Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 23 ALLT ÞETTA FYRIR ÞIG ef keypt er fyrir 3.500 krónur eða meira frá Estée Lauder í Lyfju Garðatorgi. Ráðgjafi verður í Lyfju Garðatorgi í dag, föstudag, frá kl. 13-18 og á morgun, frá kl. 11-14. Verðgildi gjafarinnar er um 5.400 kr. meðan birgðir endast Gjöfin inniheldur: 100% Time Release Moisture - rakakrem 7 ml So Moist - rakamaska 30ml Pure Color - varagloss Pure Color - varalit Intuition - ilmvatn 4 ml Snyrtitösku mætti sjá hversu góðir skuldarar þau væru. Hann benti á að Landssíminn gæti farið út í að veita lán eða ein- hverja aðra þjónustu og gæti nýtt upplýsingar sínar um viðskiptavinina til þess. Bjarni sagðist telja augljóst að á ís- lenska fjarskiptamarkaðnum yrði samþjöppun á næstu árum. Í Evrópu veittu til að mynda ekki nema 2–5 fyr- irtæki slíka þjónustu í hverju landi. Þá sagðist hann telja æskilegt að fá erlenda fjárfesta inn í fyrirtækin hér á landi og að fyrirtækin tengdu sig með þeim hætti til útlanda. Bjarni lýsti mikilli ánægju með fyr- irhugaða einkavæðingu Landssímans og sagðist álíta tillögu einkavæðing- arnefndar vel framkvæmanlega og nokkuð góða. Hann sagði mikilvægt að verðmat í fyrsta hluta sölunnar yrði raunhæft, þ.e. ekki of hátt. Ástæðurnar væru þær að þetta væri smæsti hlutinn sem seldur yrði, mest- ur fjöldi tæki þátt í fyrsta hlutanum og þeir sem keyptu fyrst hefðu minnsta þekkingu. Stafrænt gagnvirkt sjónvarp ekki langt undan Næst tók til máls Elfa Ýr Gylfa- dóttir, deildarstjóri þróunardeildar hjá Gagnvirkri miðlun, og ræddi um stafrænt gagnvirkt sjónvarp. Elfa Ýr sagði að til að hægt væri að bjóða slíka þjónustu þyrfti háhraðateng- ingu. Hún sagði að gert væri ráð fyrir að árið 2003 mundu um 50% Breta og um 40% Dana, Þjóðverja, Svía og Norðmanna hafa aðgang að stafrænu sjónvarpi. Elfa Ýr sagði Gagnvirka miðlun, sem stofnuð var á Höfn í Hornafirði, hafa gert samning við fyrirtæki í Bretlandi um að bjóða fólki upp á stafrænt sjónvarp og í boði yrðu til dæmis kvikmyndir sem menn gætu horft á þegar þeir kysu sjálfir, svo- kölluð myndefnisveita (Video-On- Demand). Elfa Ýr fullyrti að stafrænt gagnvirkt sjónvarp yrði fyrr en margur hygði talið sjálfsagður hluti af lífi fólks. Sæmundur Þorsteinsson, verk- fræðingur hjá rannsóknardeild Sím- ans, sagði mikið koparþráðanet liggja í jörðu um allt land og þá miklu fjár- festingu yrði að nýta. Það yrði gert með ADSL- og VDSL-tækni til há- hraðaflutninga. Hann sagði ADSL geta skilað allt að 8 Mb/s og VDSL allt að 50 Mb/s, allt eftir því hversu langa leið upplýsingarnar þyrftu að berast með koparþráðunum. Fæstir mundu þó geta nýtt sér alla þessa flutningsgetu vegna fjarlægðar. Hann setti þessa flutningsgetu í samhengi við það sem nú þekkist og sagði að hágæða sjónvarp notaði 20 Mb/s og að öll þjóðin hefði í dag sam- anlagt 100 Mb/s. Hann sagði spá British Telecom vera þá að eftirspurn eftir 100 Mb/s tengingum yrði ekki orðin raunveru- leg fyrr en árið 2010 og ADSL- og VDSL-tæknin mundi nægja fram eft- ir fyrsta áratug aldarinnar. Jóhann Gunnarsson, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu, lýsti þeirri skoðun sinni að mikið kapp þyrfti að leggja á að auka bandbreidd sem mest og koma öflugum tengingum til allra. Hann lýsti eftir þjóðarátaki um