Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR
46 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Steinþór Júlíus-son fæddist á
Siglufirði 6. apríl
1938. Hann lést á
heimili sínu, Græna-
garði 12 í Keflavík,
24. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Ingi-
björg Guðmunds-
dóttir, f. 25. júní
1912, d. 6. apríl 1999,
og Júlíus Einarsson,
f. 15. maí 1901, d.
1941. Systkini Stein-
þórs eru: Sigríður
Júlíusdóttir, Sólborg
Júlíusdóttir, Kristján Júlíusson,
Bergmann Júlíusson, Jóhanna Júlí-
usdóttir og Erlingur Björnsson.
Steinþór kvæntist 7. apríl 1966
Sigrúnu Hauksdóttir, f. 26. apríl
1946. Foreldrar hennar voru Hauk-
ur Sigurðsson, f. 28. júlí 1919, d. 23.
maí 1980, og Helga Péturs Guð-
mundsdóttir, f. 22. júlí 1923, d. 17.
maí 1984. Börn Steinþórs og Sig-
rúnar eru: 1) Helga Björg, f. 1966,
gift Ævari Ingólfssyni og eiga þau
fjögur börn: Júlíus, f. 9.7. 1987, Sig-
rún Inga, f. 11.11. 1988, Ingólfur
Þór, f. 12.7. 1991, Róbert Helgi, f.
22.4. 1995. 2) Júlíus Margeir, f.
1967, sambýliskona hans er Fjóla
Ósk Stefánsdóttir og eiga þau þrjú
börn: Steinþór, f. 14.3. 1986 (móðir
hans er Linda María Gunnarsdótt-
ir), Rúna Björg, f. 30.9. 1996, Hauk-
ur Ingi, f. 28.9. 1998. 3) Linda Björk,
f. 1968, gift Gösta Nowak og eiga
þau tvö börn: Nils, f.
31.10. 1995, Nína
Björk, f. 24.2. 2000. 4)
Rakel Sigurbjörg, f.
1975, eiginmaður
hennar er Ketill Gunn-
arsson og eiga þau eitt
barn: Katla Björk,
8.11. 2000.
Steinþór missti föð-
ur sinn þegar hann
var þriggja ára að
aldri og ólst upp hjá
móður sinni sem ferð-
aðist víða vegna starfa
sinna sem ráðskona.
Steinþór sótti barna-
skóla m.a. á Siglufirði, Akureyri, í
Reykjavík og Keflavík. Hann lauk
verslunarprófi frá Verslunarskóla
Íslands vorið 1958 með láði. Stein-
þór vann víða á unglingsárunum en
eftir nám hóf hann vinnu hjá Magn-
úsi Z. Sigurðssyni við fiskútflutn-
ing. Steinþór varð bæjarritari hjá
Keflavíkurbæ 1967–80 og síðar bæj-
arstjóri frá 1980– 86. Eftir að Stein-
þór hætti sem bæjarstjóri hóf hann
undirbúning ásamt fjölskyldu sinni
að stofnun og rekstri Flughótels í
Keflavík. Steinþór hætti síðan
rekstri Flughótels haustið 1999.
Steinþór tók virkan þátt í félags-
málum, sat í stjórnum fyrirtækja og
stofnana og var m.a. félagi í Odd-
fellowstúkunni Nirði og Lions-
klúbbi Keflavíkur.
Útför Steinþórs fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Það kom mér í sjálfu sér ekki á
óvart að frétta andlát vinar míns
Steinþórs Júlíussonar. Hann var bú-
inn að heyja langa og hetjulega bar-
áttu við sendiboða dauðans, illvígan
sjúkdóm, sem í reynd hlaut að fara
með sigur af hólmi. Hetjuleg barátta
og æðruleysi gat þar engu um breytt,
jafnvel þótt Steinþór yrði sigraður
langt um aldur fram.
Ég kynntist Steinþóri best á þeim
árum, þegar hann vann á skrifstofum
Keflavíkurbæjar. Hann byrjaði þar
störf ungur og þar var starfsvett-
vangur hans lungann úr starfsævinni.
