Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 25
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 25
Uppáhaldsskotspónn bandaríska við-
skiptaheimsins Bill Gates stjórnar-
formaður Microsoft hefur fengið á sig
enn eina skæðadrífuna. Að þessu
sinni er það ný bók eftir bandaríska
blaðamanninn Ken Auletta, From
World War 3.0; Microsoft and its
Enemies. Þeim sem er uppsigað við
Microsoft og veldi Gates á eftir að
verða skemmt við lesturinn, en
breska blaðið The Guardian hefur
birt nokkra kafla úr bókinni.
Auletta hefur í um áratug skrifað
um tölvuiðnaðinn fyrir New Yorker
og haft einstakan aðgang að bæði
Gates og öðrum, sem þarna koma við
sögu. Það er því af nógu af taka af
skondnum uppákomum, sem Auletta
hefur séð með eigin augum, bæði
reiðiköstum Gates og hvernig hann
ruggar sér á stólum. Og svo skrifar
Auletta af þeirri skemmtilegu ósvífni,
sem bandarískum blaðamönnum er
svo lagið. Í bókinni er einkum einblínt
á þróun Microsoft nú allra síðustu ár-
in, glímuna við bandaríska réttar-
kerfið og ásakanir um að fyrirtækið
noti aðstöðu sína til að einoka hug-
búnaðarmarkaðinn.
Microsoft: IBM 1. áratugarins?
„Gates er risaeðla stýrikerfanna…
Bill Gates er IBM dagsins í dag…
Hann skrifaði bók um leiðina fram-
undan, en það er í raun leiðin til
baka,“ segir Nobuyuki Idei. Sem
framkvæmdastjóri Sony er Idei varla
óvilhallur í dómi sínum, en það eru
vissulega margir, sem spyrja hvort
fyrirtækið sé á góðri leið með að apa
eftir villur IBM, er í lok níunda ára-
tugsins var orðið steinrunnið stórfyr-
irtæki, sem sá ekki hvert framtíðin
stefndi.
Bókin fjallar að hluta um ásakanir
Netscape og einokunarréttarhöldin,
en segir líka persónulega sögu af
þeim, sem koma við sögu. Auletta
segir að Gates hafi skelft marga með
því að hóta að sökkva Netscape.
Hann líti á samkeppni sem stríð,
meðan flestir aðrir í viðskiptaheim-
inum gleymi því ekki að þetta snúist
aðeins um viðskipti.
Það skortir ekki þá, sem spá því
sama og forstjóri Sony. Um þessar
mundir er Microsoft nýbúið að kynna
Xbox, leikjatölvu í líkingu við Play-
Station Sony.
Hér snýst málið ekki aðeins um
leikjatölvu, heldur hvort þessir kass-
ar þróist í framtíðinni í allsherjar
stjórnstöð fyrir heimilistæki. Og svo
er spurning hvort Microsoft kemur
fram með Xman, sem væri þá lítil
leikjatölva rétt eins og Game Boy frá
Sony. Með því að bíða í 1-2 ár gæti
Microsoft komið beint inn á þann
markað með hið fullkomnasta eins og
3-víddarskjái, sem lyfti leikjunum á
æðra stig.
En gagnrýnendur benda á að sama
hvað Microsoft geri þá muni keppi-
nautarnir hafa selt milljónir af þess-
um tækjum áður en Microsoft svo
mikið sem byrji.
Þetta ýtir undir þá ímynd að
Microsoft sé ekki lengur í framvarð-
arlínu tækniþróunarinnar. Aðrir
segja að það hafi fyrirtækið hvort
sem er aldrei verið, heldur aðeins ver-
ið slyngt að fiska upp góðar hug-
myndir og markaðssetja þær.
Auletta skemmtir sér líka ögn við
að segja frá því að á Davos-fundinum
í fyrra, þar sem allir helstu leiðtogar í
viðskipta- og stjórnmálalífinu koma
fram, hafi Gates greinilega ekki verið
sami miðpunkturinn og mörg fyrri
árin. Nú beindist athyglin að AOL-
framkvæmdastjóranum, Gates fann
það, álítur Auletta, og undi því illa.
