Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 47
starfi sem hann gat til að fjármagna
framfærslu sína meðan á náminu
stóð. Það má því segja að hann þurfti
að hafa fyrir hlutunum sem lögðu
grunn að starfsferli hans.
Steinþór varð fljótlega eftirsóttur
vinnukraftur, að námi loknu starfaði
hann hjá Magnúsi Z. Sigurðssyni við
fiskútflutning, hann var bæjarritari
hjá Keflavíkurbæ á árunum frá 1967
til 1980, þá varð hann bæjarstjóri til
ársins 1986. Er Steinþór hætti sem
bæjarstjóri var um margt að velja
hvað störf varðaði, hann ákvað að
gera tilboð í rekstur hótels sem bygg-
ingaverktakar afhentu ófullgert. Þau
Sigrún tóku við byggingunni, sáu um
innréttingar, skipulögðu og ráku síð-
an Flughótel í Keflavík með miklum
myndarbrag um tíu ára skeið til árs-
ins 1999 er leigusamningur rann út.
Steinþór var mikill fagurkeri og var
honum einkum hugleikin myndlist
hverskonar, þetta mátti sjá á yfir-
bragði hótelsins og ekki síður á heim-
ili þeirra hjóna.
Við fundum á svipuðum tíma lífs-
förunauta okkar, hann fann Sigrúnu
sína og ég mína Þóru Möggu, á þeim
tíma bárum við Steinþór oft saman
bækur okkar varðandi framtíðina. Ég
er þess fullviss að ekki hafi ég séð
drauma rætast betur en með hjóna-
bandi þeirra Sigrúnar, skilningur og
gagnkvæm virðing einkenndi hjóna-
band þeirra alla tíð. Þau byggðu sér
glæsilegt einbýlishús að Grænagarði
12 í Keflavík, þangað sem gott var að
koma, einstakir höfðingjar heim að
sækja.
Það verður að segjast, að mér var
mjög brugðið er við Steinþór hittumst
á förnum vegi síðsumar sl. Hann tjáði
mér þá að hann gengi með banvænan
sjúkdóm og lífsmöguleikar hans
mörkuðust af vikum eða mánuðum.
Skömmu síðar kom ég á heimili
þeirra hjóna, þar ræddum við Stein-
þór um lífið, dauðann og tilganginn
með veru okkar á þessari storð. Stein-
þóri var æðruleysi í blóð borið og
hann var greinilega tilbúinn til þess
að taka örlögum skaparans enda skil-
að lífsstarfi sem allir gætu verið stolt-
ir af. Hann var sem sé tilbúinn til að
mæta guði sínum og sáttur við það
sem hann hafði komið til leiðar á lífs-
hlaupi sínu. Ég votta eftirlifandi ást-
vinum Steinþórs samúð mína.
Far í friði kæri vinur, ég þakka þér
samfylgdina.
Björn Helgason.
Kæri Steinþór, nú ert þú horfinn á
braut í faðm vina okkar á himnum eft-
ir langa og stranga banalegu. Styrkur
þinn, lítillætið og dirfska síðustu mán-
uði sýndu svo ekki var um villst
hversu mikill öðlingur þú varst, okkur
hinum sem eftir sitjum til eftir-
breytni.
Fyrir um tólf árum síðan hitti ég
þig fyrst þegar ég sem starfsmaður
Grönlandsfly AS á Íslandi þurfti gist-
ingu í Keflavík. Þú hafðir nýverið
stofnað Flughótel í hjarta Keflavíkur
og hótelið sem var stórglæsilegt í alla
staði bar keim af metnaði og djörfung
ykkar hjóna. Samstarfið næstu árin
var gleðilegt í alla staði og má segja
að Flughótel hafi á þessum tíma orðið
miðpunktur allra samskipta á milli Ís-
lands og Grænlands. Farþegar Grön-
landsfly litu á hótelið sem sitt annað
heimili næstu árin enda var viðmót
starfsfólksins með þeim hætti að
undrun vakti og oft var kvartað þegar
gist var á öðrum hótelum enda ætíð
miðað við það besta, eða Flughótel.