Fyrst gegndi hann þar starfi bæjar-
ritara um árabil, en síðustu árin sín
þar var hann bæjarstjóri. Á þessum
árum var bærinn í miklum vexti og
verkefnin því óþrjótandi, og erill mik-
ill eins og ævinlega vill verða í þessum
málum. Uppbygging var á öllum svið-
um. Gatnakerfið, fegrun bæjarins,
skóla- og íþróttamannvirki. Samstarf
sveitarfélaganna á Suðurnesjum sem
glímdu við stærstu verkefni sín; hita-
veitu, sorpeyðingarstöð, fjölbrauta-
skóla, dvalarheimili aldraðra. Allt
voru þetta verkefni, sem Steinþór
kom að í ríkum mæli, og er hér auðvit-
að aðeins stiklar á fáeinum stórverk-
efnum.
Í margþættum störfum sínum fyrir
bæjarfélagið og samfélag íbúa Suð-
urnesja var Steinþór einstaklega far-
sæll. Hann var ljúfur í framgöngu við
alla sem leita þurftu fundar hans vega
starfa hans og fór þar aldrei í mann-
greinarálit. Og hann var samvinnufús
um framgang og lausn þeirra mála,
sem einatt hlaðast á borð þeirra sem
vinna í framvarðasveit þeirra sem að
bæjar- og sveitarstjórnarmálum
starfa.
Ég naut þeirrar ánægju að vinna
með Steinþóri á þessum vettvangi um
langt árabil og áttum við ætíð mjög
gott samstarf. Hann var afar félags-
lega sinnaður, átti auðvelt með að um-
gangast fólk og beina málum í farsæl-
an farveg og samhæfa skoðanir
manna. Og aldrei varð ég var annars
en hann ætti gott og snurðulaust sam-
starf við minnihlutann í bæjarstjórn.
Enda tók hann ekki mikinn eða virk-
an þátt í pólitísku félagsstarfi á þess-
um árum, enda þótt hann hefði mjög
eindregnar skoðanir í þeim málum.
Og hann taldi að starf sitt sem bæj-
arstjóri ætti að vera hafið yfir pólitík.
En það var ekki einasta á sviði
félagsmálastarfs á hinum pólitíska
vettvangi bæjarmálanna, sem eru þó í
raun oftar en ekki laus við allan
stjórnmálalegan ágreining, sem ég
kynntist hinum ríkjandi félagsþroska
Steinþórs vel. Við áttum um langt
árabil samleið í Lionsklúbbi og Odd-
fellowreglunni hér í Keflavík. Þarna
var Steinþór enn sami góði félaginn,
tók virkan þátt í starfinu af áhuga og
einlægni. Og alls staðar var hann
kjörinn til trúnaðarstarfa. Og í hinu
frjálsa félagsstarfi var hann veitandi
og happadrjúgur, ekki síður en í hinu
opinbera félagsstarfi í þágu bæjarins
síns.
Steinþór lét ekki mikið yfir sér.
Hann miklaðist ekki af störfum sín-
um, og hann tranaði sér ekki fram.
Lét sín ekki getið þegar verkum var
farsællega lokið, var ekki að reisa sér
bautastein. En við sem þekkjum vel
til þökkum honum nú fyrir langt og
farsælt starf fyrir bæinn okkar og
Suðurnesjabyggðir og ég þykist þess
fullviss að nafn hans mun lengi verða
kunnugt þeim sem að sveitarstjórn-
armálum eiga eftir að vinna hér á
svæðinu okkar í framtíðinni.
Í margra mánaða veikindastríði
var Steinþór ævinlega jákvæður,
missti aldrei móðinn, enda þótt hann
vissi fullvel í hvað stefndi. En hann
naut líka ríkulegs stuðnings og styrks
eiginkonu sinnar og barna þeirra í
þeirri baráttu. Og þá baráttu háði
hann til hins síðasta heima hjá sér,
sem var honum óhemju mikils virði.
Ég og fjölskylda mín sendum Sig-
rúnu og börnum þeirra hjóna og fjöl-
skyldum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi sá sem öllu
ræður vera þeim styrkur á stundum
sorgar og saknaðar og Guðsblessun
fylgja Steinþóri á lönd eilífðarinnar.
Tómas Tómasson.
Þó að fundum fækki
er fortíð ekki gleymd.
Í mínum muna og hjarta
þín minning verður geymd.
Heima í húsi þínu
sig hvíldi sálin mín.
Ég kem nú, kæri vinur,
með kveðjuorð til þín.
(K.N.)
