Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Íbúaþing í Kópavogi
Opið samráð
við íbúa
Umhverfisráð Kópa-vogs stendur fyriríbúaþingi á morg-
un og hefst það klukkan
10 árdegis í Smáraskóla.
Sigurborg Kr. Hannes-
dóttir ráðgjafi hefur haft
umsjón með undirbúningi
þessa íbúaþings, hafa ver-
ið haldin mörg slík í Kópa-
vogi?
„Nei, en það fór fram
sambærileg vinna á
Hornafirði sl. vor.“
– Hvers konar fyrir-
bæri er íbúaþing?
„Íbúaþingið er haldið í
tengslum við vinnu Kópa-
vogsbæjar að Staðardag-
skrá 21, sem er áætlun um
sjálfbæra þróun á 21. öld-
inni. Kópavogur er í hópi
um 40 sveitarfélaga hér á
landi sem vinna að Staðardag-
skrá 21.“
– Hvað fer fram á íbúaþinginu í
Smáraskóla?
„Þarna er fólki boðið að koma
og setja fram sjónarmið sín. Unn-
ið er í sex vinnuhópum sem hver
um sig starfar í um einn og hálfan
tíma. Fólk getur komið og tekið
þátt í starfi eins vinnuhóps eftir
áhuga og aðstæðum eða verið
með í starfinu allan daginn til
klukkan sex er íbúaþingi lýkur.“
– Eftir hvaða aðferðum er unn-
ið?
„Við notum aðferð sem hefur
m.a. verið þróuð í tengslum við
skipulagsvinnu í Bretlandi. Í
hverjum vinnuhópi förum við í
gegnum vandamál, drauma og
lausnir og í stað þess að halda
ræður skrifa þátttakendur hug-
myndir sínar á gula miða. Unnið
er úr þessum hugmyndum á
þremur dögum og niðurstöðurn-
ar kynntar í máli og myndum
strax á þriðjudagskvöldi hins 6.
febrúar nk. Þetta er óvenjuleg
aðferð og hröð en hún skilar mjög
miklu á stuttum tíma og það er
umfram allt skemmtilegt að taka
þátt í svona starfi. Þess má geta
að barnagæsla verður á svæðinu
og boðið er upp á veitingar.“
– Hvað búist þið við mörgum
íbúum Kópavogs á íbúaþingið?
„Það er ómögulegt að vita hvað
margir koma en ég vona að við
fáum sem mesta breidd í sjón-
armiðum, þannig að félagasam-
tök og hagsmunaaðilar gæti þess
að senda fulltrúa sína á vett-
vang.“
– Áttu von á að hinn almenni
íbúi komi og setji fram hugmynd-
ir?
„Já, það er gjarnan það fólk
sem er virkir þátttakendur í sam-
félagi sínu sem tekur þátt í svona
vinnu og ég tel að þeir sem vilja
sjá einhverja breytingu á því að
frumkvæði og ákvarðanir komi
að öllu leyti að ofan eigi hiklaust
að mæta. Þess má geta að unnið
hefur verið með börnum í tveim-
ur skólum og þarna verður vinnu-
hópur unglinga, þannig að leitast
er við að fá fram sjónarmið þeirra
líka.“
– Hvernig gekk þetta starf á
Hornafirði?
„Það kallaðist
vinnudagur þar og
heppnaðist mjög vel.
Ekki síst vegna þess
að þegar fólk sá kynn-
inguna fannst því það
virkilega eiga sjálft
sitthvað í niðurstöðunum.“
– Hefur svona vinnufyrirkomu-
lag verið notað erlendis í stærri
borgum?
„Þar sem ég þekki best til í
Bretlandi hefur það verið gert, en
þá aðallega í tengslum við skipu-
lagsmál. Ég er einmitt í samstarfi
við breskt fyrirtæki, John
Thompson & Partners, en það
sérhæfir sig í þessari aðferð. Það
er vaxandi krafa yfirvalda að hafa
svona náið samráð við almenning
um skipulagsmál þar í landi.“
– Er þetta sem sagt nýbreytni
hér?
„Já og það sem meira er – ég er
sannfærð um að við munum sjá
sambærilegt samráð, t.d. í formi
íbúaþinga, víða á næstu árum. Ég
get sagt frá því að í undirbúningi
er svipað íbúaþing í Vestur-
Skaftafellssýslu í mars, um fram-
tíðarsýn íbúanna þar.“
– Geta menn undirbúið sig
heima fyrir svona vinnu?
„Það er ekki nauðsynlegt því
þarna viljum við fá fram þau
sjónarmið sem annars eru gjarn-
an rædd heima við eldhúsborðið.
