Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 55 UMRÆÐA um al- menningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið líflegar að undanförnu, svo ekki sé meira sagt. Nú hillir undir stofnun sameig- inlegs félags allra sveitarfélaganna um rekstur almennings- samgangna í einu leiða- kerfi, með einni gjald- skrá og forgangi í umferð. Í stuttu máli sameiginlegt tækifæri þessara sveitarfélaga og raunar þjóðarinnar allrar til að freista þess að draga úr stórfelld- um fyrirsjáanlegum kostnaði við um- ferðarmannvirki á höfuðborgar- svæðinu, draga úr mengun og umfram allt að draga úr kostnaði heimilanna með því að skapa raun- verulegan valkost við bíl númer tvö eða jafnvel þrjú. Og hið nýja félag mun verða leiðandi í þróun almenn- ingssamgangna á komandi árum. Þessi þróun og umræða undanfar- inna mánaða og vikna hefur í raun opnað mun fleiri gáttir og fengið marga til þess að reyna að leggja nýtt mat á þær hagstærðir sem við blasa í tengslum við þróun umferðar á höfuðborgarsvæðinu á allra næstu árum. Í afar athyglisverðri skýrslu sinni um almenningssamgöngur á höfuð- borgarsvæðinu veltir höfundur hennar, Skúli Bjarnason lögmaður, fyrir sér hvers vegna jarðgangagerð á svo erfitt uppdráttar á höfuðborg- arsvæðinu á meðan sjálfsagt þykir að huga að þeim möguleika víða um land. Hann bætir um betur og veltir upp þeim möguleika, að almennings- samgöngum verði að stórum hluta til þjónað með neðanjarðarlestum, eins og alþekkt er erlendis. Þessi hug- mynd hefur vægast sagt vakið mikla athygli og þarf auðvitað að skoða vandlega. Hugmyndir af þessu tagi hafa ver- ið viðraðar áður, en það var fyrir Vestfjarðagöng og sannarlega fyrir Hvalfjarðargöng, sem hafa sannað gildi sitt með svo óyggjandi hætti, að með ólíkindum er. Skúli birtir nokk- urra ára gamla teikningu úr því virta tímariti Vegamál, sem sýnir Vest- fjarðagöngin í hlutfalli við Reykjavík og nágrenni. Það er sláandi hversu langt þessir rúmir átta kílómetrar teygja sig og freistandi að velta fyrir sér, hverju átta til tíu kílómetrar í viðbót myndu breyta. En fyrst nokkrar stærðir til um- hugsunar:  Gert er ráð fyrir, að verja þurfi um 40 milljörðum króna til margs konar vegamannvirkja á næstu fimmtán árum á höfuðborgar- svæðinu til þess að halda sama þjónustustigi með 50% aukningu bílaumferðar.  Eftir lauslega könnun lætur nærri að hver kílómetri af neðanjarðar- lest með öllum búnaði kosti um einn og hálfan milljarð. Göngin eru mun lægri en t.d. í Hvalfjarð- argöngum og til eru léttari lest- arkerfi, sem hafa minna umleikis en t.d. í London, sem allir þekkja.  Fimmtán kílómetra neðanjarðarlestar- kerfi kostar þá um 22,5 milljarða. Það er rúmlega helmingur af því, sem „eyrna- merkt“ hefur verið til vegaframkvæmda á næstu 15 árum.  Við erum að vísu að- eins 280 þúsund og þar af um 170 þús- und á höfuðborgar- svæðinu, en gleym- um ekki rúmlega 300 þúsund erlendum gestum, sem hingað komu á síðasta ári og ekki séð fyrir annað en að sú tala hækki.  Við eigum innlenda orku og meira en það, við eigum eigin virkjun, Nesjavallavirkjun. Lestarkerfið er rafdrifið.  Þar sem endurreisn almennings- samgangna hefur tekist hvað best hefur einhvers konar hraðflutn- ingamöguleiki verið innleiddur með tengingu við strætisvagna. Gera verður ráð fyrir, að mun fleiri myndu nýta sér almennings- samgöngur af þessu tagi, væru þær í boði.  Við höfum talað lengi um landfyll- ingar til þess að þétta byggð. Úr gangakerfi fyrir neðanjarðarlest af þessari lengd kæmu um 600 þúsund rúmmetrar af bergi. Ten- ingur úr slíku bergmagni væri tæplega helmingi hærri en Hall- grímskirkjuturn á kant. Grjót er ekki ókeypis og nýtingarmögu- leikinn er augljós:  Til landfyllingar að Akurey fyrir fjölmenna íbúðarbyggð. Hvers virði er slíkt land?  