Það er erfitt að setjast niður og
skrifa minningarorð um góðan vin og
samstarfsmann og það jafnvel þó níu
mánuðir séu liðnir frá því dómurinn
óumflýjanlegi féll. Það reynist erfið-
ara en orð fá lýst að kveðja og þakka
30 ára samstarf og vináttu.
Steinþór var aðeins þriggja ára
þegar faðir hans, Júlíus Einarsson,
drukknaði. Móðir hans, Ingibjörg
Guðmundsdóttir, stóð þá eftir ein
með sex börn og neyddist til að láta
sum þeirra frá sér fara til góðra vina
og ættingja. Á þeim árum var litla að-
stoð að fá hjá hinu opinbera í slíkum
tilfellum. Steinþór talaði oft um það
hve heppinn hann var að fá að alast
upp hjá móður sinni, þó lífsbaráttan
hafi eflaust oft verið hörð. Ingibjörg
var einstök kona og minntist hann
hennar ávallt með virðingu og þakk-
læti fyrir það veganesti sem hún gaf
honum. Steinþóri var í blóð borið ein-
stakt jafnaðargeð og jákvætt hugar-
far og uppeldið hjá Ingibjörgu kenndi
honum nægjusemi og umburðarlyndi.
Ég kynntist Steinþóri árið 1970
þegar ég flutti til Keflavíkur vegna
starfa minna. Steinþór hafði þá um
nokkurra ára skeið verið bæjarritari
og starfaði áfram sem slíkur allan
þann tíma sem ég var bæjarstjóri. Ég
kom til Keflavíkur ókunnur öllu, en
Steinþór tók mér vel og setti mig inn í
stöðu manna og málefna. Hann, sem
og reyndar fleiri góðir starfsmenn á
bæjarskrifstofunni, voru öllum hnút-
um kunnugir. Þau tíu ár sem við
störfuðum saman hjá Keflavíkurbæ
voru miklir umbrotatímar, miklar
framkvæmdir, landakaup, stofnun og
upphaf hitaveitu og fleira mætti telja.
Samstarfshópurinn á þá fámennri
bæjarskrifstofu var samheldinn og
leysti öll verkefni vel af hendi, jafnvel
þó bæjarstjórinn væri mikið frá
vegna ýmissa erinda og starfa.
Fulltrúar í bæjarráði og bæjarstjórn
voru ávallt samhentir þrátt fyrir mis-
munandi pólitískar skoðanir og stóðu
vel við bakið á starfsmönnum bæjar-
ins.
Milli fjölskyldna okkar tókst frá
upphafi góð vinátta enda báðar með
börn á svipuðum aldri og hefur sú vin-
átta haldist ætíð síðan. Margar gleði-
stundir gæti ég nefnt sem við Stein-
þór áttum bæði í starfi og leik.
Nokkrar ferðir fórum við saman til
útlanda, m.a. með okkar þá ágæta
knattspyrnuliði og með eiginkonum
okkar. Enn fleiri góðar stundir áttum
við þó á heimilum hvors annars af
ýmsum tilefnum. Þá tók Steinþór
stundum lagið enda ágætur söngmað-
ur.
Þegar ég ákvað að fara aðra leið í
starfi og hætta sem bæjarstjóri var
aldrei spurning hjá þáverandi bæjar-
ráðsmönnum um það hver yrði minn
eftirmaður hér í Keflavík. Steinþór
tók við embættinu í ársbyrjun 1980 og
gegndi því með sóma fram að kosn-
ingum 1986. Á þeim tímamótum, eins
og of oft í pólitísku vafstri, sáust sum-
ir ekki fyrir og sögðu og gerðu hluti
sem ég er sannfærður um að voru
vanhugsaðir og ég vona að menn sjái
eftir í dag. Mér er kunnugt að Stein-
þóri sárnuðu þessi viðbrögð. Ekki
vegna þess að hann þyrfti að víkja úr
starfi, heldur vegna framkomu þeirra
sem tóku við stjórninni. Því það vissu
allir sem best til þekktu að Steinþór
hafði unnið störf sín fyrir bæjarfélag-
ið af heilindum og heiðarleik.
Nokkru síðar þegar farið var að
ræða um byggingu fyrsta hótelsins
hér í bæ, reisti verktakafyrirtæki hús
fyrir slíka starfsemi og varð að ráði að
Steinþór og Sigrún kona hans tóku að
sér reksturinn í eigin nafni. Þau
stofnuðu Flughótel og ráku það með
mikilli reisn í um tíu ár. Var til þess
tekið hve öll umgjörð þess var smekk-
leg og viðmót þeirra til starfsins gerði
andrúmsloftið á hótelinu einstaklega
heimilislegt. En rekstur hótelsins og
kringumstæður reyndust erfiðari en
þau hjón höfðu búist við og urðu þau
fyrir nokkrum áföllum vegna þess.