Hins vegar geta þeir sem vilja
nálgast stöðumat fyrir Kópavog
vegna Staðardagskrár 21 á
heimasíðu bæjarins, www.kopa-
vogur.is.“
– Eru menn að koma með bylt-
ingarkenndar hugmyndir á svona
fundum?
„Fyrst fáum við venjulega
fram það sem mest brennur á
fólki, dæmi um það eru t.d. sorp-
mál, umferð, mengun og skipu-
lagsmál. En þegar fólk virkilega
kemst á flug geta komið margar
skemmtilegar hugmyndir og oft
ekki síst frá börnunum. Á Horna-
firði voru ýmsar hugmyndir sem
við í úrvinnslunni flokkuðum sem
„villta drauma“. Þar voru menn
t.d. farnir að láta sig dreyma um
rafmagnslest milli Reykjavíkur
og Hafnar og bíllaust samfélag.“
– Hvernig er hugmyndum frá
svona vinnu fylgt eftir?
„Þetta er upphafið að
áframhaldandi samráði
við íbúa og þegar fólk
fer út af kynningunni í
Smáraskóla á þriðju-
dagskvöldið geta þeir
sem vilja vinna áfram að hug-
myndunum skráð sig. Strax þá er
tilkynnt um fyrsta fund með sam-
ráðshópi. Þessi efniviður, tillögur
íbúanna, fer síðan hefðbundna
leið og endanleg samþykkt mark-
miða er í höndum bæjar- eða
sveitarstjórnar á hverjum stað.
Sigurborg Kr. Hannesdóttir
Sigurborg Kr. Hannesdóttir
fæddist í Stykkishólmi 15. des-
ember 1959. Hún lauk stúdents-
prófi úr Samvinnuskólanum
1979 og BA-prófi í félagsfræði
frá HÍ 1987. Mastersgráðu lauk
hún í ferðaþjónustu frá Univers-
ity of Surrey 1989. Hún hefur
starfað við hótelstjórn og
kennslu, þ. á m. jógakennslu, og
stýrði umhverfisverkefni á Egils-
stöðum 1996 til 1998. Nú er hún
sjálfstætt starfandi ráðgjafi.
Viljum fá fram
sem mesta
breidd í sjón-
armiðum
Mig langar að verða stór aftur.
FLUGFÉLAG Íslands lagði í gær
niður notkun farmiða í flugi sínu inn-
anlands, til Færeyja og Grænlands
og verður allt flug félagsins fram-
vegis án farmiða. Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra bókaði fyrsta
formlega miðalausa farið til Ísafjarð-
ar frá skrifstofu sinni í ráðuneytinu í
gærmorgun að viðstöddum fulltrú-
um flugfélagsins.
Jón Karl Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Flugfélags Íslands, sagði í
samtali við Morgunblaðið að það eitt
að losna við prentun og útgáfu far-
miða sparaði félaginu kringum 20
milljónir króna. Prentun miðanna á
ári hafi kostað kringum 10 milljónir
króna og miðarnir sjálfir annað eins.
Hann segir félagið vera að draga sig
út úr hefðbundnu dreifikerfi og
stefna að meiri notkun Netsins og að
gera allar farbókanir og afgreiðslu
sem einfaldasta fyrir farþega.
Farbókun getur nú farið fram
annaðhvort á Netinu á slóðinni flug-
felag.is eða eins og áður með símtali
við Flugfélagið. Gefa menn þá upp
nafn og kortanúmer, flugkort eða
venjulegt greiðslukort. Sé fullbókað
í flug sem valið hefur verið eru gefnir
upp næstu möguleikar og einnig
mismunandi verð. Einnig eru þarna
birt tilboð sem í gildi eru hverju
sinni. Um þessar mundir er í gildi til-
boð um far aðra leið á 2001 krónu.
Við brottför gefa farþegar síðan upp
nafn sitt og eru innritaðir í flugið án
þess að þurfa að fara fyrst í aðra af-
greiðslu til að ganga frá farmiða-
kaupum.
Íslenska vefstofan annaðist gerð
bókunarbúnaðarins á Netinu. Kostn-
aður við búnaðinn á Netinu er kring-
um fimm milljónir króna og er þá
kostnaður við allt bókunarkerfið
kominn í um 25 milljónir.
Jón Karl segir að rúmlega 20%
farþega Flugfélagsins ferðist 11
sinnum eða oftar á ári hverju og tel-
ur að þeim muni finnast þessi nýja
aðferð algjör bylting. Þeir sem ekki
vilja nýta Netið til farbókunar geta
haft samband við félagið og eins þarf
að hringja ef breyta á bókun sem
gerð hefur verið gegnum Netið.
Bókað í flug
án farseðla
Sparar um
20 milljónir