiginkonu sinni Sue Ellen en
hann vann Bermuda-skálina 1981.
Makker Hjördísar Eyþórsdóttur að
þessu sinni verður Bandaríkjakonan
Carol Sanders, sem er margfaldur
heimsmeistari kvenna bæði í tví-
menningi og sveitakeppni.
Skráning á Bridshátíð er í síma
587 9360 eða www.bridge.is
Síðasti skráningardagur er
fimmtudagur 8. febrúar.
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Þriðjudaginn 23. janúar mættu 23
pör og var að venju spilaður Mitchell
tvímenningur. Hæsta skor í N/S:
Anna Jónsdóttir - Sigurrós Sigurðard. 259
Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 251
Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 243
Hæsta skor í A/V:
Magnús Oddsson - Guðjón Kristjánss. 263
Eysteinn Einarss. - Kristján Ólafss. 255
Gróa Guðnad. - Sigríður Karvelsd. 241
Á föstudag var þátttakan einnig
þokkaleg eða 22 pör. Þá varð loka-
staðan þessi í N/S:
Albert Þorsteinss. -Sæmundur Björnss. 247
Rafn Kristjánss. - Oliver Kristófss. 237
Jón Pálmason - Ólafur Ingimundarss. 233
Hæsta skor í A/V:
Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 282
Anton Sigurðss. - Hannes Ingibergss. 258
Fróði B. Pálss. - Magnús Jósefsson 237
Meðalskor báða dagna var 216.
♦ ♦ ♦