Það urðu Steinþóri mikil vonbrigði að
þurfa að hætta rekstrinum, enda
höfðu þau hjón lagt mikið undir svo
vel til tækist.
Eftir þetta starfaði Steinþór við
skrifstofustörf hjá Varnarliðinu þar
til hann veiktist alvarlega snemma á
síðasta ári. Fljótt varð ljóst að ekki
yrði um bata að ræða. Sá tími sem þá
fór í hönd fram að andláti hans var
mikill reynslutími fyrir fjölskylduna
og vini þeirra. Steinþór gerði sér fulla
grein fyrir að hverju stefndi og und-
irbjó sig vel. Hann setti sig inn í
vandamál sjúkdómsins og tók á þeim
af mikilli karlmennsku án nokkurra
ásakana á einn eða neinn og hélt fullri
reisn fram að því síðasta. Ég átti þess
kost að koma nokkuð oft til þeirra á
þessu erfiða tímabili. Það var mér
mikill skóli og lífsreynsla að fylgjast
með því hvernig hann og fjölskyldan
öll tókust á við hið óumflýjanlega með
æðruleysi og yfirvegun. Aldrei féll
styggðaryrði af vörum Steinþórs þó
hann væri oft mjög þjáður. Hann
ræddi framhaldið í rólegheitum og
hafði undirbúið og skipulagt ýmislegt
sem okkur er gjarnt að láta öðrum
eftir þegar kallið er komið. Fyrir þær
samverustundir vil ég þakka Stein-
þóri vini mínum og ekki síður Sig-
rúnu, sem hefur staðið sig eins og
hetja allan þennan tíma, ásamt börn-
um þeirra og tengdabörnum. Það er
þeim öllum að þakka að Steinþór gat
dvalið heima fram til hinstu stundar
og ég er þess jafnframt fullviss að ein-
mitt það að geta uppfyllt þessa ósk
hans hefur styrkt fjölskylduböndin til
framtíðar.
Ég flyt Sigrúnu og fjölskyldunni
allri innilegustu samúðarkveðjur frá
fjölskyldu minni.
Guð blessi minningu Steinþórs
Júlíussonar.
Jóhann Einvarðsson.
Mér er það bæði ljúft og skylt að
skrifa nokkur kveðju- og þakkarorð
um frænda minn og læriföður Stein-
þór Júlíusson, sem lést að morgni 24.
janúar eftir aðdáunarverða baráttu
við krabbamein.
Ég man fyrst eftir Steinþóri þegar
ég var lítil stelpa og hann ungur
námsmaður í Verslunarskólanum í
Reykjavík. Ég minnist þess að hafa
strax þá, barn að aldri, litið til hans
með mikilli virðingu og fannst mér
ávallt mikið til hans koma. Þegar ég
svo var að stíga mín fyrstu skref út í
atvinnulífið og næstu 10 ár þar á eftir
var ég svo heppin að hafa Steinþór
sem minn aðalkennara, en þá var
hann bæjarritari hjá Keflavíkurbæ og
síðar bæjarstjóri. Samhliða starfi
bæjarritara gegndi Steinþór einnig
starfi starfsmannastjóra bæjarins og
var hann mikils virtur af starfsmönn-
um. Bæjarstjórastarfið innti hann
einnig af hendi með stakri prýði og
var virtur bæði af samstarfsmönnum
og bæjarbúum.