að leggja rör fyrir ljósleiðara hvar sem jörð væri rofin, hvort sem laga þyrfti gangstétt í bæ eða bæta við vatnsveitu í sveit og sagðist telja rétt að setja stefnuna nú á 100 Mb/s flutn- ingsgetu til notandans, því ljósleiðari kostaði lítið umfram það sem lagning hans kostaði. Jóhann nefndi dæmi frá Kanada þar sem væri víða í bæjar- félögum farið að leggja ríflegan fjölda ljósþráða milli opinberra stofnana og skóla. Sú þjónusta væri svo boðin út að setja Netið, sjónvarp, síma eða annað á þráðinn. Hann sagði stofn- kostnað við þetta hafa verið eina til tvær milljónir króna á hverja bygg- ingu. Símtækin að hverfa inn í tölvurnar Stefán Snorri Stefánsson, tækni- stjóri hjá Línu.Neti, sagði símann og Netið vera að renna saman með IP- símtækni. Komnir væru IP-borðsím- ar, þ.e. borðsímar tengdir Netinu, og einnig IP-skjásímar, sem séu símar á tölvuskjánum. Með því að nota þá síma þurfi ekkert símtæki og síma- þjónustan sé þá alfarið komin í tölv- una. Hann nefndi sem dæmi að Finland Post hafi enga hefðbundna síma leng- ur og öll símþjónusta fari fram í gegn- um tölvuna. Stefán Snorri spáir því að eftir 5 ár verði hefðbundin símtækni óðum að hverfa og þá verði engin skrefagjöld og ekkert verði greitt fyr- ir símtöl. Andrés Magnússon, blaðamaður og vefþróunarstjóri Íslenskrar erfða- greiningar, ræddi um áhrif breyttra fjarskipta á fjölmiðlun framtíðarinn- ar. Hann sagði fjölmiðlum hafa fjölg- að þó einhver dagblöð hefðu helst úr lestinni, því nú væri fyrir hendi mikill fjöldi ýmissa netmiðla. Hann sagði neytendur í auknum mæli vilja sér- sniðnar fréttir og að þeir mundu í framtíðinni nálgast þær í gegnum vefinn, þar með talið í gagnvirku sjón- varpi, í gegnum tölvupóst, farsíma og eftir fleiri leiðum. Hann sagðist telja að þrátt fyrir aukna samkeppni frá erlendum fjöl- miðlum mundu íslenskir fjölmiðlar þó spjara sig. Andrés sagði að vegna þessarar tækni sæi hann fyrir sér hraðara og upplýstara samfélag, og það væri ekki slæm framtíðarsýn. CORUS, bresk-hollenska stálsam- steypan, tilkynnti í gær stórfelldan niðurskurð í breskum stáliðnaði. Á tveimur árum verður störfum fækkað um 6.050, einkum í verk- smiðjum Corus í Wales. Eftir þetta munu 22 þúsund manns starfa hjá Corus í Bretlandi. Tony Blair for- sætisráðherra og breska stjórnin gagnrýna Corus harðlega fyrir skort á samstarfsvilja, þótt stjórnin viðurkenni rétt fyrirtækisins til þessarar ákvörðunar. Corus hefur fallist á að ræða málið næstu tvær vikurnar við verkalýðsfélög, áður en niðurskurður hefst. Málið er stjórninni óþægilegt, þar sem kosningar eru líklega á næsta leiti og stjórnin leggur áherslu á styrk bresks viðskiptalífs. Verkalýðsfélag járn- og stáliðnað- arins reynir nú að taka yfir hluta af starfseminni, sem á að leggja niður. Áætlað er að tap Corus í Bretlandi í fyrra hafi að minnsta kosti verið 350 milljónir punda. Stjórnmálamenn æfir Sem dæmi um áhrifin verður verksmiðju í Wales lokað og í ann- arri þar verður störfum fækkað úr 3.300 í 600. Þarna eru stálbræðsl- urnar ríkjandi í atvinnulífi svæð- isins. Í viðtali við starfsmenn Corus í morgunútvarpi BBC komu fram sár vonbrigði með niðurskurðinn. Starfsmenn hefðu þegar tekið á sig ýmsar kvaðir til að forðast niður- skurð. Þarna hafa heilu fjölskyld- urnar unnið mann fram