Sumarið 1992 fór ég og Sólveig
þess á leit við ykkur hjónin að fá að
gifta okkur í húsakynnum hótelsins.
Þetta þótti skrýtin ósk en um leið og
hún var borin fram var hún samþykkt
orðalaust, þetta var ekki vandamál.
Við skyldum ekki hugsa um þetta
meira heldur bara mæta á brúð-
kaupsdaginn, í brúðarsvítuna og
njóta dagsins. Á brúðkaupsdaginn
sjálfan þá fannst þér það bara við
hæfi ásamt henni Sigrúnu að skreyta
allt hótelið, búa til kirkju og halda 100
manna veislu. Þú meira að segja
keyrðir okkur úr bílageymslunni upp
að dyrum hótelsins eða um 50 metra
því þú taldir ekki við hæfi að við
skyldum ganga þessa stuttu leið á
sjálfan brúðkaupsdaginn okkar. Þess-
um degi gleymum við aldrei.
Þegar við Sólveig komum heim aft-
ur eftir tveggja ára dvöl erlendis og
tókumst á við ný verkefni reyndist þú
enn á ný sannur félagi, nú í hlutverki
ráðgjafans. Alltaf varst þú reiðubúinn
að veita aðstoð þegar leitað var eftir
henni, ráðagóður að venju og ekki síst
þolinmóður við ungan mann sem leit-
aði eftir þeirri þekkingu og reynslu
sem þú bjóst yfir. Alltaf vakti það at-
hygli mína hversu lítillátur þú varst,
þrátt fyrir mikla reynslu af sveitar-
stjórnarmálum, stjórnun og starfs-
mannahaldi. Þú máttir svo sannan-
lega vera montinn af þínum afrekum,
ekki síst af því hversu mikil mann-
gæska var í þinni sál. Aldrei heyrði ég
þig hallmæla nokkrum manni. Heim-
ili ykkar Sigrúnar að Grænagarði 12,
ætíð opið gestum og gangandi, stór-
glæsilegt og ykkur til sóma. Sama
viðmótið alla daga , allir velkomnir og
engu til sparað. Við kveðjum þig með
söknuði og þökkum þér alla aðstoðina
og vinskapinn sem þú sýndir okkur
hjónum alla tíð.
Elsku Sigrún, Helga, Júlli, Linda
og Rakel, mikill er missir ykkar en
minningin um góðan dreng lifir enda-
laust. Steinþór er kominn á sinn stað,
í hásætið á himnum og þar fylgist
hann með ykkur í gleði og sorg. Geng-
inn er merkur maður og góður dreng-
ur. Guð blessi ykkur öll.
Friðjón og Sólveig.
Það er komið að brottför og þú ferð
og tekur þátt í ævintýrunum sem við
öll tökum einhvern tíma þátt í, en
fáum litlu um það ráðið hvenær kallið
til fararinnar kemur. Það var rólegur
dagur, veðrið ekki líkt janúarveðri
hér á norðanverðu landinu þegar
dóttir þín og mín besta vinkona
hringdi og sagði mér fréttirnar um að
þitt kall væri komið, mig sló hljóða en
hugsaði sem svo að nú værir þú hvíld-
inni feginn. Þú hefur barist eins og
hetja við illvígan sjúkdóm sem að lok-
um hafði yfirhöndina. Þig hef ég
þekkt allt mitt líf og vorum við ekki
háar í loftinu vinkonurnar þegar ým-
islegt var brallað á Faxabrautinni í
gamla daga. Það er svo margs að
minnast og mörg voru skiptin þar
sem ég fékk að fara með ykkur þegar
átti að fara eitthvað í bíltúr. Ferðirnar
til ömmu Helgu í Reykjavík, skíða-
ferðirnar í Hveradali og allt ómögu-
legt annað. Ég og Helga urðum svo
samferða í gegnum barnaskóla og
hélst okkar vinskapur áfram þar.