Þegar Steinþór hætti störfum sem
bæjarstjóri söðlaði hann um og réðst
ásamt eiginkonu sinni, Sigrúnu
Hauksdóttur, í rekstur fyrsta hótels-
ins á Suðurnesjum, Flughótels. Í
þann rekstur lögðu þau allt sitt, enda
var hótelið ávallt fyrsta flokks og mik-
ils metið þann tíma sem þau stjórn-
uðu því og ráku. Þau hjón hafa ávallt
verið miklir unnendur myndlistar og
stutt við bakið á listamönnum eftir
mætti. Það áhugamál sitt tvinnuðu
þau saman við rekstur hótelsins og
má í raun segja að Flughótel hafi ekki
bara verið fyrsta hótelið á Suðurnesj-
um, heldur einnig fyrsta myndlistar-
safnið á svæðinu. Það var ekki óal-
gengt að þangað kæmi fólk, jafnvel
heilu hóparnir, eingöngu í þeim til-
gangi að skoða listaverk og þá gjarn-
an undir leiðsögn þeirra hjóna. Heim-
ili Steinþórs og Sigrúnar ber einnig
vott um áhuga þeirra á myndlist og
fegurð lífsins yfirleitt og var alltaf
gott að sækja þau heim. Steinþór var
lánsamur í hjónabandi og voru þau
Sigrún ekki „bara hjón“, heldur mikl-
ir vinir bæði í leik og starfi. Fjölskyld-
an, börnin og barnabörnin, var stór
þáttur í lífi þeirra hjóna, en eins og
Steinþór sagði sjálfur sl. vor, þegar
við komum saman fyrrverandi vinnu-
félagar: „Þegar maður veit hvert
stefnir áttar maður sig á hve mikils
virði er að eiga góðar minningar, en
minningarnar ásamt börnunum
manns eru í raun það eina sem maður
á í lifanda lífi og skilur eftir sig að því
loknu.“
Ég vil þakka Steinþóri frábæra
handleiðslu, handleiðslu sem hefur
leitt mig þangað sem ég er í dag og
gert mig að betri manneskju.
Steinþór Júlíusson er allur og með
honum genginn góður drengur, megi
hann hvíla í friði.
Elsku Sigrún, Helga Björg, Júlli,
Linda og Rakel, tengdabörn og
barnabörn, ég sendi ykkur mínar
innilegustu samúðarkveðjur og bið
góðan Guð að veita ykkur styrk og
blessun.
Hjördís Árnadóttir.
Að kveðja tryggan vin í gegnum
hartnær 50 ár er sárt þegar hann í
blóma lífsins fékk þann harða dóm,
sem krabbameinið er, og ekkert hægt
að gera frá apríl 2000. Fjölskyldan
tók þá ákvörðun að njóta þess tíma
með honum heima, og hefur verið
aðdáunarvert að sjá það æðruleysi,
ást og umhyggju allt til síðustu stund-
ar.
Steinþór var sá maður sem við bár-
um virðingu fyrir, alltaf vel klæddur
og snyrtimenni mikið, rólyndur, rétt-
sýnn og raungóður. Aldrei í öll þessi
ár minnumst við þess að hann hafi
skipt skapi. Hann var hrókur alls
fagnaðar í góðum hópi og átti þá til að
taka lagið af mikilli innlifun. Við vilj-
um þakka af einlægni samfylgdina.
Elsku Sigrún, Helga, Júlli, Linda,
Rakel og ykkar fjölskyldur, við biðj-
um góðan Guð að gefa ykkur styrk í
sorg ykkar og reyna að muna allar
þær góðu stundir sem þið áttuð sam-
an.
Jóna og Kristinn.
Langt um aldur fram er öðlingur-
inn Steinþór Júlíusson horfinn af
sjónarsviðinu. Ég kynntist honum
fljótlega eftir að hann fluttist til
Keflavíkur ásamt móður sinni, Hönnu
systur sinni og Erlingi hálfbróður sín-
um.
Með okkur Steinþóri urðu fljótlega
góð kynni vegna sameiginlegs áhuga-
máls, við stunduðum báðir sundæf-
ingar undir handleiðslu Guðmundar
Ingólfssonar sem þá var nýútskrifað-
ur íþróttakennari og mikill frumherji
hvað varðar þjálfun sundmanna með
keppni og sigur að markmiði. Stein-
þór varð á þessu æviskeiði okkar mik-
ill afreksmaður í íþróttinni. Með
þessu hófust okkar kynni og vinátta
sem varað hefir æ síðan. Steinþór
ákvað, eftir að hafa aflað sér tilskil-
innar menntunar, að fara í Verslunar-
skóla Íslands, þaðan sem hann út-
skrifaðist með sómaeinkunnum og
-vitnisburði. Það má segja að Stein-
þór þurfti að berjast fyrir sínu varð-
andi námið, hann hafði ekki í neina
sjóði að sækja, hann tók því hverju
STEINÞÓR
JÚLÍUSSON
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, – eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
Birting afmælis- og
minningargreina