Til landfyllingar undir austur/ vestur-braut á breyttum Reykja- víkurflugvelli í Skerjafirði. Feng- ist slík flugbraut ef til vill nánast „ókeypis“ sem hliðarafurð frá slíkri jarðgangaframkvæmd? Endalaust mætti fjalla um fleiri atriði, tímalengd afskrifta, losun fjármagns frá bílaeign og til hvers mætti nýta það o.fl. o.fl. Þannig mætti án efa dreifa greiðslubyrði vegna sjálfra ganganna á eitt til tvö hundruð ár, enda myndu fram- kvæmdir af þessu tagi nýtast kom- andi kynslóðum. Mín skoðun er sú, að auðvitað þurfum við að kanna þessa mögu- leika mun betur. Upptalningin hér að ofan skilur mig a.m.k. eftir með spurninguna: Það skyldi þó ekki vera? Missum ekki af lestinni Helgi Pétursson Samgöngur Dreifa mætti greiðslu- byrði vegna sjálfra ganganna á eitt til tvö hundruð ár, segir Helgi Pétursson, enda myndu framkvæmdir af þessu tagi nýtast komandi kynslóðum. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður samgöngunefndar Reykjavíkur. Útsala - Útsala - Útsala Allt að 50% afsláttur af lítið útlitsgölluðum húsgögnum Öll ljós með 15% afslætti Opið mán-fös frá kl.12-18 lau 3 feb frá kl. 11-16 Mörkinni 3, s. 588 0640 ÁFRAMHALDANDI málaferli lífeyrisþega. – Trúverðugleiki Hæstaréttar í uppnámi. – Grafið undan þrígreiningu valdsins og réttarör- yggi borgaranna. Stórum spurningum ósvarað, eins og hvort og þá hvernig ríkis- stjórnin eða einstakir ráðherrar tengdust bréfaskiptum forseta Hæstaréttar og for- seta Alþingis. Hvað stóð í minnisblaðinu sem fór frá forsætis- ráðuneytinu til lög- fræðinganefndarinnar og úrskurðarnefnd upplýsingamála synj- aði Ragnari Aðal- steinssyni hæstarétt- arlögmanni um? Þannig stendur sviðið eftir hrá- skinnaleik ríkisstjórnarinnar vegna öryrkjadómsins. Áfram brotinn réttur á öryrkjum Bréf forseta Hæstaréttar svarar engu um það hvort frumvarp rík- isstjórnarinnar sem nú er orðið að lögum feli í sér áframhaldandi brot á mannréttindum öryrkja. Bréfið fjallaði einfaldlega ekki um frum- varpið. Kjarninn í bréfi forseta Hæstaréttar var að í dóminum hefði einungis verið tekin afstaða til þess, hvort slík tekjutenging eins og nú er mælt fyrir um í lögum væri andstæð stjórnarskránni. Svo var talið vera samkvæmt bréfi for- seta Hæstaréttar. Þetta verður varla skilið öðruvísi en svo að óheimilt hafi verið að skerða 33 þúsund króna tekjutrygginguna vegna tekna maka, eins og hún var í lögum þegar dómur var upp kveð- inn. Afar líklegt er því að áfram sé brotinn réttur á öryrkjum. Það er því fjarstæða hjá forsætisráðherra að halda því fram að óskýr dómur hafi verið gerður skýr með bréfinu. Bréfið fjallar reyndar ekkert um annan meginþáttinn sem ríkis- stjórnin var talin brjóta á öryrkj- um, en það var að greiða þeim skerta tekjutryggingu afturvirkt sem ýmsir töldu að væri brot á eignarréttarákvæðum stjórnar- skrárinnar. Sama gilti um að greiða einungis fjögur ár aftur í tímann í staðinn fyrir þau sjö ár sem ólög- mæt taka fjármuna af öryrkjum átti sér stað. Athyglisvert og reyndar hálfaumkunarvert er hvernig ráð- herrarnir kveinka sér nú þegar stjórnarandstaðan hefur minnt á að hér gæti verið um stjórnarskrár- og mannréttindabrot að ræða með lík- um hætti og ríkisstjórnin varð upp- vís að með lagasetningunni 1998 þegar hún lögfesti skerðingu á tekjutryggingu vegna tekna maka. Fyrir lagasetninguna árið 1998 vöruðu átta þingmenn á Alþingi ríkisstjórnina 30 sinn- um við að sú lagasetn- ing bryti í bága við stjórnarskrána. Það hefur Hæstiréttur Ís- lands staðfest að var rétt með dómsniður- stöðu sinni. Ríkisstjórnin uppgötvar bág kjör öryrkja Það grátbroslega í málinu öllu er þó hvernig