Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 1
27. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 2. FEBRÚAR 2001
EHUD Barak, forsætisráðherra
Ísraels, neitaði í gær að hætta við
framboð í forsætisráðherrakosn-
ingunum á þriðjudaginn kemur og
víkja fyrir flokksbróður sínum,
Shimon Peres, sem er talinn eiga
meiri möguleika á að sigra Ariel
Sharon, leiðtoga Likud-flokksins.
Frestur Verkamannaflokksins til
að skipta um frambjóðanda rennur
út í dag.
Fast hefur verið lagt að Barak að
víkja fyrir Peres til að koma í veg
fyrir sigur Sharons sem er nú með
a.m.k. 19 prósentustiga forskot á
forsætisráðherrann samkvæmt
tveimur nýjum skoðanakönnunum.
Rafi Smith, sem annaðist aðra
könnunina, sagði að Sharon væri
með 46% fylgi en Barak 27%. Í
könnun, sem Jerusalem Post birtir
í dag, sögðust 50% aðspurðra ætla
að kjósa Sharon en 30% Barak.
Smith sagði könnun sína benda
til þess að Sharon nyti aðeins 6
prósentustiga meiri stuðnings en
Peres ef valið stæði milli þeirra.
Barak hafnar fundi
með Arafat
Tveir Ísraelar og tveir Palest-
ínumenn voru skotnir til bana á
Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu
í gær. Að minnsta kosti 380 manns
hafa látið lífið í fjögurra mánaða
uppreisn Palestínumanna.
Barak ákvað í gær að eiga ekki
fund með Yasser Arafat, leiðtoga
Palestínumanna, fyrir kosningarn-
ar. Erlendir milligöngumenn höfðu
beitt sér fyrir því að leiðtogarnir
kæmu saman til að undirrita yf-
irlýsingu um stöðuna í friðarvið-
ræðunum.
Uppreisnin hófst skömmu eftir
að Ariel Sharon fór á Musterishæð-
ina í Jerúsalem, sem Ísraelar og
Palestínumenn deila um, og Palest-
ínumenn segja að sú ferð hafi
kveikt ófriðarbálið. Stjórn Ísraels
gaf í gær út skýrslu þar sem þessu
er vísað á bug og fullyrt að Sharon
beri enga ábyrgð á blóðsúthelling-
unum. Talið er að skýrslan styrki
stöðu Sharons frekar, einkum með-
al óákveðinna miðjumanna.
Ariel Sharon spáð stórsigri í kosningunum í Ísrael
Barak neitar að víkja
fyrir Shimon Peres
Jerúsalem. Reuters, AP.
LÍBÝUMAÐURINN Lamen
Khalefa Fahimah, sem sýknaður var
af ákæru um aðild að Lockerbie-til-
ræðinu 1988 fyrir skoskum rétti á
miðvikudag, sneri heim í gær og var
fagnað af ættingjum og vinum.
„Réttlætið hefur sigrað! Niður með
Bandaríkin!“ hrópaði fólkið. Var
Fahimah síðan ekið í bílalest til bú-
staðar Moammars Gaddafis, leiðtoga
landsins, sem faðmaði hann að sér.
Líbýustjórn sagðist á miðvikudag
myndu sætta sig við úrskurðinn og
sendiherra landsins í Bretlandi gaf í
skyn í gær að þeir myndu greiða ætt-
ingjum þeirra sem fórust í tilræðinu
bætur. Aðrir talsmenn vísuðu hins
vegar á bug að slíkar greiðslur
kæmu til greina.
Gaddafi fullyrti í gær að hann
hefði undir höndum öruggar sann-
anir fyrir því að Abdel Basset Ali al-
Megrahi, sem dæmdur var í lífstíð-
arfangelsi fyrir tilræðið, væri einnig
saklaus. Myndi hann segja frá þeim í
ræðu á mánudag. Einnig sagði hann
að Líbýumenn myndu krefjast
skaðabóta fyrir tjón sem margra ára
refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna
hefðu bakað þeim. Bretar og Banda-
ríkjamenn vilja ekki að refsingunum
verði aflétt fyrr en Líbýustjórn veiti
fyllri upplýsingar, lýsi yfir ábyrgð á
hryðjuverkinu og greiði bætur.
Al-Megrahi var dæmdur sekur um
að hafa komið sprengju fyrir í þotu
Pan Am-flugfélagsins. Alls fórust
270 manns í tilræðinu sem kennt er
við Lockerbie í Skotlandi en þar
hrapaði þotan.
Yfirlýsing Moammars Gaddafis
Segir að
al-Megr-
ahi sé
saklaus
Trípolí. AP, Reuters.
AP
Moammar Gaddafi, leiðtogi Líb-
ýu, faðmar Lamen Khalefa
Fahimah sem kom til Trípolí í
gær eftir að hafa verið sýknaður
af ákæru um aðild að Lockerbie-
tilræðinu sem kostaði 270
manns lífið.