Ferðirnar voru margar hjá mér, fyrst
á Vesturgötuna og svo í Grænagarð-
inn og oftar en ekki endaði dvölin með
því að ég borðaði kvöldmat og gisti
hjá ykkur. Það er mér ennþá í fersku
minni hvað kóteletturnar þínar voru
góðar, steiktar í raspi með grænu
Ora-baununum og hugsa ég ennþá til
þess þegar ég steiki kótelettur. Árin
liðu og fundirnir urðu færri en samb-
and okkar Helgu hefur haldist í ár-
anna rás. Ég varð svo þess aðnjótandi
að vinna fyrir ykkur hjónin á hóteli
ykkar og var það góður og reynslu-
mikill tími. Með þessum fátæklegu
orðum langar mig að kveðja þig og ég
veit að amma Ingibjörg tekur vel á
móti þér. Elsku Sigrún, Helga, Júlli,
Linda, Rakel, makar og börn, megi
Guð gefa ykkur styrk í ykkar miklu
sorg og leiða ykkur áfram um lífsins
veg.
Þú, Guð sem stýrir stjarna her
og stjórnar veröldinni,
í straumi lífsins stýr þú mér
með sterkri hendi þinni.
Stýr mínu fari heilu heim
í höfn á friðarlandi,
þar mig í þinni gæslu geym,
ó, Guð minn allsvaldandi.
(V. Briem.)
Hvíl þú í friði.
Guðný Svava.
Að heilsast og kveðjast er lífsins
saga, á langri vegferð verða þeir
margir samferðamenn sem heilsast
og svo ekki söguna meir, renna hjá
sem myndskeið í kvikmynd. Aftur á
móti verða í lífi hvers manns einn og
einn samferðamaður minnisstæðari
en aðrir.
Um 1952 heilsaði ég strák frá
Siglufirði sem kominn var til Kefla-
víkur. Móðir hans var ekkja og fluttist
með tvo stráka af börnum sínum suð-
ur með sjó að leita betri lífsafkomu,
fetaði hún þar í fótspor margra lands-
byggðarmanna. Strákurinn sem ég
heilsaði var í lægra lagi, skarpleitur,
ögn grófgerður í framan, liðlega vax-
inn og stæltur á skrokkinn. Hér var
kominn Steinþór Júlíusson til náms í
Gagnfræðaskóla Keflavíkur. Eins og
ávallt þegar nýir íbúar koma inn í hóp
heimamanna vekur athygli málfar,
venjur og siðir sem hinir aðfluttu bera
með sér. Steinþór kom að norðan, frá
Siglufirði, og talaði með norðlenskum
hreim og notaði ýmis önnur orð um
daglega hluti en við heimamenn.
Leiðir okkar lágu saman í gagn-
fræðaskóla, í Heimi, félagi ungra
sjálfstæðismanna í Keflavík, og fleiri
stöðum um 12–15 ára skeið. Steinþór
var við nám í Reykjavík og bjó þar um
tíma og sjálfgefið var að samskiptin
yrðu aðeins strjálli þann tíma. En árið
1967 tekur Steinþór við starfi bæjar-
ritara hjá Keflavíkurkaupstað og frá
þeim tíma verðum við nánir sam-
starfsmenn. Árið 1980 tekur Steinþór
við starfi bæjarstjóra og gegnir því til
1986. Í mínum huga er þetta tímabil
ljúft og gefandi. Mörg framfaramál í
hratt vaxandi sveitarfélagi krufin til
mergjar. Traust, heiðarleiki og ósér-
hlífni ásamt glöggri yfirsýn ein-
kenndu störf Steinþórs, með hags-
muni bæjarfélagsins að leiðarljósi.
Ágæt eiginkona hans og lífsföru-
nautur, Sigrún Hauksdóttir, bætti
sannarlega upp góðan eiginmann,
sem endurspeglaðist í gestrisni, gjaf-
mildi og þörfinni fyrir að láta gott af
sér leiða. Vináttubönd sem spanna
um hálfa öld í fjölskyldusamskiptum
okkar verða aldrei fullþökkuð,
drýgstur er þar hlutur Sigrúnar.