Bæði þróunar- og tæknivinnunni í
Microsoft og andrúmsloftinu eru gerð
góð skil. Sú deild er framleiðir tæki
og tól kemur fram með tugi nýrra
tækja á hverju ári, en aðeins örlítill
hluti er tekinn í notkun. „Þetta er eins
og í kvikmyndaheiminum – margt,
sem fellur,“ segir Rick Thompson
Með Gates á ferð og flugi
Fyrir þá sem álíta að viðskiptalíf-
inu sé ekki aðeins stjórnað af fyrir-
tækjum, heldur einstaklingum þá er
bók Auletta skemmtileg aflestrar.
Þar er til dæmis ýtarleg lýsing á
skrifstofu Gates, sem er býsna óper-
sónuleg utan hvað þar eru nokkrar
fjölskyldumyndir. Hann er með
Toshiba fartölvu tengda borðtölvu og
svo tvo stóra skjái, sem báðum er
skipt í fjóra reiti. Í hverjum reit
streyma stöðugt yfir skjáinn upplýs-
ingar frá völdum heimasíðum. Á
veggnum hangir líka myndin fræga
af ellefu síðhærðum krökkum á átt-
unda áratugnum með dæmigert
hippayfirbragð, sem stofnuðu Micro-
soft 1975, er síðan varð Microsoft
1979.
Auletta hefur líka séð hvernig Gat-
es hefur það fyrir vana að rugga sér
ákaft á stólnum, ekki síst ef honum
mislíkar eitthvað og lesandinn sér
Gates oft rugga sér. Annað sem Aul-
etta hefur að fræða lesandann um er
að það komi gestum hans oft á óvart
hvað Gates sé ópersónulegur. Auletta
hitti Gates daginn eftir að honum
hafði fæðst barn og þó þeir þekkist
ágætlega nefndi Gate ekki þennan at-
burð. Hann á það iðulega til að sækja
sér eitthvert gos að drekka en lætur
alveg vera að bjóða gestum upp á
hressingu
Microsoft til góðra verka – og ágóða
Það er gömul og góð hefð fyrir að
bandarískir auðjöfrar láti gott af sér
leiða. Þó starfsmenn Microsoft hafi
um árabil verið drjúgir við að styrkja
góðgerðarstarfsemi af öllu tagi og
fyrirtækið hafi jafnan lagt fram fé í
þessa veru þá var Gates sjálfur seinn
til. Hann lét framan af í það skína að
hann mætti ekki vera að því að hugsa
um þetta, en ætlaði síðar að gefa
mestan hluta auðæfa sinna í góð mál-
efni.
En nú hefur Gates skipt um skoð-
un, að sögn kunnugra ekki síst vegna
áhuga konu sinnar, Melindu, á góð-
gerðarstarfi og eins vegna þess að al-
mannatengslaráðunautar Gates hafi
lagt að honum að fara út í góðgerð-
arstarf til að bæta ímynd sína. Úr
þessu hefur sprottið stærsta góð-
gerðarstofnun í heimi, með tæpa 20
milljarða Bandaríkjadala til ráðstöf-
unar, auk þess sem stofnunin gefur
mikið af hugbúnaði og tölvum í skóla
um allan heim.
Það er ekki síst andrúmsloftið í
Microsoft, sem Auletta gerir sér tíð-
rætt um. Að sögn hans talar starfs-
fólkið um fyrirtækið eins og það sé
góðgerðarfyrirtæki, sem ætli sér að
breyta heiminum. Alltaf sé talað um
hagsmuni neytenda, ekki fyrirtækis-
ins. Að þetta er fyrirtæki, sem þarf að
græða pening er sjaldnar nefnt. Ga-
tes talar um að fyrirtækið starfi að
því að bæta líf fólks. En keppinaut-
arnir sjá þetta öðrum augum. Einn
þeirra hefur látið svo um mælt að
Microsoft líkist jesúítareglu miðalda,
sem hafi álitið sig hafa heilagt verk-
efni að vinna að og einskis svifist til
þess.
Sama gildi hjá Microsoft. Þar helgi
tilgangurinn alltaf meðalið.
Bill Gates gagn-
rýndur í nýrri bók
Ný bók um Microsoft
eftir bandaríska blaða-
manninn Ken Auletta
gefur innsýn í andann í
Microsoft, segir Sigrún
Davíðsdóttir, en vekur
efasemdir um hversu
framsýnt fyrirtækið sé.
Bill Gates var meðal þeirra sem sóttu fundinn í Davos í Sviss fyrr í vikunni.