ríkisstjórnin uppgötvar allt í einu að öryrkjar og lífeyr- isþegar almennt búi við bág kjör. Aftur og aftur í tíð þessarar rík- isstjórnar hafa bæði aldraðir og ör- yrkjar þurft að minna á bág kjör sín með mótmælum fyrir framan Alþingishúsið við setningu Alþingis. Hvað eftir annað sl. sex ár hefur ríkisstjórnin hlunnfarið lífeyrisþega og kolfellt allar tillögur Samfylk- ingarinnar um úrbætur, m.a. um að setja þrjá milljarða króna við af- greiðslu fjárlaga nú fyrir jólin til að bæta kjör öryrkja. Fyrsta verk hennar eftir breytingar sem gerðar voru á stjórnarskránni 1995 með nýjum mannréttindaákvæðum var að slíta tengsl launa og lífeyris með þeim afleiðingum að lífeyris- greiðslur hafa einungis hækkað um 25% en launavísitalan hefur hækk- að um 41,5%. Skattleysismörkin fylgdu ekki launaþróun með þeim afleiðingum að fjöldi lífeyrisþega sem höfðu verið skattlausir fór að greiða skatt. Það sem ríkisstjórnin sparaði á því að frysta skattleys- ismörk notaði hún til að lækka skatthlutfall hjá öðrum. Á kjörtíma- bilinu hefur ríkisstjórnin einnig hækkað gífurlega húsnæðiskostnað lífeyrisþega, fækkað bifreiðakaupa- lánum öryrkja um helming og keyrt vexti af þeim upp í markaðsvexti, velt símkostnaði í auknum mæli yfir á öryrkja og hækkað mikið lyfja- kostnað. Allar hækkanir á lífeyris- greiðslum sl. fimm ár hefur rík- isstjórnin miðað við það sem lægst hefur gefið öldruðum og öryrkjum og hefur t.d. kaupmáttur lífeyris- greiðslna hækkað fjórfalt minna en kaupmáttur launa sl. tvö ár. Öllu þessu hefur Samfylkingin mótmælt og ítrekað flutt tillögur til að bæta kjör öryrkja. Fádæma ósvífni ráðherra Það er því fádæma ósvífni af for- sætisráðherra að brigsla stjórnar- andstöðunni um að hún sé aðeins að hugsa um betur settu öryrkjana, þegar hún hefur verið að knýja rík- isstjórnina til að fara að dómsnið- urstöðu Hæstaréttar. Dómurinn laut aðeins að afmörkuðum hópi ör- yrkja, en dómsniðurstaðan snerist um að brotin væru á þeim mann- réttindi og stjórnarskrárvarinn réttur sem einstaklingum, en stór hópur öryrkja missir fjárhagslegt sjálfstæði sitt við það eitt að ganga í hjúskap. Það hefur ekkert með tekjutengingar almennt að gera og argasta bull hjá ráðherrum að með því að jafnaðarmenn vildu standa vörð um dómsniðurstöðu Hæsta- réttar í málinu væru þeir að hverfa frá jöfnuði í velferðarkerfinu. Það kemur svo við vonda samvisku stjórnarliðanna sjálfra að bera það á borð að með því að þessi hópur öryrkja væri að fá rétt sinn sam- kvæmt niðurstöðu Hæstaréttar væri minna til skiptanna til þeirra öryrkja sem verra hefðu það. Með sama hætti væri hægt að segja að ekki ætti að framfylgja neinum dómi sem dæmdi þeim betur settu í þjóðfélaginu fjármuni sem hefðu út- gjöld í för með sér fyrir ríkissjóð af því þá gæti ríkisstjórnin ekki bætt kjör þeirra sem verst hefðu það. Allir sjá hvílík firra svona málflutn- ingur er. Forgangur ríkisstjórnar- innar birtist aftur á móti í því að lækka skatta á forríkum fjármagns- eigendum fyrir jólin úr 38% í 10%, þ.e. þeim 636 einstaklingum sem fengið höfðu 20 milljarða skatta- ívilnun sl. tvö ár með 8,5 milljarða tekjutapi fyrir ríki og sveitarfélög – á sama tíma og kaupmáttur lífeyr- isgreiðslna hækkaði fjórfalt minna en kaupmáttur launa í þjóðfélaginu. Það er svo efni í aðra grein hvernig hráskinnaleikur ríkisstjórnarinnar í öllu þessu máli hefur leikið stjórn- skipan landsins, sem ekki stendur söm eftir. Eftirmál öryrkjadómsins Jóhanna Sigurðardóttir Öryrkjar Það grátbroslega í mál- inu öllu er þó, að mati Jóhönnu Sigurðardótt- ur, hvernig ríkisstjórnin uppgötvar allt í einu að lífeyrisþegar almennt búi við bág kjör. Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.