Fyrir nokkrum mánuðum fór ég og
heimsótti minn ágæta vin Steinþór á
heimili hans í Grænagarði. Þá var
fullljóst að sjúkdómurinn væri ólækn-
andi og stutt væri til lokadægurs.
Sjúkdómurinn var þá farinn að setja
mark sitt á líkamann en ekki andann.
Við ræddum lengi um lífið og til-
veruna, það lífshlaup sem við höfðum
átt saman og fleira. Steinþór kvaðst
vera sáttur við allt og alla, að sjálf-
sögðu hefði stundum gefið á bátinn í
lífsins ólgusjó, en hann sagðist vera
búinn að hugsa mjög um það hvort líf-
ið hefði orðið betra ef hann hefði
gengið aðra leið. Hann ræddi um kon-
una sína, börnin, tengdabörnin svo og
barnabörnin, stöðu þeirra í nútíð og
framtíð. Að lokum sagði hann: „Veist
þú það Ellert, að ég er þess fullviss að
það líf, fjölskylda og vinir sem guð
hefur gefið mér er það besta sem
nokkur maður getur eignast.“ Að
heimsókn lokinni fylgdi Steinþór mér
út á stétt í milt haustveður. Reykja-
nesskaginn skartaði sínu fegursta og
sól að setjast hjá ægi. Þar kvöddumst
við Steinþór Júlíusson í hinsta sinn.
Ellert Eiríksson.
Kveðja frá Reykjanesbæ
Til moldar er borinn í dag Steinþór
Júlíusson, fyrrverandi bæjarstjóri og
bæjarritari Keflavíkurkaupstaðar.
Embættisferill hans spannar tímabil-
ið 1967–1980 sem bæjarritari og tíma-
bilið 1980–1986 sem bæjarstjóri, og er
hann sá sjöundi frá upphafi af tíu bæj-
arstjórum sem störfuðu í Keflavík.
Steinþór gegndi margvíslegum trún-
aðarstörfum fyrir bæjarfélagið, sat í
stjórnum, ráðum og nefndum, meðal
annars í stjórn Sambands sveitar-
félaga á Suðurnesjum, Hitaveitu Suð-
urnesja og Sorpeyðingarstöð Suður-
nesja. Formennska kom oft í hans
hlut.
Að leiðarlokum eru færðar þakkir
fyrir fórnfús störf í þágu samfélags-
ins, eiginkonu, frú Sigrúnu Hauks-
dóttur, og börnum þeirra hjóna er
vottuð innileg hluttekning og samúð.
Minningin lifir um góðan dreng.
Haustið 1956 hitti ég Steinþór Júlí-
usson fyrst. Síðla um sumarið hafði ég
flutt í foreldrahúsum frá Ísafirði til
Keflavíkur. Ég kynntist þar vel sund-
mönnum í hópi bekkjarfélaganna.
Sund átti þá miklum vinsældum að
fagna hjá íþróttasinnuðu æskufólki í
Keflavík, en engin aðstaða var til ann-
arra íþrótta innanhúss. Ég ílentist hjá
sundfólkinu þann vetur og þegar leið
á haustið fékk ég þann frama að æfa
með þeim sem lengra voru komnir og
taka þátt í undirbúningi þeirra fyrir
keppnir. Þar var þessi hægláti ungi
maður, einn af fremstu sundköppum
Keflvíkinga sem þá voru stórveldi í
sundíþróttinni. Skar sig örlítið úr
hópnum. Við áttum fleiri sameigin-
lega félaga sem leiddi til kunnings-
skapar.
Síðar liðu fáein ár án þess við hitt-
umst, ég fór til náms og hann mun þá
hafa lokið námi í Verslunarskólanum.