af manni. Af þessum orsökum hafa stjórn- málamenn látið málið mjög til sín taka, enda berst breska stjórnin að því er virðist vonlausri baráttu gegn minnkandi atvinnu í dreifbýli. Paul Murphy ráðherra er fer með málefni Wales segir það „til skammar“ að Corus skuli ekki hafa rætt niðurskurðinn við stjórnmála- menn. Í sama streng tók Alastair Camp- bell, talsmaður Blairs. Það væri „fremur einstakt“ að áformin skyldu ekki hafa verið skýrð fyrir stjórninni, andstætt því þegar störf hafa verið skorin niður í bílaiðn- aðinum undanfarið. Með því að vita ekkert gæti stjórnin illa gert ráð- stafanir til að draga úr atvinnuleysi í kjölfar niðurskurðarins. Viðbrögð Corus við erfiðum aðstæðum Reiði stjórnmálamanna beinist að hluta að því að Corus var áður breska ríkisfyrirtækið British Steel, sem var einkavætt 1988, þeg- ar einkavæðingaralda Margaret Thatcher, þáverandi forsætisráð- herra, reis sem hæst. British Steel sameinaðist hollensku samsteyp- unni Hoogovens 1999 og nafnið Co- rus var þá tekið upp. Fyrirtækið skar niður 4.500 störf á liðnu ári. Gagnrýnendur benda á að það skjóti skökku við að skera niður störf nú þegar evrópskur stáliðn- aður sé almennt að sækja í sig veðr- ið, auk þess sem dregið hafi úr styrk pundsins. Corus réttlætir að- gerðir sínar hins vegar með því að iðnframleiðsla hafi dregist saman í Bretlandi og ekki sé hægt að stand- ast flóðbylgju ódýrs innflutnings. Það liggur einnig í loftinu að vera Breta utan evrusvæðisins hafi haft áhrif á ákvörðun Corus, sem hefur ekki getað fengið skýr skilaboð frá stjórninni um hvort, og þá hvenær, hún stefnir á evruna. Fækkað um sex þúsund störf í breskum stáliðnaði London. Morgunblaðið. BRESKUR verðbréfasali af gyð- ingaættum hefur farið í mál við fyr- irtækið sem hann vann hjá vegna kynþáttafyrirlitningar. Þegar hinn 35 ára Laurent Weinberger kom of seint einn föstudagsmorgun var hon- um skipað að fara í Hitler-búning. Hann neitaði og þegar hann var seinna færður í starf, þar sem árs- launin fóru undir þær 15 milljónir ís- lenskra króna er hann hafði áður, sagði hann upp og fór í mál við fyr- irtækið, Tullett & Tokyo Liberty, þar sem meðhöndlun þess á sér staf- aði af kynþáttafordómum. Forsvarsmenn fyrirtækisins bera því hins vegar við að föstudagsupp- ákoman hafi verið hluti af galsa- fengnum anda í fyrirtækinu. Það hafi tíðkast að þeir sem mættu of seint á föstudagsmorgnum hefðu fengið af- káralega búninga til að ganga í þann daginn. Þetta hafi verið liður í því að hressa upp á liðið í annars mjög krefjandi og stressandi vinnu. Til- færsla Weinberger hafi verið ótengd neitun hans, heldur eingöngu stafað af innanhússbreytingum. Við réttarhöldin, sem nú standa yfir, hefur hins vegar komið fram að ýmislegt fleira í ætt við fyrirlitningu á gyðingum tíðkaðist í fyrirtækinu. Sem dæmi má nefna að starfsmenn settu gjarnan höfuðfat gyðinga, litla svarta húfu, ofan á sjónvarpið þegar þar voru viðtöl við gyðinga. Er Weinberger bryddaði upp á málaferlum buðust forsvarsmenn Tullett & Tokyo Liberty til að ljúka málinu með því að gefa um sex millj- ónir króna til góðgerðarstarfsemi í þágu gyðinga en því hafnaði Wein- berger. Verðbréfasali af gyðingaættum í mál vegna kynþáttafordóma London. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.