Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 65 DAGBÓK ÍSLENDINGAR eru at- kvæðamiklir netspilarar og einn af þeim sem stund- um taka í spil á OK- bridge-vefnum er Vigfús Pálsson. Hann sendi þætt- inum þetta spil af Netinu, þar sem hann var í suður, sagnhafi í þremur grönd- um og fékk tækifæri til að „grísa ógurlega“. Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ K96 ♥ KG953 ♦ ÁK9 ♣ D5 Vestur Austur ♠ G8 ♠ Á10732 ♥ D8742 ♥ Á10 ♦ D65 ♦ 10832 ♣Á96 ♣104 Suður ♠ D54 ♥ 6 ♦ G74 ♣KG8732 Vestur Norður Austur Suður -- 1 hjarta Pass 1 grand Pass 3 grönd Allir pass Vigfús fékk út spaðagosa. Hann sá strax að þetta var vonlítið spil og alveg glat- að ef spaðadrottningin væri tekin af honum strax áður en laufið væri fríað. Því ákvað hann að spila upp á að vestur færi að „hitta“ á félaga sinn í spaða og spila frá Gx. Vig- fús strakk upp kóng blinds og austur drap með ás. Austur hugsaði sig nú lengi um (spaðatía hefði verið gott spil), en hann valdi loks lauftíuna og vestur tók strax á ásinn og sneri sér aftur að spaðan- um. Vigfús reyndi níuna, en drap svo tíu austurs með drottningunni. Síðan kom skriða af laufslögum og þetta var staðan þegar einu laufi var óspilað: Norður ♠ -- ♥ KG9 ♦ ÁK9 ♣-- Vestur Austur ♠ -- ♠ 73 ♥ D87 ♥ Á ♦ D65 ♦ 1083 ♣-- ♣-- Suður ♠ 4 ♥ 6 ♦ G74 ♣2 Vestur henti hjarta í lauf- tvistinn og úr borði henti Vigfús hjartaníu. Austur valdi tígul. Vigfús las nú stöðuna rétt og fór af stað með tígulgosa og lét hann fara þegar vestur dúkkaði (engu breytir þótt vestur leggi á því að tían fellur). Í stöðunni að framan er engin vörn til ef sagnhafi hittir á réttu leiðina. Það gagnast austri ekki að henda spaða því að þá verður honum spilað þar inn og á endanum verður hann að hreyfa tígulinn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert kvikur og kannt að komast framhjá hindrunum með krafti sem vekur oft að- dáun en einnig öfund sumra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að taka fjármálin sérstökum tökum því án að- gæslu mun eitthvað fara úr- skeiðis sem erfitt verður að leiðrétta síðar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Til þín leita margir um aðstoð og ráð og það er sjálfsagt að þú hjálpir þeim sem þú vilt en gættu þess að það fari ekki of mikill tími í þetta sem bitnar þá á þínum eigin verkum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það hefur ekkert upp á sig að fresta málum sem verður að vinna. Brettu frekar upp ermarnar og helltu þér ótrauður út í starfann og þér mun vinnast mun betur en þú áttir von á. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert þinn eigin skipherra hvort sem leiðin liggur til vondra veðra eða um lygnan sjó. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þegar tilbreytingarleysi hversdagsins er yfirþyrm- andi verður að brjóta það upp með einhverjum hætti og skapa tilbreytingu sem gerir daginn bærilegan. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Leitaðu svara við þeim spurningum sem á þig leita hjá þínum innri manni. Þar leynist ýmislegt þegar betur er að gáð sem þú getur nýtt þér hvort heldur er í starfi eða leik. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er eins og þú ráðir ekki lengur ferðinni en að at- burðarásin hafi tekið völdin. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er skynsamlegt að kynna sér andstæðing sinn áður en út í keppnina er haldið því öll slík vitneskja hjálpar til þess að skilja við hvað er átt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft að nýta betur þann hæfileika þinn að greina kjarnann frá hisminu því þeir sem það geta eru eftirsóttir og vinsælir starfskraftar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það eru næg tækifæri á ferð- inni ef þú ert bara nógu kjarkaður til þess að grípa þau og ákveðinn í að nýta þér þau til framdráttar bæði per- sónulega og í atvinnuskyni. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Stundum birtast einhverjir draugar úr fortíðinni og það getur kostað fyrirhöfn að finna út hvernig þeir verða best kveðnir niður. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ættir að leyfa ljóðinu að þroskast hjá þér og sækja síðan í það kraft til nýrra verka. Láttu athugasemdir annarra sem vind um eyru þjóta. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 50 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 2. febrúar, er fimm-tugur Sigurður R. Ólafsson, Heiðarhrauni 30b, Grindavík. Eiginkona hans, Bára Ágústsdóttir, verður fimmtug 22. maí nk. Þau halda afmæli saman í kvöld í Verka- lýðshúsinu, Víkurbraut 46, Grindavík, frá kl. 20. Allir vel- komnir. 60 ÁRA afmæli. Sextug-ur er í dag Ragnar E. Tryggvason, rafvirki, Mávahrauni 8, Hafnarfirði. Ragnar dvelst ásamt konu sinni, Guðrúnu Guðmunds- dóttur, á Kanaríeyjum. LJÓÐABROT Guðs hönd Láttu guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu halt þá beztu: blessað hans orð, sem boðast þér, í brjósti og hjarta festu. Vertu, guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Hallgrímur Pétursson STAÐAN kom upp á Corus- ofurskákmótinu í Wijk aan Zee er lauk fyrir skömmu. Loek Van Wely (2700) hafði hvítt gegn Ungverjanum Peter Leko (2745). Þó að hvítur hafi biskupaparið og frípeð sem er komið langt á leið eru blikur á lofti í stöðu hans þar sem ekki er ljóst hvort hann megi hirða peðið sem að honum er rétt. 23.Dxd4! Í þessu felst skipta- munsfórn en bisk- upaparið og vold- ugi frelsinginn sjá til þess að hún ber mikinn ávöxt. 23... Rf3+ 24.Bxf3 Dxd4 25.Hxd4 Bxd4 26.d7! Hed8 27.Bd6 Ha8 28.Hc7 Bb6 29.Hxb7 Kg7 30.Hxb6! axb6 31.Bxa8 Hxd7 32.Be5+ og svartur gafst upp. Skákin í heild sinni tefldist svona: 1.d4 Rf6 2.c4 g6 3.Rf3 Bg7 4.g3 d5 5.cxd5 Rxd5 6.Bg2 Rb6 7.O-O Rc6 8.e3 e5 9.Rc3 O-O 10.d5 Re7 11.e4 Bg4 12.h3 Bxf3 13.Dxf3 c6 14.Hd1 cxd5 15.exd5 Rf5 16.d6 Hb8 17.Dd3! Rd4 18.Rb5 Rd7 19.Rxd4 exd4 20.Bd2 He8 21.Hac1 Df6 22.Bb4 Re5 Hvítur á leik. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Ljósmynd/Hanna Kristín BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. ágúst sl. í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni Guðrún Berta Daníelsdóttir og Guð- mundur Ársæll Guðmunds- son. Þeir ætla að hækka þakið á næsta ári. Aldrei meira úrval af nýjum brúðarkjólum Ítölsk föt fyrir herra FATALEIGA GARÐABÆJAR sími 565 6680 Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14. Aukið sjálfsöryggi meira jafnvægi Upplýsingar í síma 694 5494 Nýtt námskeið hefst 7. febrúar Með sjálfsdáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða upp- byggingu á öllum sviðum. Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. Línurnar í lag Undirfataverslun, 1. hæð, Kringlunni, sími 553 7355 Hef hafið störf hjá Hreyfigreiningu ehf. við greiningu háls- og bakvandamála. Eyþór Kristjánsson, sjúkraþjálfari Sérfræðingur í Manuell Terapi, MNFF ✷ ✷ ✷ LAUGAVEGI 36 Opnaðu augun 30% verðlækkun á öllum gleraugnaumgjörðum & gleri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.