Þegar ég kom út í atvinnulífið hitt-
umst við aftur. Ég gekk fljótt til liðs
við sjálfstæðismenn í Keflavík, eins
og ég hafði áður gert heima nokkrum
árum fyrr. Þar var Steinþór og síðan
höfum við þekkst, höfum fylgst hvor
með öðrum og þó við höfum oft valið
ólíka kosti og farið hvor sinn veg hef-
ur sjaldan verið langt í milli.
Við áttum um árabil góða samleið í
starfi ungra sjálfstæðismanna í Kefla-
vík og S.U.S., langt og gott samstarf í
bæjarmálastarfi sjálfstæðismanna í
Keflavík og bæjarstjórn Keflavíkur, í
starfi sjálfstæðisfélaganna þar og í
Reykjaneskjördæmi. Þeir yngri læra
margt af hinum sem fara næstir á
undan og ég lærði margt af Steinþóri
og félögum hans. Það kom í minn hlut
að taka við forystu í starfi F.U.S.
Heimis og síðar í stjórn S.U.S. Þegar
hann flutti burt um skeið rofnaði sam-
leiðin en er hann kom til baka að
nokkrum árum liðnum var þráðurinn
tekinn upp aftur nokkurn veginn þar
sem frá var horfið.
Steinþór gerði sér ekki far um að
vera óvenjulegur maður, en það var
hann á sinn hátt. Áhugamál hans
spönnuðu vítt svið, frá félagsstörfum
og þjóðmálum til listgreina, frá íþrótt-
um til atvinnuþróunar, frá veraldleg-
um málefnum til huglægra viðfangs-
efna. Hann var í senn óframfærinn og
einbeittur, hafði skýra og mótaða af-
stöðu til viðfangsefna líðandi stundar
og ævistarfs. Hann var maður óáleit-
inn í skiptum við aðra og lét tilfinn-
ingar ekki hafa áhrif á stillilega fram-
komu. Fátt raskaði ró hans og
yfirvegun. Ágætir mannkostir Stein-
þórs nýttust vel í erilsömum störfum
bæjarritara og síðar bæjarstjóra vax-
andi bæjarfélags í Keflavík og síðast
hótelstjóra eigin hótels þar í bæ.
Samt minnist ég hans ekki síður
hlustandi á góða tónlist eða skoðandi
sígild málverk, inn í milli stjórnunar-
starfa. Hann var athugull og naut
hins fagra í lífinu.
Slíkir menn eru vandaðir, traustir
og samstarfsgóðir. Ég vil nota þetta
tækifæri til að færa Steinþóri Júlíus-
syni þakkir fyrir vináttu, traust og
gott samstarf, fórnfýsi og alúð við þau
mörgu störf sem hann leysti af hendi
á vegum Sjálfstæðisflokksins og fyrir
bæjarfélagið okkar, Keflavík.
Skaphöfn Steinþórs var sterk og
misvindar breyttu ekki fari hans. Það
kom vel fram í því hvernig hann tók
þeim boðum að skammt mundi til
skapadægurs. Við því brást hann af
sjaldséðu æðruleysi allt þar til yfir
lauk. Hann kaus það sem honum var
dýrmætast, að njóta óslitinna sam-
vista við sína nánustu allt til enda.
Þó vinir og samstarfsmenn sakni er
missir og sorg hans nánustu mest.
Þar er stórt skarð fyrir skildi. Ég
votta ástríkri eiginkonu hans Sigrúnu
Hauksdóttur, börnum þeirra og fjöl-
skyldu samúð mína og virðingu við
minningu góðs gengins samferða-
manns.
Árni Ragnar Árnason.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 47
!""
#$
%
%
&
'
(
!
"
#
!
# $ !
%& ! !
" '
%"(
')) !* "+
) $
$
,%--./01 2300 '
'
*
+
,
#
%
-
++"
4"(5* !
' )
#"
#+-+* " % # (5 !
* -+* "
')
((5"(((5+
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
Formáli
Æskilegt er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Skilafrestur
minningar-
greina