LÆKNAR og embættismenn á Ind-
landi sögðu í gær að hætta væri á að
farsóttir blossuðu upp á næstu dög-
um vegna mengaðs vatns í indverska
ríkinu Gujarat eftir jarðskjálftann í
vikunni sem leið. Margir íbúar á
hamfarasvæðunum hafa þegar
veikst en enn sem komið er hefur
ekki verið greint frá neinum tauga-
veiki- eða kólerutilfellum.
Rafmagns- og vatnslaust hefur
verið á mörgum stöðum í Gujarat
eftir jarðskjálftann sem reið þar yfir
á föstudag. Læknir í þorpinu
Khavda, um 60 km frá landamær-
unum að Pakistan, sagði að til sín
leituðu að minnsta kosti 50 manns á
dag með bráðan niðurgang vegna
mengaðs vatns. „Aðalvatnsgeymarn-
ir skemmdust,“ sagði læknirinn.
„Fólkið þarf að fá ferskt vatn strax
því sýkingar geta breiðst út með
menguðu vatni.“
„Við vitum að ef fólkið fær ekki
hreint vatn og sefur undir berum
himni er óhjákvæmilegt að sjúkdóm-
ar eins og bráður niðurgangur og
kvillar í öndunarfærum breiðist
hratt út,“ sagði Patrick Fuller,
starfsmaður Rauða krossins. „Aldr-
að fólk og börn verða fyrst til að
veikjast.“
Erfiðlega hefur gengið að koma
matvælum og vatni til afskekktra
þorpa og íbúar margra bæja hafa
kvartað yfir því að illa hafi verið
staðið að matvæladreifingunni. „Þeir
kasta í okkur mat af vörubílum eins
og við séum hundar,“ sagði kona sem
svaf með fjölskyldu sinni á vegi að
bænum Bhuj sem var nálægt
skjálftamiðjunni. „Við skjálfum af
kulda og vitum ekki hvort börnin lifa
þetta af. Við deyjum ef við verðum
hér um kyrrt.“
Ragna Sara Jónsdóttir, sem er
stödd á Indlandi á vegum Morgun-
blaðsins, hefur eftir læknum að
hætta sé á farsóttum í borgum þar
sem tugir ef ekki hundruð líka séu
enn grafin í rústunum.
Mikill skortur á hreinu vatni á skjálftasvæðunum á Indlandi
AP
Þyrst stúlka vætir þurrar varirnar með tungunni á rústum heimilis síns í indverska þorpinu Rapar. Hundruð
þúsunda Indverja misstu heimili sín í jarðskjálftanum á föstudag.
Hætta á farsóttum
Khavda. Reuters, AFP.
Fjármunina/10
Sex til tólf /27
MEIRIHLUTI öldungadeildar
Bandaríkjaþings samþykkti í gær-
kvöld að íhaldsmaðurinn John
Ashcroft yrði næsti dómsmálaráð-
herra landsins og George W. Bush
forseti sigraði þar með í fyrstu
rimmunni við demókrata á þinginu.
58 þingmenn, þeirra á meðal átta
demókratar, greiddu atkvæði með
Ashcroft en 42 á móti. Demókratar
sýndu hins vegar í atkvæðagreiðsl-
unni að þeir geta hindrað tilnefning-
ar Bush í framtíðinni, einkum ef
hann tilnefnir íhaldssama menn í
hæstarétt Bandaríkjanna.
41 þingmaður getur hindrað til-
nefningar eða frumvörp forsetans
með því að beita málþófi en demó-
kratar ákváðu að gera það ekki að
þessu sinni þar sem margir þeirra
telja að forsetinn eigi að geta valið
ráðherra í stjórn sína. Þeir segja að
öðru máli gegni um hæstaréttar-
dómara og fleiri embættismenn sem
eru æviráðnir.
Ashcroft
fékk nægan
stuðning
Washington. AP.
FÆREYSKA landstjórnin til-
kynnti í gærkvöld að gengið yrði
til þjóðaratkvæðagreiðslu um
sjálfstæði eyjanna hinn 26. maí
næstkomandi. Lagt er til að eyj-
arnar stefni að fullu sjálfstæði
árið 2012.
Landstjórnin kynnti tillöguna
sem lögð verður fyrir kjósend-
ur. Kveður hún m.a. á um að all-
ir málaflokkar færist yfir til fær-
eyskra stjórnvalda í síðasta lagi
árið 2012. Ennfremur verði
dregið úr árlegri fjárhagsaðstoð
Dana og komið á fót sjóði til að
tryggja að breytingin frá efna-
hagskerfi sem byggist á fjár-
hagsaðstoð til sjálfbærs efna-
hags gangi snurðulaust fyrir sig.
Kosið um
sjálfstæði
Færeyja
í maí
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.