Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ A thyglisverður dómur féll í liðinni viku í Héraðsdómi Reykja- víkur. Þar var ríkinu gert að greiða konu verulegar skaðabætur vegna slyss, sem hún varð fyrir í íþróttatíma, þá 14 ára gömul. Þrátt fyrir að stúlkan hefði í prófi upplýst leikfimikennarann um að hún gæti ekki gert þessa æfingu fór svo að lokum að hún reyndi að standa á höndum með þeim af- leiðingum að handleggir hennar gáfu eftir og hún féll á höfuðið. Hún er nú 10% öryrki. Í samtali Morgunblaðsins við formann Íþróttakennarfélags Ís- lands kemur fram að nýleg dóms- mál vegna slysa í íþróttasölum skóla hafi orðið til þess að kenn- arar hafi breytt kennsluháttum sínum. Formaðurinn lætur að því liggja að erfitt geti verið fyrir einn kennara að tryggja öryggi fjöl- margra nem- enda sem iðki leikfimi samtímis. Síðan upplýsir viðmælandinn að í námskrá grunnskóla sé kveðið á um að nemendum séu kenndar ákveðn- ar æfingar, m.a. handstaða. Á síðustu árum hefur ágætt umbótastarf verið unnið í skóla- kerfinu að frumkvæði Björns Bjarnasonar menntamála- ráðherra. Sýnilega hefur þó gleymst að endurskoða þann hluta námskrár sem lýtur að leik- fimi eða íþróttakennslu. Hand- staða! Hvað í dauðanum mælir með því að nemendur séu skyld- aðir til að iðka handstöðu? Er þetta kunnátta sem lesendur hafa almennt haft not fyrir í lífi sínu? Hefur það ef til vill bitnað hart á þeim hinum sömu á leiðinni niður eftir rakvélarblaði lífsins að vera um megn að standa á höndum? Og hvað um það fyrirbrigði sem kallast að „fara kollhnís“, handa- hlaup, stökk yfir ýmsa þar til gerða lausamuni eða það und- arlega athæfi að klifra í köðlum? Á Vesturlöndum ríkir nú al- menn sátt um að óhollir lifnaðar- hættir hafi hleypt af stað raun- verulegum „offitu-faraldri“. Víða um heim er hafin skipuleg vinna af hálfu yfirvalda til að sporna gegn þessari óæskilegu þróun. Og það eru ekki einvörðungu full- orðnir sem róa í spikinu; hreyf- ingarleysi og rangt mataræði gerir einnig að verkum að börn og unglingar eru nú þyngri en nokkru sinni fyrr. Hér er á ferð- inni raunveruleg ógn við heilsu komandi kynslóða. Í stað þess að kveðið sé á um handstöður og kaðlaklifur í nám- skrám; athæfi sem er í senn öld- ungis tilgangslaust og beinlínis hættulegt í afmörkuðum til- fellum, ættu yfirvöld menntamála og íþróttakennarar að stuðla að því að nemendur fái holla hreyf- ingu í leikfimitímum. Hlaup, ein- faldar, styrkjandi æfingar, bolta- leikir og skokk úti við þegar veður leyfir, fela í sér mun gáfu- legri viðbrögð við þeirri ógn sem hreyfingarleysið er. Í leikfimitím- um á sömuleiðis að leitast við að kenna ungu fólki réttan líkams- burð og snyrtimennsku. Með tilgangslausum hoppum, fánýtu klifri, bjálfalegum koll- hnísum og viðlíka athæfi er bein- línis stuðlað að því að þeir nem- endur, sem mest þurfa á hreyfingu að halda, leitist við að komast hjá leikfimitímum. Auk- inheldur er þessi iðja fallin til að skapa minnimáttarkennd hjá þeim sem ekki búa yfir sömu fimi og aðrir til að geta framkvæmt svo idíótískar æfingar. Og að mismuna ungu fólki með einkunnagjöf á grundvelli ólíkrar getu á þessu furðulega sviði mannlífsins er í senn rangt og heimskulegt. Ykkar einlægur er og var meðalmenni. Og því upplagi verð- ur víst tæpast breytt úr þessu. Hann leið ekki verulegar þján- ingar sökum fánýtra leikfimitíma í æsku. En hann minnist skóla- bræðra sem gert var lífið leitt, í orðsins fyllstu merkingu, með því að vera skyldaðir til þátttöku í heimskulegum leikfimitímum þar sem þeim var gert að iðka æfing- ar er þeir voru engan veginn fær- ir um að framkvæma. Og hann minnist einnig minnimáttar- kenndarinnar sem margir þeirra voru þjakaðir af, öldungis að ástæðulausu. Einkum minnist hann þó rétt- nefndra fauta og frumstæðra keppnismanna sem höfðu kennslu þessa með höndum og skeyttu skapi sínu á ungum nem- endum sínum; manna sem með réttu hefði átt að nafngreina á opinberum vettvangi á sínum tíma. Blessunarlega mun það heyra til algjörra undantekninga að menn með þvílíkt upplag komi nálægt leikfimi í skólum landsins nú um stundir. Þannig þróast hlutirnir heldur fram til betri vegar þótt á stundum geti verið erfitt að koma á það auga. Í frétt Morgunblaðsins þar sem fyrrnefndur dómur er rakinn er vitnað í reyndan íþróttakenn- ara við Breiðholtsskóla. Hann upplýsir að margir kennarar séu hættir að nota áhöld í leikfimi- tímum vegna dómsmála er komið hafi til sökum meiðsla í íþrótta- sölum. Hann fullyrðir að íþrótta- kennslan nú um stundir í skólum landsins sé ekki jafngóð og áður og harmar sérstaklega að kenn- arar séu sumir hverjir hættir að nota áhöld. Boltaíþróttir nægi ekki í leikfimikennslu því „klass- ískar leikfimiæfingar“ á borð við handstöðu, kollhnís og æfingar á áhöldum séu „afar mikilvægar til að samhæfa líkamann“. Vafalaust má halda því fram að boltaíþróttir nægi ekki við slíka kennslu en fullyrðingar á borð við þá sem höfð er eftir kennar- anum þarfnast frekari rökstuðn- ings. Hvaða hugsandi maður get- ur samþykkt að það að fara kollskít eða að standa á höndum sé „afar mikilvægt til að samhæfa líkamann“? Og þarna skýtur handstöðunni upp eina ferðina enn! Kröfur nútímans eru aðrar en þær sem forðum voru taldar eiga við í Spörtu. Ungt fólk þarfnast hreyfingar og tryggja þarf að hana fái nemendur í leikfimitím- um. Þeim þarf sýnilega að fjölga. Ef frumstæð og úrelt sjónarmið, m.a. um ágæti stökkva, klifurs og handstöðu, ætla að halda velli er sýnt að yfirvöld menntamála þurfa að grípa í taumana. Og foreldrar þurfa greinilega að fylgjast betur með því sem fram fer í leikfimitímum mennta- kerfisins. Fánýt fimi í skólanum Ungt fólk þarfnast hreyfingar en ekki fánýtra leikfimiæfinga í íþróttasölum skólakerfsins. VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson ✝ GuðmundurSnævar Ólafsson fæddist á Hvamms- tanga 28. október 1945. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans Hring- braut, 26. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ingi Ólaf- ur Guðmundsson frá Böðvarshólum, f. 29. júní 1894, d. 22. ágúst 1966 og Ósk Jenný Jóhannesdóttir frá Hvammstanga, f. 12. febrúar 1908, d. 22. október 1982. Guðmundur Snæv- ar átti eina systur Ingibjörgu Hólm Vigfúsdóttur, f. 16. október 1933, hún er búsett á Sauðár- króki. Hennar maður var Eiður Brynjar Sigtryggsson sem er lát- inn. Ingibjörg á fjögur börn. Þau eru Ásta, Jóhannes, Jenný Inga og Ágúst Brynjar. Guðmundur Snævar var tvígift- ur, átti fjögur börn og eitt barna- barn. Fyrri kona hans var Jónína Erla Valgarðsdótt- ir, f. 9. maí 1948. Þau skildu. Þeirra dætur eru Guðný Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. 29. ágúst 1969, og Kristín Ósk Guð- mundsdóttir, f. 4. maí 1973. Hennar dóttir er Snædís Erla Leósdóttir, f. 30. október 1994. Seinni kona hans var Sigrún Sigurð- ardóttir, f. 10. ágúst 1955. Þau skildu. Þeirra börn eru Berglind Ósk Guðmundsdóttir, f. 2. júlí 1982, og Sigurður Ingi Árnason, f. 7. febrúar 1979. Guðmundur Snævar starfaði lengst af sem verktaki við jarð- vegsframkvæmdir. Útför Guðmundar Snævars fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Okkur langar að þakka pabba fyrir allar þær gleðistundir sem hann gaf okkur. Ógleymanlegar eru allar sam- verustundirnar sem við áttum með honum uppi í sumarbústað. Sum- arbústaðnum uppi í Eilífsdal, þar sem honum leið alltaf best og var hans líf og yndi. Bústaðinn byggði hann fyrir nær tuttugu árum og höfum við systur farið til hans m.a. alla páska og nær allar verslunarmannahelgar í öll þessi ár. Alltaf var jafn gaman að koma upp í dal. Pabbi stóð við grillið hvernig sem viðraði, hljóp með það í kringum bústaðinn til að finna einhvers staðar skjól eða gróf grillið í snjóskafl, því oft var veðrið um páskana heldur slæmt, jafnvel snjóbylur, en pabbi grillaði nú samt. Pabbi veitti okkur þá gleði og ánægju að vera hjá okkur systrum, litlu afastelpunni og mömmu um síðustu jól, var hjá okkur bæði á aðfangadagskvöld og gamlárskvöld. Þessir dagar voru yndislegir og núna eru þeir ómetanlegir. Verðum við ævinlega þakklátar fyrir þessar stundir. Pabbi var búinn að eiga við veik- indi að stríða undanfarin ár, en nú vitum við að öllum þjáningum er lokið og nú líður honum vel. Við vit- um að amma Jenný hefur tekið á móti stráknum sínum opnum örm- um og hugsar vel um hann fyrir okkur. Elsku pabbi, við ætlum ekki að kveðja þig því að við vitum að þú ert alltaf með okkur, hvar sem við erum og við hugsum alltaf til þín. Hvíl í friði, elsku pabbi. Þínar dætur, Guðný og Kristín Ósk. Elsku pabbi! Mér finnst mig vera að dreyma hrikalega martröð. Mér var sagt að þú hefðir fundist meðvitundarlaus í vinnunni og værir í dái á spítalan- um. Þegar ég kom þangað sá ég þig hjálparvana, tengdan slöngum og í öndunarvél. Maður skilur ekki hve mikið er hægt að leggja mikil veik- indi á einn mann. En alltaf barðistu áfram í þessari erfiðisvinnu sem þér þótti svo vænt um. Ég man eft- ir ótal atvikum sem við áttum sam- an, sumarbústaðinn sem þú elsk- aðir út af lífinu (við sem ætluðum að fara saman upp í bústað og mála hann næsta sumar). Öllum veiði- ferðunum sem við fjölskyldan fór- um í og settum svo silungana í lónið fyrir utan bústaðinn. Þú gast staðið tímunum saman með henni Tinnu litlu að gefa fiskunum rækjur. Ég gleymi aldrei þegar þú varst að fara út að skemmta þér, þá stóðstu fyrir framan spegil og varst með tyggjó og glottir þínu fallega glotti í fallegu jakkafötunum þínum. Ég sagði alltaf við þig að þú værir svo mikill gæi. Þú varst mér svo ynd- islegur faðir og góður vinur. Þú vildir allt það besta handa okkur systkinunum fjórum. Ég man hvað okkur þótti sárt þegar við gáfum hana Tinnu litlu í sveitina, það var svo erfitt því hún var svo góður og fallegur hundur. Mér fannst svo yndislegt að við gátum öll borðað saman heima hjá þér á nýárskvöld við systkinin, þú og Inga frænka. Það var svo rosalega gaman að geta hist öll og verið saman á þessu kvöldi. Tveimur dögum áður en þú veiktist skiptirðu um bremsuklossa í bílnum mínum, þá sagðirðu að þér liði svo vel og að þér hefði ekki liðið svona vel í marga mánuði. Það var ótrúlegt hvað þú gekkst í gegnum mikið þrek og tár. En nú er kvölin og veikindin á enda og þú ert kom- in í frið og ró. Þegar þú lást í dái- hugsaði ég að þú myndir vakna og segjast ekki mega vera að þessu, það væri svo mikið að gera í vinnunni eins og forðum. En ég veit að þú þráðir að vakna en því miður var líkaminn búinn á því. Þegar læknirinn kom inn og sagði að þú værir dáinn, ég ætlaði ekki að trúa þessu og þú ekki nema 55 ára. Nú ertu kominn í ró og frið þar sem sjúkdómar og veikindi geta ekki hrjáð þig. Þú ert búinn að hitta for- eldra þína sem því miður náði ég aldrei að kynnast, þú skilar kveðju til þeirra frá mér. Ég trúi að við eigum eftir að hittast á ný. Ég kveð þig yndislegi pabbi minn, ég elska þig út af lífinu. Elsku bróðir,systur, Snædís Erla, Inga, mamma og Jón- ína, við verðum að vera sterk og standa þétt saman. Góði guð, ég vil þakka þér fyrir þennan yndislega mann sem ég fékk þann heiður að eiga sem föður, bless elsku pabbal- ingur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín litla stelpa, Berglind Ósk. Elsku pabbi, mig langar til að kveðja þig með örfáum orðum. Ég tel mig hafa verið heppinn að hafa fengið að vera með þér þessi ár. Ég hef alltaf talið mig vera heppinn að eiga tvo pabba, sem ég ber ómælda virðingu fyrir. Þú ólst mig upp með mömmu frá því ég var átta mánaða gamall. Þú og Árni pabbi báruð alltaf svo mikla virðingu hvor fyrir öðrum og skipið báðir mjög mikinn sess í lífi mínu. Þú varst svo góður við allt og alla og ég minnist þess aldrei að hafa heyrt nokkurn mann tala illa um þig. Þú vildir allt gera fyrir alla, og baðst ekki um mikið í stað- inn. Þú vildir aldrei láta mikið fyrir þér hafa. Þú lagðir þig alltaf allan fram við það sem þú gerðir, og þú barðist svo hetjulega í öllum þess- um veikindum sem sóttu á þig. Ég hef oft dáðst að þér og hugsað með mér að mig langi að verða jafnmik- ill maður og þú. Ég á svo margar góðar minn- ingar um þig. Alveg frá því ég man eftir mér, man ég eftir því að ekk- ert fannst mér skemmtilegra en að fara á völlinn með þér að horfa á fótbolta. Svo þegar við fjölskyldan vorum alltaf uppi í sumarbústað, þar upplifði ég margar bestu stund- ir æsku minnar. Þú varst alltaf svo glaður að komast upp í bústað til að slappa af og hvíla þig frá vinnunni. Þú hafðir alltaf svo mikinn áhuga á því hvernig mér gengi í vinnunni og skólanum. Þú vildir alltaf að vita hvað væri að gerast hjá mér. Þú spurðir líka alltaf hvað væri að frétta úr vinahópnum mínum, og þú hafðir alltaf svo gaman af því að heyra sögur af þeim. Ég kveð þig með miklum sökn- uði, og ég trúi því að þú sért kom- inn á einhvern góðan stað þar sem þú getur hvílst eftir erfiða ævi, ég dáist að þér fyrir að það hvernig þú barðist alltaf áfram, það er ótrúlegt hvernig þú sigraðist á öllu sem á þig sótti. Ég þakka fyrir þau for- réttindi að hafa fengið að kynnast þér. Minningunum um þig mun ég aldrei gleyma. Sigurður Ingi Árnason. Elsku afi minn. Mig langar bara að fá að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þær tengjast nú flestar sumarbú- staðnum þínum, því það var svo gaman að koma upp í dal til þín. Þú vildir alltaf koma með mér út að leika. Við fórum í fótbolta, frisbí, badminton og gerðum bara allt sem mér datt í hug, þú varst alltaf svo skemmtilegur og góður og tilbúinn að gera allt fyrir mig. Ég var svo heppin að fá að hafa þig hjá mér um síðustu jól og ára- mót. Að fá að taka upp pakkana með þér á aðfangadagskvöld og svo að standa með þér úti á svölum með stjörnuljós að horfa á flugeld- ana á gamlárskvöld. Þú varst líka svo ánægður með bindið sem ég gaf þér í jólagjöf, mér þótti svo vænt um það, því ég valdi það alveg alein. Ég vil að lokum segja þér bæn sem ég segi á hverju kvöldi áður en ég fer að sofa: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þú varst besti afi í öllum heim- inum og ég veit að Guð passar þig vel, elsku afi minn. Þín litla afastelpa, Snædís Erla Leósdóttir. Elsku vinur. Með örfáum orðum langar mig að þakka þér samveruna á þeim 20 árum sem við áttum saman. Maður er virkilega ríkur að hafa fengið að þekkja þig. Þú ert hetja og góð fyr- irmynd í augum allra sem þig þekktu. Börnin þín fjögur og litla afastelpan sem voru augasteinarnir þínir sjá nú á bak yndislegum föður og afa, en þú lifir í minningu þeirra, og það gefur þeim styrk um alla ei- lífð. Hún gefur mér líka mikinn styrk sú gagnkvæma virðing, sem ríkti alla tíð á milli okkar. Síðast- liðin fimm ár áttir þú við heilsuleysi að stríða en þú lést það ekki stöðva þig, stundaðir þína vinnu af ótrú- legum krafti og dugnaði. Takk fyrir allt kæri vinur. Elsku Berglind, Siggi, Guðný, Kristín Ósk, Snædís Erla og Inga, ég bið algóðan Guð að gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Guð blessi ykkur öll. Sigrún Sigurðardóttir. Sú sorgarfregn barst okkur um símann miðvikudaginn 24. þ.m. að Guðmundur Snævar, f.v. tengda- sonur okkar hefði veikst sviplega og fundist meðvitundarlaus í skurði sem hann var að vinna að. En hann vann útivinnu við ýmsar lagnir og GUÐMUNDUR SNÆVAR